Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1939, Side 11

Freyr - 01.06.1939, Side 11
F R E Y R 89 bakkinn" að bresta“. Á einum stað í greininni er þessi setning: „Bændastétt iandsins var með í hinni lífrænu skipu- lagsbreytingu 1934“. „Hin lífræna skipu- lagsbreyting“ sem höfundurinn á við, er víst sú, að komið var á löggiltu fyrir- komulagi með sölu á landbúnaðarvörum til kaupstaða og sjávarþorpa. Okkur bændum finnst nú harla lítið „lífrænt“ við það að lögfesta afurðir okkar á inn- lendum markaði, á því verðiagi, sem er neðan við framleiðslukostnaðarverð, og verkar til niðurdreps landbúnaðmum. Rótið, sem komst á þetta mál 1984, var eingöngu bændanna framtak. Kaupfél. og S. 1. S. höfðu alltaf lækk- að afurðlv bænda á innlendum markaði, á sama tíma og allt annað fór hækkandi. Þau höfðu algerlega brugðist bændum í verðlagsbaráttunni innanlands, er hófst hér aðallega í ófriðarlokin. 1932 fengu bændur hér í Suður-Þing. 7—10 krónur fyrir dilkinn, en þá kostaði hann í framleiðslu um 24 kr. Á aðalfundi K. Þ. 1933, las form. fél. upp fréf frá Jóni Árnasyni í S. I. S. Þar sem hann tjáir fundarmönnum að enn beri að lækka áætlunar.verð dilkakjötsins. Þá, á þessum sama fundi, var hafið máls á því, að þetta verðlag mundi, á skömm- um tíma, leggja landbúnað Þingeyinga í rústir og að bændur yrðu að gera kröfu til þess, að fá framleiðslukostnaðarverð á innlendum markaði fyrir dilkakjöt sitt, og það verð, er samsvaraði öðru verðlagi í landinu. Var á fundi þessum kosin 5 manna nefnd til að vinna fyrir málið. Stjórn búnaðarsambands sýslunnar tók og málið að sér og lagði mikla vinnu í það að leita eftir því, hvað væri hið raun- verulega framleiðsluverð dilkakjötsins í Suður-Þing. Niðurstaðan varð sú, að kostnaðarverð hjá bændum væri 140 aur- ar á kíló. Voru síðan haldnir fundir um allt héraðið, á þeim fundi mætti maður frá K. Þ. og annar frá Samb. Á fund- inum mátti heita, að bændur stæðu sem einn maður í því að krefjast framleiðslu- kostnaðarverðs fyrir dilkakjötið á inn- lendum markaði, enda væri það í sam- ræmi við annað verðlag í landinu. Kröf- um þessum var beint til S. í. S. og mun það hafa fengið svipaðar ábendingar víð- ar að. Vegna þessa boðaði svo S. í. S. til aukafundar 1934. J. J„ sem aiitaf ha.fði verið í verðlagsbaráttunni fyrir verka- menn, varð kvumsa við þessum kröfum og brá bændum um barlóm, þegar þeir vildu bera úr bítum fyrir dilkakjötið það sern þeir höfðu kostað til þess. Fljótlega snéri hann þó við blaðinu á þá lund, að þakka, fyrir bændanna hönd, Jóni Árna- syni fyrir þessa hreyfingu, sem leiddi til hinnar „lífrænu skipulagsbreytingar 1934“. Það á alls ekki við að nota þetta „lífræna“ orð hér. Bændur fá enn ekki kostnaðarverð fyrir kjötið á innlendum markaði. Verðið er enn ólífvænlegt fyrir bændur og ekki í samræmi við annao verðlag í iandinu. Bændur þurfa einbeitta og þekkingar- góða menn, um landbúnað sveitanna hér, til að vinna fyrir mál landbúnaðarins. — Rit og ræður þeirra manna, sem ekki vita raunverulega hvað landbúnaður er, géra bölvun eina. Jón. H. Þorbergsson. K-itstj. getui' ekki fallist á það „fyrírvaralaust", aS ekki sé hægt aö reisa þjóðlega menningu á sjávarútvegi, því að menning getur vevið þjóðleg, þótt ])að sé ekki bændamenning. Hitt telur rit-stj. þó iniklu fjær sanni, að lialda - því fram, eins og gert var nú á s.jómannadaginn, að sjómennirnir hafi borið uppi íslenzka menn- ingu allt frá upphafi, til þessa dags.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.