Neisti - 23.04.1952, Síða 3
i
?
>
NEISTI
R
Kaupfélags Siglfiröinga veröur haldinn í Alþýöu-
húsinu, Siglufirði, fimmtudaginn 24. þ.m. (Sumardag-
inn fyrsta) og hefst stundvíslega kl. 2 e.h.
Venjuleg aöalfundarstörf skv. félagslögum.
STJÓRNIN
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Sparisjóðs Siglufjarðar og að undangengnu fjár-
námi 4. apríl 1952, verða bifreiðarnar K- 173, K-176 og K- 179
boðnar upp og seldar, ef viðunanlegt boð fæst, til lúkningar dóm-
skuld Baldvins Kristinssonar að fjárhæð kr. 215.000,00, auk
vaxta og kostnaðar, á opinberu uppboði, sem haldið verður í
Rauðku, miðvikudaginn 23. april 1952 kl. 10 árdegis.
Siglufirði, 8. apríl 1952.
BÆJARFÓGETINN
og
Karlakórinn Vísir
j —NEISTl— j
|| VIKUBLAÐ |i
|j ÍJtg. Alþýðufl.fél. Siglufjarðar |j
|| Áskriftargj. er kr. 20,00 árg. |j
|; Gjalddagi blaðsins er 1. júlí. |
I; Afgr. bl. er í Aðalgötu 22. ;|
Ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON \
Jöfn lífsskilyrði
Til þess að geta náð góðum
árangri í viðleitninni við að út-
rýma örbirgð og búa öllum góð
afkomuskilyrði, verður að jafna
lífskjörin verulega frá því sem nú
er. í þjóðfélaginu íslenzka ríkir
mikill ójöfnuður, sem nú þarf að
bæta og það eru ekki þeir sem
vinna vandasömustu eða mikilvæg
ustu störfin sem bezt lífskjör hafa
eða hæstar hafa tekjurnar. Þær
stéttir er vinna mest og strita 'í
sveita síns andlitis eiga við ójöfn-
uðustu lífskjör að búa auk þess,
sem þær eiga við að búa hið
versta og alvarlegasta böl, at-
vinnuleysið. Síðan núverandi
íhaldsstjórn settist að völdum
hefur þessi bölvaldur alþýðustétt-
anna breiðst óðfluga út um allt
landið. Um áramótin munu hafa
verið milli 3 og 4 þúsund atvinnu-
leysingjar, þar af um 300 hér á
Siglufirði. Svarar þetta til þess,
að í landi með 5 milljónir íbúa
væru um 114 þúsund atvinnuleys-
ingjar eða rúmlega 1,1 milljón 'i
50 milljóna landi. Þetta eru ekki
neinir smámunir. Þannig hefur nú
stöðugt hallast á ógæfuhliðina
fyrir alþýðustéttirnar. Eitt af
kjörorðum núverandi ríkisstjórn-
ar var að koma í veg fyrir at-
vinnuleysi og tryggja lífskjör al-
þýðunnar. En reynslan hefur orð-
ið sú, að hún hefur orðið trúrri
íhalds-hugsjóninni og kenningu en
loforðum og fyrirheitum.
Vegna hagsrnuna braskaranna
er hinn ungi en vaxandi íslenzki
iðnaður í sárum. Hundruð karla
og kvenna, er hann veitti örugga
atvinnu árið um kring fyrir rúmu
ári síðan, eru núatv.lausirogtroða
stafkarlsstig. Hundruð vinnufúsra
handa fá ekkert að gera. Örbyrgð
og ójöfnuður eykst dags daglega.
Ríkisstjórnin virðist skorta alger-
lega vilja til að taka þarna í
taumana og ráða bót á atvinnu-
leysinu, setja hjólin í gang og fá
hverjum vinnufúsum þegni þarf-
legt verk. að vinna. Þeir menn, er
stýra nú þjóðarskútunni geta
aldrei né gera, lífsviðhorfa sinna
og hagsmuna vegna, farið þær
leiðir, sem tryggja alþýðustéttun-
um jöfn lífskjör. Það hlýtur því
að koma 'i hlut verkafólks til
lands og sjávar. Það eru þessir
aðilar, sem verða að taka hönd-
rnn saman; það eru þeir, sem
verða að taka að sér forustu þess-
ara mála. Lengur má ekki láta
reka á reiðanum, það er að fljóta
sofandi í faðm örbirgðar og ves-
aldóms. Það eru mörg störf
óleyst og þau verða ekki leyst af
öðrum aðilum betur en þeim, sem
afkomu sína og framtíð eiga und-
ir því, hvernig til tekst. Hin lýð-
ræðislega verkalýðshreyfing er
öflugasta tækið í hagsmunabar-
áttu hins vinnandi fólks. Verka-
Sýðshreyfingin á ekki einungis að
Tónlistargagnrýnandi nokkur,er
ekki óskar að láta nafns síns get-
ið, ritar 'í síðasta tbl. Siglfirðings,
um samsöng Karlakórsins Vísis á
pálmasunnudag.
