Eining - 01.03.1964, Page 9

Eining - 01.03.1964, Page 9
EINING 9 EINN Á MÓTI TVEIMUR Bndanfarið hafa blöðin frætt okkur um sérkennileg átök. Þar tak- ast á einn á móti tveimur: Vísind- in gegn ágirnd og nautn. Vísindaleg þekking hrópar nú til fólks í mörgum löndum, að sígarettan sé háskalegur manndrápari. Hún orsaki lungnakrabba, er leggi fjölda manna í gröfina um ald- ur fram. Margir hafa hrokkið við, allmargir orðið hræddir, en lítt eru þó viðbrögð margra karlmannleg. Einstöku taka þó skarið af og afneita sígarettunni alger- lega, aðrir fálma eftir einhverri undan- komu, án þess að þurfa að sleppa nautn- inni. Fyrir nokkru vék einn ágætur em- bættismaður þjóðarinnar sér að mér og sagði: „Mig langar til að óska þér til hamingju". „Með hvað?“ spurði eg. Vissi ekki um neitt tilefni. „Jú“, segir hann, „nú eru það orðin vísindi, sem þú varst að kenna okkur fyrir áratug- um varðandi tóbaksreykingar“. Ójá, svaraði eg, brjóstvitið kemst nú oft nokkuð nærri sannleikanum ,hvað sem öllum vísindum líður. Þess skal þó get- ið strax, sem ætti þó að vera óþarft, að enginn brautryðjandi var eg í þessu máli, því að á tvítugsaldri las ég í er- lendum ritum, sem kölluðu sígarett- urnar líkkistunagla. En embættismað- urinn, sem við mig talaði, vissi um það, að árið 1942 sá eg um útgáfu bæklings, sem heitir EySandi eldur. Þar skrifuðu margir þekktir ágætis- menn: læknar, kennarar, skólastjórar, biskup, lögreglustjóri, merkir íþrótta- menn og aðrir þjóðkunnir menn. Allir lögðust þcir gegn reykingunum. Það er svo sem engin nýjung að reynt er að vinna gegn áfengis- og tóbaks- neyzlu, en tvö ógnaröfl styðja hvort tveggja: Hagsmunaliyggjan og nautna- sýkin. Þeir menn, sem framleiða og selja áfengi og tóbak, gera það í gróða- skini, en hinir sem njóta, verða herfang nautnarinnar. Hvort tveggja má heita ósigrandi og það er ástæða til að ótt- ast, að vísindin gangi ekki sigrihrós- andi af hólmi í þessum átökum. Þar þarf helzt guðskraft til. Hann hefur margsinnis veitt fjölda manns sigurinn, þótt allt annað hafi brugðist. Fræðsla nær of skammt, en siðferðisþrek nær oft alla leið. Ekki er nóg að vita, hvað rétt er, mikilvægast er að eiga þrek til að gera alltaf og í öllu það sem menn vita réttast. Það er ekkert smáræði, sem búið er að skrifa í íslenzk blöð á nokkrum vik- um um skaðsemi tóbaksreykinga. Nú eru ekki á ferðinni aðeins einstaka radd- ir leikmanna. Lærdómsmenn og sérfræð- ingar margra landa senda nú út viðvar- anir sínar, eftir margar og ítarlegar rannsóknir heilla nefnda og í ýmsum löndum. Það eru talin örugg og óhrekj- andi vísindi, að sígarettureykingarnar leggi fjölda manna í gröfina fyrir aldur fram. Stórar og feitletraðar fyrirsagnir blaðanna hafa verið undanfarið á þessa leið: „Sígarettan morSvopn. Óyggjandi að hún veldur krabbameini í lungum“. „Reykingar valda kransæöastíflu“. „Líður ævi yðar burt i reyk?“ „Upp- lýsingaherferð um skaðsemi reykinga“. „Bandaríska rannsóknarnefndin telur líklegt að reykingar séu aSalorsök krabbameins í lungum“. „Baráttan gegn reykingunum“. „Reynt veröi að koma í veg fyrir reykingar á opinberum stöð- um“. Allar þessar greinar fjalla um niður- stöður ítarlegra rannsókna um skaðsemi reykinganna, hversu þeim fjölgi óð- fluga, sem lungnakrabbinn leggur í gröfina, og helzta orsök lungnakrabb- ans séu sígarettu-reykingarnar. Á blaðamannafundi í útvarpinu sagði prófessor Dungal, að á árunum 1958— 60 hefði 78 manns dáið hér á landi úr lungnakrabba, og þar sem þetta færi ört vaxandi mætti gera ráð fyrir að á árunum 1962—1966 dæju hér yfir 100 manns úr lungnakrabba. Af þessu getum við gert okkur nokkra hugmynd um, hvert mannfallið muni vera meðal tuga- og hundraða- milljóna þjóðanna. „Sígarettusalan dregst saman í Reykjavík“, segir Morgunblaðið 31. jan. s.l. „Kvenfólkið spyr mikið um pípur og vindla“, segir blaðið ennfrem- ur. Já, hamingjan góða! Ekki er nú manndómurinn á hærra stigi en þetta. Ósiðnum á svo sem ekki að hætta. Nei, aðeins hverfa frá einu til annars. Nautninni skal fullnægt. En ólíkt er þetta hinu háa marki guðsmannsins, sem varð forgöngumaður kristilegrar menningar í Norðurálfu, mannsins, sem svaraði kallinu, þegar maður birtist honum í vöku eða svefni að næturlagi og bað: „Kom yfir og hjálpa oss“. Yf- ir sundið. Og Páll fór yfir sundið til að boða Evrópu fagnaðarerindið. Þar var ekki hálfur maður né hálfvolgur á ferð, og samkvæmt heilindum hans gaf hann heiminum þessa fyrirmynd: „Ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér“, engar nautnir, enga undan- látssemi. Manninum er ósamboðið að vera þræll, hvort sem það er sígarettu, ]DÍpu, áfengis eða annarra skaðnautna. Herra, en ekki þræll á maðurinn að vera, kona jafnt sem karl. Það yrði snoturt eða hitt þó heldur að sjá konur hvarvetna með reykpípur í munninum. Margir hafa átt þá trölla- trú á konunni, móðurinni, að hún kynni að verða til þess að bjarga menning- unni. Og spámaðurinn var bjartsýnn, er hann skráði fyrir þúsundum ára: „Sjá drottinn skapar nýtt á jörðu, kven- maðurinn verndar karlmanninn". En nautnasjúkar konur munu ekki reyn- ast mannkyni neinn frelsandi máttur, heldur aðeins þær, sem líkt og hinar heilögu konur fornaldanna vígðu syni sína guði. Gefi guð okkur margar slík- ar konur. Fróðlegt verður nú að sjá, hvort má síni meira, vísindi og þekking eða hagsmunahyggjan og nautnasýkin. Inn á milli þeirra viðvarana lærdómsmann- anna, sem blöðin hafa flutt undanfarið, kemur svo ein svívirðileg rödd ágirnd- arinnar, sem elur á því við blöðin, að þau muni tapa svo sem tveim milljón- um kr. mánaðarlega á því að auglýsa Framhald á næstu bls.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.