Eining - 01.08.1965, Side 12

Eining - 01.08.1965, Side 12
12 EINING og sjálfstraust, samheldni og persónu- legan og þjóðlegan metnað. Nýir skólar risu með dönsku þjóðinni, lýðháskólar Grundtvigs, og reyndust henni bjargvættir, menningarstólpar, andlegir vitar um aldarskeið. Þannig slapp danska þjóðin við Þjórsárdals- ævintýri, Þórsmerkurævintýri, Hreða- vatnsævintýri. Þessir skólar vanræktu ekki þátt uppeldisins í starfi sínu, — síður en svo. Tveir norskir guðfræðingar, Anker og Arvesen, leggja leið sína til Dan- merkur til þess að hlusta á fyrirlestra hins fræga danska uppeldisfrumkvöðuls, séra N. F. S. Grundtvigs. Þeir urðu gagnteknir af skóla- og uppeldishugsjón hans. Þessir ungu, norsku guðfræðingar stofnuðu síðan fyrsta lýðháskólann í Noregi. Anker hafði hlotið mikinn arf og óskaði að nota hann allan lýðháskól- anum þeirra að Sögutúni (Sagatun við Hamar) til eflingar og gengis. Eftir 14 ára skólarekstur var allt „feðragullið“ hans, eins og hann kallaði arfinn sinn, gengið til þurrðar, — tapað. Og hann var sjálfur niðurbrotinn maður sökum „modstanden og forfylgjinga," þ.e. sök- um andstöðu og ofsókna. Þessi hin við- kvæma og háttprúða sál, skólamaðurinn og guðfræðingurinn Anker, þoldi ekki meira, afbar ekki meira af níðinu, Sveltandi sonur ættjarðarinnar á Ráðliústorciinu í Kaupmannahöfn 1921, sökum fávíslegrar stjórnar á bankamálum þjóðarinnar. spottinu og öðrum ókindarhætti, sem hann og skólastarf hans varð fyrir af embættismönnum og ýmsum valda- mönnum öðrum nær og fjær.“ Þannig hefst þessi saga Þorsteins Þ. Víglundssonar um lýðháskólana, en hið mesta er eftir. Hvílík saga. Níð, spott embættisnwMna og annarra valdamanna Björn H. Jónsson, skólastjóri. um brautryðjendastarf hið bezta á Norðurlöndum. Hvílík örlög og blinda, sem menn hafa löngum verið ofurseldir, svo að þeir hafa nítt og ofsótt lausnar- menn þjóða, spámenn og brautryðjend- ur. Hvað varð ekki bindindishreyfingin að þola á uppvaxtarárum sínum? Og er þá nefnt aðeins eitt af mörgu. Ekki má það falla í gleymsku, að lýð- háskólahugsjónin fæðist í Danmörku upp af mikilli þrengingu þjóðarinnar. Hið mikilvæga fæðist fremur á þreng- ingatímum en í velgengninni. I greininni, för til Noregs fyrir 44 árum, segir Þorsteinn frá för sinni til lýðháskólans í Voss, og hvernig hann varð að hálfsvelta í Kaupmannahöfn sökum þess, að allt í einu hafði íslands- banka í Reykjavík verið lokað og þar með urðu peningar Þorsteins ekki gjald- geng vara í Danmörku. En furða er, hversu menn bjargast út úr alls konar kröggum, Þorsteinn náði settu marki og er frásögn hans öll góð. Aldrei mun hann hafa séð eftir að hafa farið þessa för. Víst ætti Blik það skilið, að minnst væri hér á fleiri greinar þess, en þetta verður þó látið nægja, að minnsta kosti í bráð. Á þessum 25 árum er Blik búið að flytja geysimikinn fróðleik um Vest- mannaeyjar og sögu þeirra og fleira. Frú Jónína G. Þórhallsdóttir og Jónína Jónsdóttir, sonardóttir hennar. I sambandi við Sögu barnafræðslunn- ar í Vestmannaeyjum skrifar ritstjóri Bliks ágæta grein um Björn Hermann Jónsson, skólastjóra og konu hans, Jónínu G. Þórhallsdóttur, en Björn var skólastjóri í Vestmanna- eyjum árin 1914—1920, en frúin kenn- ari. Vegna góðra kynna af þessum á- gætu hjónum, þegar þau voru á Isa- firði, þykir ritstjóra Einingar vænt um að fá tækifæri til að birta hér mynd af þeim. Það er engin slóða vitnisburður, sem Þorsteinn Þ. Víglundsson gefur þeim. Um Björn H. Jónsson segir hann m.a. „Björn var skólastjóri í Vestmanna- eyj um í 6 ár, áhrifaríkur og ötull áhuga- maður,frjálslyndur og víðsýnn og bjart- sýnn að eðlisfari og mun ævinlega hafa trúað á það bezta í manneðlinu. Hann mun hafa trúað á boðskaphinsnýjatíma um bætt samfélag, hagnýtingu tækninn- ar og alhliða ræktun þeirra hæfileika, sem mannfólkið býr yfir til eflingar fögru mannlífi í samhjálp og sam- vinnu.“ Um skólastjórafrúna segir Þorsteinn þetta: „Á bernsku- og æskuskeiði kom í ljós, að hún var gædd miklum námsgáfum og námshug. Af sjálfsdáðum og dugn- aði lagði hún út á námsbrautina, þótt efnalaus væri, og náði í mark vorið 1913. Um haustið sama ár gerðist Jón- ína G. Þórhallsdóttir heimiliskennari í Vestmannaeyjum hjá Árna Filippussyni í Ásgarði. Jafnframt hafði hún á hendi tímakennslu við barnaskóla Vestmanna- eyja. Haustið eftir (1914) var hún ráð- in fastur kennari við barnaskólann og hélt þeirri stöðu næstu 5 árin eða þar til hún fluttist úr Eyjum. Þau Björn skólastjóri og Jónína kennslukona felldu hugi saman og gift- ust 30. apríl árið 1915. Þessi mikils- virtu og mætu skólastjórahjón önnuðust

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.