Eining - 01.03.1964, Blaðsíða 11

Eining - 01.03.1964, Blaðsíða 11
EINING 11 Raunaleg uppgjöf Faxi, blað málfundafélagsins Faxa í Keflavík, skýrir nýlega frá því, að af- numið hafi verið reykingabann í sér- leyfisbílunum Reykjavík—Keflavík, þótt það hafi verið mörgum farþegum mjög vinsælt, en sökum þess, hve marg- ir brutu þetta reykingabann, gáfust forráðamenn upp við að framfylgja því og afnámu bannið af þessum ástæðum. Þetta er enn eitt sýnishornið af und- anlátsseminni við ómenningu. Hvernig geta menn ætlast til að þjóðaruppeldi heppnist stórslysalaust, ef þetta á að vera reglan, að láta undan lagabrotum og settum reglum til almennra þrifa. Alltíð eru nú innbrot og margs konar þjófnaður. Telja menn þá að leyfa beri innbrot og þjófnað? Töluvert er um lauslæti, en vilja menn þá viðurkenna og leyfa almennt lauslæti? Þessi eftirgjöf við ómenninguna er bæði furðuleg og hryggileg. Hitt er svo mjög ámælisvert, hve reykingamenn eru tillitslausir gagnvart hinum, sem ekki reykja, og hverjum manni er það fullkomin vansæmd að gerast slíkur þræll fánýtra nautna sinna, að geta ekki þolað við hálfa klukkustund eða 45 mínútur, án þess að totta pípu sína, sígarettu eða vindil og bræla alla í vagninum í tóbaksreyk. Það er naumast að slíkir menn þykjast réttháir. Eiga menn ekki rétt á ómenguðu andrúms- lofti, ef þess er kostur. Þetta fordæmi forráðamanna sérleyf- isferðanna milli Reykjavíkur og Kefla- víkur er afleitt, og vonandi hverfa þeir frá eftirgjöfinni, halda fast við reyk- ingabannið og framfylgja því. Okkur gekk lengi illa að fá bannaðar reykingar í vögnunum milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar, en nú hafa menn unað þessu banni alllengi hið bezta. (Þegar búið var að ganga frá blað- inu til prentunar, flytja dagblöðin þá frétt, að reykingabannið hafi verið tek- ið upp aftur í sérleyfisvögnunum Reykjavík—Keflavík. Þessu ber að fagna). ÁFENGISSALAN 1. okt. til 31. des. 1963. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavik . .. kr. 63.714.204,00 » >* » ” Akureyri » 7.166.968,oo » *> *> ” Isafirði » 2.424.320,oo .» » » ” Siglufirði » 1.453.174,00 » >> >> ” Seyðisfirði » 2.423.706,oo kr. 77.182.372,00 Á sama tíma 1962 nam salan, eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík . kr. 55.498.385,00 » >> 1* ” Akureyri >> 6.401.829,oo 1* ii » ” Isafirði » 2.130.189,oo » >> » ” Siglufirði » 1.440.471,00 » » » ” Seyðisfirði » 1.667.052,oo kr. 67.137.926,00 Leiðréttingar Það eru ill álög á blöðum og bókum að þurfa að viðhafa leiðréttingar, en þær eru allalgengar. 1 síðasta tbl. Einingar 1963 vant- ar þrjú mannanöfn undir hópmynd á 3. blað- síðu. Það eru þrjú síðustu nöfnin í efstu röð, talið frá vinstri: Jón Baldvinsson, Friðbjörn Steinsson og Björn Benjamínsson. I ljóði Þórarins Jónssonar: Böl áfengisins, öðru stefi, síðustu línu, er orðið: stunda á að vera stuna. 1 greininni: Verkföllin, kemur fyrir talan 150.00 kr. á að vera 150.000 kr.. I grein Sigurðar Gunnarssonar, 6. bls., miðj- um fyrsta dálki er orðið bindindisskoðun, á að vera bindindisiboðun. 1 síðustu orðum grein- arinnar komi: alda og óboma, í stað aldna. Þá leiðréttist það einnig, að vitamyndin í síðasta tölublaði er af Sandgerðisvitanum, en ekki Garðskagavitanum, eins og þar er sagt. Heildarsalan varð síðastliðin þrjú ár: Árið 1963 ................ kr. 277.607.452,oo ” 1962 ” 235.838.750.oo ” 1961 ” 199.385.716,00 Áfengissalan jókst því um kr. 41.768.702,00 árið 1962, eða um 15%. Það skal tekið fram, að í ágústmánuði 1963 varð allmikil hækkun á áfengum drykkjum. Áfengisneyzlan hefur verið árin 1961—1963: Ár 1963 1,93 1. á mann miðað við 100% áfengi 1962 1,82 - - — — — — — 1961 1,61 - - — — — — — Áfengisneyzlan hefur þannig vaxið um 6% á árinu 1963. Áfengisvarnaráð. (Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins.) Stöhur og stef Róbert A, Ottósson söngmálastjóri kirkjunnar var að koma heim úr góðri för til ísraels. List þína hvarvetna leikur þú vel, lætur söngtöfra hljóma. Orðinn frægur í Israel, íslandi jafnframt til sóma. Það, sera þreytir mest. Þungar byrðar þola verst þreyttu og slitnu bökin, en það sem andann þreytir mest, það eru „smáu tökin“. Góður léttir. Ef allir vildu hver annan styðja og ástunda satt og rétt. Þá myndi blessast hver arðbær iðja, þá yrði mörg byrði létt. Ef ég' gæti. Allra kjör, sem eiga bágt, ef eg gæti, vildi eg bæta. Við alla lifa svo í sátt, sízt af öllu nokkum græta. Óþarfa sparnaður. Þótt kosti minnst og mest sé þráð, og mönnum kleift að láta í té, mun oftast svo, ef að er gáð, að ástúð fremur spöruð sé. Þráð hvíld. Hlýtt og gott er hreiðrið mitt, hlakka eg til að koma þar, og í blessað bólið mitt. Byrði dagsins þung mér var. Bæn fyrir blindingjum. Gef heimsins bömum heila sjón, ó, Herra lífs og alda, að þau sjái allt það tjón, sem afbrot þeirra valda. Sæla svefnsins. Það er jafnan sæla sönn, er svifa fær mín þreytta önd burt frá dagsins óðu önn, inn á fögur draumalönd. Föðurlegur agi. Láttu mig skynja, guð minn góður hve gagnar mér agi vizku þinnar. Veit mér þá náð að vera hljóður og vita þig gæta sálu minnar. Loforð og efndir. Loforð allir gefið geta, en gömul það er reynsla mín, að eftir því skal mann hvern meta, hve mjög hann efnir loforð sín. Útivist. Alvön hrösun, hún um flös hljóp með grös og blés úr nös. Sat þar ös í einni kös út á snös og tæmdi glös. Rógberinn. Hann níðir það, sem er göfugt og gott, geldur þeim velvirka háðung og spott. Falsvitni eitrað, sem fær aldrei nóg, að fara með blekkingar, lygar og róg. Húnaver. Hlýlegt mjög og indælt er innst í Langadalnum. Höldar reistu Húnaver, hér í fjallasalnum. (Á leið upp á Vatnsskarð). Það er nóg. Þótt eg hljóti svöðusár, særður kunni að fella tár, ef eg sigur aðeins vinn, allt eg þakka, Drottinn minn. Kvöldfriður. Sólin síg-ur í æginn, svefnhöfgi rennur á daginn. Allt er að verða svo undurhljótt, Alfaðir býður oss góða nótt. Eg hverf inn í bezta bæinn og blessa Guð fyrir daginn. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.