Eining - 01.03.1964, Blaðsíða 3

Eining - 01.03.1964, Blaðsíða 3
EINING 3 //PSwv \í 0C-t 1/ SUMARMÁL Ritstjórn blaðsiðunnar: Guðmundur I’crarinsson og Einar Hanncsson. ^JJccttuÍc ev ncmenc la ó ci m L uccm i Rektor menntaskólans í Næstved í Danmörku þótti fyllsta ástæða til á for- eldrafundi að skýra frá slæmri hegðun nemenda skólans. Hann gat þess, að hann vissi til að hópar nemenda kæmu oft saman til fagnaðar á heimilum ein- hvers nemenda. Um það væri allt gott að segja. Á hinn bóginn kvaðst rektor vita til að slík gestaboð væru á heim- ilum í fjarveru foreldra og undir slík- um kringumstæðum hefði þar átt sér stað neyzla áfengis og annar ósómi. Kvaðst rektor vilja aðvara foreldra í þessu efni. — Þessi ummæli rektorsins í Næstved vöktu mikla athygli og urðu blaðaskrif um málið. Ekki er útilokað, að einnig hér á landi sé þetta vandamál. Er nauðsyn- legt að sporna á allan hátt gegn slíkum ósóma. Ættu foreldrar að vera vel á verði í þessu efni og leita samvinnu við skólamenn um ráðstafanir, sem tryggi að slíkt komi ekki fyrir. Vitað er að margir íslenzkir skólamenn eru áhuga- samir um að ekki sé neytt áfengis á skemmtunum skólanna og á samkomum, sem efnt er til á þeirra vegum, og koma í veg fyrir neyzlu áfengis meðal skóla- fólks yfirleitt. Þurfa allir að styðja þá viðleitni af fremsta megni. * >f * FrLbarsveitir Evrópu Nýlega, birtist þessi fróðlega grein í Frétta- bréfi Æskulýðssambands íslands eftir rit- stjóra þess Hörð Sigurgestsson. Ritstjórinn hefur góðfúslega leyft okkur að endurprenta greinina og erum við honum þakklátir fyrir. Fyrir um það bil tveimur árum hófu Banda- ríkjamenn þá athyglisverðu starfsemi að senda til þróunarlandanna sveitir ungs fólks. friðar- sveitir, til þess að vinna í þróunarlöndunum a* margs konar fræðslu og framfaramálum Með starfsemi þessara friðarsveita er ætlunin að hafa áhrif í þá átt að flýta framþróuninni í þessum löndum. Þetta fordæmi hefur gefið það góða raun, að fimm Evrópulönd vinna nú að áætlunum um að koma á samsvarandi friðarsveitum og senda ungt fólk með góða menntun og tækni- þekkingu til ýmissa þróunarlanda. Þessi lönd eru: Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Vestur- Þýzkaland og Holland. Norðmenn hafa gert áætlanir um þessi mál, og nær hún yfir 2—3 ár. Hafa þeir í hyggju að .senda fyrs'c í stað 20 menn. Þeir, sem valdir verða til þessara starfa munu fá tveggja mánaða sérstaka þjálfun í Noregi, og í kjöl farið mun koma mánaðar undirbúningur í landinu, þar sem þeir munu vinna. — Þátt- takendur verða vandlega valdir með sérstöku tilliti til tungumálakunnáttu og starfsþekk- ingar, til þess að eingöngu verði það hæft fólk, sem leggja mun sitt af mörkum til tækni- þekkingar og alþjóðlegrar samvinnu þessara landa. Standa vonir til að árangurinn af þessari tilraun gefi góðar vonir og fljótlega verði hægt að auka þessa starfsemi. Lasse Aasland, sem er gjaldkeri stjórnar WAY, hefur verið skipaður framkvæmdastjóri norsku friðarsveit- anna. 1 Danmörku hefur fyrsti hópurinn af ungu fólki þegar byrjað þjálfun sína til að takast á hendur störf fyrir Dönsku friðarsveitirnar. Voru til þess valdir 30 úr hópi 400 umsækj- enda