Freyr - 01.06.1939, Síða 14
92
F R E Y R
Skógarbeit.
í tímaritinu Tidskrií't for Skogbruk var
grein á sl. ári, eftir Fredrik von der Lippe
,um beit í skóglendi. Af því að efni greinar-
innar á erindi til bænda á skógarjörðum,
er ekki ástæðulaust að skýra frá efni
hennar.
Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu, að
þar sem skógur eigi að vaxa upp, verði
það, er upp kemst af trjánum, bæði bæklað
og oft á tíðum lítils virði, ef um beit hefir
verið að ræða meðan trén voru ung. Segir
hann að Svíar hafi og komizt að þeirri
niðurstöðu, að oft á tíðum sé hreinasta
sultarbeit fyrir búfénað í skógi, og ef gert
væri upp, hve notadrjúgt væri að beita á
limið, væri lítill vafi á 'að skógarbeit
myndi oftast nær ekki borga sig. Allur bú-
fénaður, hverju nafni sem nefnist, veldur
tjóni á trjágróðrinum. Þó taka skemmdir
af völdum geitfjárins öllum öðrum fram,
og er því sérstaklega við brugðið, hve
haustbeit geita sé skaðleg.
I greininni er skýrt frá því, að víða í
Svíþjóð sé nú hafizt handa gegn allri skóg-
arbeit, með ágætum árangri fyrir skóga-
eigendur og bændur. Slíkt hið sama er
talið að gera þurfi í Noregi. En í hvert
sinn, sem það sé nefnt á nafn, að leggja
niður skógarbeit, rísi menn hundruðum
saman upp á móti því. Engu að síður tel-
ur höfundur nauðsynlegt að stefna beri að
því, að gera ungviðinu kleyft að vaxa upp,
en það verði ekki gert með öðru en algerðu
banni gegn allri skógarbeit, því að ómögu-
legt sé að girða skógana af, sakir kostn-
aðar.
Grein þessi varð til þess, að ég fór enn
einu sinni að velta fyrir mér því ó-
fremdarástandi, sem mestallt skóglendi
okkar er í, og því vil ég hnýta fáeinum orð-
um aftan við.
Skóglendið er víða verðmætasta land ís-
lenzka bóndans. Og það mundi talið enn
verðmætara, ef hægt væri að koma því í
sæmilega rækt og breyta kjarri í viðamikla
skóga, þannig að hafa mætti úr þeim auð-
tekinn eldivið og ýmiskonar. smíðavið. En
þetta gætu margir bændur veitt sjálfum
sér, ef þeir verða langlífir, en annars son-
um sínum eða dætrum, með því einu aö
hlífast við að beita skóga sína og kjarr-
lendi. Það er sízt að furða, þótt skóglendin
hér séu í mikilli niðurníðslu, þegar menn
hafa öldum saman hirt allt, sem nýtilegt
var af viði úr skóginum, jafnframt því,
sem búfénu hefir verið beitt á skóginn og
kvistinn, bæði vetur og sumar, en þó eink-
aniega vor og haust. Og þetta á sér enn-
þá stað í skógríkum héruðum, svo sem á
Vestfjörðum, í Borgarfirði, í Axarfirði og
víðar. Rányrkjan stendur víðast hvar enn-
þá föstum fótum og hún hverfur ekki, fyr
en hugsunarháttur manna breytist í þá átt,
a’ð menn megi ekki láta stundarhagnað
freista sín til þess að spilla landgæðum.
Meðan menn höfðu ekki fullan skilning á
því, hvaða afleiðingar skógaskemmdirnar
höfðu, og meðan menn áttu ekki annars
úrkostar, til þess að fullnægja brýnustu
þörfum sínum, heldur en að lifa á gæðum
landsins, var afsakanlegt þótt illa væri
fari með landið og gróður þess. En nú,
þegar menn vita betur hvaða afleiðingar
ill meðferð skóga og lands hefir, og þegar
menn hafa langtum meiri möguleika til
þess að komast vel af en áður tíðkaðist, er
það með öllu ófyrirgefanlegt, að fara illa
með land og skóglendi með óhóflegri beit.
Við ættum bráðum að vera upp úr því
vaxnir, að lifa sem hreppsómagar eða
hálfgerðir niðursetningar í okkar eigin
landi, en slíkt höfum við gert til þessa, því
að landið hefir orðið að miðla hverri ein-
ustu kynslóð meiru af gæðum sínum, held-