Neisti


Neisti - 25.10.1947, Side 2

Neisti - 25.10.1947, Side 2
HVERNIG KOMMONISTAR SðUBU I FJÁRMUNUM ÞJðDARINNAR Kafli úr útvarpsræðu forsætisráðherra, er hann flutti í útvarpsumræðum, er fram fóru 14. okt. s.l. ÞAKKARÁVARP Hjartans þakkir öllum þeim, fjær og nær, scm glöddu mig me.ð gjöfum, skeytum og heimsóknum ú sjötugsafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. EINAR EYJÓLFSSON Grundargötu 7 — Siglufirði ÞAKKARÁVARP lnnilegasta þakklæti færum við öllum þeim, sem heiðruðu okkur á silfurbrúðkaupsdegi okkar þann 8. þ.m. með skeytum, gjöfum og hlýjum kveðjum. — Guð blessi ykkur öll. Siglufirði, 10. okt. 1947 ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR JAKOB EINARSSON ( Að því leyti, sem kommúnistar hafa komið við sögu sem ráða- menn undanfarin ár, bæði í ríkis- stjórn og verkalýðshreyfingu, þá er ferill þeirra varðaður sukki, eyðslu og skemmdarstarfsemi. — Kaupdeilurnar siðastliðið vor og sumar, sérstaklega á Sigluf., eru einkennandi dæmi um ábyrgðar- leysi þeirra og uppivöðsluhátt, ef ekki væri réttara lýst með öðrum sterkari orðum. Get ég ekki stillt mig um í þessu sambandi að benda einnig á nokkur atriði i framkvæmdum fyrrverandi at- vinnumálaráðherra, liáttv. þing- manns Siglfirðinga, Áka Jakobs- sonar, sem fáein dæmi af ótal mörgum um sukk og óreiðu í atvinnumálum. 14.700 kr. mánaðarkaup auk fæðis! Þrátt fyrir það, þótt stjórn síldarverksmiðjanna hefði með skýrum rökum talið það réttara að hraða sem mest byggingu síldarverksmiðjanna á Siglufirði og koma henni þannig fyrir, að hún yrði fullgerð til afnota sum- arið 1946, — sem hins vegar var talið illkleift, nema sú verk- smiðjubygging væri látin sitja í fyrirrúmi fyrir verksmiðj unni á Skagaströnd, þá heimtaði atvinnu málaráðherrann þáverandi, Áki Jakobsson, að báðar verksmiðj- urnar skyldu byggðar samtímis. Þetta varð til þess, að hvorug verksmiðjan varð tilbúin 1946. — Einnig leiddi þetta til þess, að unnin var allslconar auka- og eftirvinna við byggingarnar, sem annars liefði sparazt. Til dæmis voru iðnaðarmenn látnir vinna 14—18 klukkustund- ir á sálarhring, jafnt virka daga sem helga, og sumir enn meira. Eru þess dæmi, að einn iðnaðar- maður vann all&n júlímánuð 17—2414 klukkustund á sólar- hring og hafði að launum fyrir þennan mánaðartíma 14700 kr. auk ókeypis fæðis, en það sam- svarar kr. 176.400 í árslaun, auk fæðis. 159.400 krónur f yrir að kaupa 100.000 tunnur Þil vil ég ennfremur nefna sem dæmi um óstjórn ýmissa atvinnu- mála i tið þessa kommúnistaráð- herra, hv. þm. Sigll'irðinga, Áka Jakobssonar, að fyrir og eftir samþykkt laganna um tunnuverk- smiðju ríkisins, hafði þessi háttv. þingmaður í þjónustu sinni mann til undirbúnings og athugana á málinu. Þessi maður fékk úr rík- issjóði, svoaðvitaðer kr. 64.034,52 frá 6. september 1945 til 31. ágúst 1946. — eða á tæpu ári. Eftir að lögin um tunnuverksmiðj u ríkis- ins höfðu verið samþykkt, var ekki strax skipuð stjórn fyrirtæk- isins og því eklci unnt að spyrja hann til ráða um þennan kostnað nema að litlu leyti. Síldarútvegs- nefnd hafði undanfarin ár haft á hendi sölu á síld og útvegun á tunnum. Veturinn 1946 ákvað þá- verandi atvinnumálaráðherra, Áki Jakobsson, hv. þm. Siglfirð- inga, að ganga framhjá þessari stol'nun með útvegun á tunnum. Sendi h&tin þrjá menn utan til þess að afla tunna og með þei'm einn sérfræðing, og síðan annan. Sendimerínirnir fengu frá 26 til 29 þúsund krónur hver. Sérfræð- ingurinn, sá er fyrr fór, fékk 34 þúsund Urónur, en hinn síðari 10 þúsund .krónur. .En .að .lokum voru samningar gerðir fijrir milli- göngu norsks manns, sem áður hafði undirbúið málið í samráði við sendiherra Islands í Stokk- hólmi. Þessi norski maðu’r fékk 2% í umboðslaun eða 