Eining - 01.08.1965, Side 10

Eining - 01.08.1965, Side 10
10 EINING Tillaga prestsms Seint á árinu 1963 birti Kirkjuritið tillögu séra Gísla Brynjólfssonar um að „endurvekja áhuga og smekk okkar á fögrum 1 j óðum, kvæðum okkar klassisku skálda, sem gefið hafa þjóð sinni ómet- anleg verðmæti." Þetta blað tók undir við prestinn um þessa tillögu og birti í febrúarheftinu 1965 kvæði Kristjáns Jónssonar: Heim- koman, og með því ofurlítinn „sögu- legan ramma.“ Hér kemur svo annað kvæði. Það hef- ur ort Jón Thoroddsen. Ekki þarf hér mikinn „sögulegan ramma“ um það kvæði, því að búið er að kynna þjóð- inni svo rækilega, bæði fyrr og síðar, KVEÐJA Vindur blæs og voðir fyllir breiðar, verpur skipi ströndum ísa frá, fagrar hverfa fósturjarðar heiðar, fjallatindar þvo í köldum sjá enni hvít, en einn á þiljum grætur ungur sveinn, er feðra kveður láð. Ekki veit, hvort afturkomu lætur auðið honum verða drottins náð. Ó, ég minnist, ættarjörðin fríða á svo margt, er lengi mun eg þrá, man eg svanasönginn engilblíða silfurhvítum hljóma tjörnum á, Man ég dal í daggarfeldi bláum, dags er roði fagur gyllir tind, man ég brekku blómum prýdda smáum, brattan foss og kaldaverslulind. Aldrei gleymi ég þeim sælutíma, úti stóð ég vordagskvöldin hlý, vetrarfötum frá sér kastar gríma, færist hvítan sumarskrúða í, vindar þegja, værðir blómin taka, viðar til er hnigin sunna rauð; fuglar sofna, fossar einir vaka, fyrir sandi heyrist bárugnauð. Vertu sæl, ó, vertu blessuð, móðir, veit ég nú, hve sár þinn missir er. Sonum þínum sendir kveðju bróðir, sé þeim jafnan helgust ást á þér. Frægðarsunna fögur þér uppi renni, fyrr sem skein á víðigræna hlíð, engan myrkva megi sjá á henni, meðan dunar sær og lifir tíð. Jón Thoroddsen. Sennilega hafa ekki mörg skáld sungið ættjörð sinni hlið- stæðan ástaróð við þetta ljóð síðustu áratugina, en hollt þriggja vetra nám í Bessastaðaskóla, og svo nokkru síðar lögfræðinám í Kaup- mannahöfn og dvaldi þar árum saman. Um skeið var hann í Danaher og háði orrustur við hersveitir Þjóðverja og mun þaðan runnið kvæði hans: Oft er hermanns örðug ganga. Margvíslega lífsreynslu hlaut hann þessi dvalarár sín í Danmörku og stundaði þá einnig skáldskapinn. Eftir heimkomuna upp úr 1850 varð hann sýslumaður Barðstrend- inga. Ævi hans varð of stutt. Hann dó 8. marz 1868, ekki fullra fimmtíu ára. Hér er nú lítið sagt um mikla ævi- sögu þessa merka manns, en fólk á greiðan aðgang að henni. Kemur þá kvæðið, sem eg hef valið að þessu sinni. Pétur Sigurðsson. myndi það öllu þjóðlífinu, ef slík ættjarðarást kviknaði á ný í hjörtum landsins barna. Ef til vill yrði þá ýmsum kröfum stillt meira í hóf og hins raunverulega sjálfstæðis þjóðarinn- ar betur gætt og yfir því vakað af ósviknum þegnskap. A fjallaleiðum Þær fáar gerast nú ferðirnar mínar um fjöllin þín — landið mitt. Guð blessi þig ísland og byggðirnar þínar, Guð blessi það allt, sem er þitt. Hann geri þjóð þína gifturíka og gefi þér umfram allt menn, sem aldrei bregðast og aldrei svíkja, en iðka allt gott í senn. Þú borið mig hefur um breyttar tíðir á brjóstum þér — landið mitt. Og kennt mér að elska allt, sem þig prýðir, og ósvikult hjarta þitt, að meta þá gjöf, sem varð auðurinn eini, sem örlögin skömmtuðu mér. Og aldrei hefur mér orðið að meini arfleifðin bezt frá þér. Þótt breytist siðir og byltingar þjái borgir og framandi lönd, þá breytist ei svipur þinn hreini og hái, né heldur þín vogskorna strönd. Við fjarðanna töfra og fjallanna yndi eg fann allt hið bezta á jörð. Á blíðunnar dögum allt lék þar í lyndi um lágsveitir, dali og fjörð. Stef þessi urðu til í bíl á leið inn í Öxnadal, í glaðasólskyni. 'Pétur Sigurðsson. þetta vinsæla góðskáld. Ljóðin hans og söngvar voru á hvers manns vörum að heita mátti fyrir nokkrum ártugum, og svo er enn um sum þeirra. Má þar nefna t. d.: Ó, fögur er vor fóstur jörö. Hlíöin mín fríða. Voriö er komið, og gruna- irnar gróa. Vr þeli þráö aö spinna. Oft er hermanns öröug ganga. Sortnar þú slcý. í fögrum dal. Ljóshærö og litfríö. Ég nefni hér aðeins nokkur af þeim, sem eg kunni á unglingsárum mínum, og svo ljóðið, sem hér fer á eftir. Jón Thoroddsen fæddist að Reykhól- um í Barðastrandasýslu 5. október 1818. Eftir góðan undirbúning stundaði hann

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.