Eining - 01.03.1964, Page 8

Eining - 01.03.1964, Page 8
8 EINING Hundmð dra afmœlis Ólafíu Jóhanmdóttur minnst í Noregi Norska bindindisblaðið Folket, 26. október, 1963, minntist Ólafíu Jóhanns- dóttur mjög myndarlega í sambandi við 100 ára afmæli hennar. Á forsíðu blaðs- ins er mynd af minnisvarða þeim, sem Norðmenn reistu í Osló. Myndinni fylg- ir örstutt ritstjórnargrein: Vinur hinna ógæfusömustu. Þar er sagt, að hópur Hvíta-bands- kvenna hafi lagt leið sína að minnis- varða Ólafíu og lagt á hann blómsveig. Formaður Hvíta-bandsins, frú Anne Öen flutti þar ávarp og minntist Ólafíu, sem dvaldi 17 ár í Osló, til þess að hjálpa og bjarga hinum ógæfusömu. ,,Frá hjarta hennar streymdi ylur og kærleiki til annarra", sagði frúin, ,,Hún var kristin úrvalskona. Allt líf hennar stjórnaðist af þeim anda, sem við vonum að aldrei deyi í brjóstum norrænna kvenna“. Á 2. og 3. blaðsíðu er svo löng grein um Ólafíu og er þar rakin í stórum dráttum æviferill hennar. Þess er þar getið, að veturinn 1912 hafi verið mjög kaldur og hafi þá oft hinar bágstöddu stúlkur leitað inn til Ólafíu í litlu íbúð- ina hennar. Morgunn einn komu 3 stúlkur, sem ráfað höfðu mest alla nótt- ina á götunni, næstum helfrosnar, allar innan við 19 ára aldur og allar óléttar. Þetta olli tímamótum í líknarstarfi Ólafíu. Þegar hún var búin að hlynna að stúlkunum sem bezt hún gat, hringdi hún til formanns Hvíta-bandsins og sagði: „Þessum vesalingum verður að fá verustað". Þetta kom hreyfingu af stað. Hús var keypt, sem kostaði átta þúsund krónur, töluverðir peningar þá. í það hús flutti þá Ólafía og starfsemin hélt áfram að vaxa, en nú varð hún að fá hvíld, því að heilsan lét undan. Þann hvíldai-tíma notaði hún til að skrifa bókina Hinar ógæfusömustu, en sú bók varð til að opna augu ráða- manna ríkis og bæjar. Þingið veitti þúsund kr. styrk árlega og bærinn gaf fimm hundruð krónur, töluverðir pen- ar þá. Þannig hefur þetta jafnan verið víða um lönd, að einstaklingar, sem haft hafa hjartað á réttum stað, eða smáhópar, hafa orðið að vera brautryðjendur í umbóta og líknarstarfi, hvort heldur verið hafa börnin, eins og í Englandi á dögum dr. Bamardós eða þrælkuð börn í verksmiðjum á dögum Shaftes- bury lávarðar, líknarstarfsemi Rauða krossins, hjúkrunarskortur hermanna á dögum Florence Nightengale, þrælasal- an á dögum Lincolns og Wilberforce, fangahjálp, bindindisstarf, slysavarnir eða ungar stúlkur á villugötum. En svo hafa stjórnarvöld venjulega vakn- að seint og síðar meir og haft meiri og minni afskipti af þessum vandamál- um þjóða. En braut forgöngumannanna hefur verið grýtt og þyrnum stráð, og ferill þeirra stundum blóði drifinn. Nöfn þeirra og verk hafa kynslóðirnar svo vegsamað. — Undarlegur heimur, svefnþungur og seinn til úrræða. -K >f -K Hver fær beztu launin? Hér er ekki hugsað til þeirra, sem laun sín fá frá vinnuveitanda eða úr ríkiskassa. Þó mun margur ungur mað- ur renna huga til slíkra launa, þegar hann brýtur heilann um stöðuval. Ung- um mönnum er stöðuval ekki vanda- laust, og allur þorri manna lætur sér nægja að kjósa sér hin mest algengu og einföldu störf í þjóðfélaginu, þessi nauðsynlegu og óumflýjanlegu þjón- ustustörf í mannfélaginu. Vissulega ber öllu þessu fólki að launum virðing okk- ar allra. En svo eru það fámennari hóparnir, sem velja sér