Eining - 01.03.1964, Qupperneq 2

Eining - 01.03.1964, Qupperneq 2
2 EINING Gleðisnauðar konur vo heitir grein, sem tímaritið Reader’s Digest birti í júlíheft- inu 1963. Hún verður hvorki þýdd né endursögð hér til fulls, aðeins greint nokkuð frá efni hennar. Hinar gleði- snauðu mæður, sem greinin fjallar um, eru ekki konur drykkjumanna, en auð- vitað eru þær einnig oftast gleðisnauð- ar. Nei, hér er sagt frá ungum mæðr- um, sem flestar eru alltof ungar. 1 upphafi greinarinnar er minnst á hús eitt, fremur ósjálegt, við 15 stræti New Yorkborgar, Það vekur enga sér- staka athygli og kynnir sig ekki á neinn hátt. Það er aðeins eitt af hinum mörgu hælum í landinu, sem líkna hjálpar- þurfandi ungum stúlkum. Við greinar- höfundinn segir forstöðukona hælisins, Charlotte Andress ,,Hér lifum við til að hjálpa hinum ungu bamshafandi stúlk- um til þess að halda vandamáli þeirra leyndu, líkt og í öðrum slíkum hælum. Hér er skráð aðeins fornafn þeirra og upphafsstafir síðasta hluta nafnsins". Forstöðukonan segir svo ennfremur: „Eg átti tal við eina dapureygða stúlku. Hún hafði verið skólakennari í borginni Seattle. Fyrir nokkru virtist björt framtíð blasa við henni. Hún var trúlofuð ungum lögfræðingi, þau voru þegar farin að velja sér húsgögn í til- vonandi heimili sitt, en nú sat hún hér og kreisti hringlausa hönd sína í þrútnu skauti sínu. Kærastinn hafði slitið sam- bandinu, þegar hann fékk vitneskju um að hún átti von á barni. Nú hafði hún flúið alla þessa löngu leið, 3000 mílur, til New York í þeirri von að geta leynt mjög þekktum foreldrum sínum, hvernig komið var fyrir henni. „Ég veit hvernig fólk hugsar", hafði hún sagt, „óheillaspor eins og þessi loða lengi við. Það er litið á mann næstum sem glæpamann“.“ Forstöðukonan heldur svo áfram: „f Bandaríkjunum lenda 250 þúsundir ungra kvenna árlega í þessum sama vanda, og tala þeirra væri þó eflaust miklu hærri, ef ekki kæmi hér til ann- að hryggilegt ástand. Að minnsta kosti nema ólöglegar fóstureyðingar í landinu árlega einni milljón, en sennileg eru þær miklu fleiri, og ein af hverjum sex brúðum er barnshafandi áður en hún giftir sig. Óskilgetnar barneignir eru ekki nein nýjung, en svo óskaplega hefur þeim fjölgað, að ekki er vanþörf á að hug- leiða rækilega slíkt vandamál. Á 25 ár- um hefur árlegum barnsfæðingum fjölgað yfirleitt um 60 af hundraði, en á þessum tíma hafa fæðingar óskilget- inna barna þréfaldast. Eitt af hverj- um 18 börnum fæðist nú óskilgetið (1963). Þetta kemur hart niður á hinum ófar- sælu einstaklingum, en einnig á allri þjóðinni. Kostnaðurinn er óskaplegur. Árlega greiðir þjóðin 180 milljónir doll- ara til þurfandi óskilgetinna barna og mæðra þeirra. Annað tjón þjóðfélags- ins við þetta getur enginn talið. T. d. leiðir öll þessi lausung mjög til fjarveru unglinga frá skólum, og hún svo aftur til iðjuleysis og afbrota ungmenna". Síðar í greininn er þess getið, að 40 af hundraði hinna ógiftu mæðra séu á aldrinum 15—19 ára. Vissulega “shocking”, — óskaplegt, segir þar. I þessum aldursflokki hafi fæðingum óskilgetinna barna fjölgað síðan 1930 um 108%, en í aldursflokkunum 25—29 hafi þessi fjölgun óskilgetinna barna aukist á þessu tímabili um 453%. Mannfræðingur að nafni Margaret Mead, segir í grein þessari, að ei sé að undra, þótt meinþróunin sé