Einherji


Einherji - 29.11.1967, Síða 4

Einherji - 29.11.1967, Síða 4
4 EINHERJI Landsmálaályktun „Iíjördæmisþing Framsóknarfiokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, haldið í Miðgarði 5. nóv. 1967 telur að umboð núverandi stjórnarflokka sé fengið á fölskum forsendum og eigi ríkisstjórnin að segja af sér nú þegar. Enda sýnilegt, að hún fær ekki með neinu móti ráðið við vandamál þau, sem nú er við að etja. Mótmælir þingið sérstaklega kjaraskerðingarfrumvarpi rík- isstjórnarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að ieggja þyngstar byrðarnar á bak þeirra, er minna mega sín efnalega. Með því frumvarpi er einnig stefnt að því að Ieysa rekstrarhalla ríkissjóðs, án þess að nokkuð só gert til að bæta úr erfið- leilcum atvinnuveganna, sem kjördæmisþingið telur óhjá- kvæmilegt að gert sé. Iíjördæmisþingið telur að ríkari þörf só á því nú en nokkru sinni fyrr að talca upp nýja stefnu í efnahags- og atvinnu- málum, þar sem höfuðáherzla sé lögð á eflingu atvinnulífs- ins, stöðvun verðbólgunnar, skipulega niðurröðun fram- kvæmda og aukna framleiðni. Einkum sé þess gætt, að nýta sem bezt innlent hráefni og náttúruauðiindir, auka fjölbreytni og framleiðni í vinnslu landbúnaðar- og sjávaraf- urða með hliðsjón að neyzluþörf þjóðarinnar og markaðs- möguleikum. Kappkostað só að gera útflutningsvörur þjóðar- innar sem verðmætastar með fullvinnslu læirra hór innan- lands. Lögð só áherzla á að starfrækja og efla iðnaðarfyrir- tæki sem víðast og stuðla meðal annars á þann hátt að jafn- vægi í byggð landsins. Kannaðar séu nýjar leiðir til aukinn- ar hagnýtingar orkuiinda landsins og annarra náttúruauðæfa þess. Hafin sé markviss sókn til úrbóta á ýmsum þeim svið- um þar sem vandræðaástand ríkir, svo sem í samgöngu- menningar- uppeldis- heiibrigðis- og húsnæðismálum. Berlegra er nú, en nokkru sinni fyrr, að ríkisstjórnin kann þau ráð ein að fleyta sér áfram með bráðabirgðaráðstöfunum, sem ýmsar auka mjög á verðbólguna og þann vanda sem fyrir er. Virðist hún með öllu hafa gefizt upp að leita hag- nýtra úrræða, en stritast við það eitt að lafa við völd, þvert ofan í allar lýðræðislegar leikreglur. Kjördæmisþingið telur því þjóðarnauðsyn á að öll ábyrg öfl taki höndum saman til þess að knýja fram stefnubreyt- ingu, ný vinnubrögð og víðtæka samstöðu um nýja forustu." Kennarafundur ú Hofsósi Þann 11. nóv. sl. var boð- að til kennarafundar á Hofs- ósi, fyrir kennara við barna- skóla í Norðurlandsumdæmi vestra. Áður hafði orðið að fresta boðuðum fundi vegna veðurs. Á laugardagsmorgun var veðurútlitið mjög ó- tryggt enda versnaði veður s’kjótt og var veðurhæð mik- il með snjókomu, mestan hluita dagsins á fundarstað. Mun veðrið ihafa dregið all- mikið úr fundarsókn. Mættir voru á fundinum 22 skóla- stjórar og kennarar úr kjör- dæminu, auk námsstjóra, Valgarðs Haraldssonar og Gests Þorgrímssonar. Garð- ar Jónsson, skólastj. Hofs- ósi, form. Kennarafélagsins í umdæminu, setti fundinn. Bauð alla velkomna og lýsti dagskrá. Skipaði hann sem fundar- ritara Bjarna Jóhannsson, kennara í Hofshreppi. Gest- ur Þorgrímsson flutti þátt um umferðarmál í sambandi við hægri umferð og H-dag- inn, sem fyrirhugaður er 26. maí 1968. Guðmundur Ólafss., skóla- stjóri Blönduósi, flutti erindi um tungumálakennslu í