lífsstarf sitt á hvað. Fer þá svo, að margur lítur á hið nærtæka og áþreifanlega, lítur til góðra launa við ævistarfið. Mannlegt og eðlilegt er þetta, og einnig þetta fólk er nauðsyn- legt í þjóðfélaginu En svo eru einstöku menn svo undar- lega óhagsýnir varðandi hin nærtæku veraldargæði, að þeir velja eitthvað, sem öllum þorra manna virðist alger- lega óþarft. Þessir óraunsæu menn ganga með þá grillu að unnt sé að betra heiminn með prédikun, trúboði, siðavendnisræðum og skrifum og alls konar félagsmálastarfsemi, en ekki er allt, það sem liggur á yfirborðinu. Upp af litlu og ósjálegu frækorni vex mik- ið tré. Heppnist starf þessara manna, þá hafa þeir fengið huggunarríkt fyrir- heit um beztu launin. Spámaðurinn Daníel lýsir þeim launum á þessa leið: „Þeir, sem leitt hafa marga til rétt- lætis, munu skína sem ljómi himin- hvelfingarinnar, eins og stjömurnar um aldur og ævi“. Þetta eru góð laun og óháð allri geng- isfellingu. Það ber ekki alltaf mikið á því, þótt einhver sé leiddur „til rétt- lætis“, leiddur á farsældarbraut, en það er stórt í augum hans, sem metur eitt og allt samkvæmt eilífðargildi þess. Hverjir skína skærast í sögu mann- kynsins? Eru það menn eins og Heró- des, Neró, Deokletian, harðstjórar og kúgarar miðaldanna eða mennirnir, sem í síðustu heimsstyrjöld grófu milljónum Gyðinga fjöldagrafir og leiddu þá í gasklefana? Eða eru það fyrirmyndirn- ar sönnu, mennirnir sem leitt hafa marga til réttlætis: Meistarinn sjálfur og postular hans, siðbótamenn miðald- anna og mannvinirnir miklu síðustu alda, eins og Abraham Lincoln, Mahat- ma Gandhi, Kagawa, Schweitzer og aðr- ir hinir mörgu. Ljómi stendur af nöfn- um þessara manna. Þeir skína á himni sögunnar, eins og „ljómi himinhvelf- ingarinnar um aldur og ævi“. Veraldar- laun þeirra voru oftast lítil, en hin óforgengilegu laun þeim mun meiri. Ekki er það okkur meðalmönnunum gefið að feta að ráði í fótspor þeirra, en þeir verða okkur ávallt hin hvetj- andi fyrirmynd um allt val okkar á ævigöngunni, og ekkert jarðneskt starf getur verið sælla en það, að leitast við að leiða menn til réttlætis. Huggun get- ur hið dásamlega fyrirheit, sem áður var hér nefnt, verið mörgum einlægum presti, kennara og öðrum þeim, sem val- ið hafa sér þann starfa að vísa mönn- um til vegar og leiða þá til réttlætis. Átakanlegi mannskaðinn Noregur er ekki stórveldi og munar því um að missa 363 mannslíf á ári í umferðar- slysunum. Á tíu árum eru þetta 3630. Hve mikilli sorg valda öll þessi óeðlilegu dauðs- föll? Af þessum 363, sem fórust í umferð- arslysunum í Noregi s.l. ár, voru 72 böm, 13 yngri en þriggja ára og er augljóst að böm á þeim aldri eiga ekki að vera á alfaravegum, en ef til vill hefur eitthvað af þeim verið í bíl- unum sem lentu í slysunum. 67 þúsund nýir bílar voru skráðir í Noregi 1963. Raunalegt er að nútímaþægindin, sem auka mjög á ánægju manna, skuli þurfa að valda milljónum manna ástvinamissi og sorgar, og glata lífi milljóna. Hvernig er unnt að temja þenna hams- lausa heim? Einnig hér á landi fjölgar slys- unum ískyggilega. Tökum fast á þessu til úrbóta. Afbrotum og glæpum fjölgar í Noregi, segir Folket, 35 af hundraði afbrotamannanna eru á aldrinum 14—17 ára. 17 af hundraði 18—20 ára og 11 af hundraði 21—24 ára.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.