Einherji


Einherji - 29.11.1967, Qupperneq 1

Einherji - 29.11.1967, Qupperneq 1
• Samvinnufélögln skapa sannvlrSl á vöru og auka öryggl hvers byggðarlags • Gangið í sam- vlnnufélögln. • Verallð við sam- vinnufélögin • Samvinnan skap- Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. ar betri lífskjör. 11.—12. tölublað Miðvikudagur 29. nóv. 1967 36. árgangur. Stórielld lækkun krónnnnar Gengisfelling um 25 prc. Föstudaginn 24. nóv. kl. 16 var gengi íslenzku krón- unnar fellt um nær 25%, miðað við Bandaríkjadollar. Áður höfðu Bretar fellt gengi pundsins um 14.3%, svo fall krónunn'ar er því rúm 12% miðað við hið ný- fallna pund. Það mun áætlað að um þriðjungur útflutningsfram- leiðsla okkar fari til þeirra landa, er fellt hafa gengið með pundinu. Verðlækkun á þessum útflutningi okkar hefði því orðið um 7.9— 14.3% ef krónan hefði verið óbreytt, eða um 5—6% með- altal á öllum útflutningi. Það sem þá er eftir, 19—20% lækkun krónunnar, er því af öðrum ástæðum, og allir vita hverjar þær eru. Ríkis- stjórnin og sérfræðingar hennar telja núað það sé lág- mark þess sem þarf til að bjarga atvinnuvegunum og útflutningsverzluninni frá istöðvun og algjöru hruni. Þetta er þá lárangur „við- reisnarinnar". Átta ára „við- reisn“. Viðreisnin hefur tek- izt vel og náð tilætluðum ár- angri, sagði Morgunbl. sl. vetur. Já, víst er það árang- ur, — þrjár gengisfellingar á átta árum. Krónan orðin að 25 aurum í viðreisn. Vel af sér vikið, og viðreisn skal fram haldið! IIVAl) EK ÞÁ EFTIR? Fyrir nokkrum dögum kom heimilisfaðir inn í verzl- un þá, er hann skiptir ein- göngu við, og gerði hvern föstudag innkaup fyrir vik- ima. Er hann hafði talið upp 6 vörutegundir er hann keypti vikulega og búðar- maðurinn svaraði alitaf: — „'Því miður, það er búið“, varð húsbóndanum að orði: „Nú, hvað er þá eftir?‘-, og þannig spyr nú maður mann: Hvað er nú eftir? og eiga þá ekki við hina uppseldu og horfnu vöru, heldur loforð fyrir kosningar og svik eftir kosningar hjá núverandi rík- isstjórn. Verðstöðvunin, og reyndar lög um hana reyndust blekk- ing. Ráðstafanir á haustdög- um ósannar og úreltar. Varð staðan um gjaldmiðilinn svik in og orð varðstjórans ó- sönn. Er nokkur furða þó hinn íslenzki borgari spyrji nú: Hvað er eftir? Hvað kemur næst? Einangrun Siglufjardar rofin Siglufjörður kominn í varanlegt samband við þjóð- vegakerfi landsins. Strákagöng opnuð til umferðar Strákajarðgöng Vegnrinn um Siglufjarðarskarð var opnaður til umferðar haustið 1946, og hafði lagning hans tekið rúman áratug. Voru það Siglfirð- ingar sjálfir og siglfirzk fyrirtœki, er hófu vegagerðina með gjafa- vinnu og sýndu þannig í verki á- huga Siglfirðinga fyrir þvi að koma Siglufirði í vegasamhand við þjóðvegakerfi landsins. Vega- gerðin yfir Skarðið tók 10 ár, hófst 1936 og vegurinn opnaður til umferðar 1946. Þó að mikil samgöngubót vœri að veginum yfir Siglufjarðarskarð kom fljótt í ljós, að vegasam- band þetta var með öllu ófull- nœgjandi og einangrun Siglu- fjarðar á landi ekki rofin, þar sem vegurinn var oftast aðeins opinn 4—5 mánuði á ári og teppt- ist auk þess oft um hásumarið. Var því fljótlega farið að ræða um nauðsyn þess að koma Siglu- firði í varanlegt og öruggt vega- samband við Skagafjörð. Þá var var samþ. á Alþingi, 24. febr. 1954, þingsályktunartillaga, þar sem ríkisstjórninni var falið að láta athuga með hvaða haetti Siglu- firði yrði komið í varanlegt vega- samband við Skagafjörð. Athugun sú er þingsályktunin gerði ráð fyrir, var gerð af Snæ- j birni Jónassyni, verkfræðingi, sumarið 1955. Var niðurstaðan sú, að tvær leiðir kæmu til greina. Önnur með sjó fram frá Hrauni (Heljartröð) um Mánárskriður, Sauðanes og Stráka til Siglufjarð- ar. Var þá miðað við, að farið yrði utan í fjallinu, en ekki í gegnum það. Hin leiðin var úr Fjarðarbotni um 3.5 km löng göng í gegnum Siglufjarðarfjall í Nautadal í Fljótum. Þá var laus- lega áætlað, að fyrri leiðin myndi kosta um 10 millj. kr., en sú síð- ari um 27 millj. kr. Varð niður- staðan sú, að síðari leiðin kæmi ekki til greina sökum kostnaðar. Árið 1956 voru veittar á