Eining - 01.03.1964, Qupperneq 10

Eining - 01.03.1964, Qupperneq 10
10 EINING Ritstjóri Vísis skrifar um bókaflóðið Víxlabókmenntir nefnir ritstjórinn pistil sinn. þar eru orð í tíma töluð og- eru á þessa leið: „Jólahelgin er liðin og bókaflóðið um garð gengið í bili. Hinn stríði straumur jólabókanna er þorrinn, en megnið af allri bókasölu fer fram í desember, eins og kunnugt er. Það er kominn tími til þess að kveðið sé upp úr um það hve óvönduð bókaútgáfan er um margt orð- in. Allt of mikið ber á því að á útgáfu bóka sé litið sem sældarakur fjárplógs- mannsins. Bækur eru gefnar út af ýms- um með því eina markmiði að græða fljóttekið fé og þá oft minna hugsað um hvernig bókin er úr garði gerð og hvert innihald hennar og efni er. Þess- ar gervibókmenntir hafa flætt yfir landið að undanförnu, mærðar langt yf- ir verðleika. Svo langt gengur þessi atvinnumennska, að höfundur lýsir því jafnvel yfir í afsökunarskyni í dagblöð- unum, að þá hafi vantað fé til húsbygg- inga og því sett saman bók í flýti til þess að greiða víxlana! Slétt-venjulegir bændur, sem rita minningar sínar, eru nefndir af útgefendum afreksmenn til þess að glepja lesendur og fleiri slík ódæmi mætti telja. Hér er illa farið. Við íslendingar höfum lengi stært okkur af því að vera bókaþjóð, þykja vænt um bækur og vilja vandaðar bækur. Því eru gervibókmenntir og auglýsinga- skrumið vansi á bókagerð okkar, blettur sem ætti að hverfa“. Sennilega verður erfitt að virkja svo vel fari þenna beljanda jólabókaflóðs- ins. Það er gömul og ný saga, að hags- munahyggjan vægir engu, hvorki mannslífum, hamingju einstaklinga né þjóða. Þetta sannar öll saga mannkyns- ins. Bókaútgáfa okkar og útvarpsþjón- ustan er komin á það stig, sem getur reynst andlegri menningu þjóðarinnar stórhættulegt. Bruðl leiðir til vanmats. Framhald af 9. bls. ekki áfengi og tóbak. Engin orð nægi- lega sterk eru til, til þess að fordæma þessa andstyggð. Hve miklu tjóni um heim allan skyldu blekkjandi áfengis- og tóbaksauglýsingar stórblaða þjóð- anna valda? En það er gamla og nýja sagan, að þegar annars vegar er gróða von, þá er ekki horft í að glata velferð manna eða mannslífum. Hafa menn strax gleymt Lakonia? Var þetta ekki gamall skipsskrokkur sem stóð til að rífa, en er svo keyptur og dubbaður upp til skemmtiferða? I síðustu og örlagaríku ferðinni voru raf- ljósin alltaf að bila í skipinu, og svo brauzt eldurinn út, skemmtun og nautnalif breyttist í skelfingaræði, björgun fór í handaskolum og töluvert á annað hundrað manns létu lífið. Það átti að græða á gamla og gallaða skips- skrokknum, en leikslokin urðu þessi. „Hendur yðar eru alblóðugar“, sagði spámaðurinn forðum. Mikið blóð hefur tollað við hendur hinna mörgu, sem um aldaraðir hafa þjónað ágirndinni. Hún liefur verið og er enn „rót alls hins illa“. Vonandi gefst ríkisstjórn okkar og löggjafarþingi nægilegt siðferðisþrek til þess að halda fast við bannið gegn áfengis- og tóbaksauglýsingum, og þar til mun þjóðin veita liðstyrk sinn, hve sárt sem haugsmunahyggjan kann að finna til milljónatapsins. Pétur Sigurðsson. Sjónvarp I gærkveldi, 12. febrúar s.l., sagði út- varpið allmiklar fréttir um fyrirætl- anir um sjónvarp. f