Einherji - 08.02.1945, Page 3
EINH E B J I
3
Tíu ára afmæli
skátaíéla^sins Fylkir,
Siglufirði,
var haldið 20, þ. m. í Sjómanna-
heimilinu. Fór skemmtunin fram
hið bezta. Hófst skemmtunin með
kaffisamdrykkju. Ræður fluttu,
Guðm. Hannesson bæjarfógeti og
séra Óskar J. Þorláksson. Ungfrú
Kristín Hannesdóttir kvenskáta-
foringi flutti félaginu ávarp og
kvæði, Ólafur Árnason las upp
frumsamda gamansögu og Krist-
inn Rögnvaldsson las upp kvæði.
Að lokum var stiginn dans. Mörg-
um var boðið, aðallega aðstand-
endum skáta. Einherji óskar af-
mælisbarninu og skátareglunni til
hamingju með starfsemi sína á
Islandi og vonar, að margt gott
megi af henni leiða fyrir þjóðina.
Hér fer á eftir útdráttur úr
ræðu Guðm. Hannessonar bæjar-
fógetg., sem blaðið fékk leyfi til
að taka. Er hún um leið fróðleg
fyrir lesendur um sögu skáta-
hreyfingarinnar:
Kæru skátar!
Siglfirðingar góðir!
1 fari flestra manna, ef ekki
allra, kennir margra grasa, góðra
og miður góðra.
Fáir eru svo fullkomnir og góðir,
að gott eitt með þeim búi og engin
hneigð sé til þess, er ver gegni,
en margir hafa vald á þeirri
hneigð. Ég skal í þessu sambandi
minna á þá hneigð mannanna, sem
sjálfselska kallast, sem mörgum
hefir sv ooft veitt erfitt að setja
hæfilegar skorður.
Enginn er heldur svo illur, að
eigi hafi eitthvað gott sér til máls-
bóta.
Mannkynið hefir sýnt undra-
verða og lofsverða viðleitni til
framfara á sviði tækna og vísinda
og á þann hátt skapað framfarir
og aukið vald sitt yfir náttúruöfl-
unum. Er það vel farið, en engu
ónauðsynlegri er viðleitni mann-
kynsins til þess að auka hið góða
með manninum og útiloka sem
mest það, er síður skyldi, til þess
að beita framförunum í réttan far-
veg.
Annars gætu framfarirnar orðið
hefndargjafir, eins og dæmin
sanna.
Einhver bezta viðleitni til slíkr-
ar mannbetrunar — næst eftir
kristninni — hófst með skátahreyf
ingunni. Aðaltilgangur slíkrar
hreyfingar er að gera meðlimi
sína, skátana, að nýtum og góð-
um mönnu'm. Hver sá, er gerast
vill skáti, verður að vinna skáta-
heitið, en það er í stuttu máli heiti
drengskapar og dáða. Franklin
Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir
líka kallað skátaheitið drengskap-
arheitið, enda er hver sannur skáti
drengur góður.
Og kæru skátar hér á Siglufirði!
Setjið ekki blett á skjöldinn fagra.
Það er ekki nóg að vera skáti.
Það þarf að ganga skátaliugsjón-
inni á vald. Enginn má vera skáti
af annarlegum ástæðum, til þess
að villa á sér sýn. Segi ég þetta
ekki af því, að ég hafi nokkra
minnstu ástæðu til þess að efast
um, að þið séuð allir góðir skátar,
heldur af hinu, að skyldur skát-
anna, seím þið undirgangist, eru
eða geta verið stundum næsta
þungar og erfitt að brjót aaldrei.
Skátinn lofar og ástundar að
segja ávallt satt og ganga aldrei á
bak orða sinna. Hann lofar og á-
stundar að v,era áreiðanlegur,
tryggur, hæverskur, prúður og
hjálpsamur af fremsta megni,' í
stuttu máli: vera drengur hinn
bezti og nýtasti í hvívetna.