fjár- lögum fyrstu 100 þús. kr. til Siglufjarðarvegar ytri, en það er leiðin sem nú hefur verið lögð. Þá gerðu þeir Tómas Tryggvason, jarðfræðingur, og Snæbjörn Jón- asson, yfirverkfræðingur, nánari athugrun á Strákum. Varð niður- staðan sú, að öruggara yrði að gera jarðgöng í gegnum fjallið en að leggja veg utan í það. Þá á- kváðu þeir einnig, hvar farið skyldi inn í fjallið Siglufjarðar- megin. Á árunum 1957 og ’68 var unnið nokkuð að vegagerð frá Siglu- Framhald á 4. síðu. 10. nóv. 1967 er og verður merkur dagur í sögu Siglu- fjarðar. Þan dag kl. 13 var einangrun Siglufjarðar á landi formlega rofin og Strákagöng opnuð til umferð ar. Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra kom að sunnan með fríðu og fjöl- mennu föruneyti. Voru í fylgd með náðherra þing- meim Norðurlandskjördæmis vestra auk fyrrv. og vara- þingmanna, vegamálastjóri og nokkrir fulltrúar hans, þeir, sem unnið hafa að vega gerðinni og Strákagöngum, Árni Snævarr, form. og frarhkvstj. Efrafalls, ásamt Sigfúsi Thorarensen o.fl., er sáu um gerð ganganna. Þá komu einnig á vettvang fuil- trúar frá hljóð- og sjónvarpi og frétta- og myndatöku- menn. Þetta fríða og fjöl- menna föruneyti hélt inn í göngin að vestan, en Sigl- firðingar, undir stjóm bæjar- stjóra og bæjarstjómar Siglu fjarðar, fjöhnenntu ú't að göngunum og mættust fylk- ingar við eystri munna Strákaganga, en Lúðrasveit Siglufjarðar lék undir. Þar flutti ráðherra vígslu- ræðu og lýsti þessari merku og einstöku Vegaframkvæmd og þýðingu hennar fyrir Sigluf jörð og nálægar byggð- ir svo og þjóðarheildina. Studdi mál sitt rökum hðins tíma og þörf framtíðar. Þakkaði öllum er að hefðu unnið og þeim til hamingju, er njóta skyldu og lýsti Strákagöng og Siglufjarðar- veg ytri opin til umferðar og í þjóðvegatölu. Bæjarstjóri, Stefán Frið- bjarnarson, flutti ávarp. Bauð gesti velkomna og þabkaði þeim er að höfðu unnið Meðan þessu fór frtam 'blöktu fánar við hún. Skrif- stofur og verzlanir vom lok- aðar og frí í skólum bæjar- Framhald á 3. síðu NOllÐFRLANDSKJÖRDÆMI VESTRA Kjðrdæmisbifli 1967 Sunnudaginn 5. nóv. sl. var kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi vestra, háð í Mið- garði við Varmahlíð. Þingið setti formaður sambands- stjómar, Guttormur Óskars- son, Sauðárkróki. Bauð hann fulltrúa og gesti þingsins vel komna, einkurn þá þingmenn flokksins er mættir vora, þá Ólaf Jóhannesson og Bjöm Pálsson. Fundarstjóri var kjörinn Gísli Magnússon bóndi Eyhildarholti, og fund- arritarar: Grímur Gíslason bóndi Saurbæ, og Jón Tryggvason bóndi Ártúni. I fundarbyrjun vom mætt ir 43 fulltrúar auk þing- manna og nokkurra gesta og stjórnarm'anna sambandsins. Fleiri bættust við síðar. Fulltrúar skiptust þannig: Frá Framsóknarfél. V.Hún 4 fulltrúar. Frá Framsóknarfél. A.Hún 9 fulltrúar. Frá Framsóknarfél. Sauð- árkróks 3 fulltrúar. Frá Framsóknarfél. Siglu- fjarðar 5 fulltrúar. Frá Framsóknarfél. Skag- firðinga 12 fulltrúar. Frá FUF, Skagafirði 10 fulltrúar. Guttormur Óskarsson, form. sambandsins flutti skýrslu stjórnarinnar. Ing- ólfur Kristjánsson las reikn- inga blaðsins Einherja, og Brynjólfur Sveinbergsson las reikninga sambandsins og vom allir reikningar samþ. athugasemdalaust. Ólafur Jóhannesson, alþm. ræddi um stjórnmálaviðhorf- ið. Ræddi hann einkum úr- slit alþ.kosninganna sl. vor, svo og efnahagsmálafrum- varp ríkisstjórnarinnar, og urðu miklar umræður á eftir og tóku margir til máls og sumir ofitar en einu sinni. Þingið kaus tvær nefndir til starfa á þinginu: kjördæmis- nefnd og landsmálanefnd. Báðar nefndirnar skiluðu á- liti, er fundurinn afgreiddi. Flestir fulltrúar tóku þátt í nefndarstörfum. Framsögu- maður landsmálanefndar var Magnús Gíslason, Frosta- stöðum, en kjördæmisnefnd- ar Ragnar Jóhanness., Siglu- firði. Kl. 16 var stutt kaffihlé og veitingar framreiddar á fundarstað. Kl. 21 var hlé til kvöldverðar. Var matur framreiddur í hótelinu (Varmaihlíð. Daust eftir mið- nætti var störfum þingsins lokið og þakkaði formaður fulltrúum fundarsetu og góð Framhalil á 5. síðu.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.