Einherji


Einherji - 25.08.1962, Blaðsíða 2

Einherji - 25.08.1962, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Laugardagurinn 25. ág. 1962 Blað Framsóknarmanna í Norðurl.kjördæmi vestra Ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 30,00 Gjalddagi 1. júlí Sifjlufjarðarprent- xmiöja h.f. Kröfur bænda um réttlátan hlut Fyrir nokkru iboðaði Búnaðarsamband S.-Þing. til bænda- fundar að Laugum í Reykjadal. Þar mættu stjómarnefnd- armeim allra búnaðarsambanda frá Strandasýslu til Aust- ur-Skaftafellssýslu, að báðum meðtöldum. Það er frá öllu Norður- og Austurlandi. Auk þess mættu á fundinum mirihluti stjómar Stéttarsambands bænda og erindreki Jæss, Kristján Karlsson, og nokkrir héraðsráðunautar. Til fundarins var boðað til að ræða um verðlagsmál landbún- aðarins. Ályktun fundarins var samþykkt með atkvæðum allra atkvæðisbærra fundarmanna. Alyktunin var á bessa leið: 1) Fundur búnaðarsambandsstjómar og fulltrúa Stéttar- sambands bænda á svæðinu frá Skaftafellssýslu og norður og austur mn iand til Austur-Skaftafellssýslu, að báðum meðtöldum, skorar á aðalfund Stéttarsainbandsins að leggja fyrir stjóm [>ess að beita sér fyrir þeirri breytingu á lögum |um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðslirán- ingu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. nr. 59 1960, að ákvæði laganna um starf sexmannanefndarinnar og yfirdóm, falli niður, en Framleiðsluráði verði falið að fhma verðlagsgmndvöll landbúnaðarvara og ákveða verð á þeim, enda njóti það til þess nauðsynlegra upplýsinga frá Búreikiúngsskrifstofu rflíisins og Hagstofu Islands. I sambandi við væntanlegar breytingar á lögunum, vill funduriim benda á afgreiðslu síðasta Búnaðarþings í Jiessu máli og tillögur frá bændafundi Búnaðarsambands S.-Þing. V.-Hún., Eyfirðinga, Skagfirðinga o.fl. 2) Við undirritaðir fulltrúar búnaðarsambanda í Stranda sýslu, Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafirði, Þingeyjar- sýslum, Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu, samþykkj- um að bera fram þær kröfur, að Stéttarsamband bænda vflíi ekki frá þeim tillögum um afurðaverð á [æssu ári, er bornar vom fram síðastliðið liaust af fulltrúum framleið- enda, að viðbættum framkoinnum hækkunum á rekstrar- kostnaði vísitölubúsins á yfirstandandi verðlagsráði. Skor- um við á stjóm Stéttarsambandsins og næsta aðalfund þess, að standa einliuga um þessar kröfur, en fáist þeim ekki framgengt, sé hafinn nauðsynlegur undirbúningur að sölustöðvun, enda verði þeim kostnaði, sem af henni kann að leiða, jafnað niður á alla bændastéttina eftir fram- leiðslumagni. „Viðreisnm“ — það er íhaldsstefna núverandi ríkis- stjórnar, hefur bitnað hart á liinum vinnandi stéttum þjóð- félagsins, en þó líklega engimi eins og bændum. Og nú er svo orðið að bændmn kreppt, að jafnvel flokksbundnir og einiægir Sjálfstæðisflokksbændur ganga nú fram fyrir skjöldu tíl að mótmæla árásum ríkisvaldsins á bændastétt- ina og lióta sölustöðvun, ef ekki verður úr bætt. Krafa bænda um bættan hlut er réttmæt. Það er þjóðar- nauðsyn að lilutur þeirra verði bættur, því ef svo fer fram sem nú horfir og ekkert verður úr bætt, hlýtur bændum að fækka, og framleiðsla landbúnaðarvara að standa í stað og síðan dragast saman. Og hinni seinþreyttu bændstétt er nú nóg boðið. Hún viðurkennir ekki, að það sé nauð- synlegt að fækka í bændastétt, heldur hið gagnstæða. DA6INN VEGINN FRÉTTIR tÍR FLJÓTUM I sumar liefur lieyspretta verið sæniileg hér. Tún, sem kólu í fyrra hafa ekki enn náð sér, en í ár kólu tún mjög lítið. Ekki hafa allir bændur enn lokið fyrri slætli, sem stafár af/ erfiðu þurrktíðarfari og horfir því þunglega um seinni slátt. Mjólkursölumál I fyrra var lítillega selt af rnjólk til Mjólkursamlags Kaup- félags ólafsfjarðar í Ólafsfirði, og er það það fyrsta sem hændur reyna hér