Neisti - 23.04.1952, Blaðsíða 2
I
N E I S T I
Þegar rödd verkamannsins heyrðist meðal
handjárnaða liðsins.
Skrifum Þóroddar og bæjar-
stjórans svarað.
1 kommúnistablaðinu Mjölni
frá 26. marz s.l. sendir einhver
góðglaður náungi mér greinar-
korn og gerir að sérstöku umtals-
efni nokkurra vikna vinnu mína
hjá S. R. Þessi huldumaður blaðs-
ins úthellir krókódílstárum yfir
'þeirri ósvinnu minni, að ég skuli
ekki ganga úr vinnunni fyrir öðr-
um — ella hafi ég skipt um skoð-
un „á réttmæti vinnuskiptingar-“
Það er mjög athyglisvert útaf
fyrir sig að blaði, sem telur sig
hinn eina og sanna málsvara
verkamanna skuli það vera efni
í illkvittnislega blaðagrein, að fá-
tækur verkamaður, með 7 manna
fjölskyldu , vinni sér fyrlr 4000
kr. á fjórum mánuðum. Þetta
greinarkorn væri hinsvegar skilj-
anlegt ef ég hefði bolað einhverj-
um frá þessari vinnu, en því fer
nú víðs fjarri. Það er kunnara en
frá þurfi að skýra að forráðamenn
S.R. hafa frá upphafi leitast við
að láta þá menn, sem þeir mega
sízt án vera yfir síldveiðitimann
svo sem pressumenn aðstoðar-véla
menn, skilvindumenn o.fl. njóta
þeirrar atvinnu er tilfellst i það
og það skiptið. Þessvegna fá
þessir menn oft fyrr atvinnu á
vorin en aðrir verkamenn verk-
smiðjanna.
Þar sem ég hefi verið pressu-
maður ,í verksmiðjunum S.R. í
15 ár varð ég þeirrar atvinnu að-
njótandi er huldumaður Mjölnis
fjallar um. Eftir þessari vinnu
beið ég í tvo mánuði. I miliitíðinni
gerði ég ekki handtak, enda þótt
nokkur lausavinna væri í bænum.
Eg hugsaði sem svo, að það væru
nógu margir um þá atvinnu og
þar sem ég hafði loforð fyrir at-
vinnu er kæmi fram í febrúar,
gæti ég beðið. Eg hef aldrei bolað
nokkrum manni úr vinnu og sigl-
firzkir verkamenn er hina svoköll
uðu snapvinnu stunda, hafa feng-
ið hana án þess að ég hafi verið
þar keppinautur enda hefi ég oft
orðið að ganga viku eftir viku at-
vinnulaus hér, en það er önnur
saga.
Um vinnuskiptingu hjá S.R. get
ég engu ráðið.. Þar er ég valda-
laus. Aftur á móti væri það auð-
velt fyrir bæjarstjóranefnuna okk-
ar og skipstjórann á Millý að at-
huga þá möguleika, þar eru þeir
ráðamenii en ekki ég.
Ummæli huldumannsins um að
ég hafi talið, ,,að allri vinnu bæri
að skipta skilyrðislaust vikulega“,
er eins og hver annar „Þóroddar-
sannleikur." Hinsvegar tel ég að
allri atvinnubótavinnu beri að
skipta eftir beztu samvizku. Fyrir
vaktaskiptingu í tunnuverksmiðj-
unni hef ég beitt mér. Fyrst og
fremst vegna þess að vaktaskipti
þar í vetur hefðu auðveldað tví-
skiptar vaktir þar að hausti eins
og bezt kemur fram í skeyti
stjórnar S.R. til atvinnumála-
nefndar.