33.400 ís- lenzkar krónur. Keyptar voru eitt hundrað þúsund tunnur og nam kostnaðurinn .alls . við .kaupin 159.400 krónum. Otflutningsleyfi fyrir þessum tunnum frá Noregi var þó eigi tryggl og þurfti íslenzka ríkis- stjórnin að framlengja norska samninginn til þess, að útflutn- ingsleyfið fyrir tunnunum feng- izt. 52.000 krónur en enginn árangur. Enn einn manna hafði hv. þm. Siglfirðinga í þjónustu sinni meðan hann var atvinnumálaráð- herra. Sá fór til Ameríku og Norð urlanda í samskonar erindum. — Sagðist þessi maður hafa umboð til þess að kaupa tunnur og efni í þær og jafnvel lieila skóga í út- löndum, án nokkurs tillits til út- flutningsleyfis. Þessi maður hafði á stuttum tíma fengið greitt úr ríkissjóði tæp 52 þúsund króna. Um árangurinn er það vitað, að hann gerði samninga i Svíþjóð um kaup á hálfsmíðuðum tunn- um, sein eiga að greiðast í sænsk- um krónum. jafnóðum og smíð- inni miðar áfram, alveg án tillits til jiess, hvort þær fást fluttar úr úr Svíþjóð, enda er útflutnings- leyfi fyrir þeim enn ófengið. En rikissjóður verður að greiða and- virðið og geymslugjald fyrir tunn- urnar þangað til þær verða tekn- ar ,og' verður þá grciðslu að taka af hinni alltof takmörkuðu gjald- eyriseign þjóðarinnar, — og verst af öllu, að cngin vissa er fyrir því, að nokkru sinni fáist leyfi til að flytja þær úr landi í Sví])jóð. Bókhald Áka Allar þessar ráðstafanir gerði þáverandi atvinnumálaráðherra án þess að bera þær undir stjórn viðkomandi fyrirtækja, sem raun- verulega eiga að hera ábjTgð á rekstri stofnananna. En til þess fá þessar fjárhæðir út úr rekstrar ,reikningi ríkissjóðs, þá var ríkis- bókhaldinu fyrirskipað af sama hv. þingmanni að færa þetta til skuldar hjá viðkomandi fyrir- tækjum, en þau hafa neitað að inna þessar greiðslur af hendi. Á þennan hátt mun ríkisbókhaldið hafa skuldað hjá 2 fyrirtækjum ríkisins um 830 þúsund krónur, en treystist ekki til þess að sund- urliða ui)phæðina og skipta á milli þeirra. Fyrirtækin neita að greiða og skapast af ])essu hinn mesti glundroði. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum um óstjórn, ábyrgðar- leysi og sukk, sem fylgir hvar- vetna í fótsþor konunúnista, þar sem þeir koma við sögu í stjórn- níálum eða verkalýðsmálum. En öll þessi afglöp eða jafnvel skemmdarstarfsemi, lendir að lokum á alþýðu manna. Og svo er ])essi flokkur að tala um, að ríkis- stjórnin sé að skapa hrun og öng- þveiti. Sjötugsafmæli Laugardaginn 18. okt. s.l. átti Einar Eyjólfsson, Grundargötu 7, sjötugsafmæli. Einar hefur dvalið hér í Siglufirði úm margra ára skeið og miðaldra Siglfirð- ingar kannast vel við Einar, hæg- an, hljóðlátan og' dagfarsgóðan cnda er honum gott til vina. Einar her aldur sinn vcr, er lcvikur og léttur í lund. Fjölda gjafa harst honum frá vinum fjár og nær og stórliópur vina heimsótti hann. Einar er ötúll fylgjandi Alþýðu- flokksins, og færir „Neisti“ af- mælisbarninu heztu þakkir fyrir unnið starf í þágu Alþýðuflokks- ins, með beztu óskum um gæfu- ríka framtíð. Sextugsafmæli Miðvikudaginn 22. okt. s.l. var Jóhann Landmark, Hafnargötu 10, sextugur. Jóhann er norskur að ætterni. Kom hingað til lands 1913 en settist hér að 1915 og hefur dvalið hér síðan. Jóhann hefur undanfarin ár stundað tré- smíðar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. 1 hópi samverkamanna er Jóhann skennntilegur og góður félagi enda nýtur liann mikilla vinsælda allra þeirra, sem hafa kynnzt honum. Fjöldi vina heim- sóttu liann á afmælisdaginn og barst lionum fjöldi góðra gjafa. Jóliann Landmark liefir skipað sér í raðir jafnaðarmanna og reynzt traustur liðsmaður. Neisti flytur Jóhanni beztu árnaðar- óskir Alþýðuflokksmanna, með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.