Jafnaðarmaðurinn - 18.11.1930, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 18.11.1930, Blaðsíða 4
4 JAFNAÐARMAÐURINN Er hljóöfallið mjög hratt, oj segist hún í því fara eftir venju Marsbúanna. Er það Marsbúi einn að nafni Astane, sem dug- legastur kvað vera viö að þýða Marsmálið yfir á frönsku, enda kveðst hann hafa verið Frakki í jarölífi sínu, en endurlíkamast á Mars við dauða sinn hjer. Hvernig á þessum skriftum stendur og annarlega máli, geta vísindamenn ekki útskýrt með neinum rökum. Próf. Floumoy sem ekki vill trúa á uppruna frá Mars, hefir reynt að nota hina tíðnotuðu skýringu ráðaleysisins, að alt sje þetta komið úr undir- vitund miðilsins — bæði málið og sýnirnar. Viröist honum Mars- málinu svipa ofurlítið til frönsku að byggingu, og í rittáknum þóttist hann finna samband ýmsra rittákna úr ýmsum málum. En slungin og brögðótt má sú undir- vitund vera, sem með flughraða býr til heilt mál og ókunnug rit- tákn. — Þykir röksemdaleiðsla prófessorsins alls eigi sannfær- andi nje gefa nægilega skýringu. Ekki þarf að ganga að því gruflandi, að ýmsir l píritistar trúa því statt og stöðugt, aö hjer sje fengið samband við Mars. Einn af þeim er enskur prófess- or, aö nafni Robinson, er sendi árið 1924, þegar Mars var óvenju nærri jörðinni, radioskeyti, er hann hugði, að ef til vill mundi ná þessum nágrannahnetti, með þessum þrem orðum: „Opido nivida seconda". Hafa Marsbúar hvorki látið frá sjer heyra stunu eða hósta síðan, nema ef vera skyldi nú. Annars mundi þetta styðja meir kenningu dr. Helga Pjeturss, en spíritista, ef sannieikur reyn- ist í. (fieimskringla). Fyrir nokkru kviknaði í lifrar- bræösluhúsi Sigfúsar Sveinsson- ar og var slökkvilið bæjarins þegar kallað og kom það óðara á vettvang. V©ru hinar nýju mót- ordælur nú notaðar ífyrstasinn. Voru þær fluttar á bílum aö brunastaönum og gekk það greið- lega en þegar til skyldi taka aö setja þær af stað stóð alt fast. Liðu þannig ca 20 mínútur aö hvorug vjelin komst í gang, en eftir aö þær fóru að dæla var eldurinn slöktur á 12 mínútum. Sýnir þaö hve mikilvirkar dæl- urnar eru því eldurinn var þá, eins og gefur aö skilja, orðinn mikill. Hjer var um að ræðasteinhús með steinþaki og gat því ekki annaö brunnið en það sem inni var. Var bruni þessi því tilvalin æfing fyrir slökkvilið bæjarins, enda sýndi það sig, að slökkvi- liðið er bæði illa æft og svo stjórnlaust að slíkt er með öllu ótækt. Hefði hjer verið um timb- urhús að ræða hefði þaö verið oröið alelda áður en dælurnar komust í gang. Það verður því að gera betri skipun á um þetta mál. Það er þýöingarlaust að hafa mjög marga menn í slökkviliöinu. í því ættu ekki að vera fleiri en 12—15 menn, en þeir ættu að halda reglulegar æfingar, án þess aðrir væru þar til kvaddir með brunalúðrinum og sjerstaklega þarf aö æfa vjelamennina vel. Vjelamaður verður að setja í gang a. m. k. annan hvern dag, því þær verða bænum gagnslitl- ar ef kviknar í og þær komast ekki í gang. Brunalúðurinn virðist annað- hvort vera of kraftlítill eða hann er ekki á rjettum stað eða þá hvorttveggja. Tiltölulega lítið skemdist inni í bræðsluhúsinu og er ' ö vit- anlega því að þakka hv? fljótt eldurinn var drepinn, en shkt ó- lag sem þar var á öllum hlutum má ekki koma fyrir aftur þegar kviknar í næst. Viöstaddur. Næsta styrjöldin. Þýski |hershöfðinginn