Einherji


Einherji - 29.11.1967, Page 2

Einherji - 29.11.1967, Page 2
2 EINHERJI rs#‘>*s#i^r>#\#N#s#N#v#\#v#s#\#s#'*\#\#\#\#N*s#s#\#^#^#s#v#N#\#'^#s#'#s#s#v#s#s#'*v#v#\#sr^#\#\#\#s#\#\#\#\#s#\#\#\#- Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra Ábyrgðarmaður Jóhann Þorvaldsson; Árgjald kr. 50,00 Gjalddagi 1. júlí Siglufjarðarprentsmiðja „STðRiaiAN BJARGAr Sjávarafli á síðustu vetrarvertíð var nokkru minni en árið áður og verðlag lægra, þótt hærra væri til muna en fyrir fáum árum. Þetta veldur að sjálfsögðu erfiðleikum, þótt undan væri farið margra ára samfellt góðæri um afla brögð og markaðsverð. Alir vissu um aflabrest og verðfall fyrir kosningar. En þetta voru smámunir einir. Svo vel hafði verið stjórnað að undanfömu, að fráleitt var að ætla, að koma þyrfti til nokkurrar lífskjaraskerðingar, þrátt fyrir nokkurn aftur- kipp í aflabrögðum og útflutningsverði. Allt var í indælis lagi, svo var stjórninni fyrir að þakka. Atvinnuvegirnir stóðu styrkari fótum en nolíkm sinni áður. Einn ráðherrt- anna hélt dómadagsræðu og var svo mikið niðri fyrir, að naumast mátti ná andanum; svo fast mddust afrek ríkis- stjórnarinnar mn í hugskoti hans. Manni skildist helzt, að svo frábær hefði fyrirhyggja stjórnarinnar verið, að enda þótt himinn og jörð kynni að forganga, þá mundi þó ís- land alltaf rísa sem klettur úr hafi þeirra ragnaraka. Og hver skyldi svo sem efast um að stjórnin hafi sagt satt? Hvers vegna þrástagast stjómarblöðin á því dag eftir dag og viku eftir viku, að hún hafi lagt öll spilin á borðið og leitt okkur í allan sannleika fyrir kosningar? Eins og við vitum þetta ekki! Eða óttast þau ef til vill að okkur, fávísa kjósendur, kunni að gmna, að hér sé ekki allt með felldu, og því sé vissara að endurtaka íhaldssann- leikann bæði kvölds og morgna? Þetta er gamalkunn að- ferð. Göbbels heitinn notaði liana á sínum tíma — og gafst vel. Nú vill svo hlálega til, að lýsing íhaldsins á efnahags- ástandinu hefur verið að smábreytast frá kosningum, og ljókkað nokkuð með lækkandi sól. Fram yfir mitt sumar var þó eigi ástæða til að æðrast. Framundan voru að vísu vaxandi erfiðleikar. En sú var bót í máli, að — „Sjaldan hafa íslendingar verið eins vel undir það búnir að mæta erfiðu ári og einmitt nú og er það bæði að þakka farsæl'- um stjórnarháttum undanfarinna ára og sæmilegu ár- ferði.“ Þannig hljóðaði pistill Morgunblaðsins 15 vikur af sumri. Skömmu síðar talar blaðið um „mikla erfiðleika,“ sem „óhjákvæmilega hefðu þýtt stórvægilega skerðingu á lífs- kjöram abnennings“ ef ekki hefði svo hamingjusamlega til tekizt, „að við höfxun búið þannig í haginn, að yfir þessa erfiðleika á að vera hægt að komast án þess að menn finni mjög fyrir því. . . . “ Hvernig höfum við þá „húið þannig í haginn“? Svarið er stutt og laggott og stórletrað sem kaflafyrir- sögn í sömu grein: „STÓRIÐJAN BJARGAR.“ Þetta var 4. ágúst. En jafnvel krosstré kunna að bregðast — í bili. I ofan- verðum septembermán. segir sjálfur forsætisráðherrann (í Reykjavíkurbréfi) að „íslenzkir ráðamenn fari utan til að sjá hagsmunum þjóðarinnar borgið.