Eining - 01.08.1965, Qupperneq 13

Eining - 01.08.1965, Qupperneq 13
EINING 13 Churchill flutti bindindisræðu Churchill lifir víst ekki í minningu nútímamanna sem bindindismaður, en 1908 flutti hann bindindisræðu á fjöl- mennu þingi bindindismannaí Englandi. Norska bindindisblaðið Folket birti fyr- ir skömmu þenna ræðustúf. Churchill sagði: „Bindindishreyfingin er sóknhörð samfylking - og um áraraðir - löng og dimm ár, hefur hún haldið á loft geisl- andi björtu ljósi sínu og veitt þannig þjóðinni leiðsögu og fræðslu. Oft hef eg heyrt þær fullyrðingar — og þær hafið þið sjálfsagt einnig heyrt, að ákafi bindindishreyfingarinnar hafi tafið fyr- ir bindindissemi á grundvelli hófsemd- ar. Þessum ásökunum getið þið svarað á þá leið, að ekki myndi vera um að ræða neinn skilning á hófsemdaráfeng- isneyzlu, ef bindindishreyfingin væri ekki raunveruleiki. Án þeirrar áköfu sóknhörku, sem sprottin er af viðbjóði, sem mikill fjöldi manna í landinu hefur á þeirri hræðilegu eyðileggingu, sem á- fengisneyzlan veldur, hefði ekki verið unnt að viðhalda neinu bindindisstarfi í Stóra-Bretlandi öll þessi ár. Slíkt starf hefði þá orðið máttvana, því að það er aðeins að þakka þeim heilaga eldi, sem brennur í brjósti þeirra manna, sem kallaðir eru öfgamenn, að ráðandi menn í landinu hafa hneigzt ýmist til hóf- semdar eða algers bindindis. Þegar við svo lítum í kringum okkur, minnumst milljónanna í landinu, manngrúans í borgunum, virðum fyrir okkur allt hið augljósa kæruleysi og ábyrgðarleysi, þá er það álit mitt, að við hljótum að við- urkenna hvílíkt geysilegt afrek það er, að lítill minnihluti í þjóðfélaginu hefur orkað að hafa áhrif á almenningsálitið meðal mikils meirihluta þjóðarinnar og útilokað að stjórn landsins — af hvaða flokki sem er — geti látið áfengisbölið afskiptalaust. Þegar þið sjáið heilar þjóðir augljós vitni allrar þeirrar eymdar, sem áfeng- síðan í sameiningu forustuhlutverk sitt í skólamálum Vestmannaeyinga næstu 5 árin.“ Fleiri eru auðvitað orð Þorsteins um þessi ágætu hjón. Björn H. Jdnsson var svo skólastjóri barnaskólans á Isafirði 27 ár, frá 1930. Þau hjón voru þar bæði mikils metin. Meðal annars lögðu þau bindindisstarfinu þar gott lið, ekki sízt frú Jónína. Hennar þátttaka var bæði mikil og góð. issala og áfengisneyzla til vegar kemur alls staðar, og sjáið hvað slíkt kostar, þegar þið sjáið hvarvetna glæpi og sjúk- dóma, sjáið allt þetta sem vitnar um, hversu hið skaðvæna herjar, — þá segi ég, að við ættum að hafa þrek til að hemja, ráða við og útiloka allt þetta. Menn mega ekki hika við að taka í þjón- ustu sína þær aðferðir og þau vopn, sem nauðsynleg eru til að sigrast á þessu illa. Hemja það markvisst og al- gerlega. Að því marki skuluð þið stefna hiklaust og örugglega. Augljóst er það, að færi ekki svo mikið fé til áfengiskaupa, væri keypt meira af matvælum, og betri matvæl- um, meira af fatnaði og betri fatnaði, meiru varið til húsnæðis — betra hús- næðis. Allt myndi þetta verða niður- staðan, ef Jón Boli fengizt til að draga úr sóun sinni til áfengiskaupa.