Neisti


Neisti - 20.08.1948, Blaðsíða 3

Neisti - 20.08.1948, Blaðsíða 3
i N’ErSTI s VERZLUNARMALIN OG FRAMKVÆMD ÞEIRRA (FRAMHALD AF 2. SÍDL) ■% að greiða með þessum vörum úr ríkissjóði. Af þessu hefur aftur leitt það, að afskipti ríkisvaldsins af þessum þætti verzlunarinnar hefur orðið víðtækari og meiri en ella. Lætur það að líkum, að ríkis- valdið getur ekki tekið á sig millj- óna ábyrgðir og töp, en látið með öllu afskiptalaust um sölu og út- flutning þessara afurða. Það virð- ist stefna Mjölnismanna, og er skiljanlegt. Með því að fylgja henni, myndi afleiðingin verða það öngþveiti og hrun, sem kommún- istar þrá. Höft og skommtun. KOMMÚNISTAR eru óþreyt- f andi í þeirri iðju að telja almenn- ingi trú um, að það sé sérstakt hugðarefni núv. ríkisstjórnar, og þá sérstaklega Alþýðuflokksins, að hér ríki sem allra harðsnúnust hafta- og skömmtunarstefna. — Jafnframt vilja þeir svo vera láta sem ríkisstjórnin hafi komið á fót núverandi úthlutunarkerfi og skrif stofubákni innflutningsverzlmiar- innar. Skal þetta nú nokkuð * athugað. Að styrjöldinni lokinni áttu Is- lendingar all álitlega sjóði í er- lendum gjaldeyri. Kommúnistar vildu vera með í að eyða þessura sjóði og tóku því þátt í myndun r'ikisstjórnar undir forystu Ólafs Thors. Eingöngu vegna skilyrða Alþýðuflokksins við myndun þeirrar stjórnar tókst að tryggja ^ það, að verulegum hluta þessara sjóða var varið tii endurbygging- ar framleiðslutækjanna en ekki í hreinan eyðslueyrir. Aldrei hefur eyðslueyrir landsmanna í ónauð- synlega eða lítt nauðsynlega hluti verið jafn mikill og þessi ár. Mikið af þeim ónauðsynlega innflutningi, sem átt hefur sér stað síðan nú- verandi stjóm tók við völdum, stafar frá þessum tima og byggist V á þeim leyfum, sem þá voru út- gefin. Nægir þar að benda á bif- reiðainnflutninginn. Má í því sam- bandi benda á, að heilidverzlunar- fyrirtæki samvinnumanna hefur sízt farið þar varhluta, enda þótt ætla mætti, að hagsmunir félags- samtakanna krefðust annarra að- gerða. I tíð fyrrv. ríkisstjórnar var 4 stofnað Nýbyggingarráð, sem skyldi hafa með höndum uppbygg- ingu framleiðslutækjanna, og Við- skiptaiiáð stofnað á grundvelli gjaldeyrisnefndarinnar gömlu. — Þessi ráð starfa enn, en með breyttum og bættum starfshátt- um. Nýbyggingarráð fékk í mörg- um tilfellum ekki að starfa eins og þv'i var ætlað. Ráðríki ráðherra kommúnista var það mikið, að þeir tóku úr höndum ráðsins, í sínar hendur, ýmis þau verkefni, sem þvi var ætlað að framkvæma, með þeim afleiðingum, að allar fram- kvæmdir urðu skipulagslausari, og dýrmætum þjóðarauði og gjald- eyri var sóað að ástæðulausu. — Leyfisveitingar Viðskiptaráðs voru það skipulagslausar, að þetta ráð hafði gefið út leyfi fyrir meiru fé en handbært var, eða líklegt var, að yrði handbært, þ.e. ávísað á inneign, sem ekki var fyrir hendi. Þegar kommúnistar sáu hvar komið var, „gáfu þeir skít“ í alla nýsköpun og hopuðu af hólmi og yfirgáfu stjómarskútuna þegar ■ augljóst strand var fyrir dyrmn. Það hefur verið verkefni núver- andi