“ I landinu sjálfu verða sem sé ekki ráðin þau ráð, er þjóðinni megi koma að fullu haldi. Mikið lán er það lítilli þjóð að eiga „ráða- menn“, sem eru svo slitviljugir að endasendast um allar trissur fyrir ættjörðina. Og böLmóðurinn vex með hverjum degi — að sama skapi og síldin nálgast landið. 3. október birtir Morgunbl. forystugrein um hið ægilega ástand — og ekki nema þrír og hálfur mánuður liðinn frá kosningum! „Islenzk stjórn- arvöld fá ekki ráðið við þetta mikla verðfall á afurðum okkar eða aflabrestinn, það er væntanlega öllum ljóst.“ „Fólk verður að búa sig undir að taka afleiðingum minnk- andi afla og lækkandi verðs, það er óhjákvæmilegt“, segir blaðið. 8. október talar forsætisráðherrann um „gífurlegt áfall“ og er svo göfuglyndur í garð Framsóknarmanna að eigna þeim þær hvatir, að þeir „fagni örðugleikunum“ — örðug- leikum þjóðarinnar! Ég minnist þess ekki, að fyrir kosningar töluðu ráða- menn stjórnarflokkanna í neinum vælutón, þótt aflaföng hefðu minnkað og verðlag lækkað. Nú er annar uppi. For- sætisráðherrann er kjökrandi út af því, að torvelt kunni að reynast „að fá erlend stóriðjufyrirtæki til þess að koma starfsmei sinni fyrir hérlendis.“ Lífsbjörgin frá I ágúst, alúminbræðslan, er ekki lengur einhlít. Fleiri þess konar fyrirtæki þurfa að koma-, fleiri erlend stóriðjufyrir- tæki á íslenzkri grand. Hverju skiptir það, þótt við verð- um „þjónustulýður útlendinga“, eins og einn af forystu- mönnum íslenzks iðnaðar komst að orði? Aflabrestur og verðfall em alvarlegir hlutir. En það er DAGINN VEGINN Slátrað 35 þús. fjár hjá KVH — Féð vænna en í fyrra — Tíð köld en snjó- lítið Hvammstanga, 13. nóv. Hér ©r stiUt veður og bjart í dag, en nokkurt frost. Snjór er ekki rmkill en vel grátt í rót út með sjónum en eitthvað meira fram til dala. Féð er víðast hýst og eitthvað gefið, að minnsta kosti lömbum. Sauðfjárslátrun er lokið, en hrossaslátrun stendur yfir. Siátrað var hjá KVH um 35 þús. fjár. Meðalvigt dilka varð um 15.17 kg, og er það um 0.4 kg meira en í fyrra. Hrossaslátrun stendur yfir og ekki vitað enn hve miklu verður fargað af hross- um. Nokkru minni mjólk hefur borizt til mjólkurbúsins, það sem af er þessu ári, en var í fyrra á sama tíma. Fiskmeti, nýtt og fryst, fáum við hér frá fiskikaup- mönnum á Akranesi. — G.S. Slátrað var um 300 stór- gripum. — Hrossaslátrun stendur yfir. Blönduósi, 13. nóv. Hér er að verða olíulaust, strav á öðrum degi farmannaverkfalls- ins. I’á er dieselstöðin við Faxár- veituna, sem er raunar varastöð, nú að verða olíulaus og mun stöðvast annað kvöld, ef ekki rætist úr. Varastöðin hefur orðið að ganga undanfarna mánuði og er það óvenjulegt, en stafar af nokkrum þurrkum og kuldum í sept. og okt. Litlafellið var vænt- anlegt með oliu hingað fyrir helg- ina, en því seinkaði og lenti í verkfaUinu, en nú í dag fékkst undanþága svo líklega kemur það næstu daga. Veður er hér stiUt með frosti. Á laugardag gerði hríðarskot, sem stóð stutt. Snjór er lítUI. Féð hýst og eitthvað gefið sums staðar. Sauðfjárslátrun er lokið. Slátrað var 45 þús. fjár. Er það heldur fleira en I fyrra. Meðalþungi dilka varð 14.42 kg og er það um 0.72 kg meira en í fyrra. Þyngsti dilk- ur vóg 34 kg. I fyrra var þyngsti dUkur 32 kg, undan sömu ánni. Er ærin heimagangur og gengur í túni og heimahögum aUt sum- arið. Eigandi hennar er Skafti