þessi, þar sem heita megi, að foreldrar ýti börnum sínum út í “dating to early”, það er að velja sér of snemma vin og ætlist til að þau iðki “going steady” — haldi varanlegri tryggð við þenna vin sinn, stúlku eða pilt. Þá er mjög athyglisvert, það sem dr. Clark Vincent segir um þetta mál, en hann er yfirmaður vísindadeildar félagsmála, þeirrar landsstofnunar, sem fjallar um andlegt heilsufar þjóðarinn- ar. Á þarlendu máli heitir stofnun þessi National Institute of Mental Health. Dr. Vincent segir: „Þjóðfélagið iðkar og umber lausung í kynferðismál- um og gleypir við öllum æsandi kynóra- skemmtunum. 1 skáldsögum, kvikmynd- um og á leiksviðinu er alls staðar látið skína í það að kynmök séu aðeins leilc- ur. Og eitthvað í ætt við þetta er eins konar auglýsingabeita varðandi marg- víslega framleiðslu okkar, og fegurðar- drottningin er miðpunkturinn í öllu, allt frá fótboltaleik til vörusýningar. Ósjálf- rátt örvum við hina líffræðilegu undir- rót getnaðar, en fordæmum svo afleið- ingarnar“. Bent er á það í ritgerð þessari, að allmargar þessara hrasandi stúlkna komi frá föðurlausum heimilum eða þeim, þar sem kona ráði öllu. Heppi- leg kvenleg fyrirmynd, einnig þátttaka í kirkjulegu félagslífi, sé ungum stúlk- um góð vörn gegn allri lausung. Þá er minnt á það, hve óhöppin geti verið stúlkunni miklu meira sálarlegt áfall en karlmanninum. Ungi pilturinn getur fljótt gleymt gáleysi sínu, en stúlk- an ekki. Pilturinn getur haldið áfram skólanámi sínu, en ásigkomulag stúlk- unnar útilokar hana yfirleitt frá slíku. Sagt er frá gagnfræðaskóla í New Jersey, þar sem sex ungar stúlkur voru óléttar af völdum sama manns, fulltíða manns. í Bandaríkjunum eru yfir 165 einka- stofnanir til hjálpar þessum ófarsælu ungu stúlkum. Þetta er fyrir utan af- skipti hins opinbera, sem hljóta að vera allmikil. Bandaríkin eru engin undantekning í þessum málum, þótt þau séu sjálfsagt engin fyrirmynd í þessu efni. Skýrsl- urnar frá Bretum og ýmsum öðrum þjóðum eru ekki glæsilegar, og hjá okk- ur hér á landi mun meinþróun siðgæðis- málanna vera all-ískyggileg. Undirrótin er hvarvetna lélegt uppeldi frá hendi heimila og skóla, og skortur á ræktun þeirrar lífsskoðunar og trúar, sem er öruggasta kjölfestan í líf allra manna, ekki sízt æskumanna. Menn reyna að afsaka sig með aldarfarinu, en hvað er það annað en einstaklingurinn, heim- ilið, menntastofnanir, bókmenntir, skemmtanir og félagslíf, sem mótar aldarfarið. Við búum sjálf til aldarfarið og verðum svo að búa við það, hvort sem það er mannspillandi eða hið gagn- stæða. * >f -K Góð frétt frá Frakklandi 1 Frakklandi keppa nú ávaxtadrykkimir við vínið. Neyzla ávaxtadrykkjanna hefur þré- faldast síðustu tvö árin. Vínþrúgvsafinn er sérlega vinsæll. Hann er fjörefnaríkur og hollur, og þannig er unnt að geyma hann algerlega óáfengan. Vonandi eiga Frakkar eftir að notfæra sér hina miklu vínberja- framleiðslu sína á þenna hátt, í stað þess að snúa henni í áfengar víntegundir. Þegar fjölskylda mín átti heima í Canada, fyrir vestan Klettafjöllin, þar sem ávaxta framleiðsla er geysilega mikil, settum við á haustin vinberjasafa í flöskur eða á dósir svo skipti tugum. Þetta er indælasti drykkur, algerlega óáfengur, ef hann er ekki látinn gerjast. P. S.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.