Freyr - 01.04.1910, Side 12
58
JTRE YR.
Ekkert aí þessu á að vera, öll dýrÍD á að
hirða, svo að þau ekki þurfi að leggjast niður
í bleytuna, enda gerir ekkert dýr það, nema
það megi til. Ráði þau sér sjálf, eru þau ætíð
hrein og þokkaleg.
Svínin æxlast fljótt, ganga stutt með (116
daga) og eiga marga grísi í einu (8—12). í>að
eru dæmi til, að sama gyltan hafi átt 5 sinn-
um grisi á 2 árum, og er slíkt mikil frjósemi.
E»au voru því það húsdýr sem landnámsmenn-
iruir fyrst gátu slátrað, og sem gerði að þeir
voru ekki alveg ketlausir, því af öðrum hús-
dýrum höfðu þeir svo fátt að þeir múttu engu
lóga fyrst í stað.
Aldrei býst eg við að ísland verði svo
ríkt af svínum að það flytji flesk út. Til þess
að það geti orðið, þá þyrftum við helzt að rækta
korn hér á landi, sem ekki er óhugsandi. Þá
er þó anuað, sem borgar sig betur, og þess-
vegna munum við aldrei verða kornyrkjumenn,
enda þótt við höfum verið það fyrmeir.
Svínin þurfa helzt að haía lftið eitt af korni,
og -ætti að senda þau út, þá væri það nauðsyn-
legt. Það er nefnilega ætíð svo, að sá sem
kaupir setur seljanda skilyrði og segir að var-
an verði að vera svona og svona til þess að
hann kaupi hana.
Þessum skilyrðum verðúr seljandi eða fram-
leiðandi að fullnægja ef hann vill fá vöru sina
selda. Það er hinn fyrsti og helzti vandi hónd-
ans, að vita hvernig hann hezt og ódýrast geti
fullnœgt þeim skilyrðum, sem markaðurinn —
kaupandinn setur. — Gfeti hann það ekki þá er
búskapurinn ómögulegur, verði það of-dýrt þá
borgar búskapurinn sig ekki. Mikill hluti hú-
fræðisþekkingarinnar gengur heint eða óbeint
út á að finna ráð til þessa; gengur út á að
kenna bændum að þekkja þær kröfur, sem kaup-
andinn setur og hvernig hann bezt og ódýrast
geti fullnægt þeim, — geti fengið vörur sínar
eins og kaupandinn óskar. —
Vér vitum nú hvernig svínin eiga að vera,
til þess að þau fullnægi þeim skilyrðum sem
Englendingar setja -— til þess að þau séu eins
og þeir vilja vera láta — og við vitum að til
þess að þau geti orðið þannig, þá þurfa þau
að meira eða minna leyti að vera alin á korni.
Helzt þurfa þau að vera alin þannig að
þau þyngist jafnt, og þyngist um 1 pd. á dag.
Ung svín þyngjast fljótara en eldri, þannig er
talið að svín sem vigti.
40 — 70 pd. þurfi 3,1 afkorni filaðþyngjastum 1 pd.
120-160 — - 4,0 ■ — - - — - 1 -
160 -200 - - 6,0 - - - - - - 1 -
Þyktiu á fleskinu á hrygg og síðum á
helzt að vera um 30 mm. og svínið má ekki
vikta meira en 200 pd. lifandi þunga. Skrokk-
urinn verður þá um 155 pd. Oftast eru þau um
6 mánaða gömul, þegar þeim er slátrað, og
eru þau þá vanalega orðin um 200 pd. þung.
I Danmörku, Noregi og fleiri löndum eru þau
þá send í sláturhúsin, slátrað þar, og ketið
síðan sent til Englands.
Ef við vildum hafa svínarækt og flytja
flesk út, þá yrðum við að kaupa korn, en eftir
því verði sem nú er á korni og fleski þá borg-
ar það sig ekki. Gfefi maður svfnum korn svo
nokkru muni þá getur maður ekki búist við að
þau borgi það betur ed 7—8 aura lynr pundið,
og vanalega ekki meira en 5—6 aura — en
þegar verðið nú er 8—9— 10 aura á kornpund-
inu þá sjá ailir að ekki muni það borga sig.
Við getum því ekki hugsað okkur svo mikið
svínahald hér á landi, að við flytjum svin út.
En vér getum aiið upp svín handa okkur
sjálfum. Það mundi muua um það fyrir marga
bændurna að fá 150 pd. af keti þá lítið er til
og sízt nýtt. Það mundi verða gott búsílag
og menn mundu fljótt læra að meta það. En
yrði það ekki of dýrt matarkaup? Nei! það þyrfti
það alls ekki að verða; svín éta allt sem tönn
festir á, og á hverju meðalheimili tilfellst svo