Kristófersson, HnjúkahUð. TVENN HEIÐURSHJÓN KVEÐJA HÚNAÞING Húnvetningar efndu til mikiLs kveðjusamsætis í félagsheimUinu á Biönduósi um síðustu helgi. Voru þar kvödd tvenn sæmdar- hjón; prófasthjónin frá Steinnesi, frú ÓUna Benediktsdóttir og séra Uorsteinn Gíslason, prófastur, og Þingeyrarhjónin, frú Hulda Stef- ánsdóttir, skólastýra, og Jón S. Pálmason, frá Þingeyrum. Þeir, sem að samsætinu stóðu voru: Sýslunefnd, Kaupfélag Hún- vetninga og sóknarnefndir í Þing- eyrarklaustursprestakaUi. Fjölmenni var í hófinu og margar ræður íluttar og þeim prófasti og frú Huldu þökkuð löng og góð þjónusta við Hún- vetninga. Séra Þorsteinn hefur verið þjónandi prestur í Stein- nesi í 45 ár og prófastur um mörg ár. Þau hjón flytjast nú tíl Rvíkur. Óráðið er enn hver við tekur í Steinnesi og verður það ekki ráðið fyrr en með vordögum. Frú Hulda hefur verið skólastýra um aldarfjórðung við kvennaskól- ann á Blönduósi, en lét af störf- um sl. haust vegna aldurs. — Ó.S. Sauðfjárslátrun loltið. — Afli sæmilegur Skagaströnd, 13. nóv. Sauðf járslátrun er lokið. Slátr- að var 6352 kindum. Meðalþungi dilka varð 13.80 kg. Er það um 0.18 kg minna en í fyrra. Er Iík- legt að orsakanna fyrir minnk- andi meðalfaUþunga sé að leita í köldu vori og mistökum í vor- fóðrun. Þyngsti dilkur vóg 24.5 kg. Var hann frá Tjömum, en þar búa bræðurnir Sveinn og Pétur. Slátrað var 90 nautgripum fleira en í fyrra. Hrossaslátrun stendur yfir. Hér hefur verið köld tið og slæm snjóalög á jörðu og illt til beitar fyrir sauðfé, enda flest í húsi. AfU er sæmilegur þegar á sjó gefur, 4—6 tonn i róðri. Tveir bátar Ieggja upp afla sinn hjá ís- eins og mig minni að útgerðin þyrfti á opinberum stuðn- ingi að halda þegar hvort tveggja var í hámarki, afla- magn og markaðsverð. Rennir það ekki stoðum undir þá skoðun ílialdsins, að ekki sé treystandi á íslenzka atvinnu- vegi sem neina bjargræðisvegi, og því þurfi að kaupa er- lenda auðkónga til að hreiðra hér um sig með marghátt- aðan stórrekstur. Eða er hitt heldur, að eitthvað hafi verið bogið við stjórnarstefnuua og atvinnuvegimir goldið þess — einnig í góðæri? Eftir að þetta var skrifað liefur ríkisstjórnin birt bjarg- ráðatillögur sínar og með þeim fært sönnur á þau um- mæli Morgunbl., „að við höfum búið þannig í haginn, að yfir þessa erfiðleika á að vera hægt að komast án þess að menn finni mjög fyrir því.“ Iðnaðarmálaráðherrann hélt ræðu á iðnþingi á dögun- um og var hress í bragði að vanda, ekki síður en í vor. Haim kvað ríkisstjórnina þegar fyrir nokkm hafa hrist fram úr erminni tillögur sínar til viðhlítandi ráðstafana til að mæta örðugleikum atvinnuveganna. Ekki vildi hann láta uppi hver bjargráðin væm — utan eitt, sem manni skildist að væri þeirra veigamest: Verðstöðvun yrði liald- ið áfram. Þetta má til sanns vegar færa, svo sem nú er ljóst orðí- ið. Áður var í gildi verðstöðvun á vöra, en vinnulaun óbundin. Nú er bara „skipt yfir“: Verð á neyzluvöru hækkað, sjúkragjöld m.m., en vinnulaun bundin. Fer vel á því að flokkur, sem kennir sig við alþýðuna, standi að slíkum ráðstöfunum. Svona einfalt og auðvelt getur það verið að sigrast á erfiðleikunum „án þess að menn finni mjög fyrir því“, þegar snjallir menn halda um taumana. „Skítt