Neisti - 23.04.1952, Blaðsíða 5
UMRÆÐUR UM BÆJARMÁL
(Fyamhald af 1. s'ðu)
þeim skömm og fyrirlitningu fyrir
tiltækið,
Ulfaþyturinn út af menn
INGUNNI.
Þeim meirihlutamönnum þótti
það heldur betur hvalreki á fjör-
ur sínar, að ég skyldi láta þau
prð falla, að Siglufjörður væri
menningarsnauður bær. Mun það
hafa verið Þóroddur Guðmunds-
son sem fyrst henti þetta á lofti,
og hefur honum sennilega fundizt
sveigt að ,,menningarsamkomum“
þeim, sem haldnar eru i Suður-
götu 10, sérstaklega á sumrin. —
Ég hef ekki hirt um að svara
þessu, því þótt ég viti, að hann og
kumpánar hans í bæjarstjórnar-
meirihlutanum geti og hafi hár-
togað þessi ummæli min, þá veit
ég að flestir skynibornir menn í
þessum bæ eru mér sammála í
þessum efnum, þar á meðal margir
kommúnistar. En ekki er úr vegi,
úr þvi tilefnið gefst að leiða hug-
ann að menningarmálum okkar og
lathuga, hvort við erum snauðir
eða rikir í þeim efnum.
Xbúar Siglufjarðar munu vera
um þrjú þúsund. I öllum bæjum á
íslandi af svipaðri stærð, hvað þá
þeim stæ'rri, eru glæsileg sam-
komuhús, þar sem íbúarnir hafa
samkomur sínar í fallegu um-
hverfi. Ég vil nú gjarnan leiða þá
Jón Kjartansson, Þórodd o.fl.,
sem hártogað hafa ummæli mín,
inn i helzta samkomuhús þessa
bæjar og óska eftir, að þeir svari
í einlægni, hvort þeir telji okkur
Siglfirðinga verða snauða eða ríka
Rödd verkamannsins.
(Framhald af 2. siðu)
mannafélagsins Þróttar, sem réði
úrslitum. Var það ekki sjálfsagt
mál, að hann greiddi atkvæði með
samþykkt stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs og greiddi atkv. gegn
tillögu bæjarstjóra en með tillögu
Haraldar ? Frá verkalýðslegum
sjónarmiðum bar honum skylda
til að standa með málstað verka-
manna og verkam.félagsins, en
svo v$rð þó ekki. Hann kaus að
þóknast bæjarstjóranum og svíkja
iþar með málstað félags jins.
Ástæðan fyrir iiinni illkvittnislegu
Mjöinisgrein
Eg hef orðið að rekja gang
þessara mála hér að framan all-
ítarlega sökum þess, að með
því að þjóna málstað verkamanna
á bæjarstjórnarfundinum 19. fe-
brúar s.l. vann ég mér til óhelgi
hjá fulltrúum kommúnista er ekki
gátu fylgt málstað verkamanna
sökum þess meirihluta, sem þeir
starfa nú með og til þess að ganga
ekki á móti og óhlýðnast jafnmik-
illi persónu og bæjarstjórinn telur
sig vera. Mjölnisgreinin var getin
af þeim Jóni Kjartanssyni bæjar-
stjóra og Þóroddi, til þess að gera
mig tortryggilegan í augum verka
manna. Það var hefnd þeirra.
Þessi framkoma þeirra bæjarstj.
og Þóroddar mun hljóta réttmæta
fyrirlitningu allra heiðarlegra
manna. Mig hræða þeir ekki.
Eg mun halda áfram að vinna
fyrir málstað verkamanna, hvort
sem Jóni Kjartanssyni og komm-
únistavinum hans líkar það betur
eða ver, enda þótt ég megi bú-
ast við einhverjum frekari hefnd-
arráðstöfunum frá þessum sálu-
félögiun.
Jóliann G. Möller
af þeirri menningu, er þar getur
að líta.
