Neisti


Neisti - 25.11.1943, Síða 3

Neisti - 25.11.1943, Síða 3
N E I S T I l * í ’< t f f % ÞJÚÐNÍTING EDA ATVINNULEYSI? Eftir JÓN BLÖNDAL ★ Fyrir stríðið var atvinnuleysið eitt hið þungbærasta félagslega böl á Islandi og í flestum löndum heims. Þúsundir vinnufærra manna, sem þráðu ekkert frekar en að geta beitt starfsorku sinni til þess að sækja björg í bú sín, urðu að ganga tímum saman með hendurnar í vösunum í eirðarlausu rápi um götur bæjanna eða í til- gangslausum erli á milli vinnu- staðanna, þar sem alltaf var sama svarið: Engin þörf fyrir þig. Var furða, þótt þeir fylltust gremju í garð þess þjóðfélags, sem hafði ekkert rúm fyrir þá við borð sitt, sem gaf þeim ekkert tækifæri til þess að lifa þolanlegu lífi og sjá ástvinum sínum farborða á sóma- samlegan hátt. Var furða þótt þeir fylltust bölsýni, þegar þeim, á píla grímsgöngu sinni eftir einhverjum af vinnusnöpum, varð hugsað til hins örvæntingarfulla augnaráðs eiginkonunnar, þegar þeir enn einu sinni kæmu heim án þess að geta fært heimilinu nokkra björg handa bömunum, sem voru að veslast upp af skorti á viðunandi fæði. Og svo, gangan á náðir hins opinbera, sveitarinnar, þar sem misjafnlega mannúðlegir fátækra- fulltrúar úthlutuðu naumt til- mældu náðarbrauði. Er ekki eðlilegt að sú spurning hljóti að vakna hjá flestum hugs- andi mönnum: Er ekki eitthvað bogið við það þjóðskipulag, sem ekki notar nema nokkum hluta af aðalframleiðslutæki þjóðfélags- ins, vinnuaflinu, sem lætur þús- undir manna ganga atvinnulausa, þótt benda megi á óþrjótandi verk- efni? Hér á Islandi eru engar töl- ur til um það, hversu mikið tjón atvinnuleysið hefur bakað þjóð- inni, hve miklu ríkari við gætum verið, ef allir hefðu fengið að leggja hönd á plóginn. En þar er vissulega um að ræða háar upp- hæðir. Amerískur prófessor, Dr. Alvin Hansen, segir í nýútkomnu riti, sem gefið er út af einni stjórnar- deildinni í Washington: „Við höfum ekki efni á því, að eyða þeim auðlindum, sem við eig- um í vinnuafli og hráefnum. Við höfum ekki efni á því að nota þær ekki til fullnustu. Við höfum ekki efni á iðjuleysi. Atvinnuleysið á fjórða tug aldarinnar átti sök á því, að við töpuðum 13.000.000.000 króna tekjum.“ 1300 milljarðir króna, það er upphæð, sem við Islendingar skiljum ekki neitt í, en samt er þessi tala lýsing á ægilegum raunveruleika, lýsing á ömurlegustu fjarstæðum í auð- valdsþjóðfélaginu, — atvinnuleys- inu — sem hlýtur að brenna sig inn í meðvitund hvers manns, sem skilur hvað hér er um að vera. Einn af þeim mönnum, sem mestu hafa ráðið í íslenzkum stjórnmálum undanfarin ár, Her- mann Jónasson, kvað hafa komizt nýlega svo að orði í þingræðu, að atvinnuleysið væri þjóðhagsleg fjarstæða, séð frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar. Hljóta ekki heildartekjur þjóðarinnar, heildar- framleiðslan, að verða meiri, ef allir vinna, heldur en ef mikill hluti þjóðarinnar situr auðum höndum og gerir ekki neitt? Væri yfirleitt hægt að skipuleggja vinnu þeirra svo illa, að hún kæmi ekki að neinu gagni? Hvernig má það ske, að slík fjarstæða er látin viðgangast í nútímaþjóðfélagi ? Verjendur auðvaldsskipulagsins segja okkur: Frjáls samkeppni einkarekstursins tryggir þjóðfé- laginu mesta framleiðslu. Hver einstaklingur leitast við að græða sem mest, þessvegna keppist hann við að framleiða sem mest, aukin framleiðsla eykur framboðið á vör unum, það lækkar verðið, svo þær seljast með kostnaðarverði. Er á- góði verður í einni framleiðslu- grein, þá vilja fleiri stunda hana, þá eykst framleiðslan og verðið lækkar á ný o. s. frv. En þetta er ekki einu sinni hálf- ur sannleikurinn. Samkeppnin er vissulega öflugur þáttur í því að auka framleiðsluna, en lögmál hennar er blint og felur í sér sinn eigin dauða. Mennirnir, sem stunda samkeppnina eru skyni gæddar verur. Þeir sjá, að ótak- mörkuð samkeppni eyðileggur gróðamöguleika þeirra. Þessvegna bindast þeir samtökum til þess að takmarka framleiðsluna, til þess að viðhalda og auka gróðann. Það er gróðasjónarmiðið, ekki hin frjálsa samkeppni, sem er höfuð- einkenni auðvaldsskipulags nútím- ans, þessvegna hugsa atvinnurek- endurnir ekki fyrst og fremst um það, hvernig þeir geti aukið fram- leiðsluna, heldur hvemig þeir geti aukið gróða sinn. Og bezta ráðið til þess er oft og einatt að tak- marka framleiðsluna, að skapa skort á vörum í stað þess að auka framleiðslu þeirra. Og þá fer að verða skiljanlegt, hvernig atvinnuleysi getur skap- azt í nútíma þjóðfélagi. Einkaat- vinnurekandinn tekur ekki mann í vinnu, ef hann tapar á því, enda þótt þjóðfélagið í heild myndi auðgast við vinnuafköst þess sama manns. Tökum sem dæmi, að kostnaður atvinnurekanda við að bæta við einm manni í vinnu, sé að öllu meðtöldu 1500 krónur á mánuði; ef hann getur ekki selt vörur, sem maðurinn framleiðir fyrir meira en 1400 krónur, þá tapar hann 100 kr. á því að ráða manninn. Hann lætur það því undir höfuð leggj- ast. En þjóðfélagið sem Jieild tap- ar þessum 1400 krónum, að frá- dregnum hráefniskostnaði, sliti á vélum o . þ. h. Þannig eru hags- munir þessa einkaatvinnurekanda andstæðir hagsmunum heildarinn- ar, þveröfugt við kenningar sam- keppnismannanna. En þá komum við að aðalmergi málsins. Ef eignarétturinn á öllum helztu framleiðslutækjum væri í höndum hins opinbera, — þjóðar- heildarinnar — eða rekstur þeirra skipulagður með þarfir og hags- muni þjóðarheildarinnar fyrir aug um, myndi þá sama fjarstæðan vera látin viðgangast, að þúsundir væru látnar ganga auðum hönd- um? Vissulega ekki. Þá myndi spurningin ekki hljóða: Eykur það gróða minn að bæta við mig einum manni, heldur: Eykur það tekjur þjóðarinnar, framleiðsluna, að setja þennan mann í vinnu? Og þá myndi svar- ið verða í flestum tilfellum já- kvætt. Vitanlega er hvergi nærri sama hvaða framkvæmdir væri ráðist í. Það þyrfti enn að velja og hafna, að gera það, sem bezt borgar sig frá sjónarmiði heildarinnar. Það væri eitt hið helzta vandamál hinn- ar þjóðnýttu framleiðslu. En eitt er víst: Að það sem verst borgaði sig, væri það að láta vinnufæra menn sitja auðum höndum. Þannig hníga gild rök að því, að í þjóðfélagi, þar sem aðalfram- leiðslutækin eru þjóðnýtt, muni atvinnuleysið hverfa, og það er margt, sem bendir til þess, að án