Einherji


Einherji - 16.12.1971, Blaðsíða 18

Einherji - 16.12.1971, Blaðsíða 18
JÓLABLAÐ 1971 EINHERJI Frá liðnu sumrí Framhald af 3. síðu vegur þessa leið, og byggð upp önnur aðstaða, svo sem lagðar vaitnslagnir inn á tjald búðarsvæðin, lagfærð bíla- stæði, reistir söluskúrar og salerni, og aðstaðan gerð svo þægileg sem unnt var fyrir mótsgesti. Talið er að um 15 þúsund manns hafi sótt þetta landsmót. Umferðaróhöpp eða siys urðu engin á þessu stórmóti og má þakka það tillitssenii manna í umferðirmi og góðri umferðarstjórn lögregiunnar. Áhorfendasvæði og að- staða fyrir gesti mótsins að fylgjast mieð allri íþrótta- keppni var með eindæmum góð, og er vafasamt að hún sé til betri annarstaðar hér á landi. Stallarnir, brekkumar og „Nafirnar“, fyrir ofan í- þróttaleikvanginn, rúmaði allan gestafjöidann svo vei að hvergi var troðningur eða þrengsh, og var umgengnin öllu til fyrirmyndar, bæði á leikvangi og áhorfendasvæð- um. Áhorfendur gátu séð yfir íþróttaleikvanginn frá enda til enda, það sem var að gerast í sundlauginni sem lokaði norðurenda leikvangs- ins, til malarvallar við suður- enda, — með starfsíþróttum, glímu og körfubolta. Sauðárkróksbúar máttu vera hreyknir og stoltir af að geta boðið uppá svo glæsilega aðstöðu fyrir lands mót og var þetta skemmti- leg tilviljxm fyrir bæjarbúa, eftir nýafstaðið æfmæh, að byrja nýja öld í byggðasögu bæjarins með slíku stórmóti. Hér verða ekki raldn í- þróttaafrek þessa landsmóts U. M. F. 1. en vísað til leik- skrár, sem margir munu eiga og geima, og tímarits U. M. F. 1. (Skinfaxi, 4.-5. hefti, 1971) sem birtir mjög greinagóða frásögn frá landsmótinu, og afrekaskrá þess. Áð síðustu vil ég leyfa mér að tilfæra í stórum dráttum nokkur atriði sem Hafsteinn Þorvaldsson for- maður U. M. F. 1. mælti í á- varpi við setningu landsmóts ins. „Fyrir hönd Ungmenna- félgs Islands, og okkur öll er gistum þennan stað lands- mótsdagana, flyt ég ges-t- gjöfum okkar, Sauðárkróks- búum og Skaigfirðingum öll- um árnaðarósikir í tilefni 100 ára byggðarafmæhs í kaup- staðnum. Vöxtur, framtak og fram- farir eru áberandi aðals- m)erki Sauðárkróks. Megi skagfirzkar byggðir blómgast og eflast um ó- komin ár í samræmi við hina öru uppbyggingu kaup- staðarins. Þakkir ber að færa öllum þeim aðilum sem hér hafa unnið að gerð og framkvæmd þessara glæsiiegu íþrótta- mannvirkja. Æska vor mun vígja þessi mannvirki nú á þessu móti. Þakkir skulu færðar lands- mótsnefnd og stjórn Ung- mennasambands Skagafjarð- ar, svo og starfsmönnum nefndra aðila, fyrir frábært undirbúningsstarf að fram- kvæmd mótsins.“ Þetta voru orð Hafsteins Þorvaldssonar og lýsa þau hugarfari forystumanna mótsins, þafcklæti þeirra og hrifningu. Og enn segir Hafsteinn Þorvaldsson: „Á þessu 14. landsmóti U. M. F. í. eru skráðir kepp- endur 650 í keppnisgreinum — þátttakendur í hópsýning- um og dagskrá 300, — og starfsmerm 200. Til leiks eru komin þátt- tökuhð frá 20, af 24 sam- bandshðum U. M. F. l.“ Hér hkur tilvitjunum úr ávarpi H. Þ. Af þessum tölum má sjá hve fjölmenn og umfangs- mifcil landsmó'tin eru orðin, og hve góð stjórn og gott skipulag eru afar þýðingar- mikil atriði fyrir framgang þeirra í öllum igreinum. Auk hinnar fjölbreyttu í- þróttakeppni á landsmótinu, var fyrri mótsdaginn kvöld- vaka og hátíðadagskrá sem háfst kl. 8 um kvöldið á útisvæði við Grænuklauf, var þar margt til Skeanmtunar, girnilegt, og að loikum stig- inn dans. Næsta dag sunnu- dag hófst svo flölbreytt hátíðadagskrá kl. 1.30 á sama stað. Forseti íslands dr. Kristján Eldjám og forsetafrúin, Halldóra Eld- jám heiðruðu landsmótið1 með því að vera gestir á dagskránni, og vera viðstödd íþróttakeppnina á eftir. Hátíðadagskrárnar verða ekki raktar hér í einstökum atriðum, en allir gátu skemmt sér við sitthvað af því sem fram fór. Um landsmótið á síðast hðnu sumri segir blaðið Skinfaxi í niðurlagsorðum: „Á landsmótum U. M. F. 1. ríkir jafnan algert 'áfengis- bann. Andinn á landsmótun- 'Um er hka þannig, að drukk- ig fólk hopar óhjákvæmilega í burtu.