Skeyti stjórnar T. R. er á þessa
leið:
„Getum ekki áfallist vaktaskipt-
ingu. Yður áður fráskýrðum á-
stæðum. Endurtökum boð vort viku
lega eða hálfsmánaðarlega vinnu-
skiptingu, ef getið fengið verk-
smiðjumennina áfallast Ábendum
meiri líkur hægt framkvæma vakta
skiptingu næstavetur ef tveir
flokkar vetur.“
Alþingi samþykkti í vetur álykt
unartillögu til stjórnar Tunnu-
verksmiðju ríkisins og ríkisstjórn-
arinnar þess efnis, að þessir aðilar
hlutuðust til um, að allar þær
tunnur, er Islendingar notuðu yrðu
smíðaðar hérlendis. Nú er það
margviðurkennt, aðsiglfirzktunnu
smíði er frábær og mjög rómuð.
Það væri ekki mikið, að ráðamenn
þessa iðnaðar framkvæmdu vilja
hins háa Alþingis um aukna
tunnusmíði þannig að hér yrðu
smíðaðar eitthundrað þúsund tunn
ur næsta haust og vetur. Skap-
aðist þá vetraratvinna fyrir 60—
65 verkamenn ef unnið væri á
tvískiptum vöktum, í stað þess
að nú vinna þar um 30 menn. Til
þess að fyrirbyggja allan misskiln
ing skal ég taka fram að ég tel,
að þeir verkamenn sem vinna 'i
tunnuverksmiðjunni núna eigi að
sitja fyrir þeirri vinnu.
Ef þú, lesandi góður, athugar
hleypidómalaust, það sem ég hef
skrifað hér að framan, hlýtur þú
að verða þess áskynja, að greinar-
korn huldumanns Mjölnis er ekki
skrifað til þess að þjóna sjónar-
miðum verkalýðsins heldur af allt
öðrum hvötum, er nú skal greina.
Þegar hinn liandjárnaði bæjar-
(stjórnarmeirihluti heyrði rödd
verkamannsins. — Bæjarstjórinn
varpar af sér lijúp hversdags-
leikans.
Á bæjarstjórnarfundinum sem
haldinn var að Hótel Hvanneyri
mætti ég i forföllum Haraldar
Gunnlaugssonar. Er umræður fóru
fram um fundargerðir hafnar-
nefndar, kvaddi ég mér hljóðs og
gerði fyrirspurn til bæjarstjóra
um hvort satt væri að fækka
ætti í atvinnubótavinnunni í Innri-
Höfninni. Ef slíkt stæði til væri
það mjög bagalegt, þar sem þetta
væri eina atvinnan, sem bærinn
héldi uppi fyrir hinn stóra atvinnu
leysingjahóp. Ennfremur hvað ég
skoðun margra, að vinnuskipting-
unni ’ þar væri „ábótavant“ þar
eð það tæki suma verkamenn mán
uð eftir mánuð að fá vinnu eina
viku en aðrir fengu vinnuna með
einu orði. Eðlilegast hefði verið
að skipta þessari atvinnubóta-
ýinnu eftir síðustu atvinnuleysis-
skráningu og verkamannafélagið
haft með í ráðum. Varla hafði ég
sezt er bæjarstjórinn bað um orð-
ið og var þegar hinn reiðasti.
Varpaði hann algjörlega af sér
þeim hjúp prúðmensku og guð-
rækni er hann ber hversdagslega.
Réðist á mig með óbótaskömmum
fyrir vinnu mína hjá S.R. Þessa
ræðu bæjarstjórans getur þú les-
andi góður lesið á 3. síðu komm-
únistablaðsins frá 26. marz s.l.
Hún nefnist „Skipt um skoðun á
réttmæti vinnuskiptingarinnar“
Þetta var aðeins fyrsta reiðikast
bæjarstjórans. Er fundargerð at-
vinnumálanefndar var til umræðu
ræddi ég nokkuð um atvinnuleys-
ið við bæjjarfulltrúana og skoraði
á þá að gera eitthvað jákvætt til
úrbóta. Hér stoðuðu ekki orð held
ur framkvæmdir. Atvinnuleysisböl
ið væri algjörlega ójiolandi. Bæj-
arfulltrúamir yrðu að sýna mann-
dóm sinn. Fyrst og fremst væri
þess vænzt af bæjarstjórninni að
liún sæi svo um að afli bæjartog-
aranna væri lagður hér upp til
liagnýtingar.