skól- um og lýsti tilraunum er hann er að gera í mála- kennslu iá Blönduósi. Hlöðver Sigurðsson, skóla- stjóri Siglufirði, talaði um íslenzkukennslu í skólum. Námsstjóri, Valgarður Haraldsson, ávarpaði fund- inn. Gat hann þess að í um- dæminu væri 61 skólahverfi með 29 heimangönguskólum, 20 heimavistarskólum og 12 farskólum og störfuðu skól- arnir frá 3 til 9 mánuði. Þegar hér var komið þurftu Siglufjarðarkennarar að hverfa af fundinum til að freista heimferðar, sem þá var tvísýn mjög vegna veð- urs. Hreppsnefnd Hofsós- hrepps hafði boðið fundar- mönnum til kaffidrykkju kl. 4, en nú var í skyndingu sezt að kaffidrykkju undir leið- sögn oddvitans, Þorsteins Hjálmarssonar, en síðan urðu Siglfirðingar að hverfa brott með flýti og náðu heim i eftir 5 tíma ferð. Síðasta Jspölinn í snjóbíl. Kosin var ný stjórn og j hana skipa Siglfirðingar. ,Mun ætlunin að halda næsta fund á Siglufirði. — jþ. Alþýðusamband Norðurlands 20 ára Tíunda þing Álþýðusam- bands Norðurlands var hald- ið á Siglufirði 21. og 22. okt. sl. Þingfulltrúar voru 36 frá 12 félögum, en alls eru nú í sambandinu 19 félög með um 4230 félagsmenn. Einnig sat forseti ASÍ þingið. Nú eru liðin 20 ár frá stofnun sam- bandsins en það var stofnað á Akureyri 17. maí 1947. Þingið afgreiddi ályktun um kjaramál, og að vísitölu- trygging launa yrði að hald- ast. Þá voru einnig ítrekaðir fyrri samþ. um atvinnumál á Norðurlandi. Fimm félög voru tekin inn í sambandið: Verkamannafé- iagið Fram á Sauðárkróki, Verkalýðsfélag Austur-Hún., Blönduósi, Verkalýðsfélag Grýtubakkahrepps, Verka- lýðsfélag Presthólahrepps og Frá Karladeild Slysavarnafélagsins í Siglufirði Aðalfundur karladeildar Slysavarnafélags Islands í Siglufirði var haldinn 1. nóv. sl. Á dagskrá voru venjuleg 'aðalfundarstörf og önnur mál. Form. deildarinnar, Jón Arndal, baðst undan endur- kosningu. I núverandi stjórn eru: Skúli Jónasson, Bragi Magnússon, Guðlaugur Hen- riksen, Jón Dýrfjörð, Páll Kristjánsson, Pétur Þor- steinsson og Þórður Þórðar- son, sem jafnframt er for- maður björgunarsveitarinnar Það helzta, sem skeði á síð- asta starfsári var að björg- unarsveitin fékk samastað fyrir áhöld sín og útbúnað í Hafnarhúsinu, og svo bygg- ing skipbrotsmannaskýlis í Héðinsfirði. Á fundinum vor gerðar eftirfarandi samþykkitir:: 1. „Aðalfundur karladeildar SVFl Siglufirði, haldinn 1. nóv. 1967, fagnar því, að senn er lokið byggingu jarðganga undir Stráka og vonar að þeirri sam- göngubót fylgi meira öryggi, og þá um leið minnkandi slysa- hætta á vegaim á svæði deild- arinnar. Hins vegar telur fndurinn, að ennþá hafi ekki verið gengið svo frá göngunum sem eðlilegt öryggi krefst, til þess að leyfa umferð um þau. I>á á fundur- inn við, að þótt nokkur hluti ganganna hafi verið fóðraður með steinsteypu, eru ennþá langir kaflar í göngunum, þar sem daglega hrynur úr lofti. Raunar hefur komið í ljós, að enginn ófóðraður hluti gang- anna er laus við hrunhættu. Fundurinn skorar því á fyrir- svarsmenn bæjarins í bæjar- stjóm Siglufjarðar, að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja fram, þegar í stað, aðgerðir til að fyrirbyggja hrunhættu í jarðgöngunum, en það telur fundurinn að ekki verði gert með öðrum hætti en að fóðra öll göngin og hvetur til þess, að það sé gert án þess að stórslys þurfi til þess að vekja menn til dáða í þessum efnum. Þá beinir fundurinn því einnig til sömu aðila, að hlutast verði til um að jarðgöngin verði raf- lýst, en slíkt telur fundurinn að nauðsynlegt sé til að draga úr slysahættu í sambandi við umferð bæði akandi og gang- andi vegfarenda um göngin." 2. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til viðkomandi aðila, að ljós verði sett á hæstu bygg- ingar (verksmiðjureykháfana) til öryggis fyrir flugumferð í Siglufirði. Ennfremur vill fundurinn bendir fundurinn á, að engin öryggistæki eru á vellinum." 3. Þá voru samþykkt tilmæli til trillubátasjómanna um að sigla ekki ljóslausum bátum, eftir að ljósatími er kominn, en að þvi hafa verið töluverð brögð hér i Siglufirði að undanförnu. Stjórn karladeildarinnar leggur áherzlu á, að þessum tilmæulm sé sinnt og skorar á trillubáta- eigendur í Siglufirði, að sjá svo um að bátar þeirra séu búnir viðeigandi ljósum, ef þeir eru á siglingu á ljósatíma eða í dimmviðri. Vetraráæílun Flugfélags Islands INNANLANDSFLUG: 1 fyrsta sinn í sögu innanlands- flugs Flugfélags Islands er nú innanlandsáætlunin að langmestu leyti flogin með skrúfuþotum. Af 50 ferðum í viku frá Reykjavík eru 47 flognar með Fokker Friend ship og aðeins þrjár með DC-3. 1 vetraráætlun innanlandsflugs sem nú tekur igldi, er gert ráð fyrir flugferðum sem hér segir: Til Akureyrar verður flogið alla daga,' tvær ferðir á virkum dög- um og ein ferð á sunnudögum. Til Vestmannaeyja verða sömu- leiðis tvær ferðir virka daga og ein ferð á sunnudögum. Til Isafjarðar og Egilsstaða verða ferðir alla virka daga. Til Hornafjarðar verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Fagurhólsmýrar á miðvikudögum. Til Húsavíkur verður flogið á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til Patreksfjarðar verður flogið á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. Og til Sauðárkráks á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. 1 sambandi við áætlunarflug- ferðir Flugfélags Islands innan- lands eru á Vestur- og Austur- landi, svo og að nokkru á Norð- Bílstjórafélag Akureyrar. Istjórn voru kosnir: For- seti Björn Jónsson, Ak., varaforseti Jón Helgason, Ak,. ritari Jón Ingimarsson Ak. Meðstj.: Ttryggvi Helga son og Freyja Eiríksdóttir Ak. Allar ályktanir þingsins voru samþ. einróma. urlandi, áætlunarbílferðir til kaup staða í nágrenni viðkomandi flugvalla. Hefir þessi starfsemi, sem fram fer í samvinnu Flugfé- lags Islands og flutningafyrir- tækja á hinum ýmsu stöðum, gef- ið góða raun og bætt samgöngur innan héraðs og milli fjarlægari staða. Allar upplýsingar um ferðir gefa skrifstofur og umboðsmenn Flugfélags Islands. Framhald af 1. síðu firði og út að væntanlegum jarð- göngum. Sumariö 1959 voru síðan sprengd 30 m löng tilraunagöng í Strákum Siglufjarðar megin og var það byrjunin á Strákagöngum. Sumarið 1960 hófst vegagerð frá Hrauni áleiðis að vestari ganga- munna, og stjórnaði Guðmundur Benediktsson, verkstjóri, því verki fyrsta árið, en síðan Jóhann Lúð- víksson, verkstjóri, undir yfir- stjórn Gisla Felixsonar, yfirverk- stjóra. Þessari vegagerð lauk að mestu sl. haust. Árið 1963 og ’64 voru gerðar umfangsmiklar jarð- fræðilegar athuganir á Strákum með tilliti til jarðganga þar. Haustið 1964 fékk Vegagerðin Torvik, yfirverkfræðing