Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1914, Qupperneq 8

Freyr - 01.01.1914, Qupperneq 8
2 FREYR. raunir, fleiri eða færri, eru sjálfskaparvíti, bein- línis eða óbeinlínis. Jafnvel þegar ræða er um bviklyndi veðráttunnar eða dutlunga verkafólks- ins eða ósanngjarnar álögur og afleiðingarnar af þessu, þá eru bændurnir ekki að öllu leyti sýknir saka. Þeir geta oft ráðið miklu meira og betur um þessa bluti en þeir bafa gert og gera. í þessu efni eru ekki fremur en endrar- nær allar syndir guði að kenna. Hér skeikar mönnum í því, að þeir gefa ekki gaum því sem fram fer, og þekkja ekki sinn vitjmartíma. Hluturinn er sá, að menn eiga að sigrast á erfiðleikunum, en láta þá ekki yfirvinna sig. Bændurnir eiga í sifeldu stríði við óblíðu nátt- úrunnar og ýmsar aðrar illvættir. En ef þeir ganga út í þennan bardaga vel búnir að vopn- um og verjum, þá er þeim sigurinn vís. Það er oft talað um bepni og óbepni í lifinu og í búskapnum. En bvað er bepni? Er ekki hepnin mest undir þvi komin,aðmenn geri skyldu sina, svo i einu sem öðru, og gæti þess að gera öll verk sín vel og á réttum tíma. Eresta því ekki til morguns, sera á að gera í dag. Grípa færin þegar þau gefast. — Og er ekki einmitt óhepnin oft og einatt í því fólg- in, að þetta sem nú var talið, er vanrækt. JÞví frestað til morguns eða lengur, sem átti að gerast í dag, og alt látið reka á reiðanum. í búskapnum eigi siður en i öðrum efnum varðar jafnan mestu, að menn athugi sinn gang og bafi gát á öllu, smáu og stóru. — £>ess- vegna þýðir ekkert að vola og víla; það gerir aðeins ilt verra. Dregur kjark úr mönnum, og eyðileggur alla starfsorku þeirra. Hinu eiga menn, svo bændur sem aðrir, að muna eftir að guð hjálpar þeim, er hjálparsér sjálfur. Siðfræðin kennir, að allar syndir bafi i för með sér illar afleiðingar; hefni sín fyr eða síð- ar. Um búskaparsyndir bænda er hið sama að segja. Þær bitna á þeim, sem þær fremja, og koma svo fram við niðjana í marga liðu. — Og nú er að víkja að helztu búskaparsyndunum. I. Sú er ein syndin og bún ekki minst, hvað bændur alment vanrækja að halda reikning yfir tekjur sínar og útgjöld. Af þessari synd leiða ótal margar aðrar stærri og minni. Ekki geri eg mér von um það, að menn fari undir eins að halda fullkomna búreikninga. Þessernaum- ast að vænta, ekki betur en það mál er í garð- inn búinn. En fyr er nú gilt en valið sé. En bitt verð eg að segja, að bændum er skylt að vita um efnahag sinn. Og það á bver með- algreindur maður að geta gert, þóekkisébann lærður reikningsmeistari. — Bændur þnrfa nauð- synlega að grenslast eftir, bvernig þetta eða bitt í búskapnum borgar sig. En það geta þeir ekki nema með því að færa töflur yfir arð og tilkostnað helztu búgreinanna. Eins og nú er ástatt, vita fæstir bændur bvort þeir græða eða tapa á búskapnum árs árlega, og því síður að þeir viti, hvað gróður- inn eða tapið kann að vera mikið. Búskapur- inn er rekin upp á slump, og breytingar þær, sem einstakir menn og heilar sveitir gera við- víkjandi rekstri búanna, eru fálm út í loftið. Alt er bygt á ágiskunum eða meira og minna óljósu bugboði um, að breytingin eða breyting- arnar séu arðvænlegar. Sem dæmi um það, bvað bændur vita lít- ið um afrakstur búanna og tilkostnað, má nefna það, að teljandi eru þeir, sem halda töflur yfir nyt og fóður kúnna, að undanteknum þeim, sem eru í nautgripafélögum. En það eru fæstir bændur í þeim, enn sem komið er. Miðað við kúafjöldann telst svo til, að í nautgripafélögun- um séu 10—12% af öllum kúm í landinu. — Það er þó vandalítið að fara nærri um þaðr bvað kýrnar á heimilinu mjólka og eyða miklu fóðri. En að þetta bafi stórmikla þýðingu fyrir

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.