Þessi hreyfing hófst í Englandi
1907 með Baden Powell, frægum
hershöfðingja Breta úr Búaófriðn-
num. Hann safnaði ungum mönn-
um í félög og kenndi þeim að
hjálpa sér sjálfum og hjálpa öðr-
um og lagði hina mestu áherzlu
á,að þeir sýndu sem mesta við-
leitni á að verða að dugandi og
nýtum drengjum með drengskapar
og hjálpfýsinnar fána efst að liún.
5 árum síðar barst hreyfingin til
íslands og hefir hér getið sér góð-
an orðstír eins og annarsstaðar.
1920 var hún orðin að alþjóða-
hreyfingu og Baden Powell orðinn
alheimsskátaforingi. 1935 22. jan-
úar var skátafélagið Fylkir stofn-
að hér í Siglufirði í stað Skáta-
félagsins Smári, sem hér hafði
áður starfað og stofnað var um
miðjan 3. tug aldarinnar.
Stofnendur Fylkis voru 12. For-
ingi þess varð Sverre Tynes, en
1938 fór hann af landi burt og tók
þá við forystu félagsins Samúel
Samúelsson og starfaði til 1942
og hafa þeir mikinn áhuga sýnt í
starfi sínu. 1942 varð Gunnar
"Flóvents skátaforingi félagsins og
var þá félagið stækkað í 2 sveitir
og nú eru starfandi drengjaskát-
ar 60—70 í félaginu og álíka
margar skátastúlkur. Skátana
langar til þess að koma upp í
Siglufirði skátaheimili, enda
myndi skátastarfsemin við það
eflast og vil ég skora á alla Sigl-
firðinga að efla skátana til þess
og hjálpa þeim á ýmsan hátt.
Skátaforinginn hefir beðið mig
að geta þess, að skátarnir hafi á-
kveðið að útnefna Sverra Tynes
og Samúel Samúelsson sem heið-
ursfélaga í Skátafélaginu Fylkir
og vil ég því biðja félagsforingj-
ana að gefa þeim skátahrópið.
(Skátahrópið gefið).
Áheyrendur góðir! Þér hafið nú
að nokkru heyrt skýrt frá mark-
miði skátahreyfingarinnar.
Hvílík nauðsyn er ekki á, að svo
göfugur hugsunaháttur mætti ná
yfirtökum — já og undirtökum
líka — í þjóðlífi voru, mætti nema
burt úlfúð, heift og hatur milli
einstaklinga, stétta og flokka.
Meðal vorrar fámennu þjóðar er
alltof mikið af slíkum fylgifiskum
„menningarinnar“. Það kemur til
af því, að hugsjón skátanna þarf
að ná meiri tökum á þjóðlífinu.
Skátunum þarf að f jölga meir með
þjóðinni.
Sannur skáti er ekki heiftræk-
inn, ekki fláráður, né hatri heftur.
Hann ber góðvilja til allra, en góð-
viljinn gerir menn færa xun að
skilja svo margt, sem úlfúðin
myrkrar útsýn f.yrir.
Siglfirðingar tökum upp dreng-
skapar og góðviljahugsjón skát-
anna. Sú hugsjón dafni með þjóð
vorri. Skátahugsjónin lifi! Skáta-
félagið Fylkir lifi!
Verður heimsflugið
um Island?
(Framhald af 1. síðu)
erni, enda er Engilsöxum (Bretum
og Bandaríkjamönnum) og stjórn-
arherrum þeirra vel til þess trú-
andi, að vilja ekki ásælast frelsi
vort og þjóðerni á neinn hátt. Að
vísu erum vér íslendingar ekki þau
börn, að ætla, að stórþjóðir þessar
hefji viðskipti sín við oss ( og
hervernd) af miskuusemi og um-
hyggju einni fyrir oss. Þótt þeim
væri mjög trúandi til miskunn-
samrar hjálpar, ef yfir oss dyndu
einhverjar stór hörmungar, sem
vér vonum. að aldrei verði — þá
leita þeir viðskipta við oss vegna
eigin hagsmuna, ,eins og flest við-
skipti milli þjóða byggjast á.
