Freyr - 01.06.1939, Qupperneq 6
84
FRE YR
enn, en sú var þó reynslan, að veikin lagð-
ist alls ekki vægar á lömbin og veturgamla
xéð, þegar hún kom fyrst upp á þessum
bæjum, heldur en á eldra féð.
Það er sérstaklega sýnt á töflunni, hve
margt fé hefir farist af völdum mæðiveik-
ínnar s. 1. ár, á þessum umræddu bæjum.
Það, sem var yngra en 5 vetra, er sundur-
iiðað eftir aldri.
Öðru hvoru í vetur voru að kvisast sög-
ur um, að nú væri aftur farið að drepast
í Reykholtsdalnum, og það unga féð, o. s.
frv. Slíkar sögur slá eðlilega ótta á menn
og var því nauðsyn að athuga við hvað þær
höfðu að styðjast.
Reynslan er sú, að vissulega hafa farist
nokkrar kindur af þessu unga fé, en þó,
sem betur fer, tiltölulega mjög fáar.
Af þeim 230 lömbum, sem sett voru á
haustið 1937, hafa drepist á s. 1. ári 6 úr
mæðiveiki, eða 2,6%. Átta kindur af þess-
um 230 hafa horfið úr tölunni af öðrurn
ástæðum, farist úr bráðapest, lent í óskil-
um, verið lógað (hrútar) o. s. frv.
Aftur hefir farist heldur meira úr mæði-
veiki á s. 1. ári, af ánum á 3ja vetur, eða
um 7,7%, og svo heldur minna af ánum
á 4. og 5. vetur.
Nokkuð margt af fénu, sem er eldra en
á 5. vetur, hefir farist úr mæðiveiki s. 1.
ár, ca. 15%. Meðfram mun þessi tiltölu-
lega mikli fjárdauði orsakast af elli ánna,
því að bændur á þessum slóðum lóga nú á
haustin engri á, sem hugsanlegt er að geti
lifað og skilað arði lengur. Sumar þessar
ær verða lungnaveikar, sakir elli, og aðrar
hafa veikst af mæðiveiki fyrir löngu síðan
og batnað aftur, eða a. m. k. hjarað, og
er þá bændum ómögulegt að vita með vissu,
þegar þær drepast, hvort banamein þeirra
er mæðiveikin ein eða eitthvað annað jafn-
framt.
Núna eru nokkrar kindur á þessum bæj-
um veikar af mæðiveiki, en flestar þeirra
eru gamlar. Á töflunni sést, hve margt af
unga fénu var greinilega veikt, og fleira
getur verið eitthvað lasið, því að það var
ekki skoðað nákvæmlega, heldur farið eft-
ir áliti fjármannsins eða bóndans, sem að
vísu vita allra manna bezt, hvað fénu líð-
ur.
Þetta sýnir, aö tiltölulega rtijög fátt af
fénu, sem oMó hefir vceio upp, eftir að
mæðiveikin hefir verið eitt til tvö ár í fénu
á nefndum bæjum, hefir á s. I. ári drepist
úr mæóiveiki. Aftur á móti er enn að drep-
ast allmargt af því fé, sem tíl var, þegar
veikin tók að geysa yfir þetta svæði.
Á öllum bæjunum, nema tveimur, hefir
eitthvað af fé drepist úr mæðiveiki s. 1. ár.
Lökust er útkoman nú á Kjalvararstöð-
urn, Snældubeinsstöðum og Gróf, einkum
með tilliti til unga fjárins. Ber þar að at-
huga, að einmitt á þessum bæjum fór veik-
in ekki mjög geyst af stað í fyrstu.
Verst er þó heildarástandið í Geirshlíð,
enda hafa allir hrútar drepist þar, síðan
veikinnar varð fyrst vart.
Á sumum bæjum virðast vissir ættstofn-
ar reynast betur en aðrir. í Deildartungu
er t. d. dálítið af kollóttu fé, líklega af
Kleifakyni, sem keypt var frá Beigalda,
áður en veikin kom þar upp, og flutt að
Deildartungu. Hefir mjög lítið af þessu fé
drepist, þótt bæði fé af heimastofninum
og annað aðkeypt fé, hafi drepist þar, eft-
ir að Beigaldaféð var keypt.
Á Gilsbakka og Grímsstöðum hefir ætt-
stofn frá Aðalbólí í Miðfirði gefist vel. Á
Gilsbakka hafa einstakir hrútar frá Gott-
orp reynst mjög misjafnlega. Ágætur hrút-
ur, Erpur að nafni, frá Gottorp, var not-
aður lengi á Gilsbakka, og voru til 82 dæt-
ur hans, þegar veikin kom upp. Hafa þær
allar drepist, nema ein. Annar hrútur frá
Gottorp, kallaður Ljómi, að sögn Sigurð-