Ég hef verið svo lánssamur, að
geta lagt einu af menningarmál-
um þessa bæjar, söngmálunum,
lítillega lið á undanförnum árum.
Af þeirri ástæðu hefur iðulega
verið til mín leitað af ýmsum lista
mönnum um fyrirgreiðslu, útveg-
un á samkomuhúsi o.fl. þess hátt-
ar. En ég verð að segja það eins
og er, að ég hef oft fundið sárt
til þess, vegna bæjarins okkar, að
þurfa að vísa þessum góðu mönn-
um á bug, vegna þess, að I engu
af samkomuhúsum bæjarins er tii
hljóðfæri, er heitið geti þvi nafni,
og hefur ekki verið i mörg ár.
Hinir beztu listamenn hafa heim-
sótt Sauðárkrók, Húsavík og auð-
vitað Akureyri, en sneitt hjá Siglu
firði af þessum sökum. Má ég
spyrja Jón Kjartansson og félaga:
Er þetta að hans dómi vottur um
rikidæmi í menningu?
Þá eru það skólamálin. Hvergi
á Islandi mun gagnfræðaskóla
vera eins þröngur stakkur skor-
inn með húsnæði og Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar. Af þessum
sökum mun ekki vera hægt að
framkvæma nýju fræðslulögin,
nema einstakar deildir skólans
verði staðsettar einhversstaðar
úti í bæ. Barnaskólinn er of lítill
og ónógur þeirri starfrækslu, er
þar fer fram. Sjúkrahúsið á sama
ihátt. En á sama tíma rísa upp
fallegar opinberar byggingar í
smábæjunum báðum megin við
okkur og á Akureyri, sem við í
mörgu berum okkur saman við,
ris hver skólahöllin annarri glæsi-
legri og eitt veglegasta sjúkrahús
landsins. Enn vil ég spyrja Jón
Kjartansson og félaga: Er ekki
;ástæða til að ætla, að eitthvað
vanti á menninguna í þessum
málum okkar Siglfirðinga ?
Um atvinnumálin mætti segja
svipaða sögu. Verksmiðjur hafa
verið byggðar hér fyrir tugi millj.
króna. Undanfarin ár hafa þær
gengið 2—4 sólarhringa á ári, ef
miðað er við fulla vinnslu. Verka-
menn eru ráðnir að verksmiðjun-
um 2—3 mánuði á sumrin. Þegar
sá tími er liðinn verða þeir að
'hætta vinnu, og á afraksturinn af
'þessari litlu vinnu að nægja til
'framfærslu það árið. Ég vil halda
þvi fram, að þetta sé ómenning í
atvinnuháttum, sem er ríkust hér,
af því verksmiðjurnar eru hér
ílestar. Úr þessu hefur ekki verið
bætt enn, þrátt fyrir góðan vilja
ýmissa ráðamanna í þessu efni.
En ef til vill má vænta breytinga
til hins betra áður en langt líður-
Ekki get ég látið hjá líða að
minnast aðeins á opinberu málin
í sambandi við menninguna. Það
þarf lengra en til næstu bæja og
sennilega finnast ekki hjá vest-
rænum þjóðum dæmi fyrir annarri
eins ómenningu og hér á sér stað
i opinberum málum. Á sama tíma
og allar lýðfrjálsar þjóðir afskrifa
kommúnista og telja þá með réttu
óalandi og óferjandi í opinberum1
málum, þá beita fulltrúar eigna-
manna og bænda hér í Siglufirði
sér fyrir vagn þeirra og þjóna
þeim í einu og öllu, líkt og væru
þeir goðborin herraþjóð. Það mun
vissulega vera talinn mesti ómenn-
ingarbíetturinn á þessu byggðar-
lagi.