í lok fundarins leitaði forseti
þessa fundar,ÞóroddurGuðmunds-
son afbrigða fyrir eftirfarandi til-
lögu frá mér:
„Að gefnu tilefni samþykkir bæj
arstjórnin að fela bæjarstjór.a að
sjá svo um að greiðsla vinnulauna
þeirra verkamanna, sem hafa stöð-
uga vinnu hjá bænum fari fram
i vinnutíma eins og kauptaxti
Verkamannafélagsins I'róttar segir
til um svo og, að greiðsla til ann-
arra verkamanna, er vinna viku og
viku skuli vera sett í útborg-
unar-umslög, þannig, að þeir þurfi
ekki að bíða langan tíma eftir
greiðslunni , er þeir vitja hennar
eins og oft liefir komið fyrir. Enn
fremur samþykkir bæjarstjórn að
greiðsla til verkamanna skuli
ganga fyrir öðrum greiðslum."
Er afbrigði um tillöguna höfðu
verið samþykkt fylgdi ég henni
úr hlaði með örfáum orðum og
hvað það fyrirkomulag er bærinn
viðhefði við útborgun vinnulauna
algjörlega fyrir neðan allar hellur
og til vanza fyrir bæjarstjórnina,
því væri þessi tillaga framkomin.
„Þetta er alveg rétt tillaga----“
Er ég hafði setzt reis bæjar-
stjórinn upp með ýrafári — reiður
mjög . Hvað hann tillögu mína
algjörlega ástæðulausa, því að bær
finn greiddi öllum verkamönnum
sínum vinnulaun nákvæmlega eins
og tillagan segir til um og flutti
hann dagskrártillögu þess efnis,
að tillögu minni yrði vísað frá. Eg
benti bæjarstj. á, að þessi ummæli
hans væri röng. Verkamönnum
hefði ekki verið greidd vinnulaun
þeirra í vinnutímanum. Það hefði
tekið margan verkamann, sem
vann í höfninni eina viku hátt á
annan tíma að fá þessi vinnulaun
sín og um síðustu áramót hefðu
verkamenn átt stóra fjárhæð inni
hjá bænum. Er ég sýndi Þóroddi
Guðmundssyni tillögu m'ína áður
en hann leitaði afbrigða fyrir
henni sagði hann orðrétt við mig
og hefur viðurkennt þau ummæli
á fundi, sem stjórn og trúnaðar-
mannaráð Þróttar hélt 20. marz
síðast liðinn:
„þetta er alveg rétt tillaga og
er til skainmar að við skulum
ekki vera búnir að koma þessu
í lag fyrir Iöngu.“
Þessi ummæli æðsta prests
þeirra kommúnista og þeirra sjálf-
kjörna Stalin-guðs, urðu þess vald
andi að ég flutti tillöguna, þar
sem ég taldi v'ist að hún næði
fram að ganga eftir viðurkenn-
ingu Þóroddar á réttmæti hennar.
Kommúnistafulltrúunum var ekki
nóg að láta bæjarstjórann hand-
járna sig heldur urðu þeir einnig
að fullkomna þóknun sína með því
að leita verndar hjá íhaldinu.
Dágóðir verkalýðssinnar eða þ
hvað finnst ykkur, verkamenn
góðir ?
Gunnar Jóhaimsson lýsti sig
strax tillögunni algjörlega sam-
mála. Kvaðst -hann oft liafa kvart
að við fcæjarstjóra um þetta en
án árangurs.
