Eining - 01.08.1965, Síða 8

Eining - 01.08.1965, Síða 8
8 EINING ~OTl\ TT1\ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur J-/11 \ J~L V vJT menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stór- stúku íslands, kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak. Ufconáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Eeykjavík. Sími: 41956. Hrekkur enginn viil? Forseti Bandaríkjanna hefur verið að vekja athygli þjóð- arinnar á nauðsyn þess, að framfylgt sé almennt lögum í landinu, en ekki aðeins það, að lögum sé framfylgt, heldur einnig það og ekki hvað sízt, að þegnar þj óðfélagsins verði löghlýðnir menn. Mest aðkallandi segir forsetinn þó það vera, að upprísi öflug þjóðarvakning gegn glæpafaraldinum. Vilja menn vita hve margir alvarlegir glæpir voru drýgðir í Bandaríkjunum árið 1964. Itannsóknarstofnun samveldisins telur fram 2,500,000. — 13% vöxtur frá fyrra ári og tvö- földun slikra glæpa síðan 1940. Um 40 af hundraði þessara glæpa drýgja ungmenni innan við 18 ára aldur, Síðan 1958 hefur glæpunum fjölgað fimm sinnum örar en fólkinu í land- inu. — Heimild fyrir þessu er Reader’s Digest, Maí 1965, endurprent úr New York Herald Tribune. Hvað veldur þessum geigvænlega vexti glæpanna? Sjálf- sagt margt, m.a. velgengnin og sú geðtruflun, sem hún veldur, en aðal kennararnir í glæpaiðjunni eru: áfengisneyzlan, sjón- varpið, kvikmyndirnar, eiturlyfjaneyzla og sorprit. Þau árin, sem áfengisbannið fékk að njóta sín í Banda- ríkjunum, hálftæmdust fangelsin eða meira. Um það eru til opinberar skýrslur, en ef til vill er sjónvarpið drjúgur keppi- nautur áfengisins í ræktun glæpamennskunnar. Á þeim tímum, þegar spilliöflin færast í aukana, mögnuð af ágirndinni, rót alls hins illa, þá er mikil þörf á góðu og markvissu uppeldi. Aðeins hinn sterkari getur sigi’að hinn sterka. Fyrir áratugum höfðu blöð í Ameríku eftir dómurum þessi orð: „Komið unglingum undir áhrif trúnarinnar, sama hvaða kirkjudeild er, þá þurfum við aldrei að skipta okkur af þeim.“ Eitt sálmaskáld kvað á þessa leið: Blessuð gamla bókin mín, blöðin slitnu, gömlu þín, minna títt á sæla löngu liðna tíð, Mig í anda oft eg sé ungan svein við móður kné, mér þar kenndi móðir orðíð, mild og blíð. Sæl eru þau ungmenni, sem fá að fræðast við móðurkné um veg lífsins. Þau lenda sízt á glapstigu. Sannleikurinn gegn lyginni Sagt er að lygin fari um alla jörðina á meðan sannleikur- inn setur upp skóna. Hvers vegna lýtur sannleikurinn oft í lægra haldi í baráttunni við lygina ? Þessari efnismiklu spurn- ingu er ekki unnt að svara í fáum orðum, en hér skal aðeins bent á eina orsök, og hún er sú, að sannleikur í einu eða öðru máli er oft sagður einu sinni eða nokkrum sinnum, en lygin er sögð látlaust. Vísir birti greinarkorn 15. júlí sl. um mikla aukningu sígarethireykinga. Þar var minnt á, hversu skýrsla sérfræð- inganna í Ameríku um krabbameinshættu af völdum reykinga dró úr sígarettureykingum um stundarsakir, þannig, að lægst varð salan hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins í marzmán- uði 1964, er hún komst niður í 11.720 milljónir, en í maí- mánuði 1965 er hún komin upp í 18.364 milljónir. Hér höfum við það. Vísindamennirnir sögðu afdráttar- lausan sannleika. Hann heyrðist víða um lönd um stundar- sakir. — Búðið. En ósannindin, blekkingin, lygin í sígarettu- auglýsingunum hefur aldrei verið árvakari en síðan. Þannig er það, sannleikurinn sagður annað slagið, ósannindin alltaf. Hér mættu svo þeir góðu menn, sem halda að fræðsla varð- andi skaðsemi áfengis og tóbaks megni að leysa vandann, hugsa málið á ný. Fræðslan gerir auðvitað sitt gagn, en hún er máttvana í lífi þess fjölda manna, sem skortir þrekið til að gera hið rétta, þótt þeir viti hið sanna. Hér verður einhver máttug mögnun hugarfarsins að koma til greina, ef fræðslan á að gagna. Venjan og tízkan er sterkur straumur. Áfengir drykkir og tóbak er nú talið svo ómissandi í veizlum og öllu sam- kvæmislífi manna. Blöðin birta glæsilegar myndir af bros- andi og veizlubúnu forustufólki með glas í hönd. í heimboð- um ganga húsmæður um meðal gesta sinna og bjóða kapp- samlega vindla og sígarettur. Þetta er látið liggja á tveimur eða fleiri borðum til þess að gestir eigi sem hægast með að ná í það. Þetta er svar samkvæmistízkunnar við viðvörun sérfræð- inganna varðandi óhollustu reykinganna. Þótt rannsóknir vísindamanna hafi sannað að sígarettureykingar drepi fjölda manna, þá halda tóbaksauglýsingarnar áfram að hrópa lát- laust ósannindin um ágæti þeirra. Gegn svo linnulausum áróðri og máttugri tízku fær sannleikurinn ekki miklu áork- að. Þeir sem berjast fyrir honum mega ekki byggja sigur- vonir sínar á neinum tálvonum. Hinn sterki sleppir ekki her- fangi sínu, nema annar enn sterkari komi þar til. Góðtemplarareglan í Danmörku 85 ára „Afmælisfagnaðurinn var stórglæsilegur," segir Dansk Goodtemplar. Fulltrúar og gestir komu hvaðanæva af land- inu og góðir gestir einnig frá nágrannalöndunum. Þetta var 13. marz sl. Voru þá liðin 85 ár frá því er fyrsta góðtemplara- stúkan var stofnuð í Danmörku. Á næstu árum voru svo stofnaðar stúkur hundruðum saman í landinu. Þegar afmælisfagnaðurinn hófst, flutti formaður danska góðtemplararáðsins, Chr. Jensen, ræðu og bauð hina fjöl- mörgu veizlugesti velkomna. Meðal þeirra var félagsmálaráð- herrann, Kaj Bundvad og frú. Aðeins þrír aðrir eru nefndir, formaður norræna góðtemplararáðsins, Gunnar Engkvist og framkvæmdastjóri þess, Karl Wennberg, einnig formaður danska landssambandsins, Frode Markersen. I ræðru sinni sagði hr. Jensen meðal annarra orða þetta: „Vissulega eigum við skilið veizlufagnað á þessari stund, því að án þess að miklast af nokkru, getum við litið um öxl og minnst þeirra þúsunda manna, karla og kvenna, sem á þessum áratugum hafa hlotið ánægju og blessun af því að taka þátt í reglustarfinu. Auk þess hefur sú starfsemi — má óhætt segja án alls yfirlætis — fært þjóðfélaginu verðmæti, sem hvorki verða vegin né mæld, það er uppeldi manna, sem verið geta kjölfesta lýðræðisins. Þúsundum manna hefur bindindishreyfingin lyft upp úr

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.