Neisti


Neisti - 18.12.1951, Blaðsíða 2

Neisti - 18.12.1951, Blaðsíða 2
s N B I S T I —MEISTJ— VIKUBLAr títg. AJþýðufl.fél. Sigluf jarðar Ábyrgðarmaður: ÖLAFUR H. GUÐMUNDSSON Áskriftargj. er kr. 20,00 árg. Gjalddagi iblaðsins er 1. júlí. Afgr. bl. er í Aðalgötu 22. Vetrarhjálpin Á undanförnum árum hefur það orðið að venju á ýmsum stöðum hér á landi, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, að starfrækja svo- nefnda vetrarhjálp. Er þetta bundið við jólahát'íðina og allsnar þáttur í jólagleði margra, sem lítil efni hafa til þess að gera sér dagamun á þessari stórhátíð. Það gefur að skilja, að hjálparstarf- semi bundin við eina hátíð er ekki nein lausn á því þjóðfélagsvanda- máli, að yfirleitt skuli fyrirfinnast skortur og slæmur efnahagur hjá alþýðu manna. IJr því verður ekki bætt með neinni hjálparstarfsemi. Það er hlutverk þeirra, sem stjórna á hverjum tíma að rækja þá æðstu skyldu hvers þjóðféiags, að ’brauðfæða þegnana og sjá þeim fyrir sómasamlegu lífsviðurværi. Tilgangur vetrarhjálparinnar er því ekki sá, að bæta neitt varan- lega efnahag manna, heldur miklu fremur sá að gleðja og hjálpa á þessari hátíð ljóss og friðar. Á miðjum vetri, í svartasta skamm- deginu, eru jólin eins og aldinreit- ur kærleika og samúðar. Það and- ar frá þeim mildi og þau ákallatil- hneigingar til að gleðja aðra. Það er því tilvalið að tengja við þau starfsemi til hjálpar þeim, sem illa eru leiknir í harðhnjóskulegri dægurbaráttunni. Hér í Siglufirði hefur vetrar- hjálp af þessu taki ekki verið starfrækt fyrr. Ýmsir hafa þó um þetta hugsað, og frá ikonu hér í bæ hefur 'Neista borizt í sambandi við þetta mál, eftirfarandi Jólahugleiðing Nú fara jólin í hönd. — Sjáum við það ekki hvað sízt, ef við göngum niður í bæinn, allstaðar er fólk á hraðri ferð og búðar- fólkið önnum kafið. En það sem orðið er mest ein- kennandi fyrir jólin er hin mikla verzlunaraukning, — sem kemur aðallega af jólagjafakaupum. Við Ikaupum miklar og dýrar gjafir handa ættingjum og vin- um, — og fáum svipað í staðinn. Börn sem eiga stórar f jölskyld- að, fá svo mikið af allskonar dóti, að þau vita ekki sitt rjúkandi ráð og jólakvöldið sem á að vera til friðar og ánægju fyrir fjölskyld- una, hefir ekki ósjaldan endað með ósköpum, er börnin hafa orð ið æst og yfir sig þreytt af öllum jólagjöfunum. Trúlegt er að minna verði verzl- að, a.m.k. hér á Siglufirði, fyrir þessi jól en endranær, þar sem atvinnuleysið hefir verið mjög mik ið, og vitað að margir berjast í bökkum. Hinsvegar er ávallt viss hluti af bæjarbúum sem hefir sína föstu tekjur, og hefir því ráð á að kaupa jólagjafir. En gætum við ekki dregið dálítið úr jólagjafa- kaupunum og lagt peningana í þess stað til einskonar „vetrar- hjálpar", til handa þeim er minnst hafa að bíta og brenna um þessi jól. Er eg viss um að við myndum öll gera það með glöðu geði, — og er hér aðkallandi verkefni fyrir félagasamtök bæjarins að gangast fyrir því, fyrir þessi jól. En með því að styðja það málefni vinn- um við tvennt: í fyrsta lagi að auka hina ytri ánægju jólanna hjá þeim sem hafa hana af skorn- um skammti. Og í öðru lagi, að að öðlast með því hina innri jóla- gleði með okkur sjálfum. Bæjarstjórn hefur nú tekið mál þetta til meðferðar og á fundi allsherjarnefndar . 