ríkisstjórnar að halda tryggð við nýsköpunina og bjarga því, sem bjargað varð. En það var ljóst, að ef átti að halda nýsköp- uninni áfram, varð það að gerast af þjóðartekjum og gjaldeyristekj- um hvers árs, allt annað og meira til var uppétið. En til þess, að það mætti verða, þurfti þjóðin að spara og neita sér tun ýmislega eyðslu nauðsynlega og ónauðsyn- lega, sem hafði viðgengist meðan gjaldeyrissjóðirnir voru uppétnir. Til þess, að svo mætti verða, varð að skipuleggja betur en áður inn- flutning og gjaldeyriseyðslu og jafnframt að hafa sterkan 'ihlut- unarrétt um notkun þeirra vara, sem inn voru fluttar. Þetta er að sjálfsögðu óvinsælt og bitnar á mörgiun. Kommúnistarnir, sem raestan hlut allra stjórnmáHaflokka í landinu eiga á þessu ástandi, standa nú álengdar eins og Fari- seinn, berja sér á brjóst og þykjast engan hlut eiga að máli. Svo langt ganga þessir menn, að þeir bein- línis leitast við að kenna núverandi stjórn um stofnun ráða og nefnda. sem þeir áttu mestan hlut að sjálfir. Er þetta einungis eitt glöggt dæmi enn um óheilindi þeirra og fláttskap. En fátt sýnir meira dugleysi þeirra og aum- ingjaskap en að flýja af hólmi, þegar á móti blæs og yfirgefa þá nýsköpunarstefnu, sem þeir óverð- ugt reyna að eigna sér. Alþýðuflokkurinn er nú í stjórn- arsamstarfi og hefur stjórnarfor- ystu. Hann hefur í afstöðu sinni til núverandi ríkisstjórnar, sem fyrri er hann hefur tekið þátt í látið málefnalegan grundvöll ráða. Alþýðuflokknum er það Ijóst, að meðan hann ekki hefur bolmagn til framkvæmda stefnumála sinna, er honum og umbjóðendum hans, nauðsynlegt að ekkert tækifæri sé látið ónotað til þess að þoka þeim áleiðis í samstarfi við aðra flokka. Þó að framkvæmd verzlunarmála heyri nú undir starfssvið annars af ráðherrum flokksins, þá er Alþýðuflokknum það ljóst, og öli- um landsmönnum, sem hafa óbrjál aða dómgreind og sæmilega skýra hugsun, að framkvæmd þessara mála hlýtur að mótast að meiru eða minna leyti af áhrifum þeirra flokka, sem í samstjórn eru. Samstarf stjórnmálaflokka eins og einstaklinga byggist á því, að hver aðiii haldi þá samninga, sem gerðir hafa verið. Alþýðuflokkurinn og allir lands- menn, sem þekkja Emil Jónsson, treysta þVi, að hann haldi gerða samninga og hagi framkvæmdum þar eftir. Jafnframt treysta þeir því, að hann sjái til þess, að hlutur hans umbjóðenda verði ekki fyrir borð borinn. Þetta er að sjálfsögðu komm- únistum þyrnir 1 augum. Þeir meta ekki orðheldni fremur en aðrar borgaralegar dyggðir. Þessvegna leggja þeir að öðru jöfnu þá menn í einelti, sem kunnir eru að rétt- sýni og staðfestu. NARTIfl I BÆJARSTJðRANN Blaðamenn ,,Siglfirðings“ og Þóroddur hinn orðljóti, hafa að undanförnu verið að þjóna nag- dýrseðli sínu með narti í bæjar- j stjórann. Sýnilega er Þóroddur öllu klárari í þvi að skrifa níð um náungann, og verða skyldmenni hans við „Siglfirðing“ að herða sig, ef Þóroddur á ekki að fara með sigur af hólmi. í „Mjölni“, sem kom út í fyrra- dag ritar Þóroddur, þessi sann- leikselskandi sál,!!! grein, er hann