Neisti - 21.06.1945, Síða 1
NEISTI
Siglufjarðarprentsmiðja
12. tbl. Fimmtudaginn 21. júní 1945
13. árgangur.
Útgefandi Alþýðuflokksfélag
Siglufjarðar.
Ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSOIS
Sýnishorn af stjórnar
háttum kommúnista
Eins og almenningi í bænum er
kunnugt, hefur verið allhávaða-
samt um málefni Kaupfélags Sigl-
firðinga undanfarið. Umræður og
blaðaskrif hafa orðið allmikil um
gerðir meirihluta stjórnarinnar,
um kaupin á söltunarstöðinni,
kaup á verzlunum og Gilslaugar-
málið. Fjórir af stjórnarnefndar-
mönnum hafa unnið þar á móti
vilja meirihluta félagsmanna.
Á aðalfundum deildanna, sem
haldnir eru fyrir hvern aðalfund
félagsins, urðu«. andstæðingar
kommúnista í miklum meirihluta,
og létu félagsmenn með því í ljós
hug sinn til ráðsmennskuhæfileika
kommúnista. Náðu kommúnistar
ekki meirihluta nema í einni deild
og það með naumundum. Miklar
sögur gengu manna á meðal um
sérstaklega mikla vörurýrnun hjá
félaginu og óglæsilega afkomu þess
á síðasta ári undir sovét-stjórn
Jörgensens og Þóroddar. Vildu fé-
lagsmenn fá rannsókn á þessum
málum og höguðu sér samkvæmt
þeim vilja sínum á deildarfundun-
um, við val fulltrúa á aðalfúnd fé-
lagsins. Deildarfundirnir gengu
friðsamlega og lýstu kommúnistar
yfir, þar sem þeir voru í forsæti,
rétta fulltrúa réttkosna víðast
hvar.
Þegar á aðalfund kom voru öll
kjörbréf samþykkt árekstralítið.
Þegar svo hinsvegar farið var að
ræða málin og meirihluti fulltrúa
fór að bera fram tillögur sem ekki
féllu kommúnistum í geð, þá tók
fundarstjóri og íormaður stjórnar
innar, Ottó Jörgensen að beita sínu
alkunna sovét-einræði og neitaði að
bera upp tillögur frá meirihluta-
fulltrúa þvert á móti öllum félags-
legum og lýðræðislegum reglum.
Fyrsti þáttur aðalfundarins
gekk þó stórtíðindalítið af, en
framhaldsaðalfundur, sem haldinn
var 2 dögum seinna fór öðruvísi.
Fyrir fundinum lá vantrausts-
tillaga á fundarstjóra, undirrituð
af 44 fulltrúum. Neitaði fundar-
stjóri að bera hana upp, sem hann
var þó skyldugur til samkVæmt
félagslegum og lýðræðislegum regl
um, þó hún færi ekki saman við
hans persónulega vilja. Kvaddi
þá einn maður úr meirihlutanum
sér hljóðs og lýsti tillögunni og
bað um atkvæðagreiðslu. Var til-
lagan samþykkt með 43 atkvæð-
um, eða eins og fundarsköp mæltu
fyrir. Fundarstjóri var kosinn
Jóhann Þorv.aldsson, og bað hann
um fundargerðabók, en var neitað
um hana. Voru þá kosnir tveir
ritarar og ný fundagerðabók tekin
í notkun.
Hélt fundurinn þannig áfrám
um tíma, þó hófaspark og hljóð
kommúnista trufluðu fundarstörf
nokkuð. Magnaðist þó ókyrrð
kommúnista svo er áleið, að meiri-
hluti fulltrúa færðu sig til í fundar
húsinu, og héldu þar áfram störf-
um, en kommúnistar sátu eftir
með sárt enni.
Þegar meirihlutinn hafði haldið
fundi áfram um hríð, þusti í salinn
5 manna nefnd frá kommúnistum,
og óskaði að hafnir yrðu samning-
ar um ágreiningsmálin. Tók meiri-
hlutinn því vel og tilnefndi samn-
inganefnd, og frestaði fundi litlu
síðar, eða til 21. þ. m., þegar sam-
þykkt hafði verið vantraust á
meirihluta stjórnarinnar og tekið
af 'henni vald til að gera leynda
samninga eða samþykktir án meiri
hlutavilja fulltrúa meðan aðal-
fundur stæði yfir.
Nefndir þessar ræddust við og
leit sæmilega út um samkomulag
um tíma, og lagði meirihlutinn
fram aðgengileg samningsupp-
kast. Kváðust kommúnistar reiðu-
búnir til að halda áfram samning-
um, og var fundur hjá nefndunum
ákveðinn næsta mánudagskvöld á
eftir, eða 18. júní.
En laugardaginn 16 júní heldur
stjórnin fund, og samþykkir þar
með 4 atkvæðum að reka úr kaup-
félaginu 29 menn, flest eða allt
aðalfulltrúa og varafulltrúa yfir-
standandi aðalfundar. Á mánudag
18. júní rekur svo stjórnin 40 fé-
«
lagsmenn í viðbót ,og voru þá áuð-
vitað úr sögunni allir möguleikar
til samkomulags hjá nefndunum.