Luden- dorff, sem varð frægur mjög á heimsstyrjaldarárunum, en hrap- aöi mjög í áliti síðar, hefir spáð því, aö næsta styrjöld verði háð árið 1932. Telur hann, að Frakk- land, Pólland, Tjekkóslóvakía, Rúmenía og Júgóslavía verði þá bandalagsríki, en hin bandalags- ríkin, sem Ludendorff telur að muni bíða lægra hlut, eru: Ítalía Austurríki og Ungverjaland. Lík- ur telur Ludendorff til, að Bret- land, Þýskaland og Rússland muni veita ítölum og bandamönnum þeirra stuðning, en eigi að síð- ur telur hann, að Frakkar eigi sigurinn vísan. Aö styrjöld þess- ari lokinni, segir Ludendorff, mun kommúnisminn fara sigri hrós- andi um löndin. — Frakkneska blaðið Libertje sem birtir spá- dóminn, hendir gaman að Lud- endorff og telur hann svartsýnan í meira lsgi. Sambandsþingi Alþýöuflokksins er frestað til 25. nóv. og verk- lýðsmálaráðstefnan til 19. s. m. Verkamannafjelagið Fram á Seyð- isfirði, sem nýlega hefir gengið í Alþýðusambandið hefir kosið fulltrúa á þingið þá Jónas Rósin- kxans og Einar Björnsson. Verk- lýðsfjelag Norðfjarðar hetir og ákveöið að senda menn á þing- ið og kosiö sem aðalmenn þá Jónas Quðmundsson, Einar Ein- arsson og Sigurjón Kristjánsson, en til vara þrjá Reykvíkinga, sem eru meölimir fjelagsins þó bú- settir sjeu syöra. „Austfiröingur" heitir nýtt íhaldsblað, s n farið er að gefa út á Seyðisfirði. RKstjóri er Árni Jónsson frá Múla sem und- anfarið hefir starfaö við „Vörð“ og „Isafold". Mun „Hænir“ nú aö fullu sofnað- ur svefninum langa og mun Ihald- inu hafa þótt Siguröur Arngrímsson lítils nýtur sem málsvari þess. Er hann nú oröinn kolakaupmaður á Seyðisfirði og „konkurerar" stíft við sína gömlu húsbændur. Hið nýja blað mun eiga aö koma út fram yfir næstu kosningar og er því ætlað það starf að undirbúa jarðveginn á Seyöisfirði og í Norö- ur-Múlasýslu fyrir Ihaldsframbjóð- endurna Árna Jónsson, Jóhannes & Co. Austfirskir kaupmenn og aörir Ihaldsmenn er sagt að leggi blaöinu eitthvert fje — styrki það með auglýsingum o. s. frv. — en eins og vænta má munu þeir, sem vilja, ekki geta lagt mikið af mörk- um, en hinir, sem geta, munu ekki tíma því frekar nú en til „Hænis“ sáluga. Er þaö því öllum ljóst að Reykjavíkur auðvaldiö stendur aö útgáfu blaðs þessa, og er það ó- spart gefið og boriö í hús tijmanna hvort sem þeir kæra sig um eða ei. „Austfirðingur" kveðst ætla aö vinna að velferðarmálum Austurlands en á litlu hefir ennþá borið í þá átt. Hin útkomnu blöð eru öll skammirum „Framsókn" fyrir gaml- ar og nýjar syndir hennar. Hver &? Eftirfarandi klausu getur að líta í Morgunblaðinu 26. sept. s. I. „Frá Norðfirði er Morgunblað- inu símaö og það beðið að birta eftirfarandi leiðrjettingu: I útvarps- frjettum 23. sept. var sagt að Jónas Guömundsson skólastjóri á Norð- firöi sje meðal umsækjenda um barnaskólastjórastöðuna á Akureyri. Þetta hlýtur aö vera af misskilningi, 'í að Valdemar Snævarr er skóla- stjóri hjer, en nefndur Jónas er 3. kennari barnaskólans." Þaö hlýtur að vera bæöi vitur og sannleikselskandl radíósál, sem sent hefir þessa klausu til Mogga teturs og sennilega er sá hinn sami ekki alveg „blankur'1 fyrst hann fór aö kosta ca 5 krónum í skeyti út af ekki alvarlegri missögn en frjettarit- arinn á Akureyri hafði þarna gert sig sekan um. En „grátlegast" er það þó við þessa „Ieiðrjettingu" radíómannsins