Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1939, Qupperneq 13

Freyr - 01.06.1939, Qupperneq 13
F R E Y H 91 Eftir því sem fram kemur í búnaðar- skýrslum Dana, hafa 85 % af bændum landsins þvaggryfju á jörðum sínum, en þar með er ekki sagt, að þær rúmi 85% af þvaginu og rannsóknir, sem gerðar voru á Suður-Jótlandi 1924 leiddu í ljós, að mjög víða voru þvaggryfjurnar alltof litlar, þótt þær væru til; þær rúmuðu minna en 2ms fyrir hverja kú, en nú telja Danir að rúmtakið þurfi að vera 3m3 fyrir kúna, svo að ekki þurfi að tæma gryfjuna nema einu sinni á ári. Til þess að koma þessum málum í betra horf en nú er, voru hinn 7. marz s. i. sett lög í Danmöku, er heimila landbún- aðarráðherra að verja allt að 10 milj. króna í útlán til bænda, til þess að byggja hýjar þvaggryfjur og haughús eða haug- stæði, eða til endurbóta á því sem fyrir er, en ekki er „allt í lagi“. Umsóknir um . slík lán skal senda jarðabótanefnd í við- komandi hrepp eða héraði. Lánsupphæðin má nema allt að n/io hlutum kostnaðar, og að jafnaði mega lánin eigi vera hærri en kr. 2000, en þó í einstökum tilfellum allt að kr. 3000 — og lægri lán en kr. 200 koma eigi til greina. Lánin eru rentulaus — og afborganalaus 2 fyrstu árin, en greiðast síðan með jöfn- nm missirisafborgunum á næstu 10 ár- um. »Geri aðrir betur!« Svo segir Jón á Laxamýri í Frey. •— Hann drap hrút, sem honum þótti af- burðavænn. —- Jú, hægt kynni það að vera. Faðir minn lógaði hrút, fullorðnum að vísu, í öndverðum ágústmánuði síðastl. sumar. Fallið af honum var 50 kg., og mör og gæra í hlutfallí við það. — En þetta tel ég raunar ekki frásagnavert. Við höfum mörgum hrútum lógað, er lagt hafa sig með þessum kjötþunga eða svip- uðum, þetta frá 45-—52 kg. Hitt kynni frekar að vera í frásögur færandi, að ég á mylka á, þriggja vetra, sem vóg í haust 91 kg. Hún gekk með gimbrarlambi, sem lifir, og vóg gimbrin 51 kg. — Annars voru allar ærnar hér í Eyhildarholti, um 320 að tölu, vegnar í 3. og 4. viku vetrar. Af þeim voru rúml. 120 yfir 60 kg. að þyngd, þar af allmargar tvílemdar. 17 ær voru yfir 70 kg., þar af 3 tvílemdar og ein geld. — Meðalþungi allra ánna var 58 kg. — Þyngsta ærin var sú, er áður getur. En þyngsta tvílemban vóg 75 kg., og myndi sú vera talin lítil ær á velli. Hún gekk með tveimur gimbralömbum og lifa báðar gimrarnar. Var önnur 42, en hin 45 kg. að byngd. Önnur ær, sem vóg 79 kg., átti að vísu 2 lömb í vor, en gekk aðeins með öðru í sumar. Hún á dóttur, veturgamla, er einnig gekk með lambi. Var hún 65 kg. að bvngd, lágvax- in budda, en lambinu var lógað með öðru sláturfé, og það því ekki vegið sérstak- lega. Önnur ær. veturgömul, sem gekk með lambi, vóg 63 kg. Sauðburður hófst hér í 5. viku sumars á s. 1. vori. Ærnar hafa sæmilega meðferð að vetr- inum, en eru ekki aldar. Hevið er flæði- engjahev — bakkahev og stör. Veniu- lega slerrni ég ánum um sumarmál. Er gott vorland hér á eylendinu. Þó kemur fvrir, að ærnar leggia af að vorinu. eftir að beim er sleppt, og er það mikill galli og kví miðnr allt of almennur. Sumar- laudið er á svonefndri Evvindarstaða- heiði. milli Jökulsár vestari og Blöndu. Fr bað allgott land. og bó ekki sérstakt kiarniendi. — Nokkrar af þyngstu án- um gengu heima í sumar. Gísli Magnússon.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.