Einherji - 08.02.1945, Blaðsíða 2
2
EINH E B J I
Skattafrumvörp
ríkisstjórnarinnar
(Framhald af 1. síðu)
kaupfélögin). Veltuskatturinn er
því hinn ranglátasti skattur, sem
hugsast getur.
Úr hófi keyrir þó ranglætið enn
meir, þegar það er athugað, að
veltuskattinn má ekki draga frá
tekjum við ákvörðun tekjuskatts,
eins og hvern annan kostnað við
verzlunina. Af þessu leiðir, að
veltuskatturinn getur valdið því,
að tekjuskatt má líka leggja á
tapið, sem sé þegar veltuskattur-
nemur meiru en nettóhagnaðinum
áður en veltuskatturinn kemur til
sögunnar. Þarna hafið þið íslend-
ingar hugkvæmi hins ísl. skatta-
kerfis, ekki aðeins veltuskatt má
leggja á tapið heldur tekjuskatt
líka!! Er ekki þetta að ráðast á
þá minni máttar, að ráðast með
sköttum, — já, tekjuskatti — á
þá, sem tapa og þótt fátækir væru
fyrir? Hefir nokkur ríkisstjórn
gengið svo langt í skattaráðstöf-
unum gegn þeim, sem tapa? Sigl-
firðingar! Hvað finnst ykkur?
Sjálfstæðismenn! Hvað finnst
ykkur verða af hugsjónum ykkar
óbreyttra flokksmanna með svona
reglum? Finnst ykkur þær ekki
brotnar? Og þið Jafnaðarmenn og
Sósialistar! Finnst ykkur þarna
vel séð fyrir þeim minni máttar?
Enn er ekki allt upp talið. Sagt
hefir verið skatti þessum til varn-
ar, að hann væri verzlunarskattur.
Hann er þvert á móti neytenda-
skattur á öll neytendafélög, á
kaupfélögin, enda telja sumir, að
komið hafi verið með frumvarp
þetta til þess að ná í kaupfélögin,
neytendafélögin. Kaupfélag Sigl-
firðinga fær með þessu á bauk-
inn. Velta þess 1943 var tæpar
2 milljónir króna, en er áætluð,
að verði yfir 2 milljónir króna
1944 og enn meiri, ef skatturinn
yrði lagður á veltuna 1945, en ekki
1944, eins og óákveðið mun enn
í þinginu. 1 ár verður hún eflaust
mikið meiri, en segjum nú, að
hún yrði ekki meiri og yrði þá
veltuskatturinn þar 20.000 kr. ,og
þeim mun meiri, sem sennilegt er,
að ársveltan 1945 yrði meiri. Þessu
hnossgæti eru hinir siglfirzku
þingmenn með að demba á sigl-
firzkt neytendafélag! Hvað finnst
verkalýðnum siglfirzka ?
Hversvegna á Kaupfélag Sigl-
firðinga að fá þenna refsiskatt,
20.000 kr. — tuttugu þúsund krón-
ur? og önnur slík neytendafélög.
Er nokkuð réttlæti í því?
Þá veldur skattur þessi aukinni
dýrtíð.
Allir neyzluskattar, sem sýnt
hefir verið frammá, að veltuskatt-
urinn að miklu er, — auka dýr-
tíðina. Þótt stuðningsmenn stjórn-
arinnar vitni til þess, að ekki megi
leggja veltuskattinn á vöruna verð
ur hann hreinn neyduskattur á
neytendafélögin. Neytendur fá
lækkun vöruverðsins með uppbót-
um og veltuskatturinn lækkar
uppbæturnar, m. ö. o. hækkar vör-
una. Því minni uppbætur til neyt-
enda í neytendafélagi (kaupfélagi)
á vöruverðinu, því hærra verður
verðið á vöru neytenda. Þetta
ættu allir að geta skilið. Fram-
sóknarmenn á þingi hafa bent á,
að sú vörn meðhaldsmanna fyrir
skattinum, að vöruverðið verði svo
hátt, að seljandi þyldi frádrátt
þann á vöruverðinu, sem veltu-
skatturinn er í raun réttri selj-
endanum, leiddi til þess, að þá
væri nær að lækka vöruverðið og
minnka þar með dýrtíðina. Gildir
þetta ekki síður þá veltu, sem
kaupmannaverzluninni nemur. Er
þetta önnur hlið þess, að veltu-
skatturinn verki sem neyzluskatt_
ur, óbeinlínis, þ. e. a. s. veldur
þess, að vöruverðið er ekki lækk-
að os. frv.
