Eining - 01.08.1965, Blaðsíða 6
6
EINING
um neðar. Á Timburvöllum byggði Guð-
mundur, sonur Davíðs á Reykjum lítinn
bæ um miðja nítjándu öld. Sá bær stóð
stutt. Þar bjó nokkur ár bróðir Guð-
mundar, Jónatan, er síðar fluttist að
Reykjum. Og þar fæddist Sigtryggur,
sonur Jónatans, en faðir undirritaðs.
Sigtryggur bjó í Tungu frá 1910 til
1931.
Tunga í Fnjóskadal er talin hafa ver-
ið í byggð þegar á landnámsöld. Jörðin
stendur í mynni Bleiksmýrardals, aust-
an Bleiksmýrardalsár. Myndir þær, sem
hér fylgja, eru af bænum í Tungu, tekn-
ar í júní 1930. Allumfangsmikill bæjar-
hóll og hár hlaðvarpi ber því vitni, að
þar er hver bæjarrústin ofan á annarri.
Um 1930 var bærinn orðinn hrörlegur,
ekki undir 65 ára aldri, nema framhús-
ið, er hefir tekið við af burstaþiljum.
Ef hóllinn og hlaðvarpinn yrðu rofnir,
kæmu margar hleðslur í ljós, norðan og
sunnan við og undir yngstu rústinni.
Það virðist vera tilvalið að ganga til
rannsókna á eyðibýlum, eins og Tunga
og Tinnuvellir eru nú. Þar er ekki rask-
að ró ábúenda.
Undirritaður hafði gaman af því á
unglingsaldri að lesa línur úr sögu
vatns-öflunar í Tungu. Bæjarstæðið er
vel valið undir snjóhættulausum hálsi,
við tæra uppsprettulind, sem orðið get-
ur að engu í frosthörkum eða þurrka-
sumrum. Hún hefir jafnan legið gegn-
um húsakynnin. Þörf á meira vatni, m.
a. til túnáveitu, hefir komið af stað
miklu stímabraki við að auka bæjar-
lækinn sunnan við hlaðvarpann. Og í
því sambandi verið framkvæmdar ýmis-
konar tilfærslur lækja og linda, hátt í
fjallinu; gamlir farvegir leggjast niður,
nýir myndaðir. Maður sér myndir úr
daglegu lífi margra kynslóða svífa fyr-
ir sjónir, við slíkar athuganir. Og tótta-
brotin, fjárréttahleðslur og kolagrafir í
tugatali um víðáttumikla landareign
tala nokkuð glöggu máli. Inni á dalnum
ljómuðu grænar rústir annarra fornra
býla enn í sóleyjalit fyrir miðja þessa
öld. T. d. Smiðjusel og Kárasel, vestan
ár.
Býlarústir á lágum heiðum og í nið-
ursveitum búa yfir minni dul, en í djúpi
afdala. Fólk inndala hefir búið við ein-
ræni og múgleysi. Það er bæði kostur
og ókostur, en nokkuð eftir því hvernig
mannskjurnar eru. Kárasel á Bleiks-
mýrardal er sagt vera einsetumannsbýli.
Á hárri brekkubrún að djúpumhvammi,
með blikandi lind er heitir Síki, stóð
það, eflaust umkringt þéttari skógi en
nú er þar um slóðir. Káraseli fylgdi
einkennilegur dynur, líkt og vígreiðir
Jónatan á Timburvöllum.
Sturlunga úr Eyjafirði færu þar hjá, á
dimmum haustkvöldum. Kýr í Tungu
sáu déskotann alltaf á sama stað á rúst-
um gamals fjóss suður í túngarði. Og
þá var ekki sökum að spyrja, að hvernig
sem á stóð hlupu þær fælnar suður all-
Hjónin Sigtryggur og Guðrún í Tungu.
Verkfölt
,,Vi8 förum að eins og ölvaður maður,
sem eyðileggur allt á heimili sínu.“
Þessi var yfirskriftin á allmikilli
grein, sem Morgunblaðið birti 29. marz
1956 um verkföll í Danmörku. Hver
sagði þessar setningar? Information,
þegar verkföllin hófust.
Verkföll höfðu þá staðið yfir í Finn-
landi, en Danir töldu þá ósennilegt að
slíkt gæti komið fyrir hjá þeim. Samt
sem áður skullu verkföllin á einnig í
Danmörku og ollu stórtjóni. Á einum
stað í greininni segir blaðið:
„Fólk á erfitt með að sætta sig við
þessa erfiðleika, sem verkföllin hafa í
för með sér. „Þau eru engum að gagni,“
heyrist oft sagt. „Það er augljóst, að
allir tapa á þessum vinnustöðvunum.“
„Við eyðileggjum verðmæti okkar,
förum að eins og ölvaður maður, sem
eyðileggur allt á heimili sínu,“ skrifaði
Information þegar verkföllin byrjuðu.
I vor og mikinn hluta sumarsins hafa
staðið yfir hér á landi látlausar vinnu-
deilur og verkföll. Þetta eru óskemmti-
leg fyrirbæri einmitt á þeim tíma ársins,
sem þjóðin á þess beztan kost að hag-
nýta afköst sín til lands og sjávar. Lýð-
frjálsar menningarþjóðir verða að vaxa
frá þessum ömurlegu og skaðlegu barna-
brekum, finna aðrar leiðir, sem nú hafa
og verið að nokkru leyti reyndar, láta
vit, sanngirni, þjóðhollustu og réttlæti
fá völdin. Aannað er ekki menningar-
þjóðum sæmandi.
an dal og ollu erfiðleikum og vandræð-
um, svo að byggja varð sérstaka grjót-
garða, til að stífla væntanlegar fram-
rásir. Nú er auðn yfir dal og engar
sögur.
S. D.