nefnir: „Sofandi bæjarstjóri“. — Neisti vill með allri virðingu fyrir Þóroddi Guðmundssyni athuga að nokkru verk hins „sofandi bæjar- stjóra“. Er Gunnar Vagnsson varð bæj- arstjóri fyrir lVá ári síðan, beið hins unga inanns mikil og erfið verkefni. Það kom fljótlega í ljós, að bæjarstjórinn vildi framkvæmd- ir í stað kyrrstöðu, er hafði verið s'iðasta árið, sem Áki var bæjar- stjóri og eftirmanns Hertervigs. — Nú verður aðeins lítillega minnzt á það, sem bæjarstjórnin hefur haft á prjónunum síðan Gunnar Vagnsson varð bæjarstjóri: 1) Siglufjörður hefur nú eignast togara og gerir hann út sjálfur. 2) Verkamannabústaðiniir eru nú fullbyggðir, og búa þar nú 30 fjölskyldur. 3) Miklar og nauðsynlegar við- gerðir hafa farið fram á þrýsti- vatnspípunni við Skeiðsfoss, er Var í mikilli hættu. Þessi viðgerð var eitt af því, sem ráforku- málastjóri setti sem skilyrði fyrir því, að ný vélasamstæða fengist að Skeiðsfoss. Og er nú unnið af kráfti að undirbúningi þess máls. 4) Uppbygging innri- hafnar- innar er hafin. Ennfremur bygg- ing slipps, er kemur til þess að geta tekið upp skip allt að 100 tonnum. 5) Byrjað er á stækkun vatns- veitunnar. 6) Endurbygging sundlaugar- innar miðar vel áfram. 7) Nýjar götur hafa verið lagðar, sem kosta stór fé, og bær- inn starfrækir grjótmulningsvél, til þess að fá ofaníiburð í göturnar. 8) Byrjað verður á grunni nýja Sjúkrahússins 'í haust. 9) Gagngerðar endurbætur hafa farið fram á íþróttavellinum og málefnum íþróttamanna sýndur fullur skilningur. í öllum þessum málefnum hefur hinn „sofandi bæjarstjóri“ verið driffjöðrin og notið stuðning til þess af öllum flokkum bæjar- stjórnarinnar. Fyrir dugnað sinn í þessum málum hefur Gunnar Vagnson aflað sér vinsælda, og það svo, að Þóroddi finnst nóg um og sezt hann því niður og skrifar róggreinar um bæjarstjór- ann. En þeim Mjölnismöimum skal bent á það, að þessi rógsiðja ber engan árangur. Hinsvegar væri það athugandi fyrir flokk þeirra, hvort það væri ekki betra fyrir þá til fylgisaukningar að hafa Þórodd á fullum launum suður í Reykja- vík, heldur en hér, þar sem hann virðjst gera allt samstarf innan bæjarstjórnarinnar erfiðara, enda enginn skaði skeður, þar sem hann er hér endrum og eins, og virðist fylgjast iUa með gangí ýmissa bæjarmála af þeim sökum. -- Að undanförnu hefur borið á því, að hann hefur tafið fyrir fundum með allskonar fyrirspum- um og athugasemdum viðvíkjandi mál, sem hafa hlotið afgreiðslu, eða sem aðrir bæjarfuUtrúar hafa verið vel inn í. SlLDVBIÐIN (Framhald af 1. síðu). Njörður h.f.................. 2158 Olaf Henriksen ............... 360 Pólstjarnan h.f.............. 2582 Reykjanes h.f................ 2533 Samvinnufél. Isfirðinga .... 1504 Söltunarfélagið h.f........... 357 Sölt.stöð J.B. Hjaltalín .... 1006 Stölt.stöð. Drangey ......... 2155 Sölt.stöð Nöf ............... 2748 Sölt.stöð Ö. Ragnars ....... 1.791 Sölt.stöð Sigf. Baldvins .... 2616 Sunna h.f................... 4.159 Samtals 33.213 I

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.