í þeim efn- um, en flutningar urðu mjög dýrir, vegna lítils magns, svo og, að mjólkin var flutt fyrst héðan að fremsta hænum í Ólafsfirði, en þar tók annar 1)111 við henni og flutti til kaupstaðarins. I ár liefur svo mjólkin verið flutt til Sauðár- króks í Mjólkursamlag kaupfé- lagsins þar, mjólkurmagnið er fremur lítið enn sem komið er, en bæði liafa hændur hér verið að ala upp kvígur og stefna því markvisst að því að koma á l'ót mjólkurbúum, og má því gera ráð l'yrir að injólkurmagn- ið stóraukist hér á næsta og næstu árum. Vegamál I sumar hefur verið unnið við að fullgera veginn milli Keldna í Sléttulilíð og Reykj- arhóls í Haganeshreppi. Búið er að hleypa veginum öllum upp og hefur verið unnið við malburð í brautina og mun umferð um þennan veg verða hleypt á innan skamms. 1 júní- mánuði var byggð brú yfiú Stafá, 9 m löng, og sá Jónas Snæbjörnsson, verkstjóri, um framkvæmdir allar við brúar- gerðina. Á mánudaginn, 20. ág., var svo hafin vinna við nýjan veg frá Sandósbrúnni inni í ' Halldór Jóhannsson Minningarorð Halldór Jóhannsson á Hvammstanga, fyrr- um bóndi á Haugi í Miðfirði lézt 13. maí s.l. og fór jarðarför lians fram að Melstað 24. sama mánaðar. Halldór fæddist að Haugi 22. des. 1889, og voru foreldrar hans Jó- hann bóndi Ásmundsson og síðari kona hans, Arndís Halldórsdóttir. Tæplega tvítugur stund- aði hann nám í Flens- borgarskólanum í Hafn- arfirði, en tók við bús- stjórn á Haugi hjá móð- ur sinni 1909, er faðir hans féll frá. Halldór kvæntist áríð 1913, Guðrúnu Jónasdóttur, og lifir hún mann sinn. Þau bjuggu góðu búi á Haugi til ársins 1947, en fluttust þá tíl Hvammstanga. Halldór Jóhannsson var góður bóndi. Hann annaðist einnig mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og sýslu, og vegna ágætra hæfileika var hann mjög vel fær til opinberra starfa. Sveit- ungar hans í Miðfirði fólu honum oddvitastarf í sveitarstjóm o.fl., meðan hann bjó þar. En mest vann hann utan lieimilis að kaup- félagsmálum. Var ein- lægur sainvinnumaður, og störf hans fyrir Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga vom mikil og heillarík. Áttí lengi sætí í stjóm félagsins, og var í mörg ár formaður félagsstjórnarinnar. — Síðar var hann árum saman endurskoðandi kaupfélagsreikninganna. Hann var einnig endur- skoðandi hjá sparisjóði V estur-Húnavatnsssýslu Var formaður yfirkjör- stjórnar í sýslunni síð- ustu árin, sem hún var sérstakt kjördæmi, og átti sætí í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra við síðustu al- þingiskosuingar. I yfir- skattanefnd Húnavatns- sýslu var hann allmörg síðustu árin. — ÖU J»au mörgu störf, er honum voru falin, vann hann með sérstakri vand- virkni og samvizkusemi. Þó að skólaganga Halldórs lieitins væri ekki löng, varð liann vel menntaður og fróð- ur maður. Haim var sér- stakt prúðmemii í orð- um og allri framkomu. Hafði traust og virð- ingu allra, er kynntust honum. Sk. G. Haganesvík, og verður veginum lileypt upp á þeim Icafla og gerð þar örugg vetrarbraut. Hreppsnefnd Haganeshrepps liefur beilt sér fyrir þeirri vegarlagningu í sainráði við Vegagerðina, og liefur Hrepps- nefndin útvegað lán til þessara framkvæmda. Þegar þessar vegalagnir eru um garð gengn- ar má segja að vegasamgöngur séu orðnar mjóg góðar liingað út í Haganesvík. Ákveðið liefur verið, að á komandi vetri mun ein áætlunarferð með rútubif- relðum Gísla á Sleitustöðum vera frá Varmahlíð til Haganes- vílcur. Bændur hér hafa fram til þessa eingöngu húið við sauð- fé, sem stnfað hel'ur ekki hvnð sízl al' örðugum samgöngum, og iná því vænta að sú samgöngu- bót, sem nú fæst, verði elclci hvað sízt lyftistöng fyrir kúa- húskapinn, eins og áður hefur verið vilcið að. Byggingarframkvæmdir 1 ár hafa byggingafram- kvæmdir verið hér með mesta mót'i. Tvö íbúðarhús eru hér i smíðum, hjá Eiríki