“ — Og seinna. — „Drukkið fólk verður að viðundri á uió'ti sem þessu. |í heilbrigðri skemmtan og drengilegum leik á áfengið ekki heima. Um það sam- einast alhr ungmennafélagar og um það vitna landsmót- in.“ Undir þetta mættu allir 'taka. Stefán Pedersen Ijósmynd- ari á Sauðárkróki fram- kvæmdastjóri 14. landsmóts- ins segir í viðtah við frétta- mann „Skinfaxa". „Þegar ég ht til baka til landsmótsins kemur mér fyrst í ihug framúrskarandi framkoma íþróttafólksins bæði í keppni og utan henn- ar. Landsmótið sannaði líka, segir Stefán að hægt er að halda fjölmenna útihátíð með menningarbrag, án þess að he'nni sé spiht með drykkjuSkap. Mér er líka minnistæð sú vinsemd, sem maður miætti við undir- búning mótsins, bæði innan héraðs og uitan. Allir vildu leggjast á eiitt, til þess að mótið mætti tafcast sem bezt. Góð fyrirgreiðsla bæjar- stjómar Sauðárkróks, vinna jKvenfélagasambands Skaga- fjarðar, mikilvægt sjálfboða- starf slysavamarsveitar, og hjálpasveifar skáta o. s. frv. Ég get heldur ekki látið hjá hða að tjá þakklæti mitt í garð þeirra mörgu einstaklinga, sem ég boðaði til lað vera starfsmenn og skiluðu starfi sínu af mikilli trúmennsku. Þessi einhugur um að gera mótið sem glæsilegast, gladdi mann og örvaði við allan undirbúning.“ Þetta vom orð Stefáns Pedersen. Fagurt veður var yfir báða mótsdagana og setti það sinn svip á öh hátíða- höld og iþróttaafrek. Við Sauðárkróksbúar mun mm aldrei gleyma þessum hátíðahöldum frá afmæli og landsmóti. Frá hðnu surnri geymum við góðar minningar um merka viðburði. Ingimar Bogason Kaupfélagið auglýsir: Bœkur, nýr vöruflokkur Nú bjóðum við yður JÓLABÆKURNAR, ásamt fjölbreyttu úrvah af GJAFAVÖRUM. — Gjörið svo vel að hta inn. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Varmahlíð. Verzlunin Vökull Sauðárkróki. — Sími 95-5177. Selur húsgögn frá Trésmiðjunni Viði og fleirum. Vegghillur — Veggskápa — Veggskrifborð — Eldhúsborð og stóla. — Baðherbergisskápa og hillur. — Speglar, margar stærðir. HUSQUARNA saumavélar og aðrar Husquarna vörur ÁLAFOSS værðarvoðir, band og hespulopa litaðan og í sauðarhtum. — Peysur, leista, vettlinga, húfur og trefla, herðasjöl og þríhymur. Málverk í úrvali. Einnig innlendar og erlendar eftir- prentanir. — Mikið úrval gjafavöru frá Amaró á Akureyri. — Mánaðarbollapörin vinsælu, borðbúnað og dúka. — Indverskar handunnar skrautvörur. Umboð fyrir innrö'mmunarstofu á Akureyri. Umboð fyrir RAFHA í Hafnarfirði. Umboð fyrir S.I.B.S. (Samb. ísl. berklasjúkhna) á Sauðárkróki og 1 nærhggjandi seitum. Umboð Styrbtarfélaigs vangefinna (Bílahappdrættið) í S'kagafjarðarsýslu. Lítið inn og athngið verð og gæði. Gleðileg jól. Gott og farsælt nýtt ár. Þakka viðskiptin á liðnum árum. Auðbjörg Glmnlaugsdóttil• Heimasími 95-5373. Ávallt fyrirliggjandi vörur í fjölbreyttu úrvali á hagstæðu verði Sendum gegn póstkröfu Sendum félagsmönnum kaupfélagsins, starfsfólki þess og viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, með þökk fyrir það, sem er að líða. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri Nýlenduvörudeild Vefnaðarvörudeild Herradeild Jám- og glervörudeild Byggingavömdeild Skódeild Véladeild Raflagnadeild Olíusöludeild Kjötbúð Stjömu Apótek Gúmmíviðgerð Þvottahúsið Mjöll Vátryggingadeild Hótel KEA Matstofa Utgerðarfélag Brauðgerð Efnagerðin Flóra Mjólkursamlag Kjötiðnaðarstöð Reykhús Skipasmíðastöð Smjörlíkisgerð Sláturhús og frystiliús Sameign SÍS og KEA: Kaffibrennsla Akureyrar Efnaverksmiðjan Sjöfn

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.