Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1917, Blaðsíða 5

Freyr - 01.12.1917, Blaðsíða 5
FREYE 123 son, að tæplega mundi þörf á frekari leiðbein- ingum. Var málinu því ekki sint frekar. 14. Þá lagði formaður fram tilboð frá Hjálmi Konráðssyni um að mæla jarðabætur i ■SnæfellsneSs- og Hnappadalssýslu gegn sömu borgun og áður kr. 100,00. Var tilboði þessu tekið í einu hljóði. 15. Þá var rætt um þóknun til formanns fyrir störf hans i þarfir sambandsins síðastlið- ið ár. Samþykti íundurinn að greiða honum, ■eitir tillögu Kristjáns Þorleifssonar, kr. 100,00 — eitt hundrað krónur auk ferðakostnaðar, simagjalda o. s. frv. 16. Þá spurði formaður fundinn, hvaða verkefni hann ennfremur legði fyrir stjórnina til næsta árs og var henni falið að ráða plæg- ingamenn vel hæfa til að vinna að jarðabótum á sambandssvæðinu eins og að undanförnu. 17. Þá var gengið til kosninga á einum manni í stjórnina í stað Jóns Jónssonar hrepp- stjóra á Valshamri, sem gekk úr eftir röð. Kosningu blaut Hannes Jónsson dýralæknir í Stykkishólmi með 10 atkvæðum. 18. Þessu næst var gengið til kosningar á varamanni í stjórnina í stað Magnúsar kaupm. jVIagnússonar á Gunnarsstöðum, sem gekk úr eftir röð. Kosningu hlaut í einu hljóði Krist- ján Jónsson bóndi í Snóksdal. 19. Loks Stakk formaður upp á að sömu endurskoðendur væru endurkosnir og var það samþykt í einu hljóði. 20. Tilboð kom frá Guðbrandi Sigurðs- syni á Svelgsá um að afrita og útbýta fund- argerð þessari til allra búnaðarfólaga sambands- ins og stjórnar þess fyrir kr. 24,00. Var því boði tekið í einu hljóði. Formaður gat þess í fundarbyrjun, að hann mætti líka sem fulltrúi Búnaðarfélags Fells- strandarhrepps. Fleiri mál komu ekki til umræðu. Sveitabæir. Þáð er ávalt nauðsynlegt, að menn sníði sér stakk eftir vexti, ekki sízt um húsabygg- iugar, þvi þær gefa ekki beinan arð. Það virðist þó allmikið skorta á, að menn gæti þess sem skyldi. Menn hafa nú alment komið auga á kosti steinbygginga, sem óneitanlega er vel farið. En mér finst helzt til lítið hafa verið gert til að leiða athygli almennings að annmörkum þeim, sem þeim fylgir, fyrst eg fremst kostn- aðinum, sem oft mun íþyngja búskap bónda um lengri eða skemri tíma. Þá virðast og sumar steinbyggingar verða jörðunum til of- mikilla gjaldþyngsla ef taka skal þær á leigu, og skapa þeim sem búa á þeim eða eftirkom- andi ábúendum þunga eða lltt bæra byrðí. Flestir munu byggja eins og þeim hentar í það sinn, hvað herbergjaskipun snertir, en oft getur verið mjög óhagkvæmt fyrir annan, sem síðar notar. En breytingar eftir á er oft ómöglegt að gera og dýrar. Yfir höfuð erfitt að bæta annmarka eldri húsa, sem gerð voru með- an þessi húsgerð var á bernsku stigi. — Þá er kuldi steinhúsa alkunnur og eldiviðareyðsla til upphitunar, sem er óumflýjanleg svo fram- arlega, sem menn ekki vilja eiga á hættu að spilla heilsu sinni í frosta og harðindavetrum. Sumir smekkmenn í byggingarlist, t. d. Guðm. Hannesson, þykir allmikið áskorta að form bæja þeirra, sem nú eru alment gerðir, sé þjóðlegt eða fallegt og hefir helst til lítið verið gert til að ráða bót á því. Allir munu sammála um að bygging bæja sé stór mál og væri því ekki til of mikils mælst, þó gert væri ráð fyrir, að þeir er um landsmál ræða, og einkum þeir er við bygg- ingarmál fást, rituðu meira um það en reynd er á. Nú er stór bylting í byggingum og því nauðsynlegt, að alraenningur sjái sem ljósast fyrirfram, kosti og lesti á hverju einu sera þar að lýtur. Það mun öllum ljóst, að margir bændur eiga ómögulegt með að byggja stein- hús sakir efnaleysis. Forgöngumenn bygginga- mála ættu því að gera meira en gert er að leiðbeina þeim í bygging torfbæja, á þann

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.