Neisti - 23.04.1952, Síða 4
~l -r
N E I S T I
Tiikynning
< >
ii
um botagreéðsður almannatrygginganna
árið 1952.
Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna Iiófst 1.
janúar s.l. og er nú almanaksárið, í stað þess, sem áður var, frá
1. júií til 30. júní árið eftir.
Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra lielmingi
ársins 1952, eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum
síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem
áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð
við tekjur ársins 1951 og endanlegur úrsluirður um upphæð líf-
eyrisins 1952 felldur, þegar framtöl til skatts liggja fyrir.
Þeir, sem nú njóta lögboðins eililífeyris, örorkulífeyris, barna-
lífeyris eða fjölskykjubóta, ÞURFA EKKI, aðþessusinniaðsækja
um framlengingu lífeyrisins. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú
njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum almannatryggingalag-
anna að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta
þeirra.
Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur,
bætur til ekkna vegna barna, svo og lífeyrishæklianir.
Umsónir um endurnýju bóta þessara, skulu ritaðar á við-
eigandi eyðublöð Tryggingastofiiunarinnar, útfyllt rétt og greini-
lega, eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðs-
manni ekki síðar en fyrir 15 maí NÆSTKOMANDI.
Áríðandi er að örorkustyrksþegar, sem misst liafa 50—75%
starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst,
að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að f járhæð
sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð.
Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um-
sóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur,
sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með trygg-
ingaskírteni sínu eða á annan hátt, að þeir liafi greitt iðgjöld sín
skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar.
Umsóknir xun aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að ofan
eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekkna-
bætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri og f jölskyldubætur
verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi
umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs.
Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess
mánaðar, sem umsókn berzt umboðsmanni, enda liafi réttur til
bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarét/,
dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur
fyrnzt að öðrum kosti.
Reykjav'ík, 15. marz 1952.
TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS
TILKYNNING UM SÖLUSKATT
Athygli söluskattskyldra aðila í Siglufirði skal hér með vakin
á því, að gjalddagi isöluskatts fyrir I. ársíjórðung 1952 var 15.
þ.m.
Er því liér með skorað á alla að gera full skil á nefndu gjaldi
fyrir 15. maí 1952, ella verður lögboðnum innheimtuaðferðum
beitt að þeim degi liðnum án frekari aðvörunar.
Siglufirði, 18. apríl 1952.
BÆJARFÓGETINN
i
Starfsreglur
fyrir lánadeild smáíbúðahúsa.
Lánadeild smáíbúðarhúsa, sem stofnuð var með lögum nr.
36 1952, er tekin til starfa og hafa til bráðabirgða verið settar
eftirfarandi starfsreglur:
1. Lánadeild smáíbúðarhúsa veitir einstaklingum í kaupstöðum
og kauptúnum lán, eftir því sem fé er fyrir hendi í sjóði lána-
deildarinnar hverju sinni, til byggingar smárra sérstæðra
íbúðarhúsa og einlyftra, sambyggðra smáhúsa, er þeir hyggj-
ast að koma upp, að verulegu leyti með eigin vinnu sinni og
fjölskyldu sinnar. Engum veitist lán nema til eigin ibúðar og
ekki veitist lán til íbúða í sambyggingum, sem stærri eru en
tvær íbúðir, annarra en þeirra, sem getið er hér að framan.
2. Umsóknir um lán skulu sendar félagsmálaráðuneytinu, en tveir
menn, er ríkisstjórnin velur, ráða lánveitingum.
Umsókn fylgi eftirtalin skilríki:
1. Lóðarsamningur eða önnur fullnægjandi skilríki fyrir
lóðarréttindum.
2. Uppdráttur af húsinu, sem reisa á, götunafn og númer.
2. Upplýsingar um hversu hátt lán hafi verið tekið eða
muni verða tekið út á 1. veðrétt í húsinu og hvar það
lán er eða verður tekið.
4. Umsögn sevitarstjórnar um húsnæðisþörf umsækjanda.
3. Landsbanki íslands annast, samkvæmt samningi við ríkis-
stjórnina, afgreiðslu lána þeirra, sem veitt verða, sér um veð-
setningar og þinglýsingar og annast innheimtu vaxta og af-
borgana af veittum lánum. Umsóknareyðublöð fást afhent í
afgreiðslu Landsbankans (veðdeild).
4. Lán þau, sem lánadeildin veitir, skulu tryggð með 2. veðrétti
í húseign þeirri, sem féð er lánað til. Ársvextir eru 5%% af
hundraði og lánstimi allt að 15 árum. Eigi má veita hærra lán
á eina íbúð en 30 þús. kr. og eigi má hv'ila hærri upphæð á
fyrsta veðrétti smáíbúðar, sem lán er veitt til, en 60 þúsund
krónur.
5. Eftirtaldir aðilar skulu sitja fyrir lánum til smáíbúðabygg,-
inga:
1. Barnafjölskyidur
2. Ungt fólk, sem stofnar til hjúskapar.
3. Fólk, sem býr i heilsuspillandi húsnæði, er ekki verður
útrýmt samkvæmt III. kafla laga nr. 44 1946, eða á
annan hátt.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli.
Fólagsmálaráðuneytið, 29. 'febrúar 1952.
STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON
(sign.)
Jónas Guðmimdsson
(sign.)
Siglfirzkar konur! — Takið eftir!
Hefi fengið kalt olíupermanent. Enskar og þýzkar olíur.
Fermingarstúlkur fá 15—20% afslátt.
GUNNLAUG JÓNSDÓTTIR — Suðurgötu 8.
1