Freyr - 01.06.1939, Page 4
82
FRE YR
Um mæðiveiki í Reykholtsdal og nágrenni.
(Framhald af rannsóknum Guðm. Gíslasonar læknis.
Eftir dr. Halldór Pálsson, ráðu'naut.
L síðari hluta marzmánaðar s. 1. kom ég
á eftirtalda 14 bæi í Reykholtsdal og ná-
grenni: Klett, Geirshlíð, Snældubeinsstaði,
Grímsstaði, Kjalvararstaði, Kópareyki,
Skáney, Nes, Sturlu-Reyki, Gróf, Stóra-
Kropp og Deildartungu í Reykholtsdal,
Stóra-Ás í Hálsasveit og Gilsbakka í
Hvítársíðu, og athugaði féð þar, sérstak-
lega með tilliti til þess, hvernig það stæði
sig nú gegn mæðiveikinni.
Guðm. Gíslason læknir, athugaði féð á
öllum þessum bæjum í apríl 1938, nema
á Stóra-Kroppi.
Féð á 2 þessara bæja, Skáney og Nesi,
er talið í einu lagi, því að það er af sama
stofni og var allt á Skáney, þegar veikin
kom þar upp.
Meðfylgjandi tafl'a sýnir, hvernig á-
standið er nú sem stendur á þessum 14
bæjum, sem hér um ræðir.
Allmargar kindur hafa farist á s. 1. ári
úr mæðiveiki, eða 129 alls. En það er at-
Völvu og Verðandi
vizku og þekking
bar hann jafnt fyrir brjósti.
Garpurinn gildlegi
gengur síðla
þeirn úr hug, er þekktu.
Bjart er um Bólstað,
braga hið efra
náttförul norðurljós.
Heyrist í hálofti,
hnegg og jódynur —
kveðja klökk hið neðra.
Guðmundur Friðjónsson.
hyglisvert, að aðeins 21 þeirra er á 4. vetur
og yngri. Eldra féð, sem til var, þegar
veikinnar varð vart í fyrstu, hefir því
drepi.st hlutfallslega miklu meira á s. 1. ári,
heldur en yngra féð, sem alið hefir verið
upp, eftir að veikin fór að geysa yfir þetta
svæði.
Á töflunni er sýnt, hve mörg lömb hafa
verið sett á vetur á hverju hausti síðan
1934, og hve margt af þeim var lifandi í
apríl 1938 og aftur í marz 1939. Af ár-
göngunum, sem aldir voru upp veturna
1934—’35 og 1935—-’36, voru í fyrra eftir
um 38%, en nú um 36%, þ. e. a. s. tæp-
lega -/z hlutar þessa fjár hafa farist á
þessu tímabili.
Má gera ráð fyrir, að flest það fé hafi
drepist úr mæðiveiki, þar eð bændur á
þessum slóðum hafa ekki lógað heilbrigðu
fé veturgömlu eða eldra, síðan veikin kom
upp hjá þeim.
Báðir þessir árgangar eru af því fé, sem
til var, þegar veikinnar varð fyrst vart á
þessum bæjum. Hún kom að vísu íyrst upp
í Deildartungu og á Kletti, veturinn 1935,
en á öllum hinum bæjunum ekki fyrr en
um veturinn og vorið 1936.
Lömbin, sem sett voru á vetur haustið
1936, voru aftur á móti alin upp eftir að
veikin hafði legið í fénu á öllum þessum
bæjum, eitt missiri eða heilt ár, og má gera
ráð fyrir, að þá hafi allra næmasti hluti
fjárins verið fallinn í valinn. Af þessum
árgangi hefir heldur ekki drepist eins mik-
ið og af eldri árgöngunum. Vorið 1938
voru lifandi af lömbunum frá 1936 tæp
82%, og núna eru eftir um 73%. Rúm-