Við lestur þessarar ritsmíðar,
sem bezt hæfir nafnið sleggju-
dómur, (allir vita hvað þar er átt
við, enda er nafnið gömul og góð
íslenzka, latína er bezt í hófi)
getur maður ekki varizt þeirri
hugsun, að eitthvað annað hafi
vakað fyrir höfundi en það, að
liafa forustu í kaupgjaldsbaráttu
verkalýðsins, heldur einnig að
bæta kjör hans á annan hátt ....
Með þvi að tryggja öllum stöð-
uga atvinnu og fullan afrakstur
vinnu sinnar.
Með því að verðlagi nauðsynja
sé haldið eins lágu og frekast er
unnt.
Með víðtækri tryggingarlöggjöf
sem tryggi öllum nauðsynlegar
lágmarkstekjur.
Með öðrum ráðstöfunum í fé-
lagsmálum, t.d. húsnæðismálum,
til þess að tryggja öllum góð lífs-
kjör.
Með því að ríkisvaldið afli tekna
sinna með stighækkandi sköttum
á tekjur og eignir, en ekki með
háum tollum á nauðsynjavörum.
Með því að þurftartekjur séu
ekki skattlagðar.
Með því að koma í veg fyrir
ranglátar stórtekjur af eign, ein-
okun eða sérréttindum.
Að þessum málum vilja jafn-
aðarmenn vinna í nánum tengsl-
um við verkalýðshreyfinguna. —
Framkvæmd þeirra myndu marka
tímamót í sögu íslenzkrar alþýðu
við að ná rétti s'ínum, góð og jöfn
lífskjör. En til þess að svo verði,
þarf íslenzk verkalýðshreyfing að
standa saman, því sameinuð lýð-
ræðisleg verkalýðshreyfing er það
afl, er sótt getur þessi réttindi úr
höndum íhaldsaflanna í landinu.
koma á framfæri hóflegri, og þá
jafnframt leiðbeinandi gagnrýni,
sem alltaf ætti að vera vel þegin,
og. hefði án efa verið vel þegin af
Vísi, bæði söngmönnum og söng-
stjóra, heldur virðizt hér vera um
að ræða órökstuddar dylgjur og |
skæting, án nokkurra jákvæðra
bendinga um það, sem betur
hefði mátt fara 1 einustökum at-
riðum.
Höfundur kemst að þeirri nið-
urstöðu, snemma í grein sinni, að
nýliðarnir í Vísi hafi „háð kórn-
um mjög“ eins og hann kemst að
orði. Ekki verður annað dregið
af þessum orðum en það, að hin-
ir tuttugu ungu menn, sem nú
sungu með Vísi í fyrsta skipti,
hafi því einu afrekað, að vera til
stórbölvunar og spilla söng hinna
eldri, m.ö.o. hinir 12—15 eldri
kórfélagar hefðu verið betur komn
ir og leyst söngskrána betur af
hendi, ef hinir hefðu hvergi komið
nálægt. Það má segja, að þeir fái
viðtökurnar, piltaskinnin. „Skortir
alla þjálfun“ stendur þar, og radd
beiting og öndun i megnasta ólagi.
