Neisti


Neisti - 21.06.1945, Page 2

Neisti - 21.06.1945, Page 2
o NEISII \ 1 Bréfi svarað Það tilkynnist hér með, að maðurinn minn SIGURJÖNS BENEDIKTSSONAR, járnsmiðs andaðist að lieimili sínu aðfaranótt 21. júní. Jarðarförin verður tilkynnt siðar Fyrir liönd mína og annarra vandamanna KRISTJANA BESSADÓTTIR Öllum, sem liafa vottað okkur samúð og hjálp í veikindum og við frá- fall eiginmanns míns og föðurs Snorra Stefánssonar tréSmiðs, færum við innilegustu þakkir. Sérstaklega þökkum við starfsfélögum lians í Síldarverksmiðjunni Rauðku og Trésniiðafélagi Siglufjarðar fyrir auð- sýnda lijálp og vinarhug. Guð blessi ykkur öll i k SOFFÍA GRÍMSDÓTTIR ÁSTA SNORRADÓTTIR Stjórnarsamstarfið hefur þegar orðið landsmönnum til mikilla heilla Tekist hefur að selja fyrirfram allar afurðir sjávar- útvegsins með tiltölulega hagstæðu verði. Vinnu- f riður hef ur verið rík jandi, og einnig tekist að útvega loforð fyrir aðflutningi á ýmsum nauðsynjavörum til atvinnulesra framkvæmda Þriðjudaginn 19. þ. m. barst mér ef tir farandi bréf: ,,Á stjórnarfundi í Kaupfélagi Siglfirðinga, sem haldinn var í dag, var samþykt eftirfarandi til- laga: Með því, að nokkrir af full- trúum þeim, sem kosnir hafa verið í deildum félagsins til setu á aðalfundi þess, hafa með ýmsu móti reynt að valda óein- ingu og klofningi innan félags- ins, fyrst með því að neita að taka þátt í löglegum aðalfundi félagsins og hlýta þar samþykkt um og fundarsköpum þess, og síðan stofna til sérstakra fundar . ■ halda, sem þeir hafa nefnt aðal- fund kaupfélagsins, og nú síð- ast auglýst slíkan fund í nafni félagsins, án samþykkis stjórn- arinnar, ákveður stjórnin að víkja eftirtöldum mönnum úr félaginu: Nafn Þetta tilkynnist yður hér með. F. h. stjórnar K F S Þóroddur Guðmundsson (varaform.) Nafn Þar sem bréf þetta á að skoðast sem burtrekstur minn úr K. F. S. skal athygli lesenda beint að eftir- farandi: I 8. gr. laga KFS stendur: „Félagsmaður getur sætt brott- rekstri úr félaginu fyrir þessar sakir: a. Ef hann verður ber að því að spilla áliti félagsins eða vekja tortryggni hjá félagsmönnum. b. Ef hann telur félagsmenn á að draga viðskipti sín frá félaginu c. Ef hann er félagsmaður að yfirvarpi, en hefur mest öll við- skipti sín annarsstaðar. d. Ef hann sýnir félaginu ítrekuð vanskii. Brottrekstur minn er ekki til- greindur undir neinn af þeim lið- um, sem varða brottrekstri úr KFS, og er því markleysa ein. Þá er bezt að snúa sér að bréfinu og ástæðunum, sem þar eru greindar fyrir brottrekstrin- um. Þar segir: „------fyrst með því að neita að taka þátt í lögleg- um aðalfundi og hlýta þar sam- þykktum og fundarsköpum þess.“ I byrjun fundarins, sem átt er við lá fyrir tillaga frá 44 fulltrú- um af 63 um að kjósa nú þegar nýjan fundarstjóra. 'Neitaði fund- arstjóri að bera hana upp og vitn- aði í 4. gr. fundarskapa KFS um að: „— — Formaður skal vera fundarstjóri, en í forföllum hans varaform." Bar þá Bjarni Jó- hannsson tillöguna upp og vitnaði í 14. gr. fundarskapa KFS: „Af- brigði frá fundarsköpum þessum getur fulltrúafundur gert í ein- stökum tilfellum, þegar nauðsyn þykir til bera, ef það er samþykkt af % ajlra fulltrúa, sem á fundi eru.