Neisti - 23.04.1952, Page 6
tatft
N 11 B 11
Barnaskólinn heldur kvöSdsKemmtun
24. apríl (1- sumardag) í Sjómannaheimilinu. Skemmtumn
hefst kl. 9 stundvíslega. — Til skemmtunar verður:
SKR AUTSÝNIN G
KÓRSÖNGUR
LEIKFIMISÝNING
ÞJÓÐDANSAR
UPPLESTUR O.FL.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.
Barnasýning kl. 5.
Litli Göbbels afturgenginn
UMRÆÐUR UM BÆJARMÁL
Framliald af 5. síðu.
þúsund, eða sem svarar kaupi
fastráðins starfsmanns. Hið vel
stæða bæjarfélag borgar brúsann!
NOKKUR ORÐ UM VAN-
TRAUSTIÐ
Þá átelur Jón mig fyrir það, að
hafa birt frétt um vantraust það,
er hann lýsti á starfsfólkið á bæj-
árskrifstofunni. Saga þessa máls
er þannig 'í stuttu máli:
I umræðum um fjárhagsáætlan-
irnar f. árið 1952 lögðum við full-
trúar Alþ.fl. fram 'till. um að vísa
fjárhagsáætl. frá, vegna handa-
hófslegs undirbúnings og vegna
þess að uppgjör hafði ekki farið
iram í tvö ár. Var niðurlag till.
á þessa leið:
leggjum við undirritaðir bæj-
arfulltrúar Alþýðuflokksins til, að
bókhaldsfróður maður verði þegar
fenginn til að ganga frá reikningum
bæjarins fyrir árið 1950 og semja
glöggt yfirli-t yfir fjárhagsafkomuna
s.l. ár og sé afgreiðslu fjárhagsáætl-
ananna frestað þangað til þeim verk-
um er lokið.“
Þegar till. var komin fram reis
bæjarstjóri upp og var orðhvatur
mjög. Taldi hann þetta vera van-
traust á starfsfólk bæjarskrifstof-
unnar, en ekki sig, og reyndi þar
með að skella skuldinni af þessari
lélegu frammistöðu sinni yfir á
herðar þess. Eftir að bæjarstjóri
hafði kunngert þennan skilning
sinn á málinu, var svo till. felld
af meirihlutanum.
Svo líður rúmur mánuður. Þá
flytur bæjarstjóri eftirfarandi till.
í allsherjarnefnd:
„Með tilliti til samþykktar bæjar-
stjórnar 20. desember s.l., þar sem
ákveðið er, að bókhaldi bæjarsjóðs,
vatnsveitu og liafnarsjóðs skuli skil-
að til endurskoðunar í apríl n.k.,
samþ. allslierjarnefndin að heimila
bæjarstjóra að auka vinnukraft við
uppgjörið, eins og hann telur nauð-
synlegt, svo samþykkt þessi fái stað-
izt.“
Aðspurður lýsti bæjarstjóri yf-
ir því, að hann mundi ráða bók-
haldsfróðan mann. Lét Har. Gunn
laugsson þá bóka eftirfarandi,
ómótmælt af bæjarstjóra:
„Þar sem bæjarstjóri liefur lýst
yfir því, að hann inuni ráða bók-
haldsfróðan mann til starfans, og
með visun til tillögu, sem fulitrú-
ar Alþ.fl. lögðu fram á bæjar-
stjórnarfundi 7. febr. s.l., greiði ég
till. atkvæði.“
Er þá málið orðið þannig vaxið
í meðferð bæjarstjóra: Hann einn,
en ekki við Alþ.fl.menn, reynir að
túlka till. okkar frá 7. febr. á
niðurlægjandi hátt fyrir starfs-
fólkið, eins og það eigi að bera
ábyrgð á framkvæmdum bæjar-
stjóra. Síðan lætur hann fella til-
löguna, og lætur skína í það, að
þar sé hinn „góði drengur" að
vernda mannorð starfsfólksins
fyrir ásókn okkar Alþ.fl.manna.
Þessu hefði verið laglega fyrir
komið hjá Jóni, hefði hann látið
þarna staðar numið. En af ein-
hverjum ástæðum tók hann upp
■tiilögu okkar rúrnum mánuði síð-
ar og vafalaust heftir hann ekki
verið í vafa um sinn eigin skiln-
ing á þessu máli, sem sé þann, að
hin afkáralegu vinnubrögð við
uppgjör bæjarreikninganna væri
sök starfsfólksins og till. van-
traust á það. Má með sanni segja,
að það er lítið drengilegt að velta
þannig sökinni af eigin herðum
yfir á aðra, sérstaklega þegar í
hlut á viðurkenndur dugnaðar-
maður eins og bæjargjaldkerinn,
sem sannarlega á annað af bæjar-
stjóra skilið.