13. þ.m. var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Allsherjarnefnd samþ. að fela bæjarstjóra að fela þremur mönn- um að gangast fyrir söfnun og út- býtingu til vetrarhjálpar bág- stöddu fólki í Siglufirði. Stjórn vetrarhjálparinnar haldi gjörða- bók yfir störf sín og skili skýrslu til bæjarstjórnar. Allsherjarnefnd samþ. að leggja fram allt að kr. 2000,00 í vörum og peningum". 1 nefnd til að framkvæma þetta hafa verið tilnefndir þrír menn: Sigurður Jónsson, framkv.stj., formaður, séra Kristján Róberts- soii og Andrés Hafliðason, kaup- maður. Nefnd þessi hefur þegar tekið til starfa og hefur hún sent frá sér eftirfarandi ávarp til Siglfirðinga: „Á fundi allsherjarnefndar Sigluf jarðar 13. des. s.I. var sam- þykkt að efna til vetrarhjálpar handa bágstöddu fólki hér í Siglu- firði og að safnað yrði fé meðal bæjarbúa í þessu skyni. Hefur okkur undirrituðum verið falið að annast um framkvæmdir í þessu máli. Innan skamms munu skátar verða sendir út um hæinn til f jár- söfnunar, og heitum við á alla bæjarbúa, sem eitthvað geta lagt af mörkum, að bregðast vel við málaleitun þeirra. Vetrarhjálpin mun hafa skrifstofu í húsi Út- vegsbanka íslands 3. hæð. (Síldar- verksmiðjur ríkisins) og mun hún vera opin alla virka daga þessa viku frá kl. 4—7 e.h. Verður tekið þar við hjálparbeiðnum, og er það ósk okkar, að þeir sem hjálpar KAUPTAXTI Verkamannafélagsins Þróttar, Siglufirði, frá 1. des 1951 til 1. marz 1952. — Vísitala 144 stig á grunnkaup kr. 9,24 og lægra. Lágmarkskauptaxti fyrir fullgilda verkamenn er sem hér segir: Dv. Ev. Nv.IIdv. Almenn verkamannavinna (9,24) 13,31 21,30 26,62 Hækkun á hærri kauptöxtum en dagvinnutaxta er jafnmikil og á hann að krónutali. Kauptaxtinn fæst sérprentaður á skrifstofu Þróttar. Tilkynning Irá Mviníiumálaíiefnd Samkvæmt fundarsamþykkt atvinnmnálanefndar 14. desember s.l. er hér með skorað á allt það verkafólk, sem fer suður í atvinnu fyrir eða eftir áramót, að koma til viðtals á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Viðtalstími kl. 4—6 e.h. alla virka daga. Siglufirði, 15. desember 1951. ATVINNUMÁLANEFNDIN ÖÐÝií Herrafrakkar, gabardine Herrahattar, enskir Herraskyrtur, útlendar Herrasokkar m. teygju Herranærföt, síðar buxur Slifsi og treflar Skóhlífar Vasaklútar Gillette rakblöð Rakkrem Handklæði, kr. 31,00 Blátt kakí kr. 14,90 Lakaléreft kr. 26,20 Svart silki Hvítt blússuefni Gardínuefni Náttkjólar Brjósthaldarar Sokkar, nylon, ísgarns Athugið verð og vörugæði lijá okkur áður en þið gerið jólakaupin VERZLUN HALLDÓR JÖNASSON MÝTT Nýkomið mjög fallegt efni í greiðslusloppa. Verzlun G. Rögnvalds vilja beiðast, komi til okkar eða hringi til okkar í síma skrifstof- unnar hið allra fyrsta. Einnig mun skrifstofan taka á móti fjárfram- lögum. Úthlutun mun verða lokið á aðfangadagskvöld“. Neisti vill beina þeirri ósk til lesenda sinna, allra, sem tækifæri hafa til að þeir leggi fram sinn skerf til þessa mannúðarmáls, — Verum samtaka um að gera þessa fyrstu tilraun til vetrarhjálpar í Siglufirði eins myndarlega og ikostur er á. Ibuðarhús eða góð íbúð óskast keypt Hjörtur Iljartar ÖDÝRT Aprikósur Ananas Ferskjur 'Perur Súkkulaði Döðlur Brjóstsykur Kerti, stór og smá Spil, myndaveski Barnaboltar Jólaseríur verð frá kr. 110,00 Kaffistell 12 manna Athugið verð á vörum þessimi lijá okkur áður en þið gerið jólakaupin VERZLUN HALLDÓR JÓNASSON TILKYNNING Þeir meðlhnir Sjúkrasamlags • Siglufjarðar, sem ætla að liafa læknaskipti frá næstu áramót- um, verða að tilkjuma það í skrifstofu samlagsins fyrir 24. desember n. k. Siglufirði, 30. nóv. 1951 Sjúkrasamlag Siglufjarðar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.