Neisti


Neisti - 27.10.1944, Blaðsíða 4

Neisti - 27.10.1944, Blaðsíða 4
4 NEISTI M DANSLEIK og BÖGGLAUPPBOÐ heldur Verkamannafélagið Þróttur n. k. laugar- dagskvöld kl. 10. e. h. í Albvðuhúsinu. Margir mjög dýrmætir bögglar. FJÁRÖFLUNARNEFNDIN Siglufjarðarbíó Sunnudag kl. 5: Fegurðardísir Sunnudag kl. 9: Fegurðajdísir Þriðjudag kl. 9: Undir dögun Stórfengleg lýsing á bar- áttu almennings í Noregi gegn hernámi Þjóðverja. Þessa mynd ættu allir Sigl- firðingar að sjá. Myndin stendur yfir til kl. 11.30 Aðalhlutverkin leika hinir ágætu leikarar: ANN SHERIDAN ERROL FLYNN Miðvikudag kl. 9: Undir dögun Tveir merkir atburðir í þróunarsögu Sigluf jarðar gerðust um seinustu helgi Sá fyrri var á föstudaginn 20. þ. m. er fánar voru dregnir að hún vegna þess að þaksperrur allar höfðu verið reistar á nýbyggingu þeirri, sem nú fer fram á verk- smiðjuhúsi ftauðku. Hefur verkið gengið íí'dæma vel, og miklu betur en b’artsýnustu n.enu höfðu látið sig dreyma um. Verksmiðjustjórn- in hafði í tilefni þessa gleðskap nokkurn á skrifstofum verksmiðj- unnar, föstudag og laugardag kl. 5 síðdegis. Vegna ónógs húsrýmis var ekki unnt að hafa sameigin- legan fagnað, til þess að gleðjast yfir þessum áfanga í verksmiðju- byggingunni, með öllum þeim, sem að því höfðu starfað og stutt. Enda er tilætlunin að taka það til athugunar, þegar verksmiðjan getur tekið til starfa. Á föstudag mætti bæjarstjórn, fréttaritarar og blaðamenn, svo og velflestir skipstjórar og útgerðarmenn bú- settir hér. Var hinn mesti áhugi fyrir byggingu og stækkun verk- smiðjunnar, og hétu viðstaddir fulltingi sínu við stofnun og starf- rækslu fyrirtækisins. Síðara dag- inn mættu smiðir' og verkamenn, sem unnið hafa að byggingu verk- smiðjunnar í sumar. Margir verka mennirnir hafa þó unnið við „Rauðku“ um áratugi. Verkamönn um var þakkað fyrir ágæta vinnu og trúmennsku í starfi, en þeir lýstu aftur á móti vilja sínum á því að gera það, sem þeir gætu til þess, að sem beztur árangur næðist um byggingu fyrirtækisins, svo og von um góða framtíðar- möguleika. Hóf þessi fóru hið bezta fram og voru hin ánægju- legustu. Andstæðingum ,,Rauðku“ mundi hafa þótt nóg um að sjá og kynnast þeim einlæga ásetningi alls þorra Siglfirðinga, að hrinda þessu máli sem allra fyrst í fram- kvæmd, og láta ekki sitt eftir liggja að gera þetta fyrirtæki sem veglegast og öruggast. Hinn atburðurinn var sá, að reistir voru seinustu staurarnir, sem bera háspennulínuna frá Skeiðsfoss til Siglufjarðar. Sein- asta staurasamstæðan var reist um kl. 11 árdegis á laugardag 21. okt. rét hjá aðalspennusöðinni, sem sendur í hlíðinni ofan við bæ- inn, rétt sunnan og ofan við kirkju garðinn. Bæjarsjóri ásam nokkr- um bæjarfullrúum, mætti þar til þess með verkamönnum þeim, sem reist hafa staurana, grafið fyrir jarðstreng í bænum og lagt há- spennulínuna, að fagna þessum á- fanga í hinu stórkostlega mann- virki, sem Skeiðsfossvirkjunin er. Hópuðust menn saman við spenni- stöðina, og árnuðu fyrirtækinu allra heilla. Var ánægjulegt að vera þarna. Verkamenn og verk- stjórar rómuðu hver aðra mjög, og er það fátítt. Danskur verk- Kellogg’s All-Bran Corn-Flakes Rice-Krispies Bran 100% Whole-Bran Shredded Wheat og þar sem allir ættu að borða á hverjum degi, að minnsta kosti öll börn Wheat-germ (Hveitikhn, ekki klíð) og Energetic Reynið þetta reglulega 1 mánuð og sjáið árang- urinn. GESTUR FANNDAL stjóri, sem af miklum dugnaði hefur séð um reisn stauranna, Robert Bendix, taldi að hann hefði aldrei haft jafn duglega verka- menn eins og siglfirzka. Er það siglfirzkri verkalýðsstétt til sér- staks sóma, að fá slík ummæli. Rómaði hann sérstaklega dugnað „stúaranna“ við að koma staurun- um fyrir og á sinn stað. Er það reyndar ekki í fyrsta sinni, sem stúararnir fá maklega Viðurkenn- ingu. Allir skipstjórar sem lesta hér eða losa, og þó sérstaklega síld, fullyrða hiklaust, að hvergi sjái þeir eins skemmtileg vinnu- brögð eða vel af hendi leist eins og hjá stúurunum siglfirzku. Enda var það orðin venja fyrir stríð, að skipstjórar heimtuðu 2—3 sigl- firzka stúara með skipum sínum til annara staða til þess að lesta eða hafa umsjón með lestun. Um leið og verkamennirnir skapa sjálf um sér álit fyrir vel unnin störf, heiðra þeir bæ sinn, og skapa sér grundvöll fyrir viðurkenningu starfa sinni. Fiskveiðar hafa verið sæmilegur þegar á sjó hefur gefið, en gæftir hafa verið stirðar, og því ekki notast sem skyldi. Hafa hraðfrystihúsin því lítið starfað. Er að því hinn mesti bagi. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON Rafmagnsborar og y2“ Smergelvélar fyrir 3/8“ og V2“ bora Verzl. Sig. Fanndal Rógi Mjölnis hnekkt. I formála fyrir sérprentun af málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar, sem dagsett er 27. þ. m., útgefið af Mjölni, er fullyrt, að að- standendur „Neista“ liafi legið á símskeyti frá ríkis- stjórninni um málefna- samninginn, til afnota fyrir sig. Þetta er algjörlega rangt og þarf sérstaka ó- svífni sem engum er tiltrú- andi nema Mjölnis-mönn- um, til að bera fram. Sím- skeyti þetta barzt „Neista“ síðla á þriðjudag, og var um kvöldið afhent til prent- smiðjunnar, til birtingar í blaðinu. Þess var jafnframt getið, að þegar búið væri að setja blaðið ættu hin blöðin að fá skeytið. Nú hagar svo til, sem allir vita, að Mjölnir kemur út á mið- vikudögum, og því fullsett- ur á þriðjudagskvöld. Þess- vegna var blaðnefnd Neista ekki annað vitað en að til- gangslaust væri að afhenda Mjölni símskeytið fyr en fyrir næsta blað. Það má vel vera, að það hafi verið hugsunarleysi að tilkynna ekki Mjölni strax um sím- skeytið, en það var áreiðan- lega ekki gert til þess að halda efninu frá lionum, og þarf sérstaka íllgirni til þess að halda slíku fram, þegar aðstæður allar eru kunnar. BLAÐNEFND NEISTA

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.