mjög verulegrar þjóðnýtingar muni því ekki verða útrýmt. En að sjálfsögðu þýðir þetta ekki það, að alla framleiðslu þurfi að þjóð- nýta til þess að það sé á valdi hins opinbera að útrýma atvinnu- leysinu. En nauðsynlegt skilyrði virðist það, að mestur hluti stór- framleiðslunnar sé þjóðnýttur eða undir sterku áhrifavaldi þjóðar- heildarinnar, því á sviði stórfram- leiðslunnar eru mestar sveiflur á atvinnunni og atvinnumöguleik- um. í ritgerð, sem fyrir nokkru birt- ist hér í blaðinu, sýnir Sig. Jónas- son í glöggu yfirliti hvar á vegi við Islendingar erum staddir í þessum málum og hverjir mögu- leikar eru framundan um stór- kostlega þjóðnýtingu á íslenzkum atvinnuvegum í nánustu framtíð. Atvinnulíf okkar hefur undan- gengna áratugi óðfluga verið að breytast í áttina til stórreksturs. 3 75 ára afmæli. Sigurður Guðmundsson frá Vansenda átti 75 ára afmæli 16. þ. m. Það er óþarfi að fara hér að rekja starfsferil Sigurðar, aðeins nóg að benda á það, að slíkir menn sem hann eru ávallt sómi samtíðar sinnar. Með honum hefur borizt ylur ungrar sálar til þeirra, sem hann hafa umgengizt. Þótt Sigurð- ur sé kominn til ára, er hann enn kvikur og léttur í spori. —- Neisti óskar honum allra heilla og vel- farnaðar í framtíðinni. CTR BÆNUM SKEIÐSFOSSVIRKJUNIN Nýlegar fréttir herma, að áætl- un hennar sé komin upp í 7% eða 8 milljónir. Telja háttsettustu menn á þeim slóðum, að þetta stafi af hækkuðum flutningsgjöld- um, hækkun á vinnulaunum, erf- iðu tíðarfari í sumar sem leið og margskonar tregðu við málefnið á háum stöðum. Hverjar skyldu verða ástæðurn- ar fyrir næstu hækkun áætlunar- innar? SKIPSFLAKIÐ Um heim allan er nú háð hið grimmasta stríð, í lofti, láði og legi. Reynt er að eyðileggja sem mest af verðmætum, þar á meðal reyna stríðsaðilar að sprengja og sökkva sem mestu af skipaflota hvers, annars. Við Siglfirðingar förum nú ekki varhluta að sögn af þessu skipastríði. Hér eru það forráðamenn bæjarins sem stríðið heyja, ekki um heilar skipalestir, heldur um hálft skipsflak, sem bæjarstjórn samþykkti að kaupa til að sökkva í höfnina og nota þar sem bryggju og vörugeymslu, aðallega fyrir lýsi frá „Rauðku.“ Nú er talið, að þeir menn, sem urðu í minnihluta í bæjarstjóm við afgreiðslu þessa máls, hamist í lofti og láði á öllum hugsanlegum stöðvum, til þess að eyðileggja þessa hugmynd, og telja fróðir menn, að eins og málið stendur nú, sé ekki hægt að sjá fyrir endir þess. Á næstunni mun koma ýtarleg grein í blaðinu um þetta mál. Hið hreinræktaða auðvaldsskipu- lag hefur aldrei verið ríkjandi á Islandi, en það hefur lagt undir sig stór lönd síðustu áratugi. Og í kjölfar þess hefur farið fylgi- sveinn þess, atvinnuleysið, sem kemur upp hvarvetna þar sem at- vinnutækin hætta að vera eign þeirra, sem við þau vinna. Otrýming atvinnuleysisins fyrir fullt og allt úr íslenzku þjóðlífi er eitt hið brýnasta og örlagarík- asta verkefni íslenzkra þjóðmála á næstu árum og lausn þess mun haldast í hendur við hið þjóðnýtta skipulag framleiðslunnar, sem eitt getur leyst þetta verkefni til fulln- ustu.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.