Jafnaðarmaðurinn - 15.01.1930, Síða 4
4
JAFNAÐARMAÐURINN
Yfirlýsing frambjóðenda á C-listanum.
Að gefnu tilefni skal því yfir lýst, að hvert það mál, sem Seyð-
isfjaröarkaupstað mætti að haldi koma og horfir honum til við-
reisnar og framtíöaratvinnulífi hans til aukinnar framleiðslu til
lands og sjávar, svo sem sjávarútvegsmál, ræktunarmáh samgöngu-
mál, munu C-listamenn ótrauðir styðja, án tillits til þess, frá hvaða
>flokki slík nauðsynjamál ættu upptök sín eða formælendur.
C-listinn væntir því fylgis allra rjettsýnna drengskaparmanna
og kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar á fimtudagiun næst-
komandi.
Seyðisfirði, 11. janúar 1930.
C-listinn.
Nýjar heildsölubirgðir á hverjum mánuði:
Rjól frá Brödrene Braun.
Munntóbak frá Brödrene Braun’
^ugustinus og Obel (Mellemskraa, Smalskraa,Skipperskraa)
Skorið neftóbak frá Obel, er ávalt fyrirliggjandi
í heildsölu hjá
Tóbaksverslun Islands, h.f.
Reykjavík.
Yfirlit.
Ymsir halda því fram, að
bæjarstjórnarkosningar eigi ekki
að vera „pólitískar". Með því
gefa þeir í skyn, að bæjarmál
séu annars eðlis en ríkismál, og
að þess vegna séu þar og eigi
að vera önnur öfl að verki.
þetta er misskilningur.
Á bæjarmálum og ríkismálum
er enginn eðlismunur, heldur
aðeins stærðarmunur eða stig-
munur, sem leiðir af stærðarmun
ríkisins og bæjarins.
Nú er tvennskonar hugarfar
undirrót allra stjórnmálastefna,
hverju nafni sem þær nefnast.
Má nefna það hugarfar einstak-
lingshyggju og fjelagshyggju.
Einstaklingshyggjumenntelja ein-
staklinginn rjetthærri en fjelags-
heiidina, og sjálfa sig oftast per-
sónulegax\e\W\t&m en aðra einstak-
linga heildarinnar. Þess vegna
vilja þeir gjarna sjerrjettindi sjer til
handa.Þess vegna vilja þeir gjarna
að lög gangi ekki jafnt yfir “viður-
kenda sómamenn" eins og“ sauð-
svartan almúga". Þess vegna
þykir þeim hlíða að stofna til
ofbeldis og uppreisnargegn stjórn-
arvöldunum, ef þeim þykir of
nærri gengið sjer eða sínum. Og
þess vegna telja þeir sig borna
til aö njóta þeirra fjárhagslegu
hlunninda og aðstöðu, sem fje-
lagsheildin getur skapað, fremur
en hver einstaklingur.
Þessir menn eru andlegir arf-
þegjar herkonga, víkinga og ann-
ara ofbeldismanna liðinna alda.
Þeir halda dauðahaldi í það
skipulag, sem hinir gömlu skör-
ungar sköpuðu til framdráttar,
varnar og viðhalds misrjettinu
í fjelagslífi mannanna. Þetta eru
íhaldsmenn allra landa.
Fjelagshyggjumenn eru þeir,
sem telja fjelagsheildina rjetthærri
en einstaklinginn og sjálfa sig
jafnrjettháa hverjum öðrum ein-
staklingi heildarinnar. Þess
vegna krefjast þeir þess, að lög
gangi jafnt yfir alla og að allir
njóti hlunninda þeirra, er fjelags-
heildin megnar að skapa. Slíkir
menn eru samvinnumenn, sam-
eignarmenn og hverjir þeir aðrir,
sem andæfa íhaldinu í öllum
löndum.
Þungamiðja allra stjórnmála eru
fjármálin. “Auðurinn er afl þeirra
hluta, sem geraskal“. Þess vegna
er notkun fjármagns þess og að-
staða, sem hvert ríki eða bæjar-
fjelag ræður yfir, það sem skiftir
mestu máli um farnað þess.
íhaldsmenn hafa að mestu
stjórnað þessu bæjarfjelagi, síðan
bærinn hófst og til síðustu ára.
Þeir hafa mótað lífsform hans
og veitt fjármagni hans í þá far-
vegi, sem það hefir farið, og fer
enn.
Fingraför einstaklingshyggjunn-
ar eru augljós á öllum sviðum.
Einstaklingar hafa náð tökum á
flestum bestu eignum og aðstöðu
bæjarfjelagsins. Og það með svo
góðum kjörum, fyrir þá, að bær-
inn hefir stórtapafl á því, afl eiga
suniar þeirra. Stefán Th. Jóns-
son hefir vaxtað hafnareignina
(Qarðarshúsin) fyrir bæjarfjelag-
ið, síðan hún var keypt. Hvort
hann hefir tapað á þeirri „fortetn-
ingu“ eða grætt, skal ósagt lát-
ið. En á árunum 1906—1920
tapaði Hafnarsjóður fullum 12000
kr. á því að eiga þá eign.
