Jafnaðarmaðurinn - 15.01.1930, Page 2
2
JAFNAÐARMAöUKINN
gCS<2XS<2XS®®(2X5)<2aC5)©ag
JAFNÐAARMAÐURINN
kemur út tvisvar á mánuði og
kostar fjórar krónur á ári. —
Útgefandi
Verklýðssamband Austurlands.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Jónas Quðmundsson.
Afgreiðsla blaðsins er pósthólfðl
Seyðisfirði.
Jafnaðarmaðurinn
er stærsta blaðið á Austurlandi
og allir lesa hann. Þess vegna
er best að auglýsa í honum.—
Jafnaðarmaöurinn
er blað allrar alþýðu.
Utanáskrift blaðsins er:
„Jafnaðarmaðurinn"
Norðfirði.
L>.
K2SC5)<2aC5)®®<2aC5)SaC5)G
og yfirdrotnun hinna efnaðri
stjetta, er sölsað höfðu sjer til
handa öll rjettindi innan þjóöfje-
lagsins.
Um hálfa aðra öld hefir stað-
ið óslitin barátta um þjóðskipu-
lagsmálin, milli umbótamanna
annars vegar og afturhaldsmanna
hins vegar, víðsvegar um heim.
Umbótamönnunum hefir vegnað
mismunandi vel í hinum ýmsu
löndum, en jafnvel þar, sem
þeim hefir orðið mest ágegnt,
eiga þeir langt í land til að ná
fullkomnum sigri.
Þeir eru nú fleiri en áður,
sem fylkja sjer undir merki hinn-
ar frjálslyndu stefnu. Verkefni
hvers einstaks sýnist ekki vera
mikið, í samanburði við verk
þau, sem fyrirrennararnir hafa
unnið, en starf alþýðuforingja og
annara umbótamanna nútímans
er þó ekki síður þýðingarmikið
en starf hinna fyrnefndu. Braut-
ryðjendurnir voru hrópendur í
eyðimörk sinnuleysisins. Þeir
vöktu lýðinn til starfa og bentu
honum á verkefnin. Verk um-
bótamanna nútímans er að
skipulagsbinda þau rjettindi og
þær umbætur, sem þegar eru
fengin og köma umbótum fram
á nýjum sviðum, er orðið hafa
útundan eða ekki unnist ennþá.
Þau störf eru mikil og göfug,
sem leiða til umbóta ogfarsæld-
ar og auka jafnrjetti meðal ein-
staklinganna. Þau útheimta víð-
sýni og þrautseigju foringjanna
og trúfesti og samheldni allrur
alþýðu til sjáfar og sveita. Hin-
um afturhaldssama anda, sem
ennþá ríkir meðal ýmsra van-
þroskaðra manna, þarf að hnigna.
Þó skifting stjórnmálamanna
milli umbótastefnu og íhalds sje
tiltölulega ung hjer á landi, hafa
þó þessar tvær stefnur togast á
um yfirráðin í löggjöf okkar,
síðan löggjafarvaldið varfluttinn
í landið aftur. Hafa þær komið
fram undir ýmsum nöfnum, eu
við nánari athugun er þó hægt
að skifta fulltrúum vorum á
þingi undanfarna áratugi í þessa
tvo flokka. Verkefnin hafa, á yf-
irborðinu, ekki altaf verið þau
sömu og nú, en að því leyti,
sem þau hafa snúið að innan-
landsmálum, má greina á milli
umbóta og íhalds. — Togstreitu
víðsýnna manna við íhaldssama
klikku embættis- og efnamðnna í
landinu.
Það þarf enginn að halda, að
þær umbætur, sem þegar eru
fengnar hjer á landi, með ýmis-
konar löggjöf, eða aukin rjett-
indi manna, hafi fengist þegjandi
og hljóðalaust. Enginn skyldi
halda að þær hafi verið boðnar
fram af einskærri náð og misk-
unnsemi hinnar íhaldssömu
klikku, sem hafði trygt sjer yfir-
ráðin yfir öllum framleiðslutækju-
um og jafnvel yfir heilum
stjettum manna í landinu.