“ Tillagan var samþykkt með 43 samhljóða atkvæðum. Nokkrir fulltrúa þóttust ekki vera á fundi. Næst var Jóhann Þorvaldsson kos- in fundarstjóri með sama atkvæða magni og stjórnaði fundinum eftir það, eins og lög stóðu til. Fyrnefnda brottrekstrarsök ætti því að orða þannig: „fyrst með því að taka þátt í löglegum aðalfundi og hlýta þar samþykkt- um og fundarsköpum þess. Síðar í bréfinu stendur: ,,— og síðan stofna til sérstakra fundar- halda, sem þeir hafa nefnt aðal- fund kaupfélagsins, og nú síðast auglýst slíkan fund í nafni félags- ins án samþykkis stjórnar." I lögum KFS 13. gr. stendur: Aðalfundur hefur æðsta vald í fé- lagsmálum og gerir þær ákvarð- anir um starfsemi félagsins, sem þörf er á.“ Mjölnir, sem út kom 31. maí 1945 orðaði þetta þannig: ,;— aðal fundur og fulltrúafundir eru yfir stjórnina settir og geta* hvenær sem er tekið fram fyrir hendur hennar.“ Fundurinn samþykkti með 43 samhljóða atkvæðum að fela fram- kvæmdarstjóra og fundarstjóra að auglýsa framhalds aðalfund 21. júní og var það gert. Síðari brott- rekstrarsökina ætti því að orða: og síðan stofna til löglegra fundar- halda. Af þessu sézt, að sá, sem tekið hefur þátt í löglegum aðalfundi félagsins og hlýtur þar samþykkt- um og fundarsköpum þess, er rek- in,. af þeim, sem neyta að taka þátt í löglegum aðalfundi félags- ins og hlýta þar samþykktum þess. Framhaldið er eins. Þeir, sem fá slík bréf taka ekki mark á því, sem bréfinu er ætlað að túlka, og eru áfram löglegir meðlimir í Kaupfélagi Siglfirðinga. Félagi 570 ★ Eins og landsmönnum er kunn- ukt hefur þegar tekist að selja allar afurðir sjávarútvegsins, sem líkur eru fyrir að framleiddar verði í sumar og yfirleitt með all hagstæðu verði. Freðfiskurinn hef- ur allur verið seldur og vafasamt hvort hægt verður — því miður — að framleiða það magn allt, sem selt. var. Síldarmjöl og lýsi er allt þegar selt, fiskimjöl sömuleiðis, og þorskalýsi landsmanna er tryggð sala. Seldar hafa verið til Sví- þjóðar 125 þús tunnur af saltsíld fyrir mjög hagstætt verð, til UNNRA 40 þús tunnur. Báðir þéss ir alilar leggja til tunnur, og þeir fyrrnefndu auk þess salt og annað sem með þarf. Þá. er vitað um markað fyrir síld í USA og jafn- vel víðar, en því miður hefur ekki tekizt að tryggja tunnur undir þá söltun, enda þótt leitað hafi verið eftir því, og tunnur jafnvel keyptar, hefur enn ekki tekizt að fá ákveðin leyfi til útflutnings þeirra frá viðkomandi löndum. Samningar þessir hafa verið fram- kvæmdir af sendimönnum íslenzku ríkisstjórnarinnar og með aðstoð og fulltingi sendiráða íslands í við- komandi löndum. Seinasti samning ur af þessu tagi var gerður við • Svíþjóð. í þeirri sendinefnd voru þeir Stefán Jóhann Stefánsson, alþingismaður, sem var formaður nefndarinnar, Arent Claessen stór- kaupmaður og Óli Vilhjálmsson umboðsmaður S.I.S. í Kaupmanna- höfn. Þeim til aðstoðar var Vil- ' hjálmur Finsen sendifulltrúi Is- lendinga í Stokkhólmi, sem þegar er kunnur öllum landsmönnum fyr ir dugnað sinn og elju í margvís- legri utanríkisþjónustu af Islands hálfu á Norðurlöndum um margra ára skeið. Sænsku samningarnir eru að mörgu leyti sérstæðir, og aðallega vegna þriggja atriða: 1. Sambandslaust að heita má hefur verið við Svíþjóð styrjaldar- árin. Hér er því um að ræða nýja samninga, sem ryðja brautina að áframhaldandi viðskiptum milli þessara þjóða og tengja að nýju vináttubönd þeirra á milli. 2. Svíþjóð er eina landið, sem heldur nokkurn veginn óskertri framleiðsluorku í Evrópu. Margar og allflestar útflutningsvörur Svía erú nauðsynlegar til þeirrar miklu endurbyggingar, sem fram verður að fara í hinni stríðshrjáðu og eyðilögðu Evrópu. Þangað mæna Framhald á 4. síðu. i

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.