Fjarðarselstúnið komst undir
umráð bæjarstjórnar árið 1910.
Þá var það lalið í góðri rækt.
Jón í Firði og einhverjir fjelag-
ar hans í bæjarstjórn — eða ut-
an hennar — tóku það þá á
leigu til 10 ára og guldu 40 kr.
í ársleigu. Annars hefir jarðeign-
in borið sæmilegan arð bæjar-
félaginu. En sá galli er á hinum
gamla leigumáta, að leigutakar
fá ótakmarkaðan rjett á landinu
fyrir takmarkaða, fastákveöna
leigu. Þá hefir sú óvenja tíðkast,
að selja á uppboði tún þau, er
bærinn fær i;æktuð til uniráða,
en sú aðferð leiðir til þess, að
þeir einir, sem nægilegt þykjast
hafa fjeð, fá tækifæri til að njóta
þeirra — og níða þau að vild
— en skila síðan bæjarfjelaginu,
þegar þeim þóknast.
Vatnsveita bæjarins var rekin
með tekjuhalla alt frá upphafi
og til ársins 1921. Skuldar hún
því bæjarsjóði allmikið fje enn.
Um meðferð íhaldsliðsins á
bæjarsjóðnum sjálfum mætti ým-
islegt segja. En róttækust er þó
sú tiltekt þess, þegar það lét
bæjarsjóðinn gefa efnaðri mönn-
um bæjarfjelagsins kolin forðum,
og stofnaði til þess skuld, sem
enn er ógreidd, og nemur nú
með vöxtum og vaxtavöxtum
yfir 30 þúsundir króna. Enginn
hefir gerst svo djarfur, að verja
opinberlega þessa gerð bæjar-
stjórnarinnar nema Eyjólfur Jóns-
son. En „Hænir“ hefir farið um
hann lofsamlegum orðum fyrir
þá vörn, og flokkur hans viröist
enn sem fyr hafa óbilandi traust
á fjármálahyggindum hans.
Allar róttækar breytingar á
meðferð bæjareignanna hafa mætt
eindreginni andstöðu íhaldsfor-
kólfanna í bæjarstjórninni. Og
fram að 1920 var ekki við neitt
slíkt komandi.
En eftir að fulltrúum fjölgaði
í bæjarstjórninni (árið 1920), fór
ofurvald íhaldsins að lamast. Og
síðan hefir stöðugt færst í það
liorf, að bærinn nyti sjálfur
eigna sinna og aðstöðu sem best.
Er þó langt í Iand að vel sje.
Frá 1920 hefir leigumáli Qarð-
arshúsanna verið nálægt helm-
ingi hærri en áður var, og ekk-
ert tap á eigninni, þó sennilega
sé ágóðinn lítill. Minnast menn
vafalaust enn hinnar frægilegu
framgöngu Qests Jóhannssonar í
því máli. — Leiga Fjarðarsels-
túnsins hefir síðan verið 451
kr. á ári, í stað 40 kr. áður.
Vatnsskatturinn var hækkaður
svo 1921, að síðan hefir vatns-
veitan borið sig.
Og rafveitan hefir verið aukin
og trygö eftir föngum, svo ekki
verður annars vænst, en að hún
reynist gott fyrirtæki í framtíð-
inni.
Opinber rekstur á ekki vel við
hugarfar íhaldsmanna yfirleitt. Á
því sviði hefir þó þokast fram,
og hlýtur að því að koma, að
bærinn noti eitthvað af eignum
sínum sjálfur til framleiðslu og
fjárafla.,
Tvent er í aðsígi: Ræktun
bæjarlandsins hefir verið á dag-
skrá undanfarin ár, en fengið
lítinn byr hjá íhaldsliðinu og
beina andstöðu sumra bæjarfull-
trúa, þangað til f ár.
Að fengnum nauðsynlegum
undirbúningi ákvað bæjarstjórnin
í sumar að byrja nýrækt á
Vestdal, svo fljótt sem verða má,
og að setja þar síðar kúabú á
kostnað og ábyrgð bæjarfjelags-
ins.
Aðstaða íhaldsliðsins til þess-
arar samþyktar var nokkuð óá-
kveöin og „loðin". Og enginn
þeirra mun hafa gefið henni at-
kvæði að lokum.
Þá hefir vatnssalan verið á-
greiningsmál. Síðan 1915, þegar
fyrst voru sett heimildarlög um
einkasölu bæjarfjelaga á vatni til
skipa, hefir veriö hugsað um að
láta bæinn nota þessa heimild.
íhaldsliðið hefir lagst á móti
þessu sem ákaflegast, svo ekki
hefir verið viðlit að koma því
fram fyr en núna — rjett fyrir
kosningarnar. Samþyktin, sem
um þetta var gerð, átti þó nokk-
uð örðugt uppdráttar, og allar
horfur eru á, að framkvæmd
hennar gangi ekki með öllu
hljóðalaust. Sveinn Árnason
fylgdi máli þessu af heilum hug,
enda var hann einn þeirra manna,
sem að því vann áárunuml920
og 1921 að lagfæra misfellurnar
á rekstri bæjareignanna, þótt
hann sje, illu heilli, í hópi í-
haldsmanna nú.