Umbætur eins og aukin rjett-
indi vinnuhjúa, mannúðlegri með-
ferð sveitarómaga og aukinn
kosningarrjettur kvenna og karla
— svo jeg nefni aðeinsþrjú dæmi
af handahófi — hafa loks feng-
ist eftir marg-ítrekaðar tilraunir
víðsýnna alþýðuvina, sem sóktu
svo fast að íhaldsklikkunni, 'að
hún, þrátt fyrir það, að vera í
meirihluta, þorði ekki annað en
gefa eftir á þessum og fleiri
sviðum, fyrir Táværum kröfum
umbótamannanna. En afturhalds-
liðið streittist á móti, meðan það
gat, og það streitist enn á móti,
þó máttur þess sje nú í rjenun.
Því aðeins fást rjettindi, að
einhver þori að berjast fyrir
þeim, og að þeir, sem rjettindin
eiga að öðlast og umbæturnar
eru til góðs, hafi dug til að fylgja
fulltrúum sínum etlir. Þeir, sem
að rjettindunum sitja, sleppa
þeim aldrei, fyr en tilneyddir af
kröfum þeirra fulltrúa, sem hafa
alþýðuna óskifta að baki sjer.
Þessvegna er henni lífsnauðsyn
að fylkja sjer fast um sín eigin
málefni.
III.
Umbótastefnan fer nú sigri-
hrósandi um heiminn. Þó ekki
eigi hún því láni að fagna, að
vera í hreinum meirihluta alstað-
ar, þá hefir hún þó unnið svo
mikið á, víða í löndum, að full-
trúar hennar hafa getað tekið við
stjórn, með stuðningi annara
frjálslyndra flokka. Hvarvetna þar,
sem kosningar hafa farið fram
síðast liðið ár, hefir fulltrúum
íhalsdmanna fækkað enfulltrúum
umbótaflokksnna fjölgað. Augu
almennings, í öllum löndum,
eru að opnast fyrir því, hve áhrif
umbótastefnunnar á löggjöf, rjett-
arfar og stjórn bæja og ríkja, eru
nauðsynleg til að skapa varan-
lega og rjettláta þjóðfjelagsskip-
un í framtíðinni.
Hjer á Seyðisfirði hefir um-
bótastefnunni unnist fylgi á síð-
ustu árum, þó ekki meira en það,
að hún hefir barist í bökkum
við íhaldsstefnuna, en aldrei náð
tryggum meirihluta. Það hefur
því minna orðið úr framkvæmd-
um á ýmsum áhugamálum verka-
manna, hjer í bæ, en ella hefði
orðið. Fulltrúar verkamanna hafa
ekki haft nægilegt bolmagn tii að
leiða til lykta ýms mál, sem
þessu bæjarfjelagi hefðu mátt
verða til viðreisnar. Öllum mál-
um, sem borin hafa verið fram
í anda umbótastefnunnar, hefur
mætt harðvítug mótstaða íhalds-
nianna í bæjarstjórninni og utan
hennar. Þegar meiri hlutinn hvílir
aðeins á einum manni er örðugt
að leggja út í stórræði, og það
því fremur, sem sú hætta er ávalt
framundan — (eins og verið hef-
ur um skeið) að lenda í minni-
hluta við næstu kosningar. Slikt
getur alltaf komið fyrir, þegar
ekki munar nema einum manni
á flokknum í bæjarstjórninni og
kjörfylgið jafn óstöðugt og veriö
hefir.
Hinar tíðu kosningar hafa líka
gert sitt til að veikja öryggið í
stjórn bæjarins. Þessar árlegu
kosningar hafa oftast breytt flokka-
skipun að einhverju leyti. Af þess-
um ástæðum hefir alt starf bæjar-
stjórnarinnar verið máttlaust og
festulaust.
Á meðan þessi lognmolla hefir
ríktinnan bæjarstjórnarinnar, hef-
ir öllu framkvæmda- og at-
vinnulífi í bænum hrakað ár frá
ári, kaupstaðurinn verið í megn-
ustu afturför. Upp á þetta hafa
umbótamennirnir oröið að horfa
án þess að geta' nokkuð að
hafst.
Fjármagnið og framleiðslutæki
bæjarfólksins hafa algjörlega ver-
ið í höndum íhaldsmanna um
margra ára tímabil. í þessum
greinum hefir samkepnispólitíkin
verið svo harðvítug, að klikka sú,
sem setið hefir að aða!-„kjöt-
katlinum", hefir smátt og smátt
„drepið“ af sjer alla aðra skoð-
apabræður, sem sömu atvinnu
hafa rekið. Viðskiftin hafa verið
einangruð á eina hönd, bæjarfje
taginu til niðurdreps, eins og
síöustu tímar hafa leitt í ljós.