Margnefnd ummæli mín í Alþ,-
blaðinu voru sett fram i tilefni af
meðferð bæjarstjórnarmeirihlut-
ans á bókasafninu. Mér blöskraði
!svo það óþokkabragð þessara
ráðamanna bæjarfélagsins, þegar
þeir á járnskóm ómenningarinnar
voru að troða niður þann menn-
ingargróður sem bókasafnið get-
ur verið ef vel er um það hirt, að
ég hef sennilega fundið meir til
fátæktar okkar í þessum efnum
en ella hefði verið. En það þarf
sennilega meira hugrekki til að
'viðurkenna fátækt sína, heldur en
gorta af ímynduðum eignum. Ég
tel það rangt af Jóni Kjartans-
syni og félögum að ímynda sér
menningarverðmæti okkar það
mikil, að ekkert muni um þótt
þeir eyðileggi bókasafnið. Feng-
sælla til þrifa tel ég vera að við-
urkenna fátækt sína og hlúa að
því litla, er við eigum. Það mundi
örfa til átaka og sóknar gegn
hverskonar ómenningu, til hags-
bóta og heiðurs borgurum þessa
bæjar.
AFGREFÐSLA FJÁRHAGS-
ÁÆTLANANNA
Þá átelur Jón Kjartansson það,
að mér hafi ekki iíkað allskostar
afgreiðsla siðustu fjárhagsáætl-
ana. Um þetta mál var skrifað
allítarlega í seinasta tbl. Neista
og er í s.jálfu sér nægilegt að vísa
til þess. En sem dæmi um þá ríku
,,ábyrgðartilfinningu“, sem lá á
bak við samningu fjárhagsáætlan-
anna má geta þess, að aílsherjar-
'nefnd var alls ekki höfð með 'i
ráðum við samningu þeirra, svo
sem bæjarmálasamþykkt kaup-
staðarins mælir fyrir um, heldur
var með þær farið sem einkamál
bæjarstjóra. Allsherjarnefndar-
menn, a.m.k. við í minnihlutanum,
höfðum því ekki aðstöðu til að
sannprófa ýmsa liði áætlananna,
og þegar um upplýsingar var beð-
ið voru þær ekki fyrir hendi, svo
sem við mátti búast, þar sem bók-
hald fyrir s.l. tvö ár var allt í
óuppgerðum hrærigraut. En sem
dæmi um hve vel var frá þessu
gengið, má benda á, að einn lið,
sem við höfðum aðstöðu til að
sannprófa, varð bæjarstjóri að
leiðrétta og hækka úr 25 þús. kr.
upp í 45 þús. (leigan á hafnar-
húsinu). Við Alþ.fl.menn höfðum
því fullkomna ástæðu til að taka
'öll þessi vinnubrögð með fyrir-
■'vara.
Annað atriði mætti benda á,
sem að m'inu áliti má teljast á-
byrgðarleysi, en það er uppmálun-
in á 900 þús. kr. lántökunni (X.
liður c. i áætluninni), sem telja
má víst að ekki fáist. Ef til vill
er þetta í samræmi við þá stefnu
'Framsóknarfl. í bæjarmálum, að
„vara við of mikilli bjartsýni um
áætlun tekna“!!
Um það, hvort fjármál kaup-
staðarins séu í molum, verður að'
ráða af iikum. Bæjarfélagsins
vegna vildi ég óska, að fjármála-
ástandið væri betra en það virð-
ist vera, í höndum þeirra manna
er nú ráða. En í því efni eru ekki
til öruggar niðurstöður, því s.l.
tvö ár hafa bæjarbúar, hvorki
bæjarfulltrúar né aðrir, fengið
tæmandi upplýsingar um hag bæj-
arfélagsins, þótt Einherji lýsti
yfir í byrjun kjört'imabils, ,,að
hið rétta væri að bæjarstjórar
birtu ársfjórðungslega skýrslur
um hag bæjarfélagsins og gang
mála.“
UPPGJÖR BÆJARREIKNING-
ANNA
Þá er komið að síðasta atriði
þessa máls, hinu eftirtektarverða
uppgjöri bæjarreikninganna fyrir
s.l. tvö ár. Jón Kjartansson færir
þrennar afsakanir fram fyrir
þessum sérstæðu vinnubrögðum,
og eru þær þessar:
1. Fjarvera bæjarstjóra tæpa 6
mánuði á s.l. ári.