morgun kom eg inn í verzlun. Þar sagði afgreiðslumaður við mig: „Ég var boðinn í hús. Tilefni boðsins var nýfengið sjónvarp. Þar var tryllingslegur bílaakstur, skammbyssur óspart á lofti, skot og manndráp. Yfir sjónvarpinu sat fólkið, ekki aðeins full- orðnir, heldur og börn, til klukkan að ganga tvö eftir miðnætti". Á förnum vegi og hvar sem er ber margt á góma, minnast menn þá á ýmislegt furðulegt á vorri vélaöld, verð- ur mér þá stundum á að spyrja í gamni og alvöru. Verður það vélin, sem út- rýmir mannkyninu? Fyrir mörgum árum orti einhver enskumælandi maður tvö stef um vél- ina. Meðal annars kemst hann svo að orði: Ef gæti sá, er gaf þér vald og mál, þér gefið lika hugvit, anda og sál. Þann mikla dag til mannsins segðir þú: „Ó, mikill davJðans heimskingi ert þú“. Maðurinn var gráðugur í ávöxt skiln- ingstrésins. Þannig er hann enn. Hon- um nægði ekki og nægir ekki ávöxtur lífstrésins. Hann tilbiður vitið, en læt- ur hyggnina sitja á hakanum, þess vegna paradísarmissir, mikil kvöl og ófarsæld í mannheimi. Innan um öll gæðin og þægindin eru dauðans kvalir miklar. Veldur því hygginda og dyggða- skortur. P. S. -x >f -x Tveir öldungar faðmast Það voru þeir Páll páfi VI. og Aþena- goras patríarki í Konstantínópel. Þeir föðmuðust og kysstust, er fundum þeirra bar saman á Olíufjallinu í land- inu helga um helgina 5. janúar s.l., og svo bárust orð þeirra út um allan heim: „Við biðjum guð, að fundur okkar megi verða upphaf nýrrar þróunar honum til dýrðar og hjálpar hinum trúuðu“. Boðskap sinn sendu þeir svo 250 þjóð- höfðingjum, þar á meðal forseta Islands. Fimm hundruð ár höfðu æðstu menn hinna tveggja voldugu kirkjudeilda vit- að hver af öðrum, en aldrei hitzt. Nú fallast þeir 1 faðma. Þykir ef til vill ekki stórviðburður að tveir öldungar fallast í faðma, en ef tveir heimshelm- ingar, Vestrið og Austrið, feta í fótspor þeirra og fallast í faðma með bæn á vörum um blessun guðs öllu mannkyni til handa, þá er hægt að horfa fagnandi fram til árroða hins nýja dags hins nýja heims. * -K -K Gjafir og greiðsla til blaðsins Stefán H. Stefánsson, Reykjavík, 100 kr. Runólfur Runólfsson, R. 100 kr. Frú Margrét Jónsdóttir, R. 100 kr. Ámi Friðbjamarson, R. 100 kr. Ása Guðmundsdóttir, R. 100 kr. Einar Erlendsson, Vík, Mýrdal, 200 kr. Ámi Gu nnlaug-sson, Hafnarfirði, 300 kr. Carl Ryden, R. 200 kr. Þorsteinn J. Sigurðsson, R. 100 kr. Jóhannes Guðmundsson, Húsavík, 100 kr. Kristján Sigfússon, R. 200 kr. Séra Einar Guðnason, Reykholti, 300 kr. Séra Leó Júlíusson, Borgarnesi, 200 kr., Ólafur H. Kristjánsson, skólastj. Reykjaskóla, Hrúta- firði, 500 kr. N. N. 200 kr. Sigríður Johnson, Lundar, Manitoba, 200 kr. Þorsteinn Þ. Víg- lundsson, skólastj. Vestmannaeyjum, 200 kr. Jón Brynjólfsson, Stykkishólmi, 100 kr. Frú Ása Finsen, Akranesi, 200 kr. Richard Beck, prófessor, 200 kr. Sigurjón Valdimarsson, Leifshúsum, Svalbarðsströnd, 500 kr. Njáll Þórarinsson, R. 100 kr. Gísli Sigurgeirsson, Hafnarfirði, 100 kr. Stefán Guðmundsson, Hólum, Dýrafirði, 200 krónur. Snorri Sigfús- son fyrrv. námsstjóri 300 kr. og Sigurður Kristjánsson, Sæbergi, Leirhöfn, Sléttu, 500 krónur. Beztu þakkir.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.