Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1939, Page 8

Freyr - 01.06.1939, Page 8
86 F R E Y R reynslu, og verðum heldur að tefla nokkuð í tvísýnu. Athugum líka hitt, að sé það ráð tekið, sem að vísu er ekki glæsilegt, að láta lamb- gimbrarnar fá, þá fæst svo mikill arður af þeim á fyrsta ári, að þótt t. d. 2—5% af þeim dræpist á fyrstu 2 árunum, úr mæði- veiki, þá margborgar sig að hafa alið þær upp, a. m. k. samanborið við, að bændurn- ir geti ekki afsett vinnu sína á annan arð- bæran hátt. En því aðeins er afsakanlegt fyrir bænd- ur að láta gimbrarnar fá, og fyrir ríkið að styrkja lambauppeldi, að þeir hafi næg- an forða af innlendu fóðri (helst heimaöfl- uðum heyjum), tíl þess að vera vissir um að geta fóðrað allt féð vel og ekki sízt gimbrarnar á 1. og 2. vetur. Hvað er ráðlegast fyrir þá bændur að gera, sem enn hafa ekki fengið mæðiveik- ina í fé sitt, en geta átt það á hættu hve- nær sem er? Þegar mæðiveikin gaus upp í fyrstu, þá sló eðlilega ótta á bændur yfirleitt og eng- inn gat gefið ráð, sem byggð voru á reynslu. Hraus þá mörgum bóndanum hugur við að láta ef til vill flest allt sitt fé falla, af völdum veikinnar. Tóku því margir bændur það ráð, og voru jafnvel hvattir til þess, af þeim, sem þá höfðu mest með þessi mál að gera, að fækka mj ög fénu, strax og þeir urðu veik- innar varir og jafnvel fyrr, með því t. d. að lóga öllum lömbum og veturgömlu fé. Var þá nokkuð minna lagt í hættuna. Þetta var mjög umdeilt mál, enda erfitt að geta um það sagt þá, hvort það væri rétt. Hlaut það að fara mjÖg eftir því, hvern- ig veikin myndi haga sér framvegis og eft- ir ástæðum einstakra bænda. Þeir bændur, sem gátu lagt stund á aðr- ar atvinnugreinar, eða höfðu þegar gert það, t. d. mjólkurframleiöslu, þar sem markaðsmöguleikar voru fyrir hendi, gátu hæglega hagnast á því að fækka fénu, áð- ur en veikin tók að kvista það niður. Öðru máli var að gegna með þá, sem urðu að lifa af sauðfjárræktinni einni saman, eða því sern næst. Þar, a. m. k. hjá einyrkjunum og fjár- færri bændunum, hlaut fjárfækkunin að hafa enn alvarlegri afleiðingar, vegna at- vinnumissisins, sem af henni leiddi, heldur en hið beina eignatjón, sem varð við að missa nokkuð af fénu fyrir lítið eða ekk- ert. Fullorðið fé er lítils virði til frálags. Veturgamlar gimbrar hafa þó lagt sig um og yfir kr. 20,00 undanfarin ár. í þessu sambandi verða bændur að at- huga, að ærnar eru mjög mikilsverð fram- leiðslutæki, sem árlega breyta vinnu þeirra og afurðum jarðanna í verðmæti, er nem- ur niðurlags verði þeirra sjálfra eða meiru. Nú hefir reynslan sýnt, að víðast hvar drepur mæðiveikin einn þriðja til tvo þriðju hluta fjárins og stundum enn meira fyrstu þrjú missirin, sem hún liggur í fénu. Bóndi, sem er að fá mæðiveikina í fé sitt, getur því lagt dæmið þannig fyrir sig: Eigi hann t. d. 20 gimbrar veturgamlar, getur hann lógað þeim öllum og fengið fyr- ir þær í eitt skipti fyrir öll ea. kr. 400,00. Á hinn bóginn getur hann sett þær all- ar á vetur. Eigi hann nóg hey og þurfi venjulega ekki að kaupa að vinnukrafta til heyskapar, þarf hann á kindum þessum að halda, til þess að breyta heyunum og þar með vinnu sinni og sinna í peninga. Það má gera ráð fyrir að á fyrsta árinu missi hann a. m. k. helminginn af þessum kindum og fái lítið fyrir reiturna af þeim.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.