Eining - 01.03.1964, Qupperneq 5

Eining - 01.03.1964, Qupperneq 5
EINI NG 5 Þátt þenna fluttijón Kristinsson, rakari í ríkisútvarpið í samfelldri dagskrá um 80 ára afmæli regl- unnar hér á landi 10. jan. 1964.. Á svo skammri stund, sem hér er til umráða, verður aðeins fátt eitt sagt um störf g’óðtemplarareglunnar, á Akur- eyri, á liðnum áttatíu árum og erfitt að ákveða á hvað skal minnst og hverju sleppa. Ef horft er til upphafsins verður eitt nafn, öðru fremur, efst í huga, nafn Friðbjarnar Steinssonar, bóksala og bæjarfulltrúa, sem oft er nefndur faðir góðtemplarareglunnar. En í húsi hans var reglan stofnuð og hefur reglan nú eignast þetta gamla og merka hús, og mun, á komandi árum, koma þar upp mynjasafni. Húsbyggingasaga stúknanna hér er ekki ómerk. Árið 1906 er ráðist í bygg- ingu fundarhúss, sem þá mun hafa verið eitt allra glæsilegasta samkomu- hús landsins, og enn í dag er það eitt af stórhýsum bæjarins og þjónar, með prýði hlutverki sínu sem samkomuhús í eigu Akureyrarbæjar. Stúkurnar seldu húsið 1917, en 1925 byggðu þær Skjald- borg í félagi við U. M. F. A., sem síð- ar seldi stúkunum sinn hluta og þar störfuðu stúkurnar í rúman aldarfjórð- ung. Árið 1952 eru svo fest kaup á Hótel Norðurlandi, sem nú heitir Varð- borg, og þar hófu stúkumar æsku- lýðs- og tómstundastarf sitt 1953, sem var brautryðjandastarf, á þessu sviði, hér á landi. Hefur Æskulýðsheimilið, á hverju ári síðan, gengist fyrir ýmis konar námskeiðum og tómstundaklúbb- f dreifibréfi, sem fréttaþjónusta bind- indismanna í Svíþjóð — Pressöversikt frán Nykterhetsrörelsen information- tjánst — sendir út, segir m. a. á þessa leið: „Vilji menn vita sannleikann um brennivínið, sem í verzlunum í Dan- mörku er frjálst á boðstólum, þá er hann sá, að s.l. 45 ár hefur það verið öllum almenningi óaðgengilegt sökum verðlagsins. Það var hið venjulega, áður en sterku drykkirnir voru hækkaðir svo geysilega í verði í Danmörku árið 1917, að menn um, og einnig starfsfræðsludögum þeim, er haldnir hafa verið í bænum. Stúk- urnar eru einnig aðilar að Æskulýðs- ráði Akureyrar, og eiga fulltrúa þar. f Varðborg er nú starfrækt hótel, fyrsta og eina bindindishótel landsins, er nýtur mikilla vinsælda. Einnig er Borgarbíó þar til húsa, en kvikmynda- Friðbjörn Steinsson. rekstur hafa templarar á Akureyri haft með liöndum um nær tveggja áratuga skeið. Barnaheimili hafa stúkurnar og rekið tvö síðastliðin sumur. Fyrra sum- arið að Litlu-Tjörnum í Ljósavatns- skarði, en s.l. sumar að Böggvisstöðum í Svarfaðardal og dvöldu þar 45 börn, leysti það vanda margra heimila, að koma börnum sínum í sveit. unnu þar nokkra daga vikunnar, en eyddu hinum í drykkjuskap". Eining hefur hvað eftir annað minnt á hið furðulega sem gerðist í Danmörku þetta minnisstæða ár 1917. Eftir nokk- urra mánaða sölubann sterkra drykkja, var brennivínið hækkað um 1000% eða meira. Fór þá áfengisneyzla Dana nið- ur úr yfir 8 lítrum á nef af 100% áfengi árlega, í minna en 2 lítra, og allt fram að síðustu árum óx áfengisneyzlan í landinu lítið. Menn breyttu þeim grófa drykkjuskap, sem oft ayðilagði nokkra vinnudaga vikunnar, í öldrykkjuna, sem Á Akureyri starfa nú tvær undir- stúkur. Móðurstúkan Ísafold-Fjallkon- an nr. 1 og Brynja nr. 99, sem á sex- tugsafmæli á komandi sumri. Þá starfa hér einnig þrjár bamastúkur, ein við hvern barnaskóla bæjarins. Hér eru ennfremur staðsettar Þingstúka Eyja- fjarðar og Umdæmisstúka Norðurlands. Margar fleiri stúkur hafa starfað í bænum á umræddu tímabili, og þeir eru orðnir nokkuð margir, borgararnir í þessum bæ, sem hafa starfað í regl- unni, lengri eða skemmri tíma. Góðtemplarareglan er, eins og flestir vita, byggð á trúarlegum grunni. Hún stendur öllum opin, er þangað vilja leita styrks og stuðnings í erfiðri lífsbaráttu, og tekur fagnandi við hverjuum þeim, sem ljá vill krafta sína góðu málefni. Gott er að geta sagt það nú í tilefni áttatíu ára afmælisins, að starf góð- templarareglunnar hefur orðið borgur- um Akureyrar og Akureyrarbæ til mik- illa heilla. Hin góðu áhrif þess eru augljós og þau viðurkenna allir rétt- sýnir menn. Þótt lokamarkmiðið sé enn í fjarska, þá göngum við templarar mót fram- tíðinni með „bjartri trú og heilum hug“, því að við vitum að sönn eru orð skáldsins: ,,Það er eftir enn að vinna ærið marga seiga þraut. Það er eftir enn að finna ýmsan góðan förunaut. Eftir tvístruð öfl að tvinna, Auka skriðið, herða skaut. Vinur, heill til verka þinna, vit þú stefnir sigurbraut“. Jón Kristinsson, höfundur þessa þátt- ar, er æðstitemplar Þingstúku Eyja- fjarðar. Ritstj. því miður er svo mikil að Danir eru nú orðnir hæstir á lista áfengisneyzl- unnar á Norðurlöndum, en samt er það ekki hið hálfa, sem hún var fyrir ár- ið 1917. Það reyndist þannig máttugasta átak- ið gegn ofdrykkjunni, nokkurra mánaða sölubann sterku drykkjanna og svo í kjölfar þess geysileg verðhækkun. Hækkum nú verð á áfengum drykkj- um hér á landi um 500 eða 1000% og sjáum til, hvað gerist. Það er vel unnt að draga úr áfengisneyzlunni, ef menn vilja fara til þess réttar leiðir, en þær verða að vera róttækar, annað hrífur lítt, því miður. ÞANNIG VAR ÞAÐ ÁÐUR

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.