2. Að reikningar ársins 1948 hafi
ekki verið tilbúnir fyrr en
1950.
3. Að það sé venja að fá aukinn
vinnukraft við lokauppgjör.
Það kann að vera, að lokaupp-
gjör hafi eitthvað tafizt vegna
þessarar fjarveru bæjarstjóra. En
á það skal bent, að það er ekkert
einsdæmi að framkvæmdastjórar
fyrirtækja séu fjarverandi í er-
indum fyrirtækja sinna, lengri eða
skemmri tíma. Má þar benda á
tvö stærstu fyrirtæki þessa bæjar,
S.R. og Kaupfélag Siglfirðinga.
Hafa framkvæmdastjórar þeirra
oft orðið að dvelja lengi utanbæj-
ar, á sama hátt og bæjarstjóri, og
ekkert borið á að lokauppgjör
hafi tafizt hjá þeim af þeim sök-
um. Og þar sem bæjarstjóri segir
að það sé venja að fá aukahjálp
við lokauppgjör, hversvegna fékk
hann ekki þessa aukahjálp strax,
svo hann gæti komizt hjá að
verða sjálfum sér og bæjarfélag-
inu til minnkunar fyrir þennan
trassaskap? Þessi fjarveruafsök-
un er því ekki umtalsverð.
Þá reynir bæjarstjóri að skjóta
sér bak við það, að reikningar
ársins 1948 hafi ekki verið til fyrr
en 1950. Það eru 'i fyrsta lagi
hrein ósannindi hjá bæjarstjóra,
að þessir reikningar hafi ekki
verið tilbúnir fyrr. Þeir munu
hafa verið óvanalega snemma til-
búnir, eða í aprílmánuði 1949 og
getur bæjarstjóri fengið upplýs-
ingar um þetta hjá fyrrverandi
bæjargjaldkera og þáverandi end-
urskoðendum bæjarreikninganna.
I öðru lagi snoppungar bæjar-
stjóri sjálfan sig með þessum um-
mælum, því hann tók við bæjar-
stjórastarfinu 1949, og hefði átt
að láta vera sitt fyrsta verk að
gera þessa fyrra árs reikninga
upp, hefðu þeir verið óuppgerðir.
Þá er þriðja atriðið, ,,að það
sé ekkert nýtt“ að auka vinnu-
kraft við lokauppgjör. Ekki hefur
borið á þvj t. d. að Kaupfélag
Siglfirðinga hafi þurft að auka
vinnukraft í tilefni af sambæri-
legum störfum, og hefur þó oftast
verið þar ein stúlka á skrifstofu,
auk kaupfélagsstjóra, með upp-
gjör fyrir allan þann margbreyti-
lega rekstur, sem KFS hefur með
höndum. Ekki getur dæmið verið
frá S.R., þv'i ekki hefur annað
heyrzt en að þeir aðilar afkasti
hjálparlaust öllu bókhaldi og upp-
gjöri fyrir það stórfyrirtæki.
Nei, dæmið mun vera frá J. K.
bæjarstjóra sjálfum. Árið 1949
tók hann við bæjarstjóraembætt-
inu. Það var þv,í hans hlutverk að
annast uppgjör fyrir það ár. En
hann byrjaði á að gefast upp. I
stað þess að láta vinna verkið eins
og áður var venja var maður
keyptur frá Reykjavík til að fram
kvæma það og mun það sennilega
hafa kostað bæjarfélagið ca. 20
þús. kr. Svo líða tvö ár og ekkert
er gert upp. Þá er fenginn annar
maður, einhver „kunningi“ frá
Reykjavík, til að annast uppgjör
í þetta sinn. Ekki er ósennilegt að
þessi störf kosti aðrar 20 þús. kr.
og væri þá búið að greiða fyrir
uppgjör á tveimur árum ca. 40
(Framhald á 4, síðu)