Ásmunds- syiii, Stóru-Reykjum, og Jóni Kort Ólafssyni, Haganesi. Á Brúnastöðum hefur Rikharður Jónssoii verið að hyggja stóra lilöðu, og á Reykjarlióli í Holts- hreppi liefur Alfreð Jónsson verið að byggja 40 kúa fjós, og er það fyrsta verulega kúabúið sem hér er að rísa. Fiskveiðar Nokkrar trillur liafa verið keyptar hingað til Haganesvík- ur á seinni árum. Hafa hændur reynt að stunda sjóinn þegar tími hefur verið til frá bú- störfum. Þeir, sem farið hafa á sjó í sumar, hafa yfirleitt fisk- að ágætlega á liandfæri. Sam- vinnufélag Fljótamanna liefur keypt allan fiskinn og er liann saltaður. Ýmsir örðugleikar liafa verið fyrir trillurnar að atliafna sig við bryggjuna liér, vegna stór- kostlegra skemmda er á bryggj- iinni varð á sl. hausti. Neðra lcerið á bryggjuliausnum liefur sigið fram og stendur það, á- samt öðrum undirstöðum- bryggjunnar, í allar áttir út undan bryggjunni. Búizt var við að þegar í vor yrði liafist lianda um varanlega viðgerð á bryggjunni, en ménn hér um slóðir eru orðnir nokkuð lang- eygir eftir að sú viðgerð fari fram. En búast má við að ef ekki verður fljótt liafizt handa um varanlega viðgerð, geti svo farið að lítið verði eftir af bryggjunni eltir komandi vet- ur, ef eitlhvað verður um sjó- gang. Haganesvík, 18. ágúst 1962. Ilelgi Itafn Traustason. ★ Fréttir frá Skagaströnd. Tíðarfar var fremur kalt hér í vor og spretta lítil framan af tún sumstaðar kalin til skemmda. Sauðlnirður gekk vel. Margt tvílembt og lambahöld góð. Heyskapur hefur gengið vel þó seint sprytti. Iley hafa eklci lirakizt og ofl góður þurrk- ar, og nýting lieyja með bezta móti. — Fyrsta söltunarsíldin barst hingað 22. júlí. — Saltað hefur verið á tveimur plön- um: hjá Kaupféíagi Skagstrend- inga og Hólanesi h.f. Nokkur bræðslusíld hefur borizt öðru livoru. Eru það einkum flutn- ingaskip, sein koma með hana. Alls munu vera komin liingað um 30 þús. mál. Tveir bátar liafa stundað síld.veiðar héðan, Húiii og Helga Björg og nýlega liefur þriðja skipið hæzt við. Noklcur luis eru í smíðum og unnið er við byggingu fé- lagsheimilis. Dúnardægur. Ótína M. Siguröardóllir, Garð húsum á Skagaströnd, andaðist 22. maí s.l. eftir langvarandi heilsuleysi. Hún var kona Kon- ráðs Klemenssonar í Garðhús- uin. Pétur Stefánsson frá Lækjar- bakka á Skagaströnd, andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 29. Hörmung er að heyra 1 síðasta „Siglfirðingi“ ræða ungir Sjálfstæðisinenn lieil- mikið um kjördæmisþing sitt, er þeir héldu á Sauðárkróki fyrir nokkru. Höfundur segir, að margt liafi þar verið rætt og þar á meðal um Fjárðungssamband ungra Sjálfstæðismanna, og segir síð- an orðrétt: „Næsta þing fjórð- ungssambandsins verður hins- vegar háð í ólafsfirði 8.- 9. sept. n.k., og verður þá vænt- anlega gert út um, livort sam- bandið skuli fá snöggt andlát eðá lífi halda“. Ósköp eru að að lieyra þetta! Heldtir ómannúðlegar aðfarir að láta veslings sambandjð bíða í óvissu til 9. sept. um livort það fái snöggt andlát eða verði sett á vetur. Og enn segja ungir Sjálf- stæðismenn: „Þing þelta var fremur vel sótt. Þrátt fyrir tiltölulega lé- lega frammistöðu Húnvetninga, beggja inegin Gljúfurár, en Siglfirðingar voru iþó hinir einu, er mættu nieð fullri full- trúatölu..“ Já, ekki er það gott: léleg frammistaða Húnvetninga og engir heilir nema Siglfirðingar. Það er þó rétt að hugga „Sigl- firðing" með því, að í þessu sambandi er ekki um snöggt andlát að ræða, lieldur upp- dráttarsýki, og ungir Sjálf- stæðisménn í Siglufirði eru ósýktir enn. júní s.l. Kona hans, Marta Guð- mundsdóttir andaðist fyrir all- mörguin árum. Sigriöur Pálina Frimanns- dóttir, andaðist 4. júlí s.l. að heimili sínu, Steinholti Skaga- strönd. Sigríður var á bezta aldri, er lnin lézt. Kona Lúðvíks Kristjánssonar, og áttu þau 4 börn.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.