Eining - 01.03.1964, Blaðsíða 6

Eining - 01.03.1964, Blaðsíða 6
6 EINING /—------------- TTTAJTAJC^ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur T-iJ.1 V-Z-Z V \JT menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum f járhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 41956 ^______________________________________________________________J Siguröur Gunnarsson: Fréttir frá Noregi Nístandi átakanlegt er að lesa lýsingu Odds Nansen á því, sem fyrir augu hans bar, er hann var að vinna sitt mikla líknar- og björgunarstarf eftir heimsstyrjöldina: „Þúsundir barna, sem út úr myrkum augnatóftum mændu bænaraugum, sem aldrei höfðu tendrast af neinum fögnuði, náföl og kinnfiskasogin, hvöss útstandandi herðablöð á bognu baki, rifbeinin eins og þvottabretti, vambmikil en leggjamjó svo að vart valda fætur líkamanum — og nakin. Svo heilir herskarar af grindhoruðum konum, sem með beinaberum handleggjum þrýsta deyjandi börnum sínum að tómum brjóstum sínum“. Og svo mælir Nansen á þessa leið: „Hinn versti glæpur, sem nú væri unnt að fremja, bæði gagnvart sjálfum sér og mannkyninu, væri sá, að gleyma því, sem gerðist og gefa sig á vald sinnuleysi og kæruleysi. Það sem gerðist var miklu verra en menn geta látið sér til hugar koma. Og það var sinnuleysið, afskiptaleysi mannkynsins, sem lét þetta gerast“. Hér ættu hinir sinnulausu, makráðu og kærulausu nú- tímamenn að staldra við og hugsa. Lætur hinn sinnulausi almenningur fjölda heimila búa við böl og margs konar hörmungar, sem spilltur aldarháttur leiðir yfir varnarlaust fólk. — Versti glæpurinn, sinnuleysið, sem lætur hið hörmulegasta gerast, en hefst ekki að, en kemur það svo ekki að síðustu niður á afkvæmum sinnuleysingjanna? Mannkynið er ónámfúst og seint á sér að læra af fenginni reynslu. Sinnuleysið hefur fyrr og síðar leitt yfir þjóðir mikil harmkvæli. Ráðhúsið í Oslo. í för minni til Norðurlanda í sumar dvaldi ég rúma viku í Ósló. Notaði ég þá m. a. tækifærið til að hafa tal af ýmsum ráðamönnum norskra góðtemplara og fá hjá þeim nýjustu frétt- ir af starfi þeirra. Þar hitti ég t. d. framkvæmdastjóra þeirra, Erling Vik, og stórritara, Gunnar Syvertsen, og átti við þá lang- ar viðræður. Stórtemplar, Johan Mjösund, hitti ég hins vegar á norræna bindindisþinginu í Karlstað og átti við hann samræður þar. Er einkar ánægjulegt að minnast samfunda við þessa ágætu menn og báðu þeir mig allir fyrir beztu kveðjur til íslenzkra góð- templara, og er mér ljúft að flytja þær hér með. Eitt af því, sem mér lék nokkur hugur á, var að fá fregnir af síðasta stórstúkuþingi þeirra, en það var haldið í Stafangri 21.—25. júlí í sumar. Þetta hafði verið mikil góðtemplarahátíð, eins og stórstúkuþingin norsku jafnan eru, með meira en þúsund þátttakendum. Atriði þau, sem ég tel einkum ástæðu til að geta um, eru þessi: Skattur til stórstúkunnar var einróma hækkaður um eina krónu á ári af hverjum félaga Reglunnar, 25 aura ársfjóðungslega, og er þá skatturinn 5 kr. árlega, eða rúmlega 30 kr. íslenzkar. Stór- templar fagnaði mjög þessari einhuga samþykkt þingsins og taldi hana glöggt vitni þess, að mönnum væri fullkomlega ljóst, að ef betri árangur ætti að nást í málum Reglunnar, þyrfti að leggja fram meiri fórnir. Einnig var samþykkt að hækka nokkuð árgjald bindindis- blaðsins FOLKET, en það er sameiginlegt málgagn allra bind- indissamtakanna norsku. Kom Ijóst fram í umræðum um þetta mál, hve mikilvægt það er að ráða yfir sterku málgagni, — “hvor livsvigtigt det er for norsk avholdsrörsla at ha et levende og slagferdigt fellesorgan”, eins og þeir orða það. Sum bindindissamtökin gefa svo út smáblöð á eigin vegum, eins og t. d. góðtemplarareglan norska, sem gefur út Godtemplar- bladet. Norska stórstúkan hefur undanfarin ár allmörg haft einn fastan erindreka, sem ríkið launar að þremur fjórðu hlutum. Og alls hafa bindindissamtökin norsku sjö erindreka, sem ríkið launar alla á sama hátt. Er þetta að sjálfsögðu alveg ómetan- legur styrkur fyrir bindindishreyfinguna norsku. Er í rauninni óþolandi með öllu, að hliðstæð venja skuli ekki geta komizt á hér. En nú ber norskum góðtemplurum saman um, að einn erind- reki sé alltof lítið, — og er það harla augljóst mál í svo stóru landi. Á þinginu var því samþykkt tillaga um það, að stórstúkan réði sjálf í haust fjóra erindreka, sem starfa skyldu einkum í þeim héruðum, þar sem Reglan væri þróttlítil. Þótti tillaga þessi, sem hlaut einróma stuðning, ein af merkustu samþykktum þingsins. í ræðu sinni hafði flutningsmaður m. a. bent á, að félagatal Reglunnar í Noregi hefði töluvert lækkað undanfarin ár, og það væri á engan hátt hægt að sætta sig við slíkt. „Eins og nú er ástatt í félagsmálum okkar yfirleitt", sagði hann, „er ekki hægt að halda í horfinu, hvað þá sækja fram, nema við höfum fast og gott starfslið, sem er í traustum tengslum við félags- deildirnar". — Skyldum við ekki líka geta tekið undir þetta? Er það ekki einmitt þetta, aukið starfslið, sem okkar Reglu vantar, ef starf hennar á ekki að leggjast enn víðar í auðn en raun ber vitni um. Ákveðið var á þinginu, að allir umdæmistemplarar og aðrir leiðandi menn Reglunnar kæmu saman á fund í Ósló snemma í október og gengju endanlega frá erindrekamálinu og fleiru. Umdæmisstúkur í Noregi eru nú 31. Eins og flestum templurum hér er vafalaust kunnugt, rekur góðtemplarareglan norska lýðháskóla, og hefur gert lengi, á FREKHAUG skammt frá Bergen. Skólinn hefur verið fullsetinn mörg hin síðari ár, og nú lá fyrir tillaga um endurbætur og við- byggingu. Skólastjórinn, Knut Garlid, lagði mikla áherzlu á, að mál þetta næði fram að ganga sem allra fyrst, annars gæti svo farið, að skólayfirvöldin viðurkenndu ekki þenna hluta bygging- arinnar hæfan til notkunar, en það væri heimavist drengjanna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.