K. F.
Til athugunar.
Allir vita að C-listinn er einka-
listi Waages-verslunar, — ekki
listi neins flokks eða stefnu í
stjórnmálum — eða bæjarmál-
um. Hann er fram komin sem
sundrungartilraun — blekking.
Með blekkingum ætlar fyrsti
maður listans að ná sárþráðu
takmarki sínu, — að verða bæj-
arfulltrúi, — þó engin stefna í
stjórnmálum nje bæjarmálum
liggi honum á hjarta, — þó eng-
inn flokkur hafi kvatt hann upp
til liðsinnis eða komið auga á
hæfileika hans til þess að vinna
að almenningsheill, — eða hefir
nokkur orðið var við þjóðþrifa-
hugsjónir í versluninni þeirri?
C-listinn er ekki líklegur til að
orka miklu, en þó er það tvent,
sem af honum hlýtur að leiða.—
Happ fyrir íhaldið, óhapp fyrir
alþýðu. Listinn styðst sem sje viö
smábrot úr alþýðuflokknum, en
það þýöir stórgleði íhaldsflokks-
ins, því að „litlu verður Vöggur
feginn"! En hálf-súrt hlýtur það
þó að vera fyrir íhaldiö, þetta
Waages-epli. Því auðvitað varð
verslunin að grípa til þess vopns,
sem hendi er næst: aö nota á-
virðingar íhaldsins sjer til kosn-
ingaframfærslu. Hampa ýmsu af
því mýmarga, sem það hefir unnið
sjer til hnjóðs og hóta því jafn-
framt öllu illu, — og jafnvel að
ganga í jafnaðarmannafjelag!
Að setja upp sprengilista til
þess að reyna að sundra alþýð-
unni og tryggja völd íhaldsins í
framtíðinni, en bölva því þó í
sand og ösku, — er einstaklega
ámátleg bardagaaðferð, og verð-
skuldar í raun rjettri fulla lítils-
virðingu allra flokka. — Fult
gjald mun fyrir koma frá al-
þýðuflokknum, en íhaldsflokkur-
inn kynni að eira því furöu vel, að
óvinsældir hans sjeu notaðar til
atkvæðaverslunar, þegar hann
sjer að ágóðinn hlýtur að lenda
í tekjudálk hans að lokum. Enda
er þar nóg rúm.
Verslunaraðferð þessi er ein-
stæð og hlýtur að verða ein-
kennandi fyrir verslunina, sem
listinn tilheyrir.
„Verslun er verslun“, sagði
prangarinn. Hann hafði látiö
viðskiftamanninn tvíborga sama
hlutinn. —
Alþýðumenn, sem láta ginnast
af slíkri verslun, sleppa ekki við
að tvíborga. Þeir fá vitandi eða
óvitandi að margborga hverja þá
glópsku, sem tefur og truflar
samtök alþýöunnar til þess aö
hrinda af sjer oki íhaldsins.
Þetta þarf hverjum einasta al-
þýðumanni að vera ljóst í hvert
sinn er hann gengur að kjör-
borði. —
Almann
„Allt hreint“.
Vert er að vekja athygli manna
á yfirlýsingu C-Iistamanna hjer í
blaðinu. Mega kjósendur vera
þakklátir þeim, sem gefiö hafa
C-listamönnunum tilefni til að í-
huga og skýrá frá því, hvað þeir
ætla að gera í bæjarstjórn. Eink-
um mega þeir hinir rjettsýnu
menn og drenglyndu, sem nú fá
sjerstaka ástæðu til að varpa
atkvæðum á C-listann, þakka af
alhug. Þeir mega sem sje vita,
að C-listamennirnir eru hvorki
Jafnaflarmenn nje Sjómenn, eins
og sagt hefir verið, ekki íhalds-
menn eða Framsóknarmenn, eins
og getið hefir verið tfl. Þeir eru
bara rjettlátir og góðir drengir,
sem ætla að vinna með öllum
flokkum og vilja „allt hreint“.
„Allt af að tapa“.
Við allar kosningar, um mörg
undanfarin ár, hefir skrifstofa
Stefáns Th. Jónssonar verið
miðstöð íhaldsmanna hjer. Þeg-
ar liðið hefir að kosningum,
hafa háttvirtir kjósendur streymt
þangað í stórum hópum, og
einn og einn. Erindið vita menn-
irnir sjálfir best, og hvað inni
hefir gerst.
í þetta sinn var miðstöðin flutt
út í búðina. Þar var mjög reynt
að safna meðmælum á íhalds-
listann fyrir jólin — og senni-
lega atkvæðum.
Fer þetta mjög að vonum. Nýr
húsbóndi, sem þó er þjónn ann-
ars húsbónda, ræður nú ríkjum
á skrifstofunni.
Og hann þarf að semja um
aðra hluti.
Hvar afla þeir atkvæðanna
næst?
Spurull.
Prentsm. Sig. Þ. Quðm., Seyðisf.