Eining - 01.03.1964, Page 7

Eining - 01.03.1964, Page 7
EI N I N C» 7 Mál þetta vakti miklar umræður og urðu menn ekki á eitt sáttir, enda hafa löngum verið allskiptar skoðanir innan Regl- unnar um þennan skóla. — Niðurstaða fékkst ekki á þinginu, en samþykkt var tillaga framkvæmdanefndar þess efnis að fresta afgreiðslu málsins um sinn og senda það umdæmisstúkunum til athugunar og umsagnar. En eins og fyrr er frá greint, boðaði stórtemplar alla umdæmistemplara til fundar í Ósló í haust, og átti þá einnig að leiða mál þetta til lykta. Þrennt er það enn, sem ég vil geta um hér, og fram kom í viðræðum mínum í sumar við ráðamenn norskra templara. Eru það allt atriði, sem verið hafa fastir liðir í starfi Regl- unnar norsku síðastliðin ár, þykja gefa góða raun og verða ekki niður felld á næstunni. Fyrst er þá þess að geta, að haldin er sérstök góðtemplara- vika um land allt, eða þar sem stúkur starfa. Þessa viku alla vekja stúkurnar athygli almennings með ýmsum hætti á hug- sjónum og starfi Reglunnar og gera það margar mjög myndarlega. Barnastúkurnar og ungtemplarahreyfingin norska eru þarna að sjálfsögðu með líka. Annað atriði er um árlegt námsskeið, sem haldið hefur verið á vegum Reglunnar um nokkurra ára bil. Er það einkum ætlað leiðtogum Reglunnar í öllum deildum hennar, enda standa þær jafnan að námsskeiðum þessum. Komið hefur þó fyrir, að barna- stúkurnar hafa staðið einar að námsskeiðum fyrir gæzlumenn sína. Loks er þess að geta, að síðustu tvö til fjögur árin hafa gilt ný og mjög athyglisverð ákvæði í sambandi við undirstúkur, — að stofna megi, skv. meðmælum viðkomandi umdæmisstúkna, sérstaka góðtemplarahópa, þar sem ekki er hægt að stofna form- lega stúku vegna fámennis, með 2—10 félögum, án þess að þeim sé skylt að viðhafa venjulega siði á fundum sínum. Hefur stór- stúkuþing samþykkt sérstök lög, sem að þessu lúta, og félags- skírteini. Ég fæ ekki betur séð, og virðist raunar harla augljóst, að öll þessi atriði séu mjög athyglisverð og gætu verið okkur til fyrirmyndar. Norðmenn eru miklir áhugamenn um margt og ættum við jafnan að fylgjast vel með því, sem gerist hjá þeim í þessum efnum sem öðrum. Ég vil því eindregið mælast til þess, að framkvæmdanefnd Stórstú’iu íslands taki sem fyrst öll þessi atriði til gaumgæfi- legrar athugunar. ooooooooooooooooooooooooooooooooo Uih keilaya ylói Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast guðs börn, og það erum vér. Vegna þess þekkir heimurinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki. Þér elskaðir, nú erum vér guðs börn, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Og hver sem hefur þessa von til hans, hreinsar sjálf- an sig, eins og hann er hreinn. Hver sem synd drýgir, drýgir og lagabrot, og syndin er lagabrot. En þér vitið, að hann hefur birzt, til þess að burttaka syndir, og í honum er ekki synd. Hver sem er stöðugur í honum, syndgar ekki, hver sem syndgar hefur ekki séð hann, og þekkir hann ekki heldur. Börnin mín, látið engan villa yður; sá sem yðkar réttlæti, er réttlátur, eins og hann er réttlátur. — 1. Jóh. 3, 1+7. Það markmið, sem guðstrúin hefur sett andleg- um þroska mannsins, er himinnhátt og vissulega glæsilegra öllu öðru, þetta: að líkjast guði, og guð er kærleikur segir hið heilaga orð. Grund- völlur friðar og bræðralags á jörðu er þannig góð- vildin, kærleikurinn, þetta andstæða afl eigingirn- inni, henni sem stendur öllu góðu fyrir þrifum í mannheimi. Ræktun góðvildar þarf að ganga fyrir öllu öðru. 7><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>Ó HREKKIR ÁFENGISPÚKANS 1 nóvember s.l. sögðu blöðin frá tveim mönnum, sem setið höfðu að áfengis- drykkju í veitingakrá, en fært sig svo heim til annars mannsins, sem virðist hafa haft sæmileg auraráð. Þar var drykkjunni haldið áfram. Kom svo þar að húsbóndinn vék sér snöggvast frá, notaði þá gesturinn tækifærið til að stela 6 eða 7 þúsund krónum frá vel- gerðamanni sínum og hafa á brott. Mann þenna þekkti húsbóndinn ekkert og hafði hann skrökvað upphaflega til nafns síns og sagst búa í hótelherbergi, sem var ekki til. Maðurinn fannst þó, játaði sekt sína og skilaði peningunum. Þannig leikur áfengispúkinn menn oft skringilega. Blöðin sögðu einnig frá 16 ára pilti, sem þreytt hafði drykkju þrjá daga, en þurfti þá að ná sér í peninga og ætlaði að ræna aldraða konu. Reyndi að rota gömlu konuna, braut ölflösku á hnakka hennar, sem reyndist sterkari en flaskan. Þá var stúlka á dansleik dag einn seint í október s.l., nýkomin heim frá Bandaríkjunum. Hún lagði veskið sitt á borðið á meðan hún sinnti dansinum, en þegar hún kom að borðinu aftur, var veskið horfið. I því voru, samkvæmt blaðafregnum 22. okt. 40 dollarar í reiðufé, 250 dollarar í ferðatékkum og bankabók með 650 dollara innstæðu í banka í Bandaríkjunum, og fleira var í veskinu. Veskið mun nú hafa komið til skila, en var stúlkan algáð, sem gekk þannig frá veskinu? Sumt fólk hegðar sér oft sem væri það ekki algáð, og er því oft stolið frá slíku fólki. Stúlkan á myndinni er áreiðanlega hugfangin af fegurð lands síns — Noregi.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.