Óþarfi er að rifja það frekar
upp hjer.
Þó íhaldsmenn hafi, hin seinni
árin, verið liðfærri í bæjarstjórn-
inni en áður fyrri, hafa þeir þó
verið nógu sterkir til þess, að
halda hlífiskildi sínum yfir þessu
ástandi. Sjerstaklega þó, meðan
þeir höfðu íhaldsmeirihluta á Al-
þingi og ríkisstjórn að bakhjalli.
IV.
Hið ömurlega ástand, sem nú
ríkir í bæjarfjelaginu, hlýtur að
vekja umhugsun hvers bæjarbúa,
og þó sjerstaklega við þessar
kosningar, sem ættu, ef bærinn er
ekki alveg heillum horfinn, — að
geta markað tímamót, til hins
betra.
Nú hverfa hinar hvimleiðu ár-
legu kosningar alveg úr.sögunni,
Sú bæjarstjórn, sem nú verður
kosin getur setið óbreytt, að
flokkaskipun, um næstu fjögur ár.
Mikið starf er framundan —
viðreisn þessa bæjarfjelags. Sú viö-
reisti getur ekki blómgast í
jarðvegi þeirrar stefnu, sem kæft
hefir blómgun bæjarins á undan-
förnum árum.
Nú þurfa heilbrigðari kraftar
og víðsýnni skoðanir að ná full-
komnum yfirtökum í bæjarfje-
laginu.
Bærinn á nú oröið töluvert af
eignum, sem gætu gefið honum
drjúgar tekjur, ef þær væru vel
hagnýttar. Bærinn hefir sömu
skilyrði og áður til ýmiskonar
arðberandi atvinnureksturs. Það
þarf einungis að veita fjármagn-
inu í rjetta farvegi. — Menning
og mentun í bænum þýrfti að
auka í anda víðsýnna hugsjóna.
Síðast en ekki síst þyrfti að gera
heilbrigisstjórn bæjarins mögulegt
að auka heilbrigði í bænum og
grendinni með byggingu nýs og
fullkomins sjúkrahúss.
Seyðfirskir borgarar geta ekki
trúað þeim mönnum fyrir nein-
um endurbótum, á þessum éða
öðrum sviðum, sem sóað hafa
svo miljónum 'króna skiftir í
gjörsamlega árangurslaust gróða-
brall þröngsýnnar kaupmanna-
klikku, um leið og þeir, með
köldu blóði og skilningslausri
íhaldssál, hafa horft upp á hnign-
andi velmegun í bænum, —
mönnum, sem gjörsneyddir eru
öllum fjelagsþroska og skilningi
á ágæti samvinnu og sameignar.
Umbótastefnan hefir sýnt það,
að alt skipulagskerfi hennar
stendur á traustum, heilbrigðum
grundvelli, sem hefir heill kom-
andi kynslóða fyrir augum, en
einblínir ekki á úrelt skipulag
horfinna kynslóða. í einum bæ
hjer á landi hafa jafnaðarmenn
haft á hendi stjórn bæjarmálanna
um nokkurra ára skeið. Fram-
farir þær, sem oröið hafa í þeim
bæ, síðan þeir tóku við, sýna
Ijósast hver gróandi lífsþróttur
liggur á bak við umbótastefnuna,
þegar notað er hið besta úr sam-
vinnu- og sameignarstefnunni. Á
ísafirði hefir atvinnulíf blómgast
stórkostlega síðustu árin. Ment-
un og hverskonar menning hef-
ir aukist stórum. Þetta gat orð-
ið og fulltrúarnir unnið að þessu
með skipulagsbundinni festu, af
því að meginpartur alþýðunnar
var sjálfum sjer trúr og vissi,
hvað til síns friðar heyrði.
Þetta sama þarf að gerast lijer
á Seyðisfirði. En það getur ekki
orðið nema því aðeins, að al-
þýðan auki tölu fulltrúa sinna í
bæjarstjórninni. Þeir þurfa aö
minsta kosti að verða sex næstu
fjögur ár. Meö slíkum meiri-
hluta geta fylgjendur umbóta-
stefnunnar gert sjer vonir um
góðan árangur. Það munu fáir
gráta, að fulltrúum íhaldsins
fækki í bæjarstjórninni. Því
færri sem þeir verða, því betur
mun ganga að koma fram um-
bótum í bæjarfjelaginu.