með alla skynsemi“, sagði karlinn forðum. Skítt með allt samræmi í orðum og athöfnum, segir ríkisstórnin. Gísli Magnússon. húsi Hólavers h.f., en einn bátur hjá kaupfélaginu og er afli hans saltaður, það sem ekki er selt í soðið. Enn er unnið við bygging- arvinnu við að steypa ker. Fólki fækkar heldur. Tvær stór- ar fjölskyldur fluttu burt í haust frá óseldum húsum. — J.P. Vetur gengur snemma í garð Bændur fækka kúm og hrossum. Ártúni, 13. nóv. Um síðustu helgi setti hér nið- ur nokkum snjó, þó fært sé enn um alla vegi, en nokkurt frost hefur verið undanfarið. Víðast hvar er fé úti enn og gott til jarðar, en sumir hafa Jægar tekið fé. Graslítið er víða, og hagi því óvenju rýr. 1 fyrra var heyfengur fyrir neðan meðallag og nú enn minni, víðast hvar. Þar við bætist að engar fyrningar eru til frá fyrra ári. Eru hey því nú víðast ónóg, enda fækka bændur hér um slóðir kúm og hrossum, en sauð- fjártala mun svipuð og í fyrra. Vetur gengur snemma í garð og er hætt við að mikið fóður þurfi til vordaga. — J.T. Illviðri — Fé á gjöf Ási, Vatnsdal, 14. nóv. Um síðustu helgi var hér slæmt veður og festi nokkurn snjó. Allir hýsa þegar fé og sumir eru farnir að gefa hey. Er það óvenjusnemma og útlltið kulda- legt. Hrossaslátrun stendur yfir en mun sennilega Ijúka í þessari viku. Hey em með minnsta móti og því líklegt að hrossum fækki nokkuð, að minnsta kosti í Ás- hreppi. — G.J. Vetur leggst snemma að. — Heita má jarðlaust fyrir sauðfé Haganesvík, 13. nóv. Sauðfjárslátmn lokið. Lógað var 4340 kindum. Meðalþungi dilka mun verða heldur meiri en í fyrra en þá var hann tæp 13 kg. Hér er engin hrossaslátmn, en nautgripaslátrun er mun minni. 1 fyrra 150 stórgripir en nú 53. I fyrra fækkuðu bændur mjög kúm. SI. þrjár vikur hafa verið jarð- bönn í Fljótum og allt fé á gjöf. Þá gerði hér ofsaveður með bleytuhríð fyrst, sem síðan frysti í. Er því jafn snjór um aUt, 30— 70 cm þykk klakabrynja. Síma- og raflínur slitnuðu víða og fjöldi staura brotnuðu. Var hér raf- magnslaust og símasamband rofið um tíma, en er n komiö í samt lag að mestu. Oft sest vetur snemma að hér í Fljótum og snjóalög mikil, en að þessu sinni er þó vetrarkoman fyrr á ferð- inni og snjóalög meiri en oftast áður. Bændur munu yfirleitt sæmi lega birgir með fóður, en hvað dugar ef gefa þarf öllum búpen- ing í 7 mánuði eða lengur.—E.Á. Dilkar vænni en í fyrra — Aflabrögð mjög treg Sauðárkróki, 15. nóv. ....Sauðfjárslátrun er loklð. Alls var slátrað hjá KS 41718 kindum. Þar af 37895 dilkum. Meðalfall- þungi dilka var rúm 14 kg og er það um 0.7 kg meira en í fyrra. Þyngsti dilkskr. vóg 33 kg. Eig- andl Leifur Þórarinsson, Keldu- dal, Hegranesi. Leifur hafði einn- ig hæstu meðalvigt, 17.56 kg af um 180 dilkum, og þar af margt tvílembingar. Þá var einnig slátr- að á 5 þús. fjár hjá Slátursam- Iagi Skagfirðinga h.f. Aflabrögð eru mjög treg. Tveir smærri bátar reyna með línu og einn stærri bátur með net. Frysti- hús KS hefur því haft mjög lítið hráefni, síðan dragnótavertíð lauk. en hún hófst lun miðjan júni. Mun færri bátar stunduðu drag- nótaveið í ár en í fyrra, en aftur mim aflamagn á hvern bát hafa verið meira, eða alls til frysti-

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.