Enn er ótalið:
Veltuskatturinn kemur tiltölu-
lega ódýrast niður á Reykjavíkur-
verzluninni og iðnað þar, þar sem
ágóðinn Á VERZLUNARVELT-
UNNI og IÐN AÐURINN ER
MESTUR, en liarðar niður á verzl-
unarveltu (og iðnað) UTAN
Rvíkur, þar sem minni ágóði er
hlutfallslega á verzluninni( og iðn-
aðiniun) á veltunni.
Síðan stríðið hófst er það Rvík,
sem fékk aðstöðu til þeirrar verzl-
unar, sem arðsömust er, en verzl-
anir út um landið hafa aðeins
•fengið mola af borðum Rvíkur-
veltunnar. Oft hefir það auk þess
komið fyrir t. d., að verzlanir
utan Rvík hafa orðið að sætta sig
við að fá jafnvel torfengnar vörur
hjá smáverzlunum í Rvík og orðið
— og verða enn oft — að sætta
sig við að skipta álagningu á vör-
unni, en veltuskatturinn verða þær
eins að borga af slíkum vörum og
af vörum, sem þær fá beint frá
heildsala. Veltiskatturinn er því
dæmi skatts, sem harðast kemur
niður á hina ágóðaminni veltu
utan Rvíkur.
Þarna er Rvíkurvaldið að verki!
Eins og fyrr segir hvílir veltu-
skatturinn líka á iðnaðinum og
það án tillits til, hvort hagnaður
er eða tap.
Er það nú nokkur illgirni að
ætla, að það muni draga úr á-
huga fyrir nýjum iðnrekstri á ár-.
inu, að eiga von á slíkum skatti,
þótt tap kynni að verða ? Það
stendur óhrakið, að skatturinn fer
ekkert eftir gjaldþoli né hagnaði.
Er ekki hægt að leggja á heild-
salana í Rvík, iðnaðarkonganna
þar og aðra, sem stórgræða, skatt,
sem lagður er á gróða, en ekki
líka á tap, skatt, sem ekki sé
lagður á tap til þess að auka
ISLAND I ERLENDUM
BLODUM
Hinn merki Vestur-lslendingur,
Hjálmar Björnsson, ritstjóri í
Minneapolis, hefur skrifað athyglis
verða grein um utanríkis- og við-
skiptamál Islands í tímaritið „Ame
ríkan-Scandinavian Review.“ Er
Hjálmar mjög vel kunnugur Is-
landi og málefnum þess, því hann
dvaldi hér á landi 1941—1943, sem
verzlunarfulltrúi Bandaríkjastjórn
ar og forstjóri láns- og leiguvið-
skipta.
Morgunblaðið hefur birt þýðingu
af grein þessari 23. janúar þ. á., en
tapið heldur eingöngu á gróðann,
til þess að minnka hann og þeim
mun meir á gróðann, sem hann
væri meiri?!
Aðfinnslur á veltuskattinn geta
því blöð ríkisstjórnarinnar ekki
hrakið með því að segja, að verið
sé að hlífa heildsölunum með að-
finnslunum, eins og sum blöð hafa
gert; þvert á móti er verið að
sýna fram, að þeir, sem stórgræða
sleppi um of frá skattinum, en
þeir sem tapi verði svo hart fyrir
skattinum, gagnstætt öllum siða-
reglum um að leggja þyngstu
skattana á þá, er breiðust liafa
bökin, leggja þá einkum á stór-
gróðann.
II. TEKJUSKATTSVIÐAUKI
ríkisstjórnarinnar nær til miðl-
ungstekna og vel það, en hún
lætur hann ekki ná til stórgróðans,
þar sem liann ekki er látinn ná til
tekna yfir 200.000 Jtr. ekki látinn
ná til þeirra, er breiðust liafa
bökin, ,til þess að bera hann .
Sósíalistar og Jafnaðarmenn!