og munu þeir fá ýmislega þjálfun, áður en þeir halda til Austur-Afríku. I Afríku munu þeir veita margs konar tæknilega að- stoð, vinna að byggingarstörfum, kennslu, þjálfun í landbúnaði og að heilbrigðisþjón- ustu. Meðalaldurinn í þessum fyrsta hópi er 28 ár. Sérhver sjálfboðaliði mun fá greidda lág- marksupphæð dagpeninga meðan á starfstíma- bili hans stendur, sem mun vera um tvö ár. Sérstök nefnd í Danmörku, sem beitir sér fyrir aðstoð við þróunarlöndin, hefur útvegað fjármagn til friðarsveitanna. Þær friðarsveitir, sem hér hafa verið nefnd- ar, starfa beint eða óbeint á vegum hins opinbera. 1 Bretlandi hefur hins vegar verið starfrækt sjálfstæð stofnun, Voluntary Ser- vice Overseas. Hóf hún þegar á árinu 1958 að senda ungt fólk, sem lokið hafði stúdents- prófi en ekki hafið háskólanám, til eins árs dvalar í einhverju þróunarlandanna. Munu að staðaldri dvelja um 300 manns í 50 löndum á vegum stofnunarinnar. Flestir þátttakend- ur eru á aldrinum 18 ára til tvítugs. 1 seinni tíð hefur auk stúdentanna einnig verið sendur fjöldi fólks með ýmiss konar aðra menntun. Helztu störfin, sem unnið er að, eru kennslu og fræðslustörf, en einnig er mikil áherzla lögð á samband þátttakendanna við jafnaldra sína í viðkomandi löndum. Vart verða stofnaðar íslenzkar friðarsveitir í náinni framtíð. Hins vegar virðist það ekki fjarri lagi að leita samvinnu hinna Norður- landanna á þessu sviði til þess að gefa ungu fólki frá íslandi kost á að taka þátt í þessu uppbyggingar- og þróunarstarfi, sem báðum mun verða til gagns þegar fram í sækir. -x >f * Ráðstef na Æ S f Æskulýðssamband Islands efndi til ráð- stefnu snemma í febrúar s.l. um félagsstarf ungs fólks, gagnsemi þess og vandamál. Flutt voru tvö framsöguerindi og að þeim loknum var þátttakendum skipt niður í þrjá umræðuhópa, sem unnu að ályktun, sem síð- an var lögð fyrir ráðstefnuna. Eitt umræðuefnið var: Hve víðtæk er áfeng- is- og tóbaksneyzla ungmenna. og hver eru ráð við henni? Var sá umræðuhópur fjölmennast- ur, sem fjallaði um þetta viðfangsefni. Kom fram mikill áhugi og einlægur vilji til að leysa vandann. Verður nánar komið að til- lögum hópsins í næsta blaði. Þessi ráðstefna ÆSl þótti takast mjög vel. — Varafoi-m. ÆSl, Helga Kristinsdóttir, stjórnaði ráðstefnunni, en framsöguerindi fluttu séra Sigurður Haukur Guðjónsson og Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri. * >f * Gesiakvöld ÍUT efndi til tveggja svokallaðra GESTA- KVÖLDA í Gt-húsinu í febrúarmánuði. Þar voru m. a. flutt erindi um bindindismál. Boðið var ungu fólki til kvöldanna, m. a. skólafólki í samvinnu við Samband bindindisfélaga í skólum. — Tókust bæði kvöldin mjög vel. Myndin sýnir séra Árelíus Níelsson og einn af forustumönnum æskunnar i Afríku, er þeir rxðast við á þingi Heimssambands æskunnar WAY í Árósum sumarið 1962. E. t. v. hafa þeir verið að ræða gildi friðarsveitanna við uppbygginguna í þróunarlöndunum eða hliðstæða starfsemi á vegum alþjóðlegra samtaka og stofnana. SÉRA ÁRELlUS NlELSSON VAR ENDURKJÖRINN FORMAÐUR BANDALAGS ÆSKULÝÐSFÉLAGA Á ÞINGI ÞESS, SEM HALDIÐ VAR í SEINASTA MÁNUÐI.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.