“ Svo mikill mannfjöldi hafði safnast saman til að hlusta á Churchill að all- margir urðu að koma saman á öðrum stað, og einnig þar talaði Churchill. Norska blaðið segir, að fimmtíu ár- um síðar hafi hann verið spurður, hvort skoðun hans á þessu máli væri enn hin sama og á bindindisþinginu árið 1908. Hann svaraði skriflega: „Ég hef sagt, það sem eg sagði.“ Það er skemmtilegt að eiga þenna vitnisburð hins mikla baráttumanns, einmitt frá manndómsárum hans. Hvort sem menn fylgja sannleikanum í einu og öllu eða ekki, er það alltaf mikils vert að bera sannleikanum vitni, og ekki sízt þegar afburðamenn tala. Þeir menn, sem skemmta sér við það, að kalla okkur bindindismenn öfga- menn, mættu minnast þess sem Churc- hill sagði í ræðu sinni, að í brjósti á- kafamanna brynni helzt sá heilagi eld- ur, sem lýsti og vísaði veginn. Hér mætti bæta við, að án þess orkugjafa yrði oft lítið um athafnir. -K -K -K Áhættusamt líf Ritstjórnargrein í Dansk Goodtempl- ar hefst á þessum orðum: „I Danmörku farast árlega í umferð- inni yfir 800 manns og 12,000 verða fyrir slæmum limlestingum. Trygginga- félögin greiða hvern dag ársins um eina milljón í sambandi við umferðarslys." Um þetta lásum við í blöðunum í dag, 15. maí, 1965, segir ritstjórinn. Getur svo þess, að sjónvarpað verði dagskrár- lið að kvöldi dags, sem kallast „Áhættu- samt líf.“ I sambandi við skýrsluna um um- ferðarslysin, gátu blöðin þess, að áfeng- isneyzla eigi sinn drjúga þátt í um- ferðarslysunum, og þau vandræði auk- izt stöðugt. Þannig var ölvun aðalorsök 1283 slysa árið 1963, og er það 7,3% af umferðarslysum í Danmörku. ölvað- ir ökumenn hafa á samvizkunni um 80 mannslíf ár hvert. „Áhættusamt líf,“ segir í greininni: Svo rann kvöldið upp með sjónvarps- þáttinn „Áhættusamt líf.“ „Ekki stakt orð um orsök tíunda hluta dauðaslysanna í umferðinni. — Hvers vegna ekki?“ spyr ritstjórinn. Þar voru mörg orð um alls konar or- sakir, vegina, ökumennina, kennara þeirra, vöntun á fræðslu í skólum, skort á sjúkrahúsum til að sinna hinum slös- uðu og fleira og fleira, en ekki minnst einu orði á þátt áfengisins í öllum um- ferðarslysunum. Nei, á það má ekki minnast, ekki móðga hinar merku stofnanir og hina áhrifaríku menn í flokkunum, sem framleiða og selja öl og áfenga drykki. Þeir eru stórveldi í þjóðfélaginu, þeir eru peningamenn og þá má ekki styggja, en þeir sjálfir líta á áfengisvandamálið með krónuaugum. Og þá ber ekki mikið á slysum eða öðrum ófarnaði. -K -K -)< -K -K Áfengissala 1. apríl til 30. júní 1965 Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík . . Kr. 76.990.705 - - - - Akureyri ... — 8.162.030 - - - - ísafirði .... — 2.705.975 - - - - Siglufirði ... — 1.602.280 Kr. 92.234.910 Á sama tíma 1964 var salan eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík .. Kr. 64.222.685 - - - - Akureyri ... — 7.514.160 - - - - Isafirði .... — 2.116.150 - - - - Siglufirði ... — 1.543.975 - - - - Seyðisfirði .. — 2.223.370 Kr. 77.620.340 Áfengisvarnaráð. (Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins).

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.