NIÐURLAGSORÐ
Eg hef nú gert að umtalsefni
grein bæjarstjóra í Einherja 2.
apríl s.l. o.íl. bæjarmál. Helzta
hneykslunarefni hans er það, að
sannleikurinn skuli bjrtur um
fstörf bæjarstj.meirihlutans og
telur að það spilli áliti bæjarins
út á við. Það má vel vera, að
þetta álit bæjarstjóra sé rétt. En
bæjarstjóri getur ekki ætlazt til
iþess, jafnvel þótt hann sé ’i þjón-
ustu kommúnista, að ritfrelsið
verði afnumið til þess eins, að
ekkert vitnist um afglöp bæjar-
stjórnarmeirihlutans i opinberum
málum. Og ekki þýðir heldur fyrir
hann að vera um of kvartsáran
yfir meðferðinni á sér, meðan
hann velur sér þann félagsskap
með „vondu fólki“, sem hann hef-
ur gert hingað til. — En ef svo
kynni að fara, að hann sneri við
á þessari eyðimerkurgöngu sinni
og tæki upp jákvætt starf í opin-
berum málum, myndi ég senni-
lega verða með þeim fyrstu til að
að bjóða hann velkominn til starfa
Skömmu eftir að umrædd Ein-
herja grein birtist, birti Siglfirð-
ingur upptuggu úr sömu grein.
Og er nefndri Siglfirðingsgrein
því einnig svarað hér að ofan.
En svona til gamans má geta
þess, að sennilega er Siglfirðings-
greinin eftir manninn, sem lærði
málskrúð sitt í skóla Heimdellinga
og eitt sinn lét sér um munn fara,
að „viðmót Jóns Kjartanssonar
væri blekking“. En þá var Jón
aðeins ritstjóri Einherja, en ekki
húsbóndinn á skrifstofunni.
Siglufirði, 22. apríl 1952.
Sigurjón Sæmundsson.
Meðan Stefán Friðbjarnarson
var og hét ritstjóri Siglfirðings,
var blaðið í ákaflega litlu áliti
meðal bæjarbúa og voru siglfirzk-
ir Sjálfstæðismenn þar engin und-
antekning. Þetta kom af þv'i, að
Stefán tileinkaði sér háttu Göbb-
els hins þýzka, áróðursmeistara
nazista-Þýzkalands, — að skipta
sér ekkert af staðreyndum eða
sannleika. Þvi var hann kallaður
„litli Göbbels“ og kvað hann hafa
verið upp með sér af nafngiftinni.
Þegar íhaldið skipti um ritstjóra
jókst álit blaðsins nokkuð að nýju,
enda þótt það hafi aldrei borið
sitt barr síðan að Sigurður Björg-
ólfsson lét þar af ritstjórn. í Sigl-
firðingi 4. apr.íl birtist grein, sem
nefnist „Eitt og annað um Al-
þýðuflokkinn“. Er þar hrúgað
saman ósannindum og lygum um
afstöðu Alþýðuflokksins til ým-
issa mála, að höfundur getur eng-
inn verið annar en „litli Göbbels“
siglfirzkra íhaldsmanna — aðal-
bókari Siglufjarðarkaupstaðar, —
Stefán Friðbjarnarson. Neisti mun
nú benda á helztu ósannindi aðal-
bókarans.
Litli Göbbels kveður Alþýðu-
flokkinn hafa áætlað tekjur af SR
á árunum 1947, 1948 og 1949
nokkuð á aðra milljón krónur
hærri en raunverulega var, og
að þetta sé lítið sýnishorn' af
dugnaði þeirra við að afla bæjar-
sjóði tekna.
Ósannindin verða strax augljós,
þegar þess er gætt, að Alþýðu-
flokkurinn hafði aðeins þrjá bæj-
arfulltrúa af níu, og gat þess-
vegna ekki einn ráðið þessum lið
fjárhagsáætlana bæjarsjóðs.
Árið 1946, 1947 og 1948 var
þessi áætlunarliður fjárhagsáætl-
ananna samþykktur af öllum bæj-
arfulltrúum samhljóða. Bæjarfuíl-
trúar íhaldsins höfðu á þessum
árum enga sérafstöðu. Ef þessi
umræddi áætlunarliður hefur verið
afgreiddur með of mikilli bjart-
sýni, sem vel má vera, er það öll-
um flokkum um að kenna, en
ekki Alþýðuflokknum einum, eins
og blekkingameistari íhaldsins vill
vera láta.
