Eining - 01.08.1965, Síða 1

Eining - 01.08.1965, Síða 1
HIN ÖRUGGA LEIÐ HAMINGJUNNAR gæði heimsins ekki gert menn hamingjusama, þá er heimsgæð- A^'unum vissulega að jafnaði fórnað of miklu. Sennilega er sá hópur manna allstór, sem eru raunverulega ham- ingjusamir, hinir líklega fleiri, sem eru hamingjusamir að hálfu- eða einhverju leyti. Hinir eru svo allt of margir, sem ráfa um í mannheimi hamingjusnauðir og leitandi hamingju. Það er fullyrt, að þeir finni hamingjuna sízt, sem leita hennar ákafast. Mörg eru þau heilræði, sem búið er að gefa mönnum fyrr og síðar um ham- ingjusamt líf. Sjálfsagt hafa þau öll ver- ið góð, en það er nú ekki háttur heims- ins að hlíta leiðsögn spekinnar. Orðið gæfa, er skemmtilegra en hamingja. Samt verður orðið hamingja notað í þessu spjalli. I nóvemberhefti Reader’s Digest 1964 er grein um hina öruggu leið til ham- ingju. Hún er útdráttur úr bók eftir June Gallwood. Grein þessi verður ekki þýdd hér, en endursögð að einhverju leyti og þýddar glefsur úr henni. Hún hefst á þessa leið: „Hamingja er hið sjaldgæfasta, eftir- sóttasta og misskildasta hugarástand mannsins. Varanleg hamingja veltur á því, hve miklum manndómsþroska manninum hefur tekizt að afla sér, þar á meðal frá því að vera hræðilega óham- ingjusamur. Að nokkru leyti er hún ár- angur uppeldislegrar og menningarlegr- ar þjálfunar, því að hamingja útheimtir jafnvægisgott hugarástand. Hún er háð starfshæfileka og vakandi áhuga á um- heiminum, einnig því, að geta notið heilshugar næðis og einveru." Það, hve hamingjan sé háð mann- dómsþroska, afsannar þann misskilning margra fullorðinna, segir höfundur, að hamingjan sé eingöngu hnoss æskulýðs- ins og fari minnkandi með aldrinum. „Unnt sé að vera hamingjusamur á öll- um aldri, eftir tvítugt.“ Böm séu sjald- an hamingjusöm, þau geti hoppað stundum af kæti, en vanmætti þeirra í þvingandi heimi hinna fullorðnu haldi þeim býsna nærri leiðindum. Mjög hætt sé við að þau séu vansæl í eins konar friðleysi og vanmati á eigin getu, þar til jafnvægi persónuleikans er fengið, en það þroskaskeið sé sjaldan fullnað fyrr en eftir 35 ára aldur. Hvernig lízt ykkur á þetta, ungu menn ? Margir kannast við kenninguna: „Life begins at forty.“ — Allt er fer- tugum fært. Þetta er reyndar ekki ná- kvæm þýðing, því að enska setningin segir, að fyrst um fertugt byrji lífið fyrir alvöru. Það er ekkert hégómamál að geta lif- að hamingjusömu lífi. Margt mein myndi það græða og margan lasleika lækna. Höfundur greinarinnar segir, að margir ungir fulltíða menn telji sig hamingjusama, þótt inni fyrir sé nag- andi órói út af árunum, sem séu að hlaupa frá þeim, án þess að verðugu marki sé náð, einnig gremja út af glappaskotum og misheppnuðu vali. Þá sé gripið til þess að látast, vekja hlátur, taka þátt í samkvæmum, tala mikið, en segja lítið. Ellina haldi þeir skelfilega, sem að síðustu geri að engu tálvonir þeiri'a um hamingju. „Samt sem áður,“ segir þar, „eru menn um allan heim — karlar og konur, flestir um þrítugt, að sveifla sér fyrir áður óþekkt götuhom og standa þá sem ummyndaðir andspænis undrinu mikla, verða þess áskynja að þeir eru ham- ingjusamir. Ekkert hefur breytzt, hvorki í umhverfinu né fjölskyldunni, en það er eins og allt sé orðið breytt. Manndómurinn hefur þá mengað að

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.