Eining - 01.03.1964, Side 4

Eining - 01.03.1964, Side 4
4 EINING Aðalstjórn og forstöðukona Skálatúns, talið frá vinstri: Ingibjörg Stefánsdóttir, Gísli Krist- jánsson, Gréta Bachmann, forstöðukona, Páll Kolbeins og Guðrún Sigurðardóttir. Á myndina vantar Jón Sigurðsson, borgarlækni. Barnaheimilið Skálatún 10 ára Stjórn heimilisins bauð blaðamönn- um og fréttamanni frá ríkisútvarpinu að heimsækja Skálatún í tilefni 10 ára afmælisins. Þetta var 29. janúar s.l. Þegar á staðinn kom, beið okkar rausn- arlega búið kaffiborð og undir borðum kynnti stjórn heimilsins okkur hag þess og starfsemi. Upphafsmaður og beztur liðsmaður heimilisins fram á allra síðustu ár, var .Tón Gunnlaugsson, stjórnarráðsmaður. Árið 1952 hvatti hann góðtemplara til þess að kaupa staðinn og stofna þar heimili handa vangefnum börnum. 1953 fóru kaupin fram og fyrsti vistmaður- inn kom að Skálatúni 30. janúar 1954. Að þrem mánuðum liðnum voru börn- in orðin 20, gat þó ekki heitið að hús- rúm væri fyrir svo mörg. I fyrstu stjórn heimilisins voru þessi: Jón Gunnlaugsson, Páll Kolbeins, Þor- steinn Þorsteinsson, Guðrún Sigurðar- dóttir, María Albertsdóttir. Páll og Guðrún eru enn í stjórninni. Snemma á árinu 1960 gerði Skálatún og Styrkt- arfélag vangefinna samning um sam- eiginlegan rekstur barnaheimilisins. Fór þá fram nýtt stjórnarkjör. Kosin frá Styrktarfélagi vangefinna, Jón Sig- urðsson, borgarlæknir, frú Ingibjörg Stefánsdóttir og Gísli Kristjánsson, rit- stjóri, tilnefndur af landlækni. Af hálfu templara Páll Kolbeins og frú Guðrún Sigurðardóttir. Jón Gunnlaugsson baðst undan endurkjöri. Forstöðukona heimilisins er Greta Bachmann. Alhnyndarlegt bú er einnig að Skála- túni, Viggó Valdimarsson er þar ráðs- maður. Búskapur þessi er ekki lítils- virði fyrir heimilið og börnunum oft mikill ánægjuauki. Við skoðuðum vistarverur barnaheim- ilisins. Öll umgengni er þar prýðileg og búið vel að hinum ungu vistmönn- um, sem minna hafa þegið í vöggugjöf en allur almenningur. Þeim er kennt allt, sem þau geta lært, sérstaklega handavinna og er furða hvað þau geta í þeim efnum. Miskunnarverk er það vissulega sem þarna er unnið, og myndi ekki hver sem er fást til þeirra starfa. Er við litum inn í eitt herbergið, sat þar stór hópur barnanna í hring, öll með ýmis konar sérkennileg áhöld, sem var þeim hljóðfæri, og undir stjórn kennara léku þau svo og sungu fyrir gestina, kát og brosandi. Ekki dylst það, að starfslið heimil- isins á skilið fleiri og meiri viðurkenn- ingarorð, en hér verða viðhöfð. Þarna hefur verið að verki mikil fórnfýsi bæði kvenna og karla. Mörgum stundum ver- ið fórnað og peningum einnig. Með framlagi úr Styrktarsjóði vangefinna og lánsfé, hefur verið unnt að auka tölu- vert húsakost síðustu þrjú árin, reisa hús handa starfsfólkinu og endurbæta heimilið að miklum mun, svo að nú eru þar rúm fyrir 30 börn. Búið er að sam- þykkja teikningar nýrra húsa, sem reist skulu á staðnum í náinni framtíð. Undir umsjón áður nefndrar stjórn- ar er Barnaheimilið Skálatún algerlega sjálfseignarstofnun. Alls hafa 60—70 börn notið aðhlynningar þessarar líkn- arstofnunar. Við sem utanhjá stöndum, dáumst að hinu góða verki, sem þarna er unnið og biðjum heimili þessara drottins minnstu allrar blessunar. MA í Noregi færist í aukana I blaðaviðtali, sem Folket átti laust fyrir áramótin við Steinar Hauge, for- stjóra MA — bindindisfélags öku- manna í Noregi — getur forstjórinn þess að þrjú þúsund nýir félagar hafi innritast í samtökin á árinu, sem þá var að enda. Alls eru félagarnir nú orðnir 24 þúsund. Þetta er athafnasamur félagsskapur í landinu. Hann lætur umferðarmálin mjög til sín taka, og veitir ekki af, því að nútímaæðið veldur hrollvekjandi umferðarslysum í öllum menningar- löndum. MA í Noregi stundar óspart sinn „góðakstur". S.l. ár komu þeir á mjög athyglisverðri góðaksturskeppni, sem gilti fyrir allt landið og voru kepp- endur aðallega konur. Á undan þessari aðalkeppni, hafði verið keppt á fjöl- mörgum stöðum, 80 heimahögum, bæj- um og þorpum, og svo 14 umdæmum. Þetta er engin smáræðis þátttaka. Þús- undir, já, tugþúsundir komast þannig á mjög raunverulegan hátt í samband við þessa starfsemi, sem eflir batnandi umferðarmenningu. Steinar Hauge tel- ur að um 10,000 hafi tekið þátt í keppn- inni á hinum áðurnefndu 80 stöðum. Nokkrir forustumenn þessara sam- taka í Noregi verða meðal gesta okkar frá Norðurlöndum, sem koma til þing- setu hins norræna sambands bindindis- félaga ökumanna. Þingið verður háð í Reykjavík, sennilega í júlíbyrjun í sumar, einmitt hér í tilefni 10 ára af- mælis Bindindisfélags ökumanna á fs- landi. Við verðum að fagna gestum okkar vel og gera þeim heimsóknina ánægju- lega og minnisstæða. Þeir munu verða góðir gestir og koma þeirra okkur mjög gagnleg. -* * Gerði allan muninn Blaðið Dansk Good Templar getur þess, að æskulýðsklúbbur í Árósum hafi um skeið ver- ið til húsa með fundi sína í veitingahúsi, sem veitti vín. Unga fólkið drakk og leiddi það svo til óspekta og áfloga. Svo flutti klúbburinn sig með fundi sína í húsakynni þar sem ekki voru neinar áfengis- veitingar. Síðan hefur allt verið kyrrt og rótt á fundunum. Unga fólkið drekkur þar aðeins mjólkurdrykki og gosdrykki. — Að- búnaðurinn gerði allan mismuninn.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.