Eftirtaldir menn voru reknir:
Bjarni Jóhannsson
Kristján Sigurðsson
Jóhann Möller
Arnþór Jóhannsson
Jóhann Þorvaldsson
Sveinn Þorsteinsson
Kristinn Sigurðsson
Halldór Kristinsson
Sigurður Gunnlaugsson -
Gunnlaugur Sigurðsson
Jónas Guðmundsson
Björn Dúason
Stefán Guðmundsson
Friðrik Sigtryggson
Snorri Friðleifsson
Jóhann Jóhannsson
Njáll Jónasson
Ásgeir Gunnarsson
Árni Jónasson
Sigurður Sveinsson
Sveinn Björnsson
Friðrik Sveinsson
Snorri Tómasson
Haraldur Hjálmarsson
Ingólfur Árnason
Jónas Halldórsson
Ingólfur Arnarson
Guðmundur Þorleifsson
Jónas Jónsson
Eins og sjá má af lista þessum
eru margir af þessum fulltrúum
menn, sem hafa haft andstyggð
á einræðisbrölti kommúnista og
reynt að hamla gegn |)ví, að þeim
tækist að hneppa KFS í pólitískar
viðjar flokksklíku sinnar. Þessir
menn eru ekki reknir vegna þess
að þeir hafi verzlað svo lítið við
félagið eða að þeir hafi reynt að
vinna því tjón á annan hátt, held-
ur aðeins vegna þess að þeir héldu
fast á rétti meirihluta meðlima
KFS, sem ekki gat fellt sig við
að sú óstjórn og það sukk í fjár-
málum félagsins, sem ríkt hefur
síðastl. ár, héldi áfram. Með öðr-
um orðum, þessir menn eru reknir
fyrir að reyna að bæta lífsskilyrði
meðlima KFS. Er hægt að búast
við aðstoð sósíalista, ef einhver
verkamaður fer fram á bætt vimíh
skilyrði á einni vinnustöð og vinnu
veitandi rekur hann vegna af-
skiptaseminnar. Eftir þeirri stefnu
sem þeir hafa tekið í KFS er ekki
hægt að búast við því, ef þeir vilja
vera sjálfum sér samkvæmir.
Nema að skoðana- og athafna-
frelsi eigi aðeins að miðast við
flokkslegan hagnað þeirra sjálfra,
og þar sem þeir hafa náð meiri-
hluta, sé úti með þau mannréttindi
En hvað sem um það er, þá er
hitt víst, að þeir félagarnir Jörg-
ensen og Þóroddur, ásamt hinum
marglita Guðbrandi Magnússyni,
hafa hér sýnt það fádæma einræði
og ofberldi, sem lengi mun í minn-
um haft.
Um brottrekstur annarra með-
lima KFS skal ekki fjölyrt að
þessu sinni, þar sem greinarhöf.
hefur ekki nafnalistann, en. ef að
líkum lætur þá munu þeir brott-
rekstrar vera af sama toga spunn-
ir og hinir fyrri. Hvorttveggja er
gert til að reyna að veikja þau
öfl, sem líkleg voru til að veita ein-
ræðisbrölti kommúnista andstöðu.
Enda kom það fljótt í ljós til
hvers refirnir voru skornir. Á
sama fundi og og brottrekstrarnir
voru framkvæmdir ákvað einræð-
isstjórnin að boða til nýrra deildar
funda í þeim deildum, sem hún
hafði orðið í minnihluta í, og láta
þar fara fram kjör nýrra fulltrúa.
Er slíkt sjálfsagt alveg einsdæmi.
Flestir af þeim, sem reknir voru,
eru úr þessum deildum, og með
því áleit stjórnin, að hún gæti
lafað þetta árið. En sjálfsagt er
henni óhætt að reka fleiri, ef hún
á að vera viss um að lenda ekki
í minnihluta á næsta aðalfundi,
nema hún láti þessa gerfifulltrúa
sína samþykkja að enginn fái full-
trúaréttindi á aðalfund KFS nema
hann sé í Sósíalistaflokknum. Ann-
ars mun það fólk, sem þannig hef-
ir verið svift félagsréttindum sín-
um án efa leita réttar síns á þann
hátt, sem því býður við að horfa.
Þeim félögum, Þóroddi, Guðbrandi
og Jörgensen, skal vera það full-
ljóst, að það eru ýms meðul til
að hindra ofbeldisverk þeirra og
þau meðul verða notuð út í æsar.
Annars eru það fleiri, sem við
sögu koma. Er í því sambandi rétt
að spyrja Þórodd að því til hvers
Áki Jakobsson ráðherra hafi kom-
ið hingað. Var það til að skipu-
leggja hernaðinn, og hafi það ver-
ið, þá hvort slíkt hafi verið með
samþykki þeirra flokka, sem eiga
ráðherra í ríkisstjórn með honum,
Framhald á 3. síðu.
* ý