Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1960, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1960, Blaðsíða 11
LJÓSMÆ5ÐRABLAÐIÐ 45 ir til sögunnar. Fæðingarhjálp var hér lengi á frumstæðu stigi, og er ekki tími til þess hér að rekja þá sögu. En ekki er ósennilegt, að það, sem áunnizt hefur erlendis, hafi líka borizt út til íslands, en helzt hafa það verið einfaldar aðgerðir, sem lítilla eða engra verkfæra þurfti við. Eina slíka aðgerð kannast ég við og hef meira að segja þekkt mann, sem hjálpað var í heiminn á þann hátt. Það var kallað að ,,draga barn á seil“, líkt og þegar seilaður var fiskur. Þetta mun hafa verið gert, þegar lengi stóð á koll- inum, aðallega hjá frumbyrjum, sem orðnar voru sóttlitlar. Þá var tekin skónál og þræddur í þvengur og þvengurinn dreginn gegnum fellingu í hársverðinum og höfuðið dregið fram á honum. Annað ráð er það, sem ég tel ekki ósennilegt, að hafi um langan aldur verið gamalt húsráð við erfiðar fæðingar og þekkzt frá fornu fari sem sérstakt afbrigði af liggjandi stellingu fæðandi konu. Það er á þann hátt, að konan ligg- ur á bakinu fram á brún og lætur fætuma hanga. Seinna hefur þessi stelling komið fram í fæðingarhjálpinni sem Walchers-hengilega og aðallega verið notuð við þrönga grind og tangartak, vegna þess, að halli grindarinnar breyttist og við það vinnast nokkrir millímetrar til lenging- ar á þykktarvíddinni. Hér á landi hafa ef til vill fáeinir menn þekkt þessa stellingu og kallað bakfæðingu. Um það er til saga, sem Steingrímur Matthíasson læknir kunni og setti einu sinni í Læknablaðið: Kona var í bamsnauð uppi á Kjalarnesi eða í Kjós og gat ekki fætt. Nú voru sóttir læknar til Reykjavíkur, landlæknirinn og aðstoðarmenn með honum, sennilega úr Læknaskólanum. En til vara var líka sóttur Magnús á Dysjum, sem þótti heppinn við að hjálpa konum í bamsnauð. Hann var geymdur frammi í eldhúsi. Lækn- arnir í baðstofunni gátu ekkert að gert og gekk svo um hríð. Loksins þótti tiltækilegt að láta Magnús koma inn, enda munu læknarnir hafa verið orðnir auðmjúkir af sínu

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.