Hvernig getið þið verið með því að
samþykkja ,að tekjuskattsaukinn
nái ekki til þeirra, er hafi yfir
200.000 kr. tekjur? Hvernig getið
þið verið með því, að tekjuskatts-
aukinn nái alls ekki til þeirra, er
stærstar liafa tekjurnar og skatt-
urinn ætti að ná MEIR til en þeirra
-er lægri tekjur liafa?
Móti þessum ákvæðum hafa
Framsóknarmenn á þingi og í
héraði barizt.
Siglfirzkir verkamenn!
Finnst ykkur ekki málstaður
Framsóknarmanna í Jiessum mál-
um vera réttlátari og ykkur meir
í liag en málsstaður ríkisstjórn-
arinnar?
Kjósendur Sjálfstæðismanna!
Hvernig getið þið heldur verið með
svona ákvæðum þeirra stóru ?
Siglfirðingar munu alls ekki að-
hyllast svona sköttunaraðferðir og
þeir íslendingar munu færri, er
það geta gert.
það eð grein þessi og athuganir
Hjálmars, eru svo athyglisverðar
fyrir oss Islendinga, verður hennar
að nokkru getið hér í blaðinu.
Hjálmar getur herverndar
Bandaríkjanna á Islandi og bendir
á tvennskonar skilning á því, hve-
nær Bandaríkin þurfi að flytja her-
styrk sinn burtu héðan, samkvæmt
þeim samningum, er fram fóru
milli ríkjanna, þegar Islendingar
báðu um hervernd Bandaríkjanna.
Svo, sem flestum mun kunnugt
sendi forsætisráðherra Islands orð
sendingu til Roosevelts forseta
Bandaríkjanna í Júlí 1941, er her-
verndar Bandaríkjanna var leitað,
að áeggjan Bretá.
I orðsendingu þessari var það
sett sem skilyrði fyrir hervernd-
inni, að Bandaríkin lofi að flytja
burtu frá Islandi allan herafla
sinn: .... „strax og núverandi
styrjöld lýkur.“
Hjálmar segir í áminnstri grein,
að Roosevelt forseti hafi í svari
sínu til forsætisráðherra Islands,
endurtekið skilyrði íslendinga fyr-
ir hernáminu, en bætt við hjá sjálf
um sér orðunum: ,,....að strax og
núverandi alvarlega ástandi í heim
inum lýkur,“ skuli allur her og
floti Bandaríkjanna verða fluttur
frá Islandi tafarlaust. Hinsvegar
telur greinarhöfundur það hugsan
legt, að hlé verði milli þess dags
er: núverandi styrjöld lýkur,“ og
þess dags: ,,....er núverandi alvar-
lega ástandi í heiminum lýkur.“
og að hér geti verið að ræða um
mismunandi orðalag, sem enginn
vandræði hljótist af og þurfi að
leysa á diplomatiskan hátt.
'Þessi tvíræða merking orðanna
í orðsendingum þeim, er forseta
Bandaríkjannna, getur orðið nokk
urt áhyggjuefni oss íslendingum,
ekki sízt af þeim ástæðum, að
margar raddir, og sumar háværar,
koma fram í blöðum og tímaritum
í Bandaríkjunum um það, að
Bandaríkjunum sé hin mesta nauð
syn á að hafa bækistöðvar hér á
landi fyrir herstyrk eftir að nú-
verandi styrjöld lýkur, þeim sjálf-
um, Islandi og friðnum í heiminum
til öryggis.
Þá talar höfundur um mismun-
andi aðstöðu Norðurlanda og Is-
lands í utanríkismálum. Norðmenn
Svíar og Danir verði að láta sig
mestu skipta, hvaða þjóð sé öflug-
ust á meginlandi Evrópu. Island
verði aftur á móti að haga utan-
ríkisstefnu sinni í samræmi við
sterkasta flotaveldi á Atlandshafi.
Bretar hafi raunverulega, verið
viðurkenndir að alstjórnendur á
sjó og í lofti við ísland í þessu
stríði, og íslendingar líti svo á, að
Bandaríkjamenn lúti Bretum í máli
sem varði ísland.
Um viðskiptamál okkar segir
höfundur, að við íslendingar verð-
um að hafa meiri markaði í fram-
(Framhald á 4. síðu)