Á fundi í bæjarráði 27. marz
s.l. var þessi samþykkt tekin fjrr-
ir. Haraldur Gunnlaugsson bæjar-
ráðsmaður Alþýðuflokksins flutti
þá eftirfarandi tillögu:
„Tjt af tillögu, scm fvrir liggur
samþ. á fundi trúnaðarmannaráði
v.m.fél. Þróttur 20. ])m. samþykkir /
bæjarráð að fela bæjarstjóra að
sjá svo um að samningar bæjarins
við verkalýðsfélögin verði haldnir,
jafnt hvað snertir úthorgun vinnu-
launa og önnur ákvæði þeirra“.
Bæjarstjórinn flutti þá eftir-
farandi frávísunar-tillögu:
„Þar sem ekki er vila'ö aö bæj-
arsjóöur hafi broliö geröa kaup-
gjaldssamninga og meö tilvísun til
bókunar bæjarstjóra, jmr sem lýst
er gfir að áherzla sé jafnan lögð
á að vinnulaunagreiðslur til verka-
manna sitji fyrir öðrum greiðslum
og verkamenn geti fengið gréidd
laun sín í vinnutíma, þegar fé
er fyrir hendi, samþykkir bæjar-
ráð að vísa framkominni tillögu
frá.“
Fulltrúar kommúnista handjárn-
aðir.
Það er margt skrítið í harinon-
íum. Svo var og með afgreiðslu
þessa máls. Er til atkvæða kom
um dagskrártillögu bæjarstjórans
greiddu verkalýðssinnar!!! komm-
únistar atkvæði með henni og
felldu þar með tillögu mína, að
viðhöfðu nafnakalli. Kristmar Ól-
afsson var fyrstur að þóknast herr
anum og skírskotaði til bókunar
íhaldsins. Svo komu hinir á eftir.
Þarna heldur bæjarstjórinn því
blákalt fram, að stjórn og trúnað-
armannaráð Þróttar, þar á meðal,
formaður félagsins_Gunnar Jó-
hannsson, séu að ljúga samnings
broti á bæjarstjórnina, og að sam-
þykkja tillögu hans var að lýsa
trúnaðarm. verkamanna óábyrga
orða sinna. Har. Gunnlaugsson lýs
ir sýnum vilja með tillögu sinni.
Þá var það afstaða Kristmars Ól-
afssonar vara-gjaldkera verka-
(Framhald á 2. síðu)
Kristmar fullkomnar undirlægju-
liátt kommúnista við bæjarstjóra
og gengur á móti samþykkt
stjórnar og trúnaðarmannaráðs
Þróttar
Á fundi í stjórn og trúnaðar-
mannaráði Þróttar 20. marz s.l.
var eftirfarandi tillaga samþykkt
samhljóða:
„Fundur í stjórn og trúnaðar-
mannaráði Þróttar haldinn 20.
marz 1952 vill vekja eflirtékt liátt-
virtrar hæjarstjórnar og annarra at
vinnurekenda á því, að kaupgjalds
samningar Þróttar kveða svo á, að
útborgun vinnulauna til verka-
manna þeirra er hafa stöðuga
vinnu hjá bænum eða öðrum at-
vinnurekendum, skuli fara frain í
vinnutímanum. Þetta ákvæði hef-
ur í sumum tilfellum verið brotið
og er það fyrirkomulag, er hærinn
hefur á útborgun vinnulauna al-
gerlega óviðunandi. Fundurinn sam
þykkir að skora á bæjarstjórnina
að kippa þessu þegar í lag, svo
og að greiðsla til annarra verka-
manna er vinna viku og viku,
skuli vera sett í útborgunarum-
slög, þannig, að þeir þurfi ekki að
bíða langan tíma eftir greiðslunni,
er þeir vitja hennar, eins og oft
hefur komið fyrir.
Ennfremur skorar stjórn og trún
aðarmannaráð á bæjarstjórnina að
greiðsla til verkamanna skuli ganga
fyrir öðrum greiðslum.“