Blekkinga- og ósannindameistari
íhaldsins reynir að læða þvi inn
hjá almenningi, að siglfirzkir jafn
aðarmenn hafi haft einhverja
samúð með nazistum á árunum,
og vitnar þar í blaðagrein í Neista
1941. Stefán Friðbjarnar veit
ákaflega vel sannleikann um
þessa grein. Þessi grein sem hann
vitnar í var birt án vitundar sigl-
firzkra jafnaðarmanna. — Vegna
þessarar greinar birti fulltrúaráð
Alþýðuflokksins eftirfarandi yfir-
lýsingu:
„5. júlí 1941.
YFIRLÝSING
„Að gefnu tilefni, út af grein,
sem birtist í síðasta tbl. Neista
og nefnist „Stalín biður guð að
hjálpa sér. Kommúnisminn í and-
arslitrunum“ vill fulltrúaráð Al-
þýðuflokksins í Siglufirði taka
fram:
1. Grein þessi birtist án vitundar
og vilja fulltrúaráðsins.
2. Það er alkunna, að Alþýðu-
flokkurinn hefir frá upphafi
fylgt málstað lýðræðisr'ikjanna
í baráttu þeirra gegn villi-
mennsku nazismans, Öll um-
mæli, sem mætti skoða sem
samúð með nazismanum, er því
fjarstætt skoðunum og stefnu-
skrá Alþýðuflokksins.
Undir þessa yfirlýsingu rita 15
forystumenn siglfirzkra jafnaðar-
manna. Stefán Friðbjarnarson get
ur því á engan hátt svert sigl-
firzkra jafnaðarmenn fyrir þessa
grein Vigfúsar Friðjónssonar. Er
þessi málflutningur hans sýnir
bezt lítilsvirðingu hans fyrir stað-
reyndum.
Enn einu sinni endurtekur Stef-
án ósannindi sín um það, að sigl-
firzkir jafnaðarmenn hafi „unnið
gegn því“, að b.v. Hafliði kæmi í
bæinn. Svona málaflutningur borg
ar sig ekki. Bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins greiddu allir at-
kvæði með því, að þetta atvinnu-
tæki kæmi til bæjarins. Hinsveg-
ar sameinuðust meiriflokkarnir 'i
bæjarstjórninni um að brjóta lög
á Álþýðuflokknum, og bola hon-
um frá því að eiga einn mann í
þeirri 3ja manna nefnd, sem vann
að því að fá togarann hingað,
enda gekk dómur Félagsmála-
ráðuneytisins í þessu máli, og var
kosning meirihlutans dæmd ólög-
mæt. íhaldsmenn hafa hingað til
viljað láta kalla sig löghlýðna
menn og talið sig berjast gegn
f jandmönnum laga og lýðræðis, en
það sýnir minnsta kosti bezt heil-
indi þeirra, að þegar þeir hafa
brotið lög á siglfirzkum alþýðu-
flokksmönnum hyggjast þeir ljúga
því upp, að það hafi þýtt, að Al-
þýðuflokkurinn væri á móti kaup-
unum á b.v. Hafliða. Slík vinnu-
brögð temja sér ekki aðrir en
uppgjafa nazistapiltar eða komm-
únistar. Hvað skyldi Bjarni Ben
segja um þetta nýja viðhorf sigl-
firskra sjálístæðismanna til laga
og lýðræðislegra hátta?
Að s'iðustu endar ósanninda-
meistari ílialdsins grein sína með
íþví að reyna að telja lesendum
þlaðsins trú um, að Alþýðuflokk-
urinn hafi unnið gegn því, að
nokkur árangur yrði af för „bjarg
ráðanefndarinnar“ í haust.
Sannleikurinn er sá, að ekkert
blað í Reykjav'ik skrifaði jafn
góðar greinar um atvinnuástandið
íér og Alþýðublaðið og veitti með
jþví bjargráðanefndinni ómetanleg-
an stuðning.
Neisti hefur nú sýnt fram á
ósannindavaðal Stefáns Friðbjarn-
arsonar. Neisti hefði vel getað
unnt Siglfirðingi að komast upp
úr þeim ,,atom“-öldudal, er hann
?.ág í, er litli Göbbels annaðist
ritstjórnina, en það verður ekki á
meðan andi Göbbels hins þýzka
sveimar yfir skriffinnsku hans.
INNISKÖR
FYRIR DÖMUR OG HERRA
fúmhm Slglufjarðar