Eining - 01.08.1965, Page 7
E I N I N G
7
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að rauði þráðurinn í flestum skáldsög-
um og leikritum er ástin og ástalífið,
og margt hafa 1 j óðasmiðir sagt um þetta
eftirlætisefni skálda. Stefán frá Hvíta-
dal segir:
Hver dáð, sem maðurinn drýgir,
er draumur um konuást.
Og skáldið Heine segir í gamni og
alvöru:
Væri ekki ögn af ást að finna,
allt væri lífið frágangssök.
Stefan Zweig gerir hlut ástarinnar
ekki lítinn, er hann segir:
Ástfanginn maður er tífaldur maður.
Þótt efnið sé eitt, er lýsing skáldanna
á því margvísleg, og er þar miklu af að
taka. Hér eru örfá sýnishorn:
Þó ég hefði átján augu
átt í vitum brúna minna,
mænt ég hefði einu og öllum
inn í veröld hvarma þinna.
GuSm. Friöjónsson.
Mig þú hefir menglöð armi
mjúkum stutt, er var ég tæpt,
og einatt þér á björtum barmi
böl og raunir mínar svæft.
Á var þinna bergði’ ég brunni,
burt hef ég margar sorgir kysst,
ég lífsins dögg þér drakk af munni,
en drakk þó aldrei mína lyst.
Grímur Thomsen.
Ég uni mér bezt við arin minn,
þar elskan mín situr með bros á kinn
og raular á vökunni sönginn sinn
við sofandi glókolla mína.
Ég sit við borðið og les þar ljóð,
er loginn snarkar á aringlóð,
og brosandi geislar af gömlum óð
sem góðvina bláleiftur skína.
Guöm. Guömundsson.
Ég vildi’ ég mætti vera strá
og visna í skónum þínum,
því léttast gengirðu’ eflaust á
yfirsjónum mínum.
Páll Ólafsson.
Munnurinn minn,
mikill er svölunarbrunnurinn þinn.
Ég kyssi og kyssi, því meir þyrstir
mig,
mér er það svölun að horfa á þig.
Svölun og þorsta minn, sé ég það nú,
að sameinar þú.
Páll Ólafsson.
Tvö við undum elskan mín,
út við sundið fríða.
Þar sem lundin ljúfa þín
léði stundu blíða.
Engum harmi hugur kveið,
hvíldi í barmi friður,
sól í arma Ægis hneig
ástarvarma niður.
Hjörtun ungu ákaft þá
ástarþrungin slóu.
Okkar tunga í læðing lá,
lóur sungu og hlóu.
Jóhann Gunnar Sigurðsson.
Jóhann dó aðeins 24 ára gamall. Eft-
ir hann er þó til snotur ljóðabók og
smásögur. Ævin hans varð vissulega of
stutt.
Þér konur, sem ungir vér unnum,
í Edens sólríka lundi,
þá urðum vér konungar allir,
en almúgagervið hrundi.
Vér rísum með yður allir,
sem elskum og verðum til,
því listinni gefið þið lífið
og lífinu sól og yl.
Stefán frá Hvítadal.
Ástaljóð manna lýsa nokkuð gerð höf-
undanna. Næsta ljóð er nokkuð sérstakt
og svo mun höfundurinn hafa verið:
Sjái ég mey og sé hún ung og fögur,
og sé hún ekki járnköld eða stál,
þá er eg í báli, yrki -ótal bögur
og öll fórna, líkama bæði og sál,
en þegar víman aftur af mér líður,
ég ætíð sé að glópska mín var stór.
Var hún sú rétta? Nei, og sárt mér
svíður,
er sé eg aðra, hvernig þarna fór.
Gestur Pálsson.
Fleiri komast ekki að í bráð.
Nœrtœkt
Ég þarf ekki að hlaupa í allar áttir
eftir „skemmtun," sem kallað er.
Ég held, að þá beztu, sem hægt er að
finna,
ég hafi einmitt í sjálfum mér.
P. S.
„Aðalritarar”
Þeir eru lífseigir í heimsfréttunum þessir
„aðalritarar.“ Um þessar mundir er einn
valdamesti maður Rússlands kallaður aðal-
ritari. Um tíma var framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjold,
kallaður aðalritari. Svo var og um fyrir-
rennara hans. Um eitt skeið var Nikita
Krushjeff kallaður aðalritari kommúnista-
flokksins í Rússlandi, en 8. marz 1955
nefndi Tíminn hann réttilega foringja
flokksins, og það mun sá einnig vera, sem
nú er kallaður aðalritari.