íslendingum er vel ljóst, hve
mikils virði Island var þessum
þjóðum sem hervirki þeirra nyrzt
í Atlandshafi framan af styrjöld-
inni. Og þótt reynt hafi verið að
telja Islendingum trú um, að þeir
ella hefðu orðið hernumdir af
harðhendari hernaðarþjóð, þá trúa
þeir því ekki. Ekki er það af því,
að fyrrgreind hernaðarþjóð hefði
ekki hag af því líka, að hafa
þetta eyvirki á sínu valdi og það-
Aðalfundur
Karlakórsins Vísir
verður mánudaginn 12. febrúar
kl. 9 e. h. í Gildaskálanum. Venju-
leg aðalfundarstörf. Rætt um út-
vegun söngkennara. Kaffidrykkja.
an að ráðast á óvini sína, heldur
af annarri skiljanlegri ástæðu:
íslandi var ekki hægt að halda
sem hernaðarstöð nema af stór-
veldi, sem hafði stærri og sterk-
ari flota en óvinir þess, en það
hafði hin ,,harðhenda“ þjóð ekki.
Hins vegar gat vel verið að hin
„harðhenda þjóð“ hefði getað tek-
ið flestar hafnir og bæi Islands í
leifturárás, en ekki- getað haldið
þeim fyrir stærra sjóveldi degin-
um lengur. Hin harðhenda þjóð
gat því ekki verið svo vitlaus ,að
ráðast á Island og láta hrekja sig
þaðan eftir 1—2 daga ,missa við
það skip og menn að óþörfu, en fá
enga bætta aðþtöðu til bækistöðva, •
er hægt væri að ráðast á óvini
sína frá. Allir íslendingar, sem
hugsa um málið af alvöru og án
áróðurs, vita, að þessi er á-
stæðan fyrir því, að hin „harð-
henda þjóð“ réðist ekki á Island.
Að visu var árás þessi útilokuð
aðeins vegna þess, að vorir engil-
saxnesku vinir og frændur áttu
svo stóran flota, að árásarmenn-
irnir þorðu ekki og megum vér
vera þeim þakklátir fyrir það,
þótt vér hins vegar höfum ekkert
að þakka fyrir hernámið eða her-
verndina enn sem komið er. Hún
er enn öll í þágu Engilsaxa, en
ekki íslendinga, enn, meðan tafl-
staðan breytist ekki meir. En þótt
svo sé, að íslendingar séu sér þess
meðvitandi, þá er sjálfsagt að
taka með gleði, en þó með hrein-
skilni og fullri einurð, hverri
heillavænlegri samvinnu við þess-
ar frændþjóðir vorar og vini, t. d.
í flugsamgöngum o .fl. — en það
mega góðvinir vorir vita, að Is-
lendingar vilja sjálfir stjórna sín-
um flugmálum, hafa umráð flug-
valla í sínu landi o.s.frv., þótt sú
stjórn íslendinga og umráð þurfi
ekki að hindra heppilegt samkomu
lag um notkun slíkra flugvalla.
Einherji telur það og heldur eng-
an undirlægjuhátt Islendinga né
ásælni Engilsaxa ,þótt fjárhags-
leg samtök kæmust eða félags-
skapur á milli einkaaðilja þessara
þjóða (o.fl.) um byggingu og
rekstur gisti- og veitingahúsa ut-
an Rvíkur ísambandi við alþjóða-
flugsamgöngurnar. Það gæti þvert
á móti styrkt aðstöðu íslands sem
ferðamannalands, en auðvitað yrði
öll stjórn og umráð slíkra sam-
taka eða félagsskapar að vera í
höndum íslendinga. Kjörorð Is-
lendinga í framtíðinni í sambúð og
viðskiptum við aðrar. þjóðir á að
vera: Sjálfstæði og samvinna og
undir því merki munu IsLendingar
sigra alla örðugleika.