Annars er höfundur búinn að
segja fyrr í greininni, að „kórinn
hafi æft dyggilega undanfama
mánuði“, svo það virðizt gæta
nokkurs ósamræmis í því að æfa
dyggilega i fleirimánuði,enskorta
'þó alla þjálfun að æfingum lokn-
'um. — Ekki verður annað séð
af þessu, en að hinir ungu
menn í Vísi séu í meira lagi
treggáfaðir, svo að ekki sé meira
sajgt. Ekki skal dregið í efa, að
piltarnir, sem nú hafa skipað sér
í raðir Vísis, eigi mikið ólært, og
vafalaust munu þeir leggja sig
alla fram undir leiðsögn hins
mjög efnilega unga söngstjóra, er
þegar mun njóta trausts og vin-
sælda allra kórfélaga, jafnt eldri
sem yngri. En að segja að þeir
séu kórnum fjötur um fót eftir þá
æfingu, sem þeir hafa þegar hlot-
3
ið, finnst niér í mesta máta ósann-
gjarnt.
Ef greinarhöfundur er i alvöru
jafnmikill vfelunnari .Vísis eins og
hann vill vera láta,: hefði- hann átt
að koma fram með rökstuddar
ábendingar um það, sem hann
hefði viljað láta betur fara, í stað
fullyrðinga án nokkurs stuðnings,
eins og þeirrar, sem hér hefur
verið gerð að umtalsefni. Annars
verður það að teljast vafasamt, að
áheyrandi geti sagt um það,
hvaða einstaklingum í þrjátíu og
fjögurra manna kór, sé áfátt í
beitingu raddar og öndunar.
Ekki er greinarhöfundur ánægð
ur með framkomu söngstjórans
milli laga, og virðizt ástæðan vera
sú, að hann skipti nokkrum orð-
um við formann kórsins um leið
og hann gekk framhjá honum á
leið sinni að hljóðfærinu. Ekki sé
ég neitt hneykslanlegt við .þessa
framkomu söngstjórans, og getur
hann látið sér aðfinnsluna í léttu
rúmi . liggja. Framkoma hans á
söngpalli var látlaus og sönn, 'i
alla staði óaðfinnanleg.
Höfundur er fáorður um ein-
söngvarana, en getur þó ekki á
sér- sétið að Játa í Ijósi vanþóknun
sína á túlkun Sigurjóns Sæmunds
sonar á Schubert. Manni verður á
að. spyrja. Hvernig á þá- að túlka
Schubert ? Um það eru engar upp-
lýsingar gefnar. Sigurjón veður í
villu og svíma jafnt eftir sem
áður, hann veit bara, að það á
ekki að syngja lög eftir Schubert
eins og hann gerir. Líklega verð-
ur hann bara að steinhætta að
láta það henda sig, að syngja lög
eftir Schubert, nema hann reyndi
að fá sér aukatíma i latínu og
hvort hann lagaðizt ekkert við
það. Að mínum dómi leystu allir
einsöngvararnir hlutverk sín
I prýðilega af hendi og Sigurjón
þar engin undantekning.
Að lokum þetta: Karlakórinn
Vísir hefur verið mikilsverður þátt
ur í menningarlífi Siglufjarðar á
undanförnum árum, þó að fuU-
djúpt sé tekið í árinni, þegar
greinarhöfundur segir, „að hann
hafi verið hið . eina lifandi tákn
um, að. hér væri einhver menning“
Vinsældir Vísis ber fyrst og
fremst að þakka þrotlausu og
óeigingjörnu starfi Þormóðs Ey-
ólfssonar, áhuga söngmannanna
sjálfra o° síðast en ekki sizt, vin-
semd og skUningi bæjarbúa.
Nú er Visir staddur á tímamót-
um. Þormóður Eyólfsson hefur
látið af söngstjórn eftir tuttugu
og þriggja ára giftudrjúgt starf.
Við hefur tekið kornungur, en vel
menntaður söngstjóri, sem þegar
hefur getið sér hið bezta orð, sem
hæfileikamaður á sínu sviði og
miklar vonir eru tengdar við sem
söngstjóra. Vilji Siglfirðingar, að
Vísir ræki það menningarhlutverk
sem hann er borinn til, með
sóma, verða þeir að sýna honum
vinsemd og skilning. Rökstudd
gagnrýni á alltaf rétt á sér, en
illgirnislega sleggjadóma ber að
fordæma. Næst þegar höfundur
Siglfirðingsgreinarinnar f-innur
hvöt hjá sér til að taka söng
Vísis til athugunar, mætti hann
gjarna sýna svoHtið meiri sann-
girni í dómum sínum, jafnvel þó
latínusletturnar yrðu við það eitt-
hvað færri. Y.
Auglýsið í Neista