Neisti


Neisti - 20.03.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 20.03.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI um. Félagið er þar á öndverðum meið við „Stórveidin þrjú“ (komma, Framsóknar- og Sjálfstæðismenn). Verkamannafél. Próttur vill koma í veg fyrir það að verkalýðurinn standi sundraður, koma i veg fyrir það, að andstæðingar Alþýðusam- takanna geti notað sér fátækt og vinnuþörf éinstaklinganna, til þess að neyða þá til að standa uían við samtökin, koma í veg fvrir það, að bægt sé að Kaupa menn með vinnuloforðum og ýmsum fríðind- um til þess að vera sínir eigin böðlar. Hver vill mótmæla því, að Alþýðusamtökin hafi unnið hinum vinnandi stéttum mikiðgagn? Hver vill mótmæla því, að kaupgjald væri tmm lægra ef þessi samtök væru engin ? Eru ekki mörg dæmi þess, að þar sem samtökin eru veikust er kaupið lægst og réttar- bæturnar minnstar? Og hver vill mótmæla því, að verkalýðnum sé nauðsynlegt að sameinast, ef hann á að geta staðist árásir andstæðing- anna. En vegna þess að „Stórveld- in þrjú“ eru andstæð þessari sam- einingu, verður að brjóta á bak aftur vald þeirra yfir hagsmunum verkalýðsins. Pað hyggst Verka- mannafélagið Próttur að gera með því að gera það að skilyrði fyrir vinnuréttindum, að vera í verka- lýðsfélagi innan Alþýðusambands íslands, sem er eina landssamband verkalýðsins, sem til er á íslandi, Náist þetta, eru samtökin orðin miklum mun sterkari en áður, orð- in betur fær um að knýja fram sínar kröfur, sem allar miða að því að gera aðstöðu verkamannsins betri. Pessi krafa Verkamannafél. Próttur er því bæði réttlát og nauð- synleg. Peir einir geta haft skaða af þessu, sem hafa andstæðra hags- muna að gæta, og það eru fyrst og fremst atvinnurekendur. Sundrung- in er vatn á þeirra myllu. Petta vatn minnkar eftir því sem sam- tökin verða sterkari og það mundi minnka að mun nú í vor, ef komm- ara pissuðu ekki í lækinn. Pað er athyglisvert hve „Stórveldin þrjú“ eru samtaka í sundr- ungarstarfseminni, eru samtaka í þvi að ausa vatni á myllu atvinnu- rekendanna. Afstaða þeirra til eftir- farandi tillögu er góð sönnun þ«si. „Par sem ekki verður um það deilt, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að alþýðusamtökin geti náð tilætluðum árangri, er það, að öll hin vinnandi al- þýða sameinist í eina órjúf- andi samtakaheild, og þar sem það er jafnframt vitanlegt, að stórkostlega mikill meiri hluti alls verkalýðs við sjávarsíðuna er skipulagsbundinn innan vé- banda Alþýðusamtakanna, skor- ar fundurinn á alla þá, sem enn standa utan við þessi samtök, að hugsa meira um hagsmuni heildarinnar en dæg- urþras og valdadrauma örfárra einstaklinga, og sýna það í verkinu með því að fylkja sér undir merki alþýðusamlakanna í landinu. I trausti þess, að verkalýðurinn sjái hvaðan úr- lausnar er að vænta, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá". Pessa tillögu felldu „Stórveldin þrjú“. Við skulum nú athuga nokkru nánar hvað nér er um að ræða. Á verkalýðurinn að standa sam- einaður um sín hagsmunamál? Nei, segja „Stórveldin þrjú“- Á verkalýðurinn að hugsa meira um hagsmuni heildarinnar en dæg- urþras og valdadrauma örfárra einstaklinga? Nei, segja „Stórveldin þrjú“. Á verkalýðurinn að fylkja sér undir merki alþýðusamtakanna í landinu? Nei, segja „Stórveldin þrjú“. Með öðrum orðum : Verkalýður- inn á að vera sundraður, samtökin eiga að vera veik og lítils megnug. Petta er hið raunverulega mark- mið „Stórveldanna þriggja". Borgarafundurinn á þriðjudaginn. Seinni hluta mánudags sendu þrír bæjarfulltrúar, Andrés, Pór- oddur og Hertervig, oddvita kröfu um það, að halda bæjarstjórnar- fund og samþykkja þar, að baejar- stjórnin gengist fyrir borgarafundi, til þess að ræða kröfu Verkam.fél. Próttur til ríkisverksmiðjustjórnar- innar um vinnuréttindi- Var fund- urinn haldinn kl. 8 um kvöldið. Par flutti Pormóður aðaltillöguna fyrir hönd stórveldanna. Tillögur Alþýðuflokksmanna til þess að fá þá sjálfsögðu kröfu fram, að sækj- endur og verjendur málsins fengju jafnlangan ræðutímá, voru felldar með 7 gegn 2 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Pnð er athyglisvert, að þrír flokkar ráðast sameiginlega á Verkamannafélagið Próttur, en þó fær félagið sjálft enga aðstöðu til andsvara — engan ræðutíma. Pessi ákvörðun Verkamannafél. Próttur, sem bér um ræðir, var þó sam- þykkt á fjölmennum fundi mótat- kvæðalaust. Pornin tvö í bæjar- stjórninni áttu mestan heiðurinn af þvi, að svona var í pottinn búið. Pegar á borgarafundinn kom, lýsti Kristján Kjartansson yfir því, fyrir hönd Framsóknarfélagsins, að vegna hinna sorglegu alburöa, sem skeð hejðu innan fiokksins, gætu bæjarfulltrúarnir ekki mætt á fund« inum. Lét hann þess jaínframt get- ið. að allir mundu vita, hverjir þessir sorglegu atburðir væru. Par sem Sophus Blöndal hefir verið hættulega veikur um lengri tíma, héldu margir fundarmenn að hann væri dáinn, en svo reyndist þó ekki, þegar að var spurt utan fundarsalsins. En Rlöndal var einn- ig veikur á mánudaginn, þá gátu þessir sömu menn heimtað bæjar- stjórnarfund og mætt þar. Frú Guðrún, kona Pormóðs Eyj- ólfssonar, virtist una sér allvel á borgarafundinum og eru þó tilfinn- ingar kvenna taldar næmari fyrir sorglegum atburðum. En þörfin hefir þar orðið tilfinningunum yfir- sterkari, enda þurfti einhver að út- hluta ræðutima flokksins, fyrst sorg- in hafði yfirbugað foringjana. Og það tókst prýðilega, því að sím- stjórinn hlaut hnossið. — Pað má enginn skilja orð min svo,að eg geri lítið úr þeirri sorg, er leggst á vandamenn þeirra, sem veikir eru, þá hlið málsins þekki eg of vel sjálfur til þess að mér komi slíkl til hugar. En eg foidæmi það, að slík atvik séu notuð eins og Fram- sóknarmenn gerðu í þessu tilfelli. Hinn raunverulegi „sorglegi at- burður", sem varð þess valdandi, að fulltrúar Framsóknarflokksins mættu ekki á fundinum, var sá, að símað var til Andréar og Pormóðs nokkru áður en fundurínn hófst. Jónasi frá Hriflu mun ekki hafa þótt það nein sérstök meðmæli með kröfu Framsóknarmanna um annan framkvæmdastjóra við ríkis- verksmiðjurnar, að Pormóður tæki opinbera afstöðu á móti þessu á- kvæði Verkam.fél. Próttur, ekki sízt vegna þess að Framsóknar-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.