hjá norsku vegamálastjórninni, til að- stoðar við útboð á jarðgangagerð um Stráka. Veturinn 1965 var verkið boðið út og bárust 4 til- boð. Lægstu boð voru frá Efra- falli s.f., 18.2 millj. kr. í 4.5 m breið göng, en 20.4 millj. í 7.0 m breið göng. Var síðan samið við Efrafall um verkið og hófust HJÁLPARSJÓÐUR ÆSKUFÓLKS Hinn 20. okt. efndi stjórn Hjálparsjóðs æskufólks til blaðamannafundar. Sjóðurinn er nú rúmlega tvær milljónir og er vaxta- tekjum hans svo sem kunn- ugt er varið til styrktar munaðarlausum, vanræktum eða nauðstöddum börnum. Alls hefur sjóðurinn nú styrkt 38 böm, aðallega til skólagöngu úti á landi. Öllum er heimilt að sækja um styrk til handa slíkum bömum, en styrkbeiðnum burfa að fylgja meðmæli frá barnaverndamefnd ,presti eða skólastjóra. Stjóm sjóðsins skipa: sr. Ingólfur Astmarsson, fyrrv. biskupsritari, Gunnar Guð- mundsson ,skólastjóri, og Magnús Sigurðsson, skóla- stjóri, sem er stofnandi sjóðsins og hefur mest og bezt unnið að vexti hans og viðgangi. Nú hefur sjóðurinn ennþá efnt til fjársöfnunar bæði með happdræbti og á annan hátt. Eflaust verða margir til að styrkja þetta göfuga málefni. framkvæmdir síðari hluta úrsins 1965 og skilaði verktaki verkinu í sept. sl. Sprenging ganganna var mjög erfitt og hættulegt verk sök- um þess hv bergið var feyskið á köflum. Að ekki varð nema eitt alvarlegt slys á manni, má fyrst og fremst þakka varfærni þeirra, sem stjórnuðu og unnu verkið. Hinn nýi vegur frá Hraunum í Fljótum um Sauðanes og Stráka til Siglufjarðar er alls um 19 km á lengd. Þar af eru jarðgöng um Stráka 793 m löng. Göngin eru 4.5 m á breidd og 5.5 m á hæð mælt efst í boga. Akbrautin er steypt, 3.2 m' breið með steyptum kantsteinum beggja vegna. 1 göngunum eru 4 útskot, þar sem bílar geta mætzt. Af göngunum eru alls um 150 m fóðraðir, þar sem bergið var lélegast. Kostnaður við allar þessar fram kvæmdir, þ.e. veginn frá Hraun- um til Siglufjarðar, „Siglufjarðar- vegur ytri", að meðtöldum jarð- ^ göngum, eru um 70 millj. kr. Þar af er kostnaður við jarðgöngin um 41 millj. krónur. Er þá með- talið fjármagn og vaxtakostnaður á byggingaframkvæmdina, um 7 millj. kr. Verkfræðilega yfirumsjón með framkvæmdum við veginn og göngin hefur Snæbjörn Jónasson, yfirverkfræðingur, haft frá byrjun. Við útboð og eftirlit með gerð jarðganganna hefur Jón B. Jóns- son, deildarverkfræðingur, unnið mest, og enn fremur Guðm. Dags- son, umdæmisverkfr. Verkstjórar við vegagerðina hafa verið: Guðm. Benediktsson yfirverkstjóri, fram- an af, en síðar Gísli Felixson yfirverkstjóri, Jóhann Lúðvíksson | verkstjóri og Friðgeir Árnason , verkstjóri. Um steypu á gólfi í göngum sáu þeir Jóhann Lúðvíksson og Þorvaldur Guðjónsson, brúar- smiður. Gerð ganganna annaðast Efra- fall s.f., undir stjórn Árna Snæv- arr, verkfræðings fyrst, en síðar Skúla Guðmundssonar verkfr. Daglega stjórn við gerð ganganna hafði Sigfús Thorarensen, verk- fræðingur. Alls munu um 70 manns hafa unnið við gerð gang- anna, nær eingöngu Islendingar. Einherja þykir full ástæða til að þakka öllum þeim er stutt hafa að og unnið við þessa merku framkvæmd og lífsnauðsynlegu samgöngubót fyrir Siglufjörð, það er lagningu Siglufjarðarvegar ytri og jarðganga gegnum Stráka. *

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.