að hana þarf að leiörjetta ef menn eiga að komastí allan sannleika í þessu mikla al- vörumáli. Það er sem sje ekki kunn- ugt að kennurum við íslenska barna- skóla sje „raöað" þannig aö einn sje fyrsti kennari, þá sje annar, þriðji o. s. frv. Eöa getur sá, sem „Mogga símaöi upplýst hverert. d. 21. kennari við barnaskólann í Reykjavík, En þó nú „radíómaöurinn" heföi viljaö fylgja þeirri reglu aö teija kennara skólans hjer í þeirti röö, sem þeir hafa komiö að skólanum næst eftir skólastjóra, 1. 2 og 3 kennara o. s. frv. — eins og tíðk- ast við æðri skóla erlendis, — þá er „leiðrjettingin" sámt röng því þá er „nefndur Jónas" 2. kennari en ekki 3. eins og stendur í þess- ari merku leiðrjettingu. Þaö er ekki hlægilegt heldur grát- legt, að menn skuli þurfa aö aug- lýsa svona fáfræöi sína, þegar þeir loksins ætla aö fara aö vinna fyrir sannleikann, og þaö er jafn grátlegt þó „riddaralega" sje greitt undir símskeytiö. Byggingarsjóös-stjórn fyrir Neskaupsstað er nú skip- uö, samkv. lögum um verka- mannabústaði. Er Ingvar Pálma son alþm. formaður hennar, skip- aður af ráðuneytinu en auk hans Reikningur yfir tekjur og gjöld Skemtanaskattssjóðs Neskaupstaöar * árið 1929. T e k j u r: 1. Innstæða í Sparisjóði Norðfjarðar 31. des. 1928 kr. 2258.78 2. Tekjur á árinu ..................................— 860,15 3. Vextir...........................................— 97,77 Alls kr. 3216,70 G j Ö l d : 1. Styrkur til áhaldakaupa í Sjúkrahúsið ..........kr. 1210,35 2. Eftirstöðvar 31. desember 1929: a. Innstæða í Sparisjóði Norðfjaröar kr. 1731,05 b. Innstæða hjá bæjarsjóöi............— 275,30— 2006,35 * ___________~ Alls kr. 3216,70 Bæjarfógetinn í Neskaupstað, 15. ágúst 1930. Kristinn Ólafsson. Yfirlit yfir eignir og skuldir Neskaupstaðar 31. desember 1929. E i g n i r : 1. Eignir bæjarsjóðs 2. — rafveitu . • — 90168,22 3. — hafnarsjóðs — 64636,88 Alis kr. 247985,21 S k u 1 d i r : 1. Skuldir bæjarsjóðs kr. 26289,62 2. — rafveitu • • 84850,00 3. — hafnarsjót s 36250,00 4. Skuldlaus eign: a. Bæjarsjóðs • • • kr. 66890,49 b. Rafveitu • • • — 5318,22 c. Hafnarsjóðs • • • 28386,88— 100595,59 Alls kr. 247985,21 Bæjarfógetinn í Neskaupstað, 15. ágúst 1930. Knstinn ólafsson. Karlar, konur börn! Ef yður vantar vefnaöarvörur, tilbúinn fatnaö og skófatnað þá komiö í Hermannsbúð og athugiö vörur þær, sem þar eru á boðstólum, áður er þjer kaupið annarsstaðar. Von á ýmsum vörum í viöbót fyr ir jólin, s. s. ýmsu til jólagjafa, grammofónum, grammofón- plötum, ritföngum, jólatrjám, jólatrjesskrauti o. m. fl. Jakobína Jakobsdóttir Nýjar heildsölubirgðir á hverjum mánuði Rjól frá Brödrene Braun. Munntóbak frá Brödrene Braun' 'Xugustinus og Obel (Mellemskraa, Smalskraa, Skipperskraa Skoriö neftóbak frá Obel, er ávalt fyrirliggjandi í heildsölu hjá Tobaksverslun Islands, h.f. Reykjavík. eru Steíán Quðmundsson og Vil- hjálmur Benediktsson, kosnir af bæjarstjórn. .Væntanlega tekur stjórnin til starfa hiö fyrsta. Verkamenn og verkakonur munið að greiða gjöld ykkar til Verklýösfjelagsins sem allra fyrst til gjaldkjerans Sigurjóns Krist- jánssonar. Fjármark mitt er: Stýft hægra fjöður frarr an. Stýft vinstra. Brennimark: Long. Bergsveinn S. Long Stefánsso Strönd, Norðfirði. P'-entsmiðja Sig. Þ. Guðmundssonar, Seyði

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.