Seyðfirskir kjósendur! Verið
vel vakandi um viðreisn þessa
bæjarfjelags. Kjósið þá menn,
sem eiga hugsjónir, vit og starfs-
þrek til að vinna að alhliða
framförum í bæjarfjelaginu og
efnalegu sjálfstæði verkamanna.
Þessir menn eru á A-listanum.
Allir víðsýnir kjósendur eiga að
kjósa hann.
Valur.
Seyðisfjörður.
Staðurinn.
Milli himinhárra fjalla er hann.
Þau eru gróin og skrúðgræn upp
að miðju. Sumstaðar upp að há-
tindum. Niður eftir þeim hrynja
ár og lækir, sem liðast eins og
silfurfesti um barm skartbúinnar
hefðarkonu. Sumarskart fjallanna
er laðandi eins og öll tilgerðar-
laus fegurð.
Hinn drifhvíti vetrarkyrtill
þeirra er hreinn og hátíðlegur.
Svipurinn er bjartur, og sólargull
hreinleikans bera þau á enni. —
— Fjörðurinn er djúpur og
lygn og hjúfrar sig í skjóli há-
fjallanna hreyfingarlaus og friö-
sæll. Þar er hverri fleytu búin
örugg höfn. Þangað sækja sjó-
farendur örugt athvarf, hvíld og
frið, eftir ógnarfulla daga á slóð-
um Drafnar.
í dölunum duna fossar.— Fell-
ur hver af öðrum, stall af stalli
— og ómur fallsins kveður viö
í fjöllunum. Síöasta spölinn lið-
ast árnar silfurtærar milli grös-
ugra bakka, uns Ægir felur þær í
faðmi sjer.
Beggja rnegin grænir fletir,
blómskrýddar hlíðar upp frá, —
gróðursælt land.
Lífsskilyröin.
Hví skyldu þau eigi vera góð
á slíkum sfað? Gróðursælt land,
góð höfn, aflmiklir fossar, En
— lífsskilyrðin krefjast hagnýt-
ingar, til þess að hagsæld skapist.
Hagnýting.
Hagsæld skapast af heillavæn-
legum störfum. Sje hagnýtingin
framkvæmd afvitiog ósjerplægni
verður hagsældin almenn. Sje
óviturlega að farið og eigingirnin
aflið, sem störfunum ræður, skap-
ast —í besta falli — einstaklings-
hagsæld, en almenn óhagsæld.
Starfshættirnir eða staöurinn.
Óhagsæld Seyðisfjarðar er þjóð-
kunn orðin. Flestir ókunnugir
hafa spurt: Hvað veldur slíku?
Starfshættirnir eðastaðurinn?
Ámæliö hefir lagst á staöinn.
Hversvegna? Vegna þess, að rjett
þekking og rjettur skilningur hefir
ekki náð til almennings. Orsök
þess er sú, að ráðandi menn
staðarins, um langan aldur, hafa
fært sjálfa sig í hjúp blekking-
anna. Á mennina hefir verið
hlaðið dýrð hjegómans. Blöð
peningavaldsins hafa sungið
„Hósíanna" framtaki einstakling-
anna hjer og dinglum-dangl það,
sem íhaldið hefir jafnan notað
sem „uppfylling í eyður verð-
Ieikauna“ hefir veriö hengt utan
á þá fyrir titstilli manna, sem
hafa hreykst til valda í krafti
þess brasks og brölts, sem
hrófatildur peningavaldsins hjer
hefir myndað. Staöurinn hefir
goldið mannanna og hlotið út í
frá einkennisorðin: „Ómögulegur
staður“ I
Langt er síðan, að glöggir
menn sáu, hvar fiskur lá undir
steini. Gömul er vísan, sem svo
endar: ----------
„utangylt en innantómt
er svo margt á Seyðisfirði".
Utangyltir braskarar — glingur-
salar — innantómir menn —
mannvitssnauðir fjármálaglópar
— tildursjúk, hrokafull smá-
menni! Þessir menn hafa gert
staðinn að því, sem hann er, en
staðurinn er hinn sami að eðli
og hann hefir altaf verið. —
Fjöllin